Norðlingur - 13.03.1929, Síða 3
NORÐLINGUR
........... g
s
5
Ef þjer þurfið að fá yður falleg VINGLÖS. smekk-
leg VATNSGLÖS, hentugar VATNSFLÖSKUR,
skrautlega BLÓMSTURVASÁ, snotur og þægileg
KÖKUFÖT og SKÁLAR og góðar KÖNNUR,
ALT ÚJR KRISTALL
og óskiljanlega ódýrt, þá komið þar sem úrvalið er mest
og nýjast.
H.f. Carl Höepfners-verslun.
2
w
i
I
I
1
É
hefðu mist rjettindi sín, og gætu
því ekki skoðast sem eigendur
lengur.
Oæjarsíninn.
Samband á nóttunni.
Þeir eru sjálfsagt ekki fáir,
sem hafa furðað sig á því, að inn-
anbæjarsíma hjer á Akureyri
skuli vera lokað kl. 10 að kvöldi,
og að sambandslaust skuli vera í
bænum alt að því helming sólar-
hringsins. Þetta hefði mátt skilja
á þann veg, að eftir klukkan 10
að kveldi legðist hvert mannsbarn
í dá, eftir kl. 10 gerði enginn
neitt, ætti enginn erindi við ann-
an og öll starfsemi bæjarfjelags-
ins, sem farið gæti fram gegnum
síma, kæmi aldrei að eilífu til
mála.
En þessu er svo sem ekki þann-
ig farið með Akureyri eina. Hið
sama er uppi á teningnum með
aha aðra kaupstaði landsins, aðra
en Reykjavík. Þar er símasam-
band innan bæjar alla nóttina. Er
merkilegt, að menn skuli hafa
þagað yfir þessu fram að þessu,
þar sem ekki verður þó á móti
borið, að þeir, sem símann hafa,
greiða sæmilegt gjald fyrir hann.
Það mun hafa verið tilfinning-
in fyrir þessu sleifarlagi, sem
kom Jóni Sveinssyni bæjarstjóra
til að fara á fund landsímastjóra
á meðan hann var fyrir sunnan
nú síðast, og spyrja hann að því,
hvort símastjórnin sæi sjer nú
ekki fært að fara að hafa opinn
símann á nóttunni í stærstu kaup-
stöðum landsins. Gaf bæjarstjóri
upplýsingar um þetta á bæjar-
stjórnarfundinum í gærkveldi.
Það verður því óskiljanlegra
hvað lengi hefur þurft að bíða
eftir þessari rjettarbót, þegar
þess er gætt, að landsímastjóri gat
þess, að sá kostnaðarauki, sem
þetta leiða af sjer, mundi
ekki nema meiru en 2000 kr. fyr-
ir símann.
Það er ekkert álitamál, að það
renna margar stoðir undir það, að
nætursamband sje haft í bæjum.
Drap bæjarstjóri á þrjú atriði:
:ii' ,*í . . .'fi*. í< líl Þ.i ' í *
Viðskiftalíf alt, veikindi og elds-
voða. Liggur það í augum uppi,
hve mikils virði það er, þá er
veikindi bera að höndum, að geta
strax fullvissað sig um það, hvort
sá læknir, sem sækja á, er við-
staddur eða ekki. Sama máli er að
gegna með eldsvoða að nóttu til.
Slökkvilið ætti að geta orðið held-
ur viðbragðsfljótara á vettvang,
ef hægt er að ná til þess í síma,
heldur en að smala því saman á
annan hátt.
Bæjarstjóri gat þess, að land-
símastjóri hefði tekið vel í mála-
leitun sína, en þó talið sennilegt,
að bæirnir yrðu að taka einhvern
þátt 1 kostnaði við vökur á stöðv-
unum. En virðist nú nokkur nauð-
syn bera til þess? En ekki væri
rjett að láta málið stranda fyrir
neitun bæjarstjórnar um ein-
hverja smáupphæð til þessara
hluta. Lagði landsímastjóri til, að
málið væri borið undir bæjar-
stjórn, og hún segði álit sitt um
það. Var því vísað til fjárhags-
nefndar.
Til lands og sjávar.
»Afsökunin«. Nú er Halldór
Friðjónsson mjög farinn að draga
saman seglin í skólastjóramálinu. Pó
er hann ekki orðinn nærri því al-
gáður enn. Sjálfsagt hafa all-margir
lesið grein formanns skólanefndar í
»Degi« síðast. Halldór segir að hún
sje ekkert annað eh »afsðkun« fyrir
viðtalið í »Norðl.’«. En í upphaíi
greinar sinnar segir hann þó, að
Brynl. »helli úr skálum reiði sinnar«
yfir sig. Eftir því er þá *afsökun«
fólgin í því, að maður »helli úr skál-
um reiði sinnar« yfir þann, sem mað-
ur er að biðja afsökunar! Nei, Hall-
dór er ekki orðinn heilbrigður enn.
»CaroIine Rest«. Nefnd sú, er
sjer um þá stofnun, hefir nýlega Iagt
til við bæjerstjórn. að nokkrar umbæt-
ur væru gerðar á henni, bæði í hest-
húsinu og í sambandi við gistingar í
húsinu. Nefndin telur brýna nauð-
syn bera til, að hreinsað sje tafailaust
frá húsinu malar- og grjóthrun það,
sem borist hefir að því úr brekkunni
sunnan við, því annars liggi það und-
ir skemdum.
Fánaslagur. Á mánudaginn var
átti Friðrik krónpiins afmæli og var
flaggað á nokkrum stöðum hjer í bæn-
um, m. a. á Sjúkrahúsinu með danska
fánanum. Nokkrum nemendum Gagn-
fræðaskólans þótti það ósvinna, að
flaggað væri fyrir konungsefni íslend-
inga með dönskum fána, og fóru til
og drógu fánann í hálfa stöng. Þegar
þeir voru farnir var fáninn dreginn
upp á ný. í næstu »frfmínútum« fór
allur þorri nemenda enn á vettvang
og heimtaði fánann dreginn niður.
Nokkurt karp varð um það milli
nemenda og danskrar hjúkrunarkonu,
hvort þessu fengist framgengt eða
ekki. En enginn má við margnum,
og var fáninn dreginn niður. En
hjúkrunarkonan lofaði því, að sá ís-
lenski skyldi heldur ekki koma upp
þennan daginn, og efndi hún það.
Dráttarbrautin. Bæjarstjórnin hef-