Norðlingur - 09.08.1928, Side 1
NORÐLINGUR
17.
blað.
Akureyri 9. ágúst 1928.
I. ár.
skoskar, ágæt tegund, fyrirliggjandi hjá
I. Brynjólfsson & Kvaran.
Sími: 175. Akureyri. Símnefni: Verus.
Að sunnan.
Reykjavík í gærkvöldi.
Sakamálsrannsókn.
Nýlega er hafin sakamölsrann-
sókn út af því, er togarinn »Menja«
sökk í sumar vestur á Halamiðum;
þótti sá atburður óskiljanlegur, ef
ekki væri af mannavöldum kominn,
og hefur því verið fyrirskipuð rann-
sókn á ný. Hefur öll skípshöfnin
verið yfirheyrð, en einkum vjelstjór-
ar. Hefir 2. vjelstjóri verið settur
í gæsluvarðhald. Rannsóknina hefir
með höndum Halldór Júlíusson yfir-
vald Strandamanna, sá sami er fræg-
astur varð af atkvæðamálinu á Vest-
fjörðum. — Um það má! er annars
íremur hljótt. Boðaði Halldór dóm
í málinu snemma í vor, en eitthvað
hefir hann þæfst fyrir honum, því
ekkert bólar á honum enn.
Súlan,
er nú farinn norður til Siglufjarðar,
og ætlar að fara að athuga síldar-
göngur fyrir Norðurlandi, og mun
jafnframt líta eftir landhelgisbrotum.
Útvarpstæki voru sett í hana, áður
en hún fór hjeðan, og á hún því
að geta látið skip þau, sem við-
tökutæki hafa, vita um göngur síld-
arinnar.
Jarðarför
Valtýs Quðmundssonar fór hjer
fram á mánudaginn var, að viðstöddu
afarmiklu fjölmenni. Sjera Ólafur
fríkirkjuprestur talaði í kirkjunni og
sungið var kvæði, er Þorsteinn
Gíslason orti.
Kaldadalsvegur.
Geir Zöega vegamálastjóri hefir
nýlega látið þess getið, að farið
yrði að gera Kaldadalsveginn bílfær-
an. Má því vænta þess, að örfist
umferð í bifreiðum milli Suður- og
Norðurlands, úr því nú þegar er
farið að fara þessa leið á óviðgerð-
um vegi.
Ráðherralaust stjórnarráð.
Um þessar mundir er stjórnar-
ráðið í Reykjavík ráðherralaust. Er
dómsmálaráðherra að skemta sjer
austur í Skaftafellssýslu, fjármála-
ráðherra ekki orðinn heill heilsu
eftir meiðslið í sumar, og forsætis-
ráðherra veikur. Fjekk hann fyrir
skömmu aðkejiningu af sama sjúk-
dómnum og í fyrra, garnablæðing,
en er nú heldur að hressast.
Hiísbnni á Reyðaríiröi.
Hús Þorsteins Jónssonar
kaupfjeiagsstjóra brann alt
og allir innanstokksmunir.
S.l. fimtudagsmorgunn var eldhúss-
stúlka í húsi Porsteins Jónssonarkaup-
fjeiagsstjóra á Reyðarfirði að kveikja
upp eldinn, eins og að vanda Ijet.
Var alt fólkið í húsinu í rúmunum og
í svefni sumt. Stúlkan fór ógætilega
með eldinn — helti olíu í hann og
blossaði hanti upp og læstist í trjeð
umhveifis vjelina, og stóð alt húsið,
sem bygt er úr steini, að heita mátti
í björtu báli að innan.
Eldsvoðann bar svo brátt að, að
A. VaUyils
syngur í Akureyrar Bíó
kl 9 í kvöld.
Aðgöngumiðar seldir við
innganginn frá kl, 81/?-
MUNDLOS-saumavjelar eru bestar.
Fást í verslun Norðurland.
fólk fjekk með naumindum bjargað
sjer á nærklæðunum úr rúmunum, og
varð engu bjargað, hvorki af fötum
nje innanstokksmunum.
Piltur einn, sem í húsinu var, varð
svo naumt fyrir, að koma varð hon-
um til hjálpar. Rjeðst Porsteinn við
annan mann inn í logandi húsið, og
fjekk náð drengnum, en komst þá ekkí
út sjálfur, og varð að fara út um
glugga. Skarst hann þá á læri og ligg-
ur síðan í sárum.
Fimm af fólkinu veiktist af afleið-
ingum þessa snögga bruna, og vildi
til, að »Fylla* var inni á Reyðarfirði,
og flutti hún þrent til Sayðisfjarðar,
en tvent til Eskifjarðar, því að sjúkra-
■skýli er ekkert á Reyðarfirði.
Ekki er blaðinu kunnugt um, hvort
innanstokksmunir Porsteins hafa verið
vátrygðir. En þó svo hafi verið, bíður
hann óefað mikið og tilfinnaniegt tjón.