Norðurland - 26.11.1976, Síða 8

Norðurland - 26.11.1976, Síða 8
NORÚURIAND Föstudagur 26. nóv. 1976 MÁLGAGN SÓSÍALISTA í NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA Góður ræðupall- ur þrátt fyrirtak- markaiiir sínar Rætt við Sofflu Guðmundsdóttur nykomna heim af allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna Þrátt fyrir takmarkanir skipt- ir það miklu máli fyrir þjóðir hcims að eiga sér þann sam- eiginlega vettvang sem Sam- einuðu þjóðirnar eru, sagði Soffía Guðmundsdóttir bæjar fulltrúi á Akureyri, nýkomin heim af allsherjarþingi SÞ, en þangað fór hún sem fulltrúi Alþýðubandalagsins í sendi- nefnd Islands. Soffía sat á allsherjarþing- inu í 4 vikur, fyrri helming þingsins, en síðan tók við af henni Svavar Gestsson rit- stjóri Þjóðviljans. í viðtali við Norðurland sagði Soffía ma., að þessi ferð hefði verið henni ákaflega fróðleg, enda hefði hún ekki áður komið til New York né þessa heimshluta yfir leitt og alltaf væri viðburður að koma á nýjan stað. — En forvitnilegast var nátt úrlega að sjá daglegan rekst- ur á svona bákni eins og SÞ og sjá hvernig allsherjarþing- ið gengur fyrir sig, sagði hún. — Þingið skiptist í 7 nefndir og eru þingfulltrúar settir í þær, ég lenti í 4. nefnd, sem fjallar um nýlendumál og ♦*< * ? ? ? T ? Í ? ? ? ? ? ? ? ? Ekki um neitt að semja við EBE X Eftirfarandi ályktun um landhelgismálið var ein róma samþykkt á, fundilj A’þýðubandalagsins á Ak!j ureyri, sem háldinn var|j sl. þriðjudag: !j „Almennur féla'gsfund-’.| ur í Alþýðubandalaginu!; á Akureyri 23. nóv. 1976!; varar eindregið við þeirri'* hættu sem stafar af samn*j mgaviðræðum ríkisstjórn*; arinnar við ful'ltrúa Efna*j hagsbandalags Evrópu. *i Fundurinn telur, að*j ekki sé um neitt að semja,*j hvorki við breta né aðrar*: þjóðir innan eða utan*| Efnahagsbandalags Evr-Íj óPu.“ , :« Fjörugar umræður urðm{ á fundinum um flokks~:{ ráðsfund Alþýðubanda-:{ 'lagsins og um vetrarstarf-^ ið framundan, en fram-^j sögu um þessi efni höfðuÍj Böðvar Guðmundsson og^ Steinar Þorsteinsson, for—{ maður félagsins á Ak. 'i •X* . mál þróunarlandanna. Fyrri huti þingsins gengur ævin- lega miklu hægar en sá síðari og að þessu sinni fór allt óvenju hægt af stað, var mér sagt. Þetta gerir það að vísu að mörgu leyti þægilegra að setja sig inní málin, en hins- vegar var rétt að byrja að lifna yfir umræðum um það leyti sem ég fór heim, ég heyrði td. aðeins einn dag um ræðurnar um upptöku Víet- nams í SÞ, þær voru þá að hefjast. Ræður manna beind- ust að því að skora á Banda- ríkin að láta af neitunarvaldi, því hefði nokkur þjóð unnið fyrir sjálfstæði sínu og full- nægði skilyrðum til aðildar að SÞ, þá væru það víetnam- ar. Lítið var um atkvæða- greiðslur þennan tíma, en um ræður stóðu yfir bæði í nefnd um og á allsherjarþinginu. Þar var fyrst og fremst eitt máí í brennidepli, Suður- Afríka og Ródesía og held ég, að hafi losað hundraðið, þjóð- irnar sem töluðu. í 4. nefnd var rætt um menntunaráætl- anir og þróunarhjálp og mál nýlendusvæða yfirleitt. Kvennanefiicfin Stundum voru fundir í nefndunum bæði fyrir og eft- ir hádegi, en suma daga engir eða aðeins hálfan daginn, en þá var hægt að nota tírnann til að heyra umræður í öðr- um nefndum og reyndi ég helst að fylgjast með hjá ör- yggisráðinu og svo í 3. nefnd, sem oft er kölluð kvenna- nefndin af því að þar eru svo margar konur, en mun færri í hinum nefndunum. Það er sama gamla munstrið: félags- mál = kvennamál! Eitt vakti athygli mína í þessari „kvennanefnd11, þe. hve aldursflok'kaskiptingin var þar greinileg og fulltrúar þriðja heimsins áberandi miklu yngri en frá vestræn- um ríkjum. Það er staðreynd, að þjóðir sem eru í þróun og hafa nýlega öðlast sjálfstæði spyrja ekki hver er hver, þær hafa þörf fyrir alla hæfa, unga og gamla, — jafnvel kvenfólk. Allsstaðar þar sem orðið hafa miklar þjóðfélags- breytingar eru allir kraftar nýttir, en þegar frá líður og ástandið kyrrist sést, hver er í rauninni herrann. Kynskiptingin er mjög Soffía Guðmundsdóttir. greinileg á vettvangi SÞ og hlutfall kvenna ótrúlega lágt bæði á allsherjarþinginu og í fastanefndunum, að því er mig minnir um 10% á þing- inu, og aukningin gengur svo hægt, að með sama áframhadi mundi það taka hátt í 100 ár að jafna metin milli kynjanna. Ekkert vit að iskilja við sig orðabókina — Geta SÞ nokkru áorkað einsog allt gengur þar hægt? — Kerfið er að vísu óskap- lega þungt í vöfum og sein- virkt og manni finnst að það hljóti að taka óratíma að koma þar fram nokkurri sam þykkt. Svo er óstundvísi tals- verð og menn misjafnlega máli farnir. Þarna eru 6 tungu mál í gangi sem töluð eru og þýtt er á, — en margir eru býsna langorðir og jafnvel stirðir. Við þetta bætist, að málið á plöggunum er mjög tyrfið, þá er ég að tala um enskuna, og er ekkert vit að skilja við sig orðabók, en þetta þýðir auðvitað, að það tekur fólk lengri tíma að setja sig inní málin. En ég tel það skipta miklu máli fyrir þjóðir heims að eiga sér þó þennan sameigin- lega vettvang og að þjóðir sem telja sig órétti beittar geti bor ið upp sín mál þarna og kynnt þau öllum heimi, þótt það sé svo takmörkunum háð hvað SÞ geta framkvæmt. SÞ geta ekki sagt fyrir verkum, þær geta aðeins ályktað og þannig verið stefnumótandi. Svo á einnig að heita, að jafnrétti ríki á milli þjóða og að allar hafi þær jafnan atkvæðisrétt, smáar og stórar, en síðan kem ur öryggisráðið, þar sem 5 þjóðir af 15 hafa neitunarvald og þarmeð ventil til að stöðva mál. Einstaka stofnanir á vegum SÞ hafa svo hinsvegar það framkvæmdasvið sem mörg- um finnst, að SÞ þyrftu að hafa, og þær hafa víða unnið þarft verk á sviði heilbrigðis- mála, menningarmála, þróun- armála og fl. svosem kunnugt er. Atökin í hnotskurn Áhorfsmál er það ekki, að sjálfsagt er fyrir allar þjóðir að taka þátt í þessu, þær hafa þá alltaf þennan ræðupall, þrátt fyrir takmarkanir. Og ræðupallurinn er notaður. Um leið og komið er þarna inn fæst í hnotskurn mynd af átökum í heiminum, td. milli araba og ísraelsmanna og margra fleiri. Kannski er tíminn sem ís- lensku fulltrúarnir eru vestra fullstuttur, þeir eru rétt að komast inní hlutina og farnir að kynnast fólki, þegar skipt er um, og virtist mér minna um skiptingar í hinum sendi- nefndunum. Hinsvegar eru þessar skiptingar góðar að því leyti, að fleiri fá þá tækifæri til að kynnast starfi SÞ. — Hafðirðu tækifæri til að kynnast New York? — Ekki eins vel og ég hefði viljað. SÞ er svolítill heimur útaf fyrir sig í borginni og talsverð vinna að setja sig inní allt þar og fylgjast með. En sendiráðsmennirnir eru afar hjálplegir og vinna ís- lensku nefndarinnar vel skipu lögð, td. alltaf fundur á hverj um morgni, þar sem farið er yfir dagskrá allra nefnda, þannig að allir geta fylgst með hvað um er að vera í hin- um nefndunum. Þegar ekki voru fundir reyndum við náttúrlega að nota tímann til að kynnast borginni, en með svona lítinn tíma verður að velja og hafna og ég tók það ráð að skoða helstu mannvirki og svo söfn. Þrátt fyrir yfirþyrmandi stærð og þéttbýli í þessum ferlíkjum, er borgin merki- lega heillandi og mannlífið forvitnilegt — ég mundi fara aftur við fyrsta tækifæri. * Island afsalaði sér mflljóninni — Það er rétt að ég geti þess ánægjulega viðburðar að lokum, sagði Soffía, — að ís- lendingar hafa nú loks afsal- að sér þeirri milljón dollara sem við fengum úr þróunar- stofnun SÞ 3ja hvert ár. ís- land mun svo áfram leggja sömu upphæð og áður í sjóð- inn. — vh Tillaga Gísla felld Miklar umræður urðu á slð- asta bæjarstjórnarfundi Ak- ureyrar um tillögu Gísla Jóns sonar um breytingar á Sam- þykkt um stjórn Akureyrar, áður en hún var fe’.ld með 6 atkv. gegn 5. Vildi Gísli breyta afgreiðslu mála þannig, að meirihluti greiddra atkvæða réði úrslit- um í bæjarstjórn, jafnvel þótt meirihluti fundarmanna sæti hjá, en hingað til hefur það verið þannig, að þurft hefur meirihluta atkv. fulltrúa með tillögu til að hún skoðist sam- þykkt. Soffía Guðmundsdóttir minntist þess, að þessi háttur hefði verið eitt það fyrsta sem hún veitti athygli í bæj- arstjórn og þá ekki síður hve allir kunnu að notfæra sér hann, ekki síst fulltrúar Sjálf stæðisflokksins. Hún lagði áherslu á, að ekki mætti úti- loka afstöðuna hjásetu í at- kvæðagreiðslum. Sigurður Óli Brynjólfsson tók í sama streng og benti á, að óeðlilegt væri, að 1 eða 2 menn gætu ráðið málum, sem meirihlutinn væri ekki með, jafnvel þótt hann vildi ekki beinlínis greiða mótatkvæði. Eyvindur að ihætta hjá LA Eyvindur Erlendsson leikhús- stjóri hjá Leikfélagi Akureyr- ar hyggst hætta því starfi sem fyrst eftir áramót eða strax og búið er að fá annan í hans stað. Aðspurður vildi hann sem minnst segja um ástæð- una, en kvaðst ekki hafa að- stöðu til að vera áfram af per sónulegum orsökum. Hann sagðist fyrst og fremst ætla heim og síðan sæi hann hvað hægt yrði að fá að gera.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.