Norðlingur - 24.12.1929, Blaðsíða 2
2
NORÐLINGUR
JÓLAGLEÐI MANGA.*
SAGA UR SVEITINNI.
Sigríður, móðir Manga, bjó í litlu
koti stundargang frá öðrum
bæjum. Annað var ekki af fólki í
kofanum en þau tvö. Sigríður bjarg-
aðist áfram á nokkrum sauðskepn-
um, sem hún átti, og á því, sem
hún fjekk úr sjó hjá nágrc'nnunum,
þegar vel aflaðist hjá þeim. Maður
hennar var dáin fyrir þrem árum.
— Mangi litli var duglegur. I-Iann
passaði kindurnar vetur, sumar, vor
og haust, og það svo vel, að orð
var á gert. Nágrannarnir sögðu.
að hann hefði fjármannsauga. En
auk þessa starfa ljetti hann á ýmsa
lund undir með móður sinni, — bar
vatn í bæinn, sótti eldivið fyrir hana,
og fór alla þá smá-snúninga, sem
heimilið þarfnaðist.------
Aðfangadaginn, sem Mangi varð
11 ára, var hann snemma á fótum.
Fyrst og fremst hafði nú móðir
hans sagt honum, að hann yrði að
gera óvenjulega vel við kindurnar í
dag, því nú væru jólin, og kindurn-
ar yrðu að fá einhverja aukagetu
eins og mennirnir. Og hann yrði
að sópa og þrifa fjárhúsið betur en
svona hversdagslega. Hann var því
fyr á fótum en hina dagana með-
fram vegna þessa. En svo var ann-
að, sem beinlínis vakti hann um
morguninn. Hann hafði öðruhvoru
verið að vakna um nóttina, og þá
hafði jafnóðum skotið upp í hug
hans, gegnum leiðslu og vímu svefn-
rofanna, óljósri og þokukendri hugs-
un um jólagjafir. Og nú vakti þessi
hugsun hann löngu áður en venju-
lega, og var þá orðin fullskýr og á-
kveðin: »Hvað skyldi mamma gefa
mjer í jólagjöf ?«
Þegar mamma hans hafði fært
honum kaffið í rúmið, og heitar
lummur með, klæddi hann sig með
mesta hraða, þvi nú mundi hann eft-
ir ýmsu, sem hann þurfti að gera
þennan dag. En hann gat einhvern
veginn ekki fest hugann við neitt
annað en jólagjafir.
í’egar hann var klæddur, kom
mamma hans til hans, og bað hann
að sækja íyrir sig vatn í fötu áður
en hann færi að gefa kindunum.
Hann hljóp fram í eldhúskytruna
og greip fötuna, ljettur í spori og
ánægður. 3?egar hann kom út, sá
hann, að veðrið var hið fegursta,
bjart til lofts og góðviðrisblámi yfir
fjöllum, en þó ofurlítill froststirningur.
Á meðan rann í fötuna úr litlu
lækjarbununni, kom jólagjöfin enn
upp í hug hans. Hvað skyldi nú
mamma gefa mjer núna. Ef til vill
rósótta íleppa, eð nýja skó úr lituðu
skinni með skjannahvítum brydding-
um. Helst hefði hann nú kosið
nokkra ýsubeinsfugla eða dýr, sem
hann hafði nýlega sjeð á Hóli hjá
drengjunum þar. Einn vinnumaður-
inn var mesti dvergur að búa til
þesskonar gripi. Og þeir voru nú
ekki alveg ónýtir uð eiga og leika
sjer að. Fuglarnir voru einkum
mesta þing, — nærri þvi eins og
lifandi, málaðir allavega litum: rjúp-
an hvít, haninn með dæmalausu lit-
skrauti og stórum bogadregnum stjel-
fjöðrum, hrafninn auðvitað kolsvart-
ur eins og hann átti að vera og
æðarblikinn hvitur og svartur. En
líklega gat það nú ekki látið sig
gera, að hann fengi þessa fugla.
Og það var nú gott, þó það yrði
aldrei nema sauðskinnsskór. Á
þeim gæti hann farið til kirkju um
jólin og sýnt hinum krökkunum ó-
mótmælanlega, að það væri langt
frá því, að hann gengi eins og ræf-
ill til fara á jólunum.
Hann vaknaði upp af þessum
hugsunum við það, að mamma hans
kallaði heiman frá bæjarveggnum
og spurði, hvaða ósköp hann væri
lengi að ná í vatnið.
Hann rogaðist með fulla fötuna
heim og settt hana á eldhúsgólfið.
Um leið leit hann á mömmu 9ína
eins og til þess að vita, hvort hann
gæti ekki sjeð á henni, hvað hún
ætlaði honum í jólagjöf. En hann
fjekk engan grun um það. Mamma
han.s leit "hðeins á hann með sínu
venjulega ástúðartilliti, greip svo föt-
una og helti úr henni í pott á hlóð-
unum. — Nei — hann 37rði auðvit-
að bíða til kvölds með þetta, hann
fengi ekkert að vita fyr en þá.
— Er nú ekki kominn tími til
fyrir þig að gefa kindunum, Maggi
minnP'spurði mamma hans.
— Jú — nú fer jeg, sagði hann,
og skaust út úr dyrunum.
Þegar í fjárhúsið kom, gleymdi
hann jólagjöfinni um stund. Tað
voru nú að vísu elcki nema 10 ær
og 3 gemlingar, sem hann átti að
sjá um, hjörðin var ekki stærri. En
í augum 11 ára drengs var það’
mikill hópur og mikið verk og
vandasamt að hirða hann og sjá um,
að honum liði vel. Og margs var
að gæta við þessar 13 kindur. Kolla
var nú t. d. svoleiðis, að hún hafði
sig aldrei eftir, það var eins og hún
væri íeimin, það varð að sjá um,
að hún kæmist að garðanum jafn-
framt hinum, og helst að standa um
stund hjá henni meðan alt var að
komast í ró við jötuna. Og svo
var það Móra, sem aldrei gat feng-
ið sig til að jeta nema á vissum
stað við garðann. Fengi hún það
ekki, var hún viss með að rölta út
í króarhorn og standa þar fýld og
dapurleg á svip. Alt þetta og
miklu fleira þurfti Mangi litli að sjá
urn. Og það var ærið verk fyrir
ekki stærri pilt.
Þetta var snemma morguns, svo
koldimt var enn í húsinu. Mangi
kveikti því á grútarlampa sem hjekk
í stoðinni við garðahöfuðið. Við
það tyá ofurlitlum bjarma um húsið.
Og þá varð alt miklu skemtilegra.
Þá gat hann eins og horfst í augu
við þessa kunningja sína alla, sem
biðu eftir máltíðinni úr höndum hans.
Þegar hann hafði kveikt, skreið
hann upp í tóftina. Tar var vitaskuld
koldimt. En Mangi var þar svo
kunnugur, að hann þuríti þar ekk-
ert ljós. Hann var að gefa úr norð-
ari geilinni, og tók nú að losa heyið.
Hann glejmtdi jólagjöfinni með öllu,
og fór að hugsa um, að Björn á
Hóli hefði komið um daginn inn í
tóftina til hans og skoðað heybirgðir
og allan umgang hans. Og hann
hafði verið ánægður með hvoru-
tveggja.
Svo bar hann bneppið fram í garð-
ann, dreyfði því eftir honum. Ærnar
ruddust að gjöfinni, og Mangi leit
út undan sjer til þess að vita, hvort
Kolla kæmist nú að, og Móra á sinn
stað. Já — það bar ekki á öðru.
En það voru nú líka jólin. Og þá
hlaut alt að falla í ljúfa löð.
Þegar Mangi hafði lokið því, sem
gera þurfti í húsinu, gekk hann
heirn. Mamma hans var að láta
hangikjötsbóg ofan í potrinn. Tá.