Norðlingur

Tölublað

Norðlingur - 28.08.1928, Blaðsíða 1

Norðlingur - 28.08.1928, Blaðsíða 1
NORÐLINGUR 25. blað. Víosla Hríseviarkírkju^ Sjö prestar viðstaddir vígsluna og um 400 manns gestkomandi í Hrísey á sunnudaginn. Pað er sjálfsagt langur tími síðan, að jafn mannkvæmt hefir verið í Hrísey og á sunnudnginn var. Og það er sennilegt, að nokkuð iíði þangað til að þar sjáist jafn marg- ir menn á ferli. Alstaðar að streymdi fólkið til þess að vera viðstatt vígslu hinnar nýju, snotru kirkju, sem Hríseyirigar hafa komið upp með miklum dugnaði og mann- dósvi; X'ttrðskiþíd Óðinn íór hjeð- an af Akureyri með á fjórða hundr- að manns, og af Austurlandi, Ár- skógsströnd, Dalvík og úr Ólafs- firði komu allmiklir flokkar, svo að óhætt er að gera ráð fyrir, að full 400 manns hafi verið gestkomandi í eyjunni. Vitaskuld komst ekki allur sá fjöldi í kirkjuna. Stóð mikill flokk- ur úti fyrir meðan vígsluathöfnin fór fram. Og hefði engum dulist, sem fram hjá eyjunni fór á sunnu- daginn, að meikisatburður væri að gerast þar — mikill flokkur manna umhverfis hið nýja guðshús, fánar á hverri stöng á húsum og hverju skipi og vjelbát á höfninni, og klukknahringing og sálmasöngur ómandi út yfir hina fögru og hlý- legu eyju. Vígsluathöfnin. Hún hófst með því, að Stefán prófastur Kristinsson og aðkomu- prestarnir 6 gengu í skrúðgöngu hempuklæddir til kirkjunnar undir samhringingu og báru helga dóma kirkjunnar. Þegar komið var í kirkjudyr hætti samhringingin, en Akureyri 28. ágúst 1928. við tók orgelspil meðan flokkur klerkanna gekk inn kirkjuna og til kórs. Pá fór prófastur, sem vígsl- una framdi, fyrir altari og tók við áhöldum kirkjunnar af prestunum og setti á altari, en þeir settust í kór. Síðan fór vígslan fram með venju- legum hætti. Prófastur flutti inni- iega og fagra vígsluræðu, síra Ing- ólfur Porvaldsson þjónaði fyrir alt- ari, síra Friðrik Rafnar prjedikaði og flutti ágæta ræðu, síra öunnar Benediktsson las í kórdyrum. En lesarar voru síra Sigurður Stefáns- son á Möðruvöllum, síra Pormar í Laufási, síra Pormóður Sigurðsson og Páll Bergsson formaður sókn- arnefndarinnar. Söngflokkur af Ak- ureyri annaðist sönginn. Kirkjan er bygð úr steini. Er aðalkirkjan 10,7x7,25 m., kórinn 4x3,75 m. og forkirkjan 3x3,25 m. að stærð. Blá hvelfing er í kirkj- unni, skorin sundur með gullnum listum í reiti, jafnt aðalkirkja og kór. Ekkert loft er í kirkjunni. Er söngflokk ætlaður staður niðri að norðanverðu, næst kór. Yfir kór- dyrunum er letrað gullnum stöfum: >Dýrð sje Guði í upphæðum.« En yfir dyrym aðalkirkju að innanverðu: »Friður á jörðu.« Turn í hærra lagi gefur kirkjunni svip og tign guðshússins og sjest hún langan veg þess vegna og sker sig úr öðr- um húsum, þó að lægra standi en sum önnur. Ber kirkjan, þar sem hún gnæfir með turn sinn, vottum manndóm og framtaksemi Hrísey- inga, að hafa nú endurreist þar kirkju eftir 5 alda auðn í þeim efnum. Síldarsöltunin. í gær var búið að salta á öllu landinu 78,626 tunnur og krydda 22,373. Par af hafa verið saltaðar og kryddaðar á Siglufirði 74,426 tunnur. I. ár. B SS AKUREYRAR BIO B Miðvikudagskv. kl. 81/?: Demantar. Stórkostleg rnynd, þar sem MILTON SILLS leikur aðalhlutverkið. I Súlan. Hún flýgur með póst kringum land eftir nokkra daga. Súlan kom hjer í gær Iaust eftir hádegi. Með henni var, auk flug- mannanna, dr. Álexander Jóhannesson. Var hún að enda út samninginn við stjórnarráðið um síldarleitina, og fór þeirra erinda út aftur í gær. Hingað kom hún svo aftar í gærkvöldi og fór í morgun í síldarleit út og fram fyrir Grímsey og kemur um hádegið. Fer svo tii Reykjavíkur seinna í dag, ef veður leyfir. Eftir nokkra daga ætlar hún í póst- flug kringum land, nokkurskonar reynsluför til þess að vita, hvernig það gefst að koma pósti á sem flesta staði sama daginn. Fer hún þvi úr Reykjavík um morguninn, þaðan til Stykkishólms, Siglufjarðar, Akureyrar, Húsavíkur, Raufarhafnar og um Aust- firðina, og síðan suður aftur, annað- hvort norðan um eða suðurleiðina. Verður þetta í fyrsta slcifti, sem póst- ur úr Reykjavík kemst samdægurs til allra eða flestra þessara staða. Ókunnugt er blaðinu um, hvað póststjórnin borgar fyrir þessa för Súlunnar.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.