Norðlingur - 11.09.1928, Page 3
NORÐLINGUR
3
birtingu þessarar . fyrirspurnar í
heiðruðu blaði yðar og væntanlegt
svar yðar.
Virðingarfylst.
Svalbarði 1. sept. 1928.
Björn Líndal.
Jarðarför Olgu I Jónasdóttur, sem andaðist á sjiíkrahúsinu
á Akureyri 5. þ. m., fer fram frá sjúkrahúsinu fimtudaginn 13.
þ. m. kl. 1 e. h,
Einar Gunnarsson.
Um tvo liði er að ræða í þess-
ari fyrirspurn hins heiðraða grein-
arhöfundar, hinn fyrri, hvort jeg
hafi sjálfur heyrt útgerðarmanninn,
sem um er rætt, 'lýsa tapi sínu
vegna einkasölunnar, eða um orða-
sveim sje að ræða;hinn síðari, hver
þessi útgerðarmaðuf sje.
Um fyrri lið spurningarinnar er
það að segja, að ekki er þar um
neinn orðasveim að ræða. Útgerð-
armaðurinn sagði þetta við mig,
og fer þar ekki neitt á milli mála.
En um síðari Iiðinn, hver útgerðar-
maðurinn sje, verð jeg að geta
þess, að ekki virðist mjer sönnunin
um ókosti síldareinkasölunnar vaxa
neitt við það, þó nafn hans sje
birt, þó reyndur sje í síldarútgerð
og síldarverslun. Ummæli hans
eru ekki annað en sýnishorn af
áliti ótal margra annara á einkasöl-
unni, og því ekkert einstök. En
þau voru valin af því, að liann
hafði áður liaft all-mik!a trú á
árangri einkasöiunnar, en reynslan
sýndi honum annað, og því voru
ummæli hans eftirtektarverð.
Ritstjórinn.
Peninga-
þjófnaður.
Tæpum 500 kr. stolið
úr Söluturninum á
Oddeyri.
Á sunnudagskvöldið kl. 8 kveikti
búðarstúlkan, sem er í Söluturninum
á Oddeyri, á gluggaljósunum eins og
hún var vön á kvöldin. Lokaði hún
síðan turninum og stakk lyklinum nið-
ur í handtösku sína, því þar geymdi
hún hann jafnan.
Að þessu búnu fór hún inn í Sam-
komuhúsið á dansleik þar, en lagði
töskuna frá sjer, og ekki á neinn af-
vikinn stað. Um kl. 11 fer hún það-
an aflur til þess að slökkva Ijósin í
turngluggunum, og tekur töskuna, og
var hún á sama stað, óhreyfð að sjá.
En þegar hún ætlar að fara að opna
Söluturninn og taka til lykilsins, er
hann farinn. Man hún þó glögt eftir
þvf, að hann var í töskunni, þegar
hún kom inn í Samkomuhúsið fám
kl. st. áður.
í stað þess að láta lögregluna
vita strax um lykil-hvarfið, því vita
mátti að honum hefði verið stolið úr
töskunni, fer stúlkan heim og nefnir
ekki neitt. En hefði lögreglan vitað
um lykil-stuldinn, hefði vörður verið
settur um turninn um nóttina.
Auðvitað notaði sá, er Iyklinum
stal, hann um nóítina, fór inn í turn-
inn og stal þar 485 kr. í peningum.
Grunur lagðist strax á stúlku nokkra,
sém verið hefir í sumar með búð-
arstúlkunni í turninum, og það því
heldur þar sem hún hefir verið kend
við þjófnað áður. Var hún yfirheyrð
í gær og gerð þjófaleit hjá henni,
En ekki játaði hún stuldinn, og ekk-
ert fanst ’njá henni af peningunum.
Nú er þessi stúlka farin hjeðan úr
bænum, En lögreglan hefir sett menn
til þess, að fylgja ferli hennar og at-
huga peningamá! hennar.
Erlendar símfregnir.
Rvík í morgun.
Setuliðið í Rínarbygðunum.
Sameiginlegur fundur ríkja þeirra,
sem hafa setulið í Rínarbygðunum,
verður bráðlega haldinn, óg ræðir
hann um kröfur Þjóðverja, að kalla
heim setuliðið.
Enskir verkamenn afneita kom-
múnismanum.
Frá London er símað, að ársþing
breskra verklýðsfjelaga hafi felt með
miklum atkvæðamun, að hefja nýja
samvinnu við rússnesk verklýðs-
fjelög.
Frá Albaníu.
Frá Tirana er símað, að albaniskir
hermenn hafi drepið Lush Preta,
foringja Norður-Albana, ákafanand-
stæðing hins nýkrýnda konungs,
Sanderbergs. Kenna Norður-Albanir
konunginum um morðið og sverja
að hefna Preta.
Til lands og sjávar.
Veðrið. Suðvesturland og Faxafl.:
f dag vaxandi sunnan og suðaustan,
allhvass og rigning í kvöld og nótt.
Breiðifj. og Vestfirðir: í dag" hægur
suðaustan, í nótt all-hvass suðaustan,
rigning. Norðurl., Norðausturland og
Austfirðir: í dag hægviðri, í nótt irax-
andi sunnan og suðaustan. Víðast úr-
komulaust. Suðausturland: í dag stilt
og bjart veður, í nótt suðaustan kaldi,
rigning.
Nániskeiðið, sem haldið verður
hjer í matreiðslu síldar, byrjaði í gær
eins og til stóð og sækja það 15
þessa viku, í tveim flokkum, og all-
margar þegar búnar að biðja um að-
gang næstu viku. Sennilega fæst
tækifæri til að Iýsa þessu námskeiði
nokkru nánar hjer í blaðinu.
Göngum hefir verið • frestað um
viku á öllu því svæði, er fje kemur
af til slátrunar hjer á Akureyri. Er
það vegna þess, að sláturhúsið nýja,
sem kaupfjelagið er að láta byggja á
tanganum, verður nokkru seinna til-
búið, en ráð var fyrir gert.
Síldarsöltunin. I gær var búið
að salta á öllu landinu 114,491 og
krydda 40,602 tunnur, eða alls 155,-
093 tunnur.
Ekkert söltunarbann. Sá orðrómur
hefir gengið undanfarið, að síidar-
einkasalan ætlaði sjer nú þessa dagana,
að banna meiri síldarsöltun vegna
vöntunar á markaði. En þetta mun
gripið úr lausu lofti algerlega, enda
væri það skrítin ráðstöfun að banna
nú söltun á síld, jafn lítið og véiðst
hefir fram að þessu.