Norðlingur - 13.03.1929, Síða 2
2
NORÐLINQUR
Siifræii
ai|ji|liF||saiii
Ofsókn gegn öðrum fyrir*
það, sem þeir gera
sjáífir.
Það mun nú mega líta svo á, að
nöfn þau, sem »Norðl.« nefndi í
sambandi við síldarkaup alþýðu-
burgeisa hjer á Tanganum, hafi
verið rjett. »Verkam.« hefur tvis-
var komið út síðan, að minst var
á þessa nýju síldarkaupmenn,
skólastjórann og járnsmiðinn, en
í hvorugt skifti sagt eitt orð um
rnálið. Vissi »Norðlingur« það
raunar áður, að samþykki Verka-
mannsins þurfti ekki til. Og hitt
ýar líka jafn víst, að síldarkaup
jafnaðarmanna áttu sjer stað.
Það var tekið fram hjer í blað-
inu um daginn, að sennilega liti
enginn á það sem neina goðgá, þó
Steinþ. og Hallgr. hefðu keypt
síld og tekið þann arð, sem af
þeim kaupum fjekst. Það var ver-
ið að ráðast á ummæli »Verkam.«
»um síldarkaupmenn yfirleitt« —
að þeir ljetu ekki éitthvað af sölu-
ágóða síldarinnar renna til verka-
manna. En í þessum ummælum
»Verkam.«, um söluágóðann, birt-
ist kjarninn í siðfræði alþýðubur-
geisanna, kjörorð þeirra og
starfslögmál: Ofsækjum aðra fyr-
ir það, sem við gerum sjálfir.
Lítil atvik geta verið lýsing á
heilli veröld. Ein setning getur
rúmað eða borið í sjer innræti
heillar stefnu, aðferðir margra
flokksforingja. »Verkam.« brá, í
setningunni um söluágóðann, upp
óbrigðulli mynd af lieilindum al-
þýðuburgeisanna, svo að hjer eft-
ir þarf maður ekki að villast á
því, að þeir ofsækja þá starfsemi
annara, sem þeir sækjast mjög
eftir sjálfir.
Þessir öreigavinir hafa á yfir-
borðinu verið stórhöggir í garð
þeirra, sem þeir telja að þegið
hafi bitlinga. Engir gerast þó að-
gangsharðari við jötu bitlinganna
en þeir sjálfir, þegar þeir hafa
aðstöðu til. Hjer á Akureyri hafa
þeir skipulagt bitlingana. Kjör-
orðið hefur verið: Allir eitthvað!
JEinar tók framkvæmdarstjóra-
launin, Erlingur útflutningsnefnd-
ina, Steinþór sömuleiðis, Halldór
trúnaðarstarfið við matið, Jón
Guðmann náði sjer í varasætið við
síldarstörfin, Jón Steingrímsson
skattanefndina og Elísabet »harm-
inn« — barnaleikvöllinn. Hallgr.
hefur ekki, svo vitað sje, fengið
neitt, en þá tók hann síldarkaup-
in. —
Það þarf ekki að taka það fram,
að ekki hafa þeir orðið eftir í bitl-
ingalestinni,þeir sunnlensku. Þeir
hafa vei’ið enn fengsælli. öll of-
sókn þeirra á bitlingana, öll yfir-
skins-vandlæting þeirra í því efni
hefur nú komið yfir höfuð þeirra
og liggur nú á þeim með heljai*-
þunga.
Þá er öllum í fersku rninni um-
tal alþýðuburgeisanna urn »síldai--
spekúlantana«, »braskarana«, og
þær lýsingar, sem þeir hafa gefið
af atferli þeirx-a. Það hefði mátt
ætla, að þar vildu vinir öreiganna
hvergi korna nærri. En sjá! Jafn-
vel þar hnigu þeir til sömu starf-
semi og þeir fordæmdu. Þeir fóru
að kaupa síld eins og Líndal og
Ásgeir Pjetursson. Og þeir gerðu
rneira. Þeir gleymdu að láta hina
kúguðu verkamenn sína hafa
hluta af söluágóðanum. Siðfi’æði
sinni trúir, höguðu þeir sjér
nákvæmlega eins og þeii’, sem
þeir höfðu ofsótt til margra ára.
ógeðslegi'i óheilindi og óhrein-
skilni, lítilmannlegri bardagaað-
fei’ð og starfshættir hafa ekki
komið í ljós í fari neinna »for-
ingja« en alþýðuburgeisanna. Til
mai’gra ára hafa þeir ofsótt og
magnað vitlaust hatur til ein-
stakra manna fyrir nákvæmlega
það sama og þeir gera sjálfir.
Þegar fyrsta tækifæri býðst
leggjast þeir flatir fyrir því, sem
þeir rjeðust að ástæðulausu á í
fari annara, þegar fyrsti mögu-
leikinn býðst grípa þeir »bi’ask-
ið« tveim höndum og stinga
nokkrum þús. kr. í vasann, en
hef ja um leið landshróp að öðrum
fyrir það sama.
Siðfræði »foringjanna« er seyrð.
En hún er eins og búast mátti við,
þegar hún er sköpuð ýmist af
valdagráðugum og bitlingasjúkum
meðalmönnum og þar fyrir neðan,
eða ábyrgðarlausum umrótsmönn-
um, sem sama er, hvað upp snýr
eða niður á þjóðfjelaginu.
.----------------------------- -
NORÐLINGUR
■. *■ *1T5 f f-'”' - '
(kemur út annan hvorn dag)
Ritstj. og ábyrgðarm.:
JÓN BJÖRNSSON.
Skrifstofa og afgreiðsia i
Hafnarstræti 98. Sími 226.
Pósthólf 54.
Áskriftargjald kr. 1,00 á mánuði
í iausasölu 10 aura eintakið.
----------------------------.
Sjúkrahúsið.
Nefnd kosin á bæjarstjórn-
arfundi, til þess að koma
frani Ineð till. til nýrrar
reglugerðar fyrir stofn-
unina.
Á bæjarstjórnarfundi í gær, hóf
Br. Tobiasson umræður um
sjúkrahúsið hjer. Kvað hann leika
nokkurn grun á því, að mönnum
væri ekki með öllu Ijóst, hvernig
háttað væri stjórn þess og rekstri.
Hann sagði, að til mundu þó vera
tvær nefndir, spítala-nefnd og yf-
ir-spitalaaíiefnd. Yfirnefndin hefði
víst aldrei komið saman, og undir-
nefndin hefði verið fremur af-
kastalítil. Svo ramt kvæði að ó-
kunnugleika manna ,á ýmsu því,
er lyti að þessari stofnun, að það
ljeki nokkuð á tveim tungum, hver
mundi eiga hana, hvort það væri
sýslan óg bæjarfjelagið eða stofn-
unin ætti sig sjálf. Virtist því
brýn nauðsyn bera til, að komist
væri til botns í þessu. Kom hann
því fram með till. um það, að kos-
in væri 3. manna sjerstök nefnd,
er kynti sjer fyrirkomulag, stjórn
og rekstur spítalans, og kæmi
fram með till. til nýrrar reglu-
gerðar fyrir hann. í nefndina
voru kosnir með hlutfallskosn-
ingu: bæjarstjóri, Sigurður Hlíð-
ar og Halldór Friðjónsson.
í sambandi við þetta, gaf bæj-
arstjóri þær upplýsingar, að ekki
gæti leikið neinn vafi á því, hver
ætti spítalann. Gjafabrjef stofn-
unarinnar segði skýrt til um það,
að eigandinn væri Akureyrarbær
og Eyjafjarðarsýsla. Upphaflega
liefðu að vísu 3 næstu hreppar
Þingeyjarsýslu verið með. En þeir