Norðlingur

Útgáva

Norðlingur - 09.08.1928, Síða 3

Norðlingur - 09.08.1928, Síða 3
NORÐLINOUR 3 Fiskilínur, Ongultaumar, Onglar, Kaðlar, Smurningsolíur og annað sem að sjávarútveg lýtur, best og ódýrast frá Otto Erhard, Hamburg. Umboðsmaður: Þorv. Sigurðsson, Akureyri. Hafnarstr. 103. Sími 224. «* <' ferskan og saltaðan, nýja og gamla < kaupir Ingólfur Árnason, Siglufirði. ' \ « % mm nú síðast í þeirri mynd, að hann ræðst á »Norð!ing* fyrir fjölbreyttari og meiri frjettir, margvíslegra efni og fyllri frá- sögn af einu og öðru, sem gerist dag- lega, en hann fiytur sjálfur. £n »Norðlingur* vill ekki 6leppa hendinni alveg af »Verkamanninum* fyr en þrautreynt er, hvort hann vill ekki gott þiggja, og ráðleggur honum enn, að afla sjer vitneskju um það, sem er að gerast með þjóðinni, og segja hinum fáu lesendum slnum það. Þeir eru áreiðanlega eins og aðrir menn — að þeir vilja fá vitneskju um það, sem er að gerast, um þá atburði, sem máli skifta og hið daglega líf og háttu landsmanna í öllum myndum. Hann á með öðrum orðum að reyna, eftir því sem hann hefir vit til, þó að það sja að vísu takmarkað, að fræða og gefa upplýsingar. Oeri hann þetta, er ástæða til að ætla, að hann fái færri uppsagnirnar hjer eftir en hingað til — og hafi minni ástæðu til að öf- unda »Norðling«. Einkennilegt mál. Danskur maður situr í fangelsi fyrir að neita að láta bólusetja börn sín. Mikið er rætt um í Danmörku um þessar mundir mann einn, er Björner faeitir, og er trjesmiður. Er ástæðan sú, að hann neitaði fyrir nokkrum ár- um, og neitar enn, að láta bólusetja börn sín. Þegar hann hafði neitað þessu um bríð, var hann dæmdur eins og lög stóðu til í 2 kr. sekt um vik- una. Svo liðu nokkur ár, og hann neitaði einnig að borga sektina. Þegar hún var orðin á fjórða hundrað krón- ur, voru honum gerðir tveir kostir, að borga þegar upphæðina, eða fara í fangelsi og®»sitja« hana þar af sjer. Hann kaus heldur fangelsið, en þó varð að flytja hann þangað með valdi. En þegar þangað kom, hótaði hann að svelta sig, og hefir gert það fram að þessu. En honum hefir verið bent á af yfirvöldunum, að hann mundi þá verða nærður með valdi. En hann befir ekkert þóst hirða um það. Og nú situr hann í fangelsinu og sveltur — án þess að bera fram nokkra skynsamlega ástæðu fyrir því, að hann vill ekki láta bólusetja börn sfn. Til lands og sjávar. Veðurútlit (tvö næstu dægur): Suðvesturland og Faxaflói: í dag og nótt breytileg átt, hægviðri, skúrir á stöku sfað. Breiðifjörður, Vestfirðir, Norðurland, Austfirðir og Suðaustur- Iand: í dag og nótt hægviðri, víðast hvar, Þurt veður, — 10 gr. hiti á Akureyri f morgun. Mestur hiti á Isa- firði 14 gr. Síldarsöltunin. í gær var búið að salta og krydda á öllu landinu 33,593 tunnur. A. Valagils syngur aftur i kvöld kl. 9, eins og sjá má á auglýsingu hjer í blaðinu í dag. Var aðsókn síð- ast, er hann söng, verri en maklegt var, því að þarna er um mentaðan söngvara að ræða. Hafa menn og sjeð það hjer f blaðinu, á ummælum eins af bestu listamönnum bæjarins um söng Valagils, að þar er góð skemt- un í boði. Góð ritlaun. Halldór Kiljan Lax- ness hefir dvalið í Ameríku nú á ann- að ár, að meira eða mínna leyti í kvikmyndabænum Holywood. Sú fregn hefir borist hingað norður, eftir brjefi frá Laxness, að kvikmyndafjelag eitt hafi keypt af honum film-leikrit fyrir 50 þús. dollara. Fer þá Halldór að hafa betri peningaráð en oft áður, ef satt er, og er það vel farið að ekki þurfa allir íslenskir rithöfundar að lepja dauðann með krákuskel alla æfina og grotna niður í örbirgð og matarstriti. »Unnur« kom f gær austan frá Leirhöfn, þar sem hún befir verið und- anfarið við togarann, sem þar strand- aði og ná á út. Ekkert hefir gengið nje rekið með það enn, aðallega vegna þess, að ekki hefir tekist að ná skip- inu þurru. Hafa dælur varið í ólagi, og því ekki haft við. Talsverðu er búið að ná af kolum úr togaranum, en þó er enn nokkuð eftir, sem ligg- ur í sjó. En þar undir ætla menn gatið vera á skipinu. »Óðinn« skaust þarna austur nýlega, en ekki þótti skynsamlegt, að hann reyndi að ná togaranum út meðan dælur hafa ekki við og ekki er hægt að halda skipinu ofansjávar. Reyna á við það aftur í næsta straum, og hafa þá dæluútbún- að betri. Jarðarför frú Bjargar Eiríksdóttur fer fram á Sauðárkróki á laugardaginn. í morgun lögðu á stað vestur synir hennar, Axel og Eiríkur, og kona Axels og Benedikt Elfar, tengdason- ur hennar, til þess að vera viðstödd jarðarförina. Er búist við miklu fjöl- menni að henni víðsvegar úr Skagafirði, því að frú Björg var hin vinsælasta kona. Engin síld hefir verið söltuð hjer við Eyjafjörð síðustu sólarhringa, að undanteknum nokkrum tunnum, sem Fisk Lifur

x

Norðlingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðlingur
https://timarit.is/publication/783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.