Norðlingur

Útgáva

Norðlingur - 05.10.1929, Síða 3

Norðlingur - 05.10.1929, Síða 3
NORÐLINGUR 3 (Framh. af 1. síðu). fram af uppfyllingunni á flugferð og niður í djúpið. Hvarf þar maður og bíll niður á svipstundu. Á fimtudagsmorguninn var feng- inn kafari til þess að koma vírum á bílinn, svo unt væri að ná hon- Um upp. Var hann dreginn upp með »rambukka«, heill og óskadd- aður, og sat Jón í sæti sínu eins og þegar hann fór út af. FRIÐUN. Dómsmálpráðuneytið hefir lagt fyrir mig að tilkynna, að sökum fækkunar á rjúpum sjeu þær alfriðaðar þetta ár og veiði því bönnuð einnig á tímabilinu 15. þ. m. til ársloka. Bæjarfógetinn á Akureyri, 11. okt. 1929. Steingrímur Jónsson. Hjálparstöð Rauða krossins er flutt íBrekkugötu 11 (hús Frímanns Jakobssonar, neðstu hæð.) Enginn vafi er á því, að Jón fyrirfór sjer af ásettu ráði. Bera því glöggast vitni brjef þau, er hann hafði skriíað áður. En rjett er að geta þess, að nokkru áður höfðu gengið þær kviksögur um bæinn, að hartn heföi átt að fá mann til þess að kveikja í bílum þeim, sem brunnu á Bifreiðastöð Revkjavíkur fyrir skömmu og getið hefir vqrið um hjer í blaðinu. En samkvæmt yfirlýsingu lögreglustjóra, í Reykjavík, er enginn fótur fyrir þessu. En þetta mun liafa valdið, ásamt öðru ef tíl vill, hinu sviplega fráfalli Jóns. Daginn áður en hann fjell frá, hafði hann skrifað fjölda manna brjef, og ráðið þar til lykta ýmsum mál- efnum sínum. Brjef þessi öll hafði hann látið leggia inn á lögreglustöð- ina, og jafnframt brjef til lögreglu- stjóra. í því segir hann honum, að hann geti ekki aíborið þann orða- sveim, sem um sig gangi í bænum, og því grípi hann til þessa óyndis- úrræðis. Jón var hinn gerfilegasti og karl- rriannlegasti maður, duglegur með afbrigðum og drengur hinn besti. Ættaður var hann úr Skagafirði. Hann var orðinn efnaður vel. Á síðari árum var hann nokkuð veill fyrir hjarta, en vann þó af hinum mesta dugnaði og afburða ósjer- plægni að starfi sínu. Er að honum mikill mannskaði. Brúarsmiöir þeir, sem unnið hafa að bygginu tveggja brúa í Svarfaðar- dal f sumar, eru nú komnir hingað alfarnir utan að og með öll áhöld. Er því smíði brúanna lokið að fullu og öllu. Heyrst hefur nú nýlega, að von væri á fjármálaráðherra hingað norður bráðlega, og verði honum falin framkvæmd brúarvígslunnar. Til lands og sjávar. í*orsteinn Forsteinsson skip- stjóri, að Þórshamri i Reykjavík varð 60 ára í gær. Hann er einn með fremstu athafnamönnum þar syðra, og var lengi skipstjóri á togara. Hlutaveltu halda stúkurnar Brynja og ísafold á morgun til ágóða fyrir hússjóðinn. Verður þar vafalaust um að ræða bestu hlutaveltuna á haustinu. Má t. d. drepa á aðra eins drætti og farmiða til Pingvalla 1930, tonn af kolum, hina fegurstu mynd, sem kost- ar mikið fje, kryddsíldaríunnu, korn- mat, kassa af rúsínum og aðra stór- góða og eigulega rauni. KaupendurNorðlings, sem bústaða- skifti hafa um þessi mánaðamót, eru beðnir að láta afgreiðsluna vita um það, svo fyrirbygð verði vanskil á blaðinu. Kvæðabók er komin á markað- inn hjer eftir Davíð Stefánsson. Heit- ir hún »Ný kvæði. Pað er allmikil bók, um 10 arkir. Líklegast er, að þar sje um bestu bók Davíðs að ræða. Annars verður hennar minst rækilega hjer í blaðinu innan skamms. Friðun rjúpna. Eins og sjá má af auglýsingu hjer í blaðinu i dag, hefir dómsmálaráðuneytið ákveðið al- friðun rjúpna þetta ár. Er ástæðan sögð fækkun á rjúpum. Vafalaust er mðrgum þeim, sem góðan arð hafa haft af rjúpnaveiðum, fremur iítið um þessa ráðstöfun gefið. En sjálfsagt er að gera þær ráðstafanir meðan ifmi er til, að rjúpunni fækki ekki úr hófi fram. Epli, Appelsionr 08 Vínlier komu með Islandl í VERSL. GEYSIR. Notuð íslensk tríinerEd kaupi jeg ætíð hæðsta verði. Biðjið um verðJista. Duglegir umboðsmenn óskast til að annast innkaup. Góð ómakslaun. Rjarni GuðHfltdsson, Túni. — Árnessýslu Hrg. Ung kýr, snemmbær, óskast til kaups. R.v.á. Stúlka óskast til að gera hrein búðargólf. R. v. á. TnxhaiiH,.t:„ Tvö rúmstæði — notuð — annað fyrir fullorðna hitt fyrir krakka, til sölu með tæki- færisverði. R. v. á.

x

Norðlingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðlingur
https://timarit.is/publication/783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.