Norðurland - 26.11.1976, Side 1
3. tölublað
Föstudagur 26. nóv. 1976
1. árgangur
Dramatiska Institutet kvikmyndar Alþýðuleikhúsið
Alþýðuleikhúsið hefur mikið
verið í fréttum að undanförnu.
Það hefur fengið góða aðsókn
í Reykjavík og gagnrýnendur
hafa keppst við að lofa sýn-
ingar þess og vinnubrögð. Nú
eru líkur á að fleiri en íslend-
ingar fái að njóta sýninga Al-
þýðuleikhússins. Leikhópur-
inn heldur til Svíþjóðar í byrj
un desember, þar sem sjón-
varpskvikmynd verður gerð á
Krummagulli.
Norðurland hitti Böðvar
Guðmundss., höfund Krumma
gulls, að máli í tilefni þessa,
og fer viðtalið hér á eftir:
— Hver voru tildrög þess
að Krummagull verður kvik-
myndað?
— Það er ósköp bein lína
milli Alþýðuleikhússins og
Dramatiska Institutet í Stokk
hólmi, þar sem Krummagull
verður kvikmyndað. Þráinn
Bertelsson, sem er einn af
stofnendum Alþýðuleikhúss-
ins, hefur stundað nám í kvik
myndastjórn við Dramatiska
Institutet síðastl. 2 ár. Hann
Hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps um byggingu álvers við Eyjafjörð:
að segja, að íslendingar erlend
is, sem vilja Alþýðuleikhús-
inu vel, munu hýsa og fæða
leikhópinn.
FÁGÆTI
— Nú fjallar Krummagull
um alþjóðlegt vandamál. —
Hvaða líkur eru á að þetta
efni veki áhuga annarra
þjóða?
— Auðvitað hefur mikið
verið samið af verkum um
mengun. Það er því eins aug-
ljóst og að tveir og tveir eru
fjórir, að efni Krummagulls
er á engan hátt nýjung í leik-
listarsögunni. En sýningin er
mjög vel unnin og auk þess
nýtur efni frá íslandi þeirra
forréttinda meðal stórþjóða
að vera fágæti á borð við
tunglsteina eða hvíta hrafna.
Mér er það reyndar til efs, að
leikstjóri á borð við Þórhildi
Framhald á bls. 6.
Að ofan: Atriði úr Krummagulli. Neðri mynd: Aðstandendur
Alþýðuleikhússins.
— Það er erfitt fyrir Al-
þýðuleikhúsið að vera til íjár-
hagslega hvort heldur er á ís-
landi eða í Svíþjóð. Einhverja
peninga, næstum því fyrir far
gjöldum, fáum við frá Drama-
tiska Institutet, þar sem Flug
leiðir hafa sýnt okkur mikinn
vinskap með verulegum af-
slætti fargjalda. Hvað uppi-
haldskostnað varðar meðan
leikarar dvelja erlendis, er það
Böðvar.
i
I
i
i
■4
Krummagull kvik-
myndað í Svíþjóð
Yrðu afdrifarík mistök
Æ fléiri mótmæla - Hvar eru
huidumennirnir sem sróa bak
Við tjöidin?
Sífellt bætast fleiri í hóp þeirra sem opinberlega mótmæla
byggingu og rekstri álbræðslu við Eyjafjörð og fer vissulega
að vera spurning, hvaða huldumenn það eiginlega eru sem að
þessu skaðræði vinna bakvið tjöldin. Norðurland hefur áður
birt mótmæli ma. Iðju, félags verksmiðjufólks, og Samtaka um
náttúruvernd á Norðurlandi og nú hafa borist mótmæli þeirra
sem ætlað er að leggja land undir ósköpin, hreppsnefnd Glæsi-
bæjarhrepps. Einnig hefur Héraðssamband eyfirskra kvenna
samþykkt mótmæli og Verkalýðsfélagið Eining.
hreyfði þeirri hugmynd við
kennara sína þar, að Drama-
tiska Institutet gerði kvik-
mynd úr einni sýningu Al-
þýðuleikhússins. Þetta féll í
góðan jarðveg þar og endan-
leg ákvörðun um þetta var
tekin nú í haust. Framleiðend-
ur myndarinnar eru þrír,
Dramatiska Institutet leggur
til stúdíó, tæknilega aðstoð,
filmur og allt annað sem lýt-
ur að upptökunni sjálfri. Aðili
númer tvö eru nokkrir nýút-
skrifaðir nemendur á Drama-
tiska Institutet eða fólk sem
er að ljúka þar námi og svo
þriðji aðilinn, sem er Alþýðu-
leikhúsið, sem leggur til sýn-
inguna, þ.e.a.s. leikritið, leik-
endur, tónlist, leikmynd og
búninga.
— Hvenær fer upptakan
fram?
— Upptakan fer fram 10.—
17. desember.
— Er ekki erfitt fyrir Al-
þýðuleikhúsið fjárhagslega að
standa í þessu?
Mótmæli hreppsnefndar
Glæsibæjarhrepps fara hér á
eftir:
„Hreppsnefnd Glæsibæjar-
hrepps lýsir sig eindregið and
víga framkominni hugmynd
um byggingu álvers við Eyja-
fjörð.
Greinargerð:
Eyjafjörður er eitt þéttbýl-
asta landbúnaðarhérað á ís-
landi. Þar er búið að byggja
upp traustan og þróttmikinn
landbúnað, sem framleiðir
fimmtung alls mjólkurmagns
í landinu og umtalsvert magn
af jarðeplum og kjöti. Hérað-
ið er, vegna hagstæðra náttúru
skilyrða og framúrskarandi
veðursældar, mjög vél fallið
til grasræktar og heyöflunar,
enda er drjúgur hluti undir-
lendisins ræktaður og mætti
þó enn auka þar allmiklu við.
Það hefur lí‘ka oftsinnis í harð
indaárum reynst sannkallað
heyforðabúr og miðlað hey-
fóðri víðsvegar um land.
Veðurfar í Eyjafirði ein-
kennist af staðviðri. Á sumr-
um eru hægviðri tíð og þá
gjarnan með hafgolu síðari
hluta dags. Á vetrum er sunn
anátt ríkjandi, svokallaðir
dalavindar. Úrkoma er lítil og
útskolun úr jarðvegi því í lág
marki. Slík veðrátta getur var
að vikum saman og í því sam-
þandi er skemmst að minnast
sl. sumars, þar sem vart kom
dropi úr lofti frá lokum júlí-
mánaðar allt til vika var liðin
af október.
í slíku tíðarfari, innan
hinna háu fjalla er kringja
Eyjafjörð, er augljóst, að
mengandi úrgangsefni frá ál-
bræðslu settust mjög að, en
dreifðust ekki né skoluðust
burt eins og í storma- og úr-
komusömu umhverfi.
Nú er það alkunna, að hættu
legustu úrgangsefni frá ál-
bræðslum eru flúorsambönd
sem setjast sem ryk á gróður
og eiga því greiða leið að bú-
peningi í högum. Þar valda
Framhald á bls. 6.
RAUFARHÖFN:
Skutfogar-
inn að fara í
viðgerð
Eftir næsta róður fer skut-
togarinn Rauðinúpur suður til
viðgerðar og er þá fyrirsjáan-
legt atvinnuleysi á Raufar-
höfn um tíma. Næg atvinna er
hinsvegar þessa dagana við að
vinna tæp 69 tonn, sem Rauði
núpur fékk í síðasta róðri.
Snurvoðarbátar hættu veið
um um miðjan mánuð og afli
hefur verið tregur hjá öðrum
bátum. Lítill fiskur hefur því
borist á land fyrir utan það
sem togarinn kom með.
Vetur gekk í garð nú í vik-
unni og hlóðst snjór upp í all-
mikla skafla, en nú er komið
sauðaustan rok og hláka.
Af félagslífi er helst að
segja, að Lionsmenn héldu árs
hátíð um sl. helgi og fór hún
hið besta fram. — Líney.
?• ♦% *%«*♦ *** •%
:
V
t
t
X
EFNI í BLADINU
Soffía Guðmundsdóttir nýkomin *
heim af allsherjarþingi SÞ — ý
8. síða %
♦♦♦
Sár skortur dagvistunarplássa á _ , ,, y
Aknrevri — Onna Greinaflokkur um verkalyðsmal
Aku eyn Upna að hefjast — 3. síða ?
Magnús Kjartansson svarar ❖
Böðvari Guðmundssyni — 2. síða Fréttabréf frá Ólafsfirði — 6. síða ;í;
I