Norðlingur - 24.12.1929, Side 3
NORÐLINGUR
3
UKUREYRAR BIO
Á annan í jólum kl. 5:
Alþýðusýning'! Niðursett verð!
T O M M I X
í hinni einkennilegu og fjörugu mvnd:
KVENNA-RIDDARINN
sem segir frá hinum göfuglynda og hugrakka Dick Turbin, sem
var allra kvenna uppáhald og eftirlætisgoð, sakir riddaramensku
hans.
Á annan í jólum kl. 8'jo. '
Jeg kyssi hönd y öar, fagra frú
Kvikmynd í 7 þáttum, tekin af Superfilm undir stjórn Robert
Land. Aðálhlutverkin leika:
Harry Liedtke og Marlene Dietrich.
Þessi mvnd hefir alt ti! síns ágætis, sem góðar kvikmyndir hafa.
Hún er fögur og efnismikil, fjölbreytt en öfgalaus, og synir ótví-
rætt, að enginn ræður ást siríni eins og þar stendur. Auk þess
fylgja þessari mynd hinar vinsælu fallegu vísur, sem allir kannast
við hier: »Jeg kysser Deres Haand, Madame,« og sungnar verða af
Hr. Gunnari Magnússyni.
Þessi mynd eykur áreiðanlega jóla geðina!
mundi hann eftir jólagjöfinni. En
það var víst ekki til neins að brjóta
heilann um þetta.
— f’egar orðið er bjart, ætla jeg
að biðja þig að sækja íyrir mig mó,
góði minn, sagði mamma hans; jeg
er hrædd um, að mjer endist þetta
ekki báða jóladagana, og það er
leiðinlegt að þurfa að vera sækja
svörð yfir hátíðina.
Þegar fullbjart var orðið, tók
Mangi mópoka tvo og skíðasleðann
og hjelt af stað niður í mógrafirnar.
Það var örstutt, og færið gott, hjarn
og þar sem það var ekki, svell-
glottar og berangur.
Meðan hann Ijet í pokana, var
hugurinn öðrum þræði við jólagjöf-
ina. Hvað skyldi það nú. vera ?
Kannske bók með myndum? Nei —
mamma hans gat varla keypt neitt.
En gaman hefði nú verið að fá
sNýjasta barnagullið« eða »Róbinson«
og lesa um jólin. Nærri því eins
gott og ýsubeinsfuglana. Þeir voru
það langálqósanlegasta!
Þegar pokarnir voru fullir, reim-
aði hann yfir þá og lagði á sleðann.
Síðan birgði h'ann brotið, klesti svo
í götin, svo ekki hríðaði inn, ef
fannkomu gerði, og breiddi síðan
segldrusluna yfir alt saman og festi
niður. Alls var að gæta. Síðan
lagði hann af stað með ækið. Það
var þungt fyrir 11 ára dreng, en
ekki þyngra en oft áður. Þetta
þurfti, og það varð að gerast —
ekki hægt að hlaupa frá því. En
meðan hann streittist áfram með
sleðann, brá eins og geislum og
glömpum í hug hans við hugsunina
um jólagjöfina.
í’egar heim kom, borðaði hann
litla skattinn. Hann var að hugsa
um að bera jólagjöfina í tal við
mömmu sína, en fanst það barna-
legt og bera vott um of mikla óþol-
inmæði.
Svo leið dagurinn. Eftirlitla skatt-
inn settist Mangi út að fiskasteini, og
barði nokkra þurra hausa -og dálka
handa kindunum. Það átti að vera
áukabiti þeirra þennan dag, því enn
var hann ekki farinn að gefa þau að
staðaldrij eftir ráði Jóns á Hóli.
Þegar því var lokið, gaf hann þeim
seinni gjöfina, og hana ríflega, og
meira að segja — háraði góðri
tuggu úr töðustabbanum saman við
hneppið, svo að gjöfin yrði þeim
verulega ljúffeng. Beinin áttu þær
svo að fá á eftir, þegar hann hafði
brynt þeirn og rakað húsið og geng-
vel frá öllu.
Eftir gjöfina ralt hann þær út í
lækinn, og ljet þær drekka. Svo
fengu þær beinin í garðann. En
hann birgði ekki húsið til fullnustu.
Það var ekki ómögulegt, að mamma
hans sendi hann út í húsið á eftir
með einhverja sendingu til þeirra,
deigbita eða kornlúku í skál. Hún
var vön því á jólunum. Og það
var nú ekki alveg einskisvert að
koma í þeirn erindagerðum í húsið
— standa eins og konungur mitt á
meðal þegna sinna og deila út með
örlátri hendi þvílfku hnossgæti og
ánum þótti deigið eða kornið.
Svo fór að dimma, stjörnurnar að
gægjast fram á hvelinu, bleikar fyrst
og fáar, en svo smátt og smátt fleiri
og bjartari.
En í rökkrinu kom mamma Manga
með tvo stóra deigbita til hans út á
hlað, þar sem hann var að dytta að
skautunum sínum.
— Jæja, Maggi minn, þá kemur
nú hjerna jólamaturinn ánna. f*ú
skreppur með þetta til þeirra. Skiftu
því nú jafnt, góði minn.
Mangi hljóp ljettur í spori til
hússins. Það tók ekki langan tíma
að skifta jólagjöfinni. Vel var tekið
við. En þegar Mangi smeygði sjer
út, leit hann yfir hópinn og bauð
honum svona í huganum gleðileg
jól. Hann var jafn samrýmdur þess-
um skepnum eins og mönnunum.
— Nú mátt þú fara að þvo þjer
og klæða þig í sparifötin þín, sagði
mamma hans, þegar hann kom
heim. Og þú mátt kveikja á nokkr-
um kertum, ef þú vilt. Jeg þarf að
dútla hjerna frammi ofurlítið enn.
Mangi fór að þvo sjer, en ekki
tímdi hann að kveikja á kertunum
strax. Hann átti ekki nema 6, öll
frá því árinu áður, og þau varð að
treina. En meðan hann var að þvo
sjer, fór ekki jólagjöfin úr huga
hans. Mamma hans hafði ver-
ið svo alvarleg og fálát áðan, að
það lilaut að búa eitthvað undir því.
Hún var náttúrlega að leika á hann,
láta hann hugsa, að hún hefði ekk-
ert, til þess að gleði hans og undr-
un yrði því meiri, þegar hún kæmí
með það. Ef til vill var það nú
eitthvað, sem honum hafði aldrei
dottið í hug? Eða kannske mynda-
bók? Eða j'subeinsdýrin ? Eða bara
íleppar eða skór ? En það var nú
líka gott.
Framh. á 5 síðu.