Norðlingur

Útgáva

Norðlingur - 28.08.1928, Síða 2

Norðlingur - 28.08.1928, Síða 2
2 NORÐLINGUR Yfir-veðuríræðingur stjórnarinnar. Brjósíumkennanlegur maður. v Sigurjón Ólafsson alþm. í Reykja- vík, einn af jafnaðarmanna for- sprökkunum þar og þá um leið mikill og öruggur fylgismaður núv. (ó)-stjórnar, er líklega einhver aumk- unarverðasti maðurinn á öllu land- inu um þessar mundir. Ekki fyrir það, að nokkur sjerstök óhamingja hafi fallið á hann eða svipa þungra örlaga hafi verið reidd yfir höfði hans, heldur vegna hins, að lands- stjórnin hefir gert hann að athlægi um alt landið, með að fá honum starf að vinna, sem hann er allra manna ófærastur til að leysa af hendi. Fyrir stuttu rjetti hún honum þann bitling, að láta hann fram- kvæma einskonar endurskoðun á veðurskeytum Veðurstofunnar og segja í hverju þeim væri ábótav^nt og af hverju. Hún gerði hann að einskonar yfir-veðurfræðingi lands- ins. Nú er það auðvitað mál, að til þess að inna þetta starf af hönd- um, svo að með nokkru viti sje gert, þarf margra ára lærdóm, æf- ingu og sjerþekkingu og fjölbreytta reynslu um langan tíma. Engu þessu er til að dreifa hjá Sigurjóni, ekki túskildingsvirði af veðurfræðis- þekkingu. En hann þurfti ofurlítið »bein« í viðbót við endurskoðun siglingalaganna, stjórnin hafði ekk- ert aflögu í bili og þess vegna rjetti hún honum þetta — og gerir hann um leið hlægilegan svo langt sem það spyrst. Og það verður nokkuð víða. Pað er nú ekki tiltökumál, þó að stjórnin líti hýrari auga til manria sinna en annara og láti þá njóta þess í einhverju, að þeir dansa í kringum hana eins og negrar kring- um skógarbál. En heldur er það ótuktarlegt, að gera Sigurjón Iands- kunnan að endemum og hlægilegan svo vítt sem íslensk tunga er töluð. Maður talar nú ekki um grunn- hygnina hjá honum að taka við þessu, sem aliir sjá, að hann botn- ar eklcert í og hefir enga mögu- ieika til að Ieysa af hendi öðruvísi en sjálfum sjer til rninkunar. Hjeðan af fara þeir nú að lækka í sessinum Porkell Porkelsson og Jón Eyþórsson, þó að báðir hafi margra ára sjerþekkingu í veðúr- fræði og hafi lagt sig alla fram um langan tíma til þess að rannsaka sem best alla leyndardóma veður- farsins hjer á landi. Nú er kominn yfir-veðurfræðingur landsins, sem hefir sjer það til ágætis að vita ekk- ert, bókstaflega ekkert um það verk, sern hann á að leysa af höndum. Hverju verður stefnt oftar að aumingja manninum — hlátrinum eða meðaumkuninni ? ■ Lula Mysz-Gnieiner. Pýska söngkonan og söng-pró- fessorinn Lula Mysz-Gmeiner söng hjer í Samkomuhúsinu á laugar- dagskvöldið. Hafði hún sungið í Reykjavík fyrir skömmu og hlotið lof mikiö, bíöðin þar vissu ekki sitt rjúkandi ráð af aðdáun. Var því ekki undur, að fólkið fjölmenti til þessara hljómleika. Jafnvel .heldra fólkið svokallað2, sem annars kallar ekki ait ömmu sína hvað söng snertir, þyrlaðist að eins og auð- mjúkir títuprjónar að segulstáii. Nú, þetta kvöld varð víst heldur engum vonbrigði. Er sjaldgæft hjer, að fólk láíi aðdáun sína jafn frjáls- lega í Ijós eins og þarna varð raun á. Pað verður reyndar varla sagt, að rödd þessarar söngkonu sje neitt yfirnáttúrlega fyrirferðarmikil — eng- inn ofsafenginn hljóðabelgingur, sem mæla megi á vindmæli. — Aðal- styrkur hennar liggur í meðferð við- fangsefnanna — sem er. stórlega fullkomin, rökrjett og þrungin af andagift. Eru í list þessarar konu auðsjeð aðaleinkenni þýskrar menn- ingar, sem ann sjer engrar hvíldar fyr en hún er búin að brjóta alt til mergjar og vinna andlegt gull úr hverri agnarögn. En það er meira, suðræn eða austræn skapgerð, sem blæs eldi og Iifandi anda í Iögin og ljóðin og gerir þau að ungum, áþreifanlegum listaverkum. í-------------------------- NORÐLINGUR (kemur út annan hvorn dag) Ritstj. og ábyrgöarm.: JÓN BjÖRNSSON. Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstráeti 103. Sími 226. Áskriftargjald kr. 1,00 á mánuði í lausasölu 10 aura eintakið. ----------; Fri Mysz-Gmeiner syngur í kvöld kl. 9 í Akureyrar-bíó. Kurt Haeser aðstoðar Solo og undirspil. Aðgöngumiðar á sömu stöðum og áður. Pianóleikur Kurt Haeser’s var og framúrskarandi ágætur og átti sinn fulla þátt í því, að gera hljómleik- ana ánægjulega. , Söngskráin. — Pað voru engir nýir heimar og himnar, sem frúin lagði leið sína um í jDessum hljóm- leikum: Schubert, Brahms, Schu- mann og C. Löewe. Hefir Löewe sjaldan eða aldrei lieyrst hjer áður. Pykir hann í Pýskalandí orðinn nokk- uð gamall í hettunni og tilheyra liðnum tíma og smekk, en frúin bljes lifandi anda í þessi göinlu bein og yngdi karlinn upp, svo að hann tók sig út eins og nýbakaður nú- tíðarmaður. Og í þessum gömlu lögum náði konsertin hámarki. Draumalandið Sigf. Einarssonar tókst ágætlega, þrátt fyrir dálítið framandi framburð, og var einkenni- legt, að einmitt á því lagi hljómaði röddin fegurst — Ijettast og frjálsast. Frúin syngur aftur í kvöld í Ak- ureyrar-Bíó með nýju prógrammi. Má þá enginn heima sitja, því að sjálfsagt hljómar þessi ágæta rödd enn þá betur þar en í Samkomu- húsinu. Svona ágætan fulltrúa þýskr- ar söngmenningar megum við ekki hafa hjer hjá okkur án þess að verða allir að eyrum. E.

x

Norðlingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðlingur
https://timarit.is/publication/783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.