Norðlingur

Issue

Norðlingur - 11.09.1928, Page 1

Norðlingur - 11.09.1928, Page 1
NORÐLINGUR 31. blað. Akureyri 11. september 1928. I. ár. Tómas Baldvinsson. F. 21. sept. 1905. — D. 31. ágúst 1928. Kveðja föðursins. Sonur minn! Úti er þrauta-ferill þinn. — Drottinn gefur, drottinn tekur, dásemd lífs úr helju vekur, flytur þig í faðminn sinn, sonur minn. Horfði’ jeg á þína æsku- og unglings þrá leggjast undir berklabjargið, bera þunga sjúkdómsfargið, blikna eins og brotið strá, horfði’ jeg á. En jeg fann — guð mjer hafði gefið m a n n : þú varst glaður, þó þú liðir, þó þú alt af hjálpar biðir, færðir geisla í föður-rann, það jeg fann. ■B AKU REYRAR BIÓ Priðjudagskv. kl. 8'/>• Aðalhlutverkið í þessari ágætu myud leikur John Barrymore. Gagnfræöaskólinn nfi í Reykjavík. SÚKKULAÐI flýgur út. Horfi jeg æftir þjer um undra veg. Orðin vaka á vörum mínum: víst mun drottinn gæta að sínum. Hans er gæskan guðdómleg, það veit :jeg. Sonur minn! Nú er horfinn harmur þinn. Þú ert frjáls og fleygur andi, fararsæll á nýju landi. rFljúgðu heill í himininn, sonur minn. /. B. Skólastjóri er nú ráðinn við hann, og má segja, að þar hafi fengist maður, sem trúa má fyrir því starfi, Ágúst H. Bjarnason prófessor. Verð- ur skólinn settur 1. október og hefir aðsetur í Iðnskólanum. Kenn- aralið mun ekki vera fastráðið enn. Flesf allir nýsveinarnir, sem kenslu- málaráðherra vísaði frá Mentaskól- anum í vor, hafa nú sótt um hinn nýja skóla, og margir fleiri. Lítur út fyrir mikla aðsókn að honum. E* ekki líklegt annað nú, en heldur verði fáment í hinum nýja unglinga- skóla hökulbolsans Ingimars, sem Jónns Jónsson stofnaði. En það er þá hægt að fullnægja því betur ætlunarverkinu: að ala nemendurna upp f trúnni á kommúnismann.

x

Norðlingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðlingur
https://timarit.is/publication/783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.