Norðlingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Norðlingur - 14.08.1928, Qupperneq 3

Norðlingur - 14.08.1928, Qupperneq 3
NORÐLINGUR 3 '1 ’ kaupir Ingóffur Árnason, Siglufirði. ’ «1—11 ii^—i ; En þessa stórhríðarnótt mann- legs brjálæðis, mannlegra hörmunga, bióðs og logandi borga vill G. fá hingað. Fyrir þessum ægileik fell- ur það á knje og tárast af hrifni! »Faðir, fyrirgef þeim, þvíþeir vita ekki hvað þeir gera.« ^ — Ar—■ } ferskan og saltaðan, Lifur S1aog Fisk Tekið frá bændum, gefið jafnaðar- mönnum. Undanfarið hafa komið fram all- háværar raddir um það, að núverandi kjördæmaskipun væri á ýmsa lund óhentug og órjett, svo að með nú- verandi fyrirkomulagi skapaðist mikið misrjctti meðal kjósenda í landmu. Sumstaðar nefðu t. d. um 500 kjós- endur sama atkvæða-magn á þingi eins og 1200 eða 1300. Með því væri í raun og veru frelsi manna og jafn rjettur til áhrifa á Iöggjöf og lands- stjórn fyrir borð borinn. En grundvöllur þingræðisins, þeirra stjórnarhátta, setn við nú búum við, væri einmitt jafn rjetti allra kjósenda til óbeinna íhlutana um landstjórn og löggjöf. — Framsóknarílokkurinn hefur öðrum flokkum fremur átt sigur sinn þessum ójöfnuði og þessu misrjetti að þakka. Honum er því að sjálfsögðu tneinilla við nokkrar umbætur á kjördæmaskip- uninni. »Tíminn* frá 14. júlf sýnir ótvírætt ilskuna gegn umbótunum og lagfæringunni. En um leið og hann bannfærir rjettlátari og sanngjarnari kjördæmaskipun, heggur hann sinn eigin þingflokk holsári. Blaðið segir, að nú eigi að fara að ná af bændunum »því eina sem enn hefir ekki verið af þeim tekið, því eina, sem verður þeim til bjargar, ná af þeim alkvæðisrjettinum ?« »Tímanum« fer þarna eins og ör- vita manni, sem gengur í eld til þess, að geta ráðist á andstæðing sinn, og skaðbrenm'st svo sjálfur. Ólíklegt er, að hann ætlist til, að búið sje að gleyma aðgerðum Fram- sóknarflokksins á síðasta þingi. Hver gekk þá í bandalag við Jafqaðarmenn til þess, að »taka atkvæðisrjettinn* af bændum? Rað voru fulltrúar bænda, Framsóknarflokksmennirnir. Reir eru þeir einu, sem hafa sýnt sig bera að því að taka atkvæðin af bændum. Með skiftingu Gullbringu- og Kjósar- sýslu í tvö kjördæmi, tóku þeir eitt þingsæti af bændum og gáfu Jafnað- armönnum. Um það fjellust þeir í faðtna við socialistana — vegna þ,ess, að sama er, hvort Jafnaðarmaður eða Framsóknarmaður á sæti á þingi. Alt er sama tóbakið. »Tíminn« hefði ekki átt að minna á breytinguna á kjördæmaskipuninni á þennan hátt. Ef hann er hræddur um, að sýna eigi bændum órjett með lagfæringu á því máli, þá bendir hann fyrst og fremst eftirminnilega á sinn flokk, sem hrifsar í augsýnilegri valda- græðgi kjördæmi frá bændum og leggur það f hendur þeirra manna, sem eru hjer og alstaðar, mestu óþurftarmennirnir í garð bændanna — jafnaðarmanna. Eftir næstu kosningar hafa nú bændur einu þingsæti færra en nú, vegna þessara aðgerða Framsóknar- manna. Pað er eftir að vita, hvort bændur eru menn til að muna þeim það. En þeir sem nú fara með völd- in í Framsóknarflokknum eru einu þingsæti öruggari. Peir hafa tekið frá bændum og hlaðið undír sig persónulega. Það órjettlæti og þingsætisrán kostar þá ekki annað en það, að fleygja einu sinni enn mergjuðu beini í Jafnaðarmenn — til að fá að sitja, og fallast í innilegri faðmlög við fjandmenn bændanna. Til lands og sjávar. Veðurútlit (tvö næstu dægur): Suðurland, Faxaflói, Breiðifjörður, Vest- firðir: í dag og nótt hægur, sumstað- ar skýjað, og sumstaðar skúrir í kvöld og nótt. Norðurland, Norðausturland, Austurland og Suðausturland j í dag og nótt hægviðri, þurt veður. Hiti á \ \ i \ ) Rúmtep.pi misl. frá , . kr. 2,00 Rekkjuvoðir hv. . . — 3,75 Kvensokkar sv. og misl.— 0,85 Karlm. sv. og misl. frá — 0,75 Peysur bláar karlm.-----7,50 Pullovers — — — 7,85 Milliskyrtur —-----------3,50 Manshettsk. m. 2 flibb. — 7,50 Háisbindifeiknaúrvaifrá— 1,50 Fiibbar jinir, hálfsfífir og stífir k Karlm. nærföt, settið frá kr. 4,80 r Axlabönd karlm.---------1,50 do. drg. — — 0,90 Göngustafir — — 1,85 Hálstreflar U00 Taubuxur — — 9,00 Húfur, Hattar, Kasketter. Vinnufatnaðurinn viðurkendi. Kvenkjólar og kápur með g j a f v e r ð i o. m. m. fi. fflesta úrval og lægst verð. BRAUNS VERSLUN. Páll Sigurgeirsson. Akureyri í morgun kl. 8 10 gr. Mest- ur hiti á landinu á Blönduósi 13 gr. Dánarfregn. í gær Ijest á heimili sínu, »Caroline Rest* hjer 1 bænum, Guðbjörg Halldórsdóttir, Einarssonar frá Skógutn, rúmlega tvítug að aldri. Hún hafði komið heim í sumar af Kristneshæli, og var búin að þjást af berklum á annað ár. En nú fjekk hún inflúensuna, og þoldi hún ekki það áfall. Guðbjörg heitin var hin efniiegasta og vinsælasta stúlka. Samlagsmjólkin. Á heilbrigðis- nefndarfundi síðast hreyfði hjeraðslækn- irinn því, að »almenn umkvörtun væri um það í bænum, að hin gerilsneydda mjólk samlag8ins súrnaði í flöskunum.« Taldi hann víst, að það mundi með- fram vera þvi að kenna, að papplok- urnar á flöskunum væru settar í með höndunum, í stað til þess gerðra vjela. Heilbrigðisnefndin ákvað, að fela heil- brigðisfulltrúa sínum að ræða málið við framkvæmdarstj, kaupfjelagsins til þess að fá þetta bætt.

x

Norðlingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðlingur
https://timarit.is/publication/783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.