Norðurland


Norðurland - 25.03.1977, Blaðsíða 6

Norðurland - 25.03.1977, Blaðsíða 6
Atlantshafsbandalagið Framhald af opnu. gekk opinberlega í alþjóð- legu gagnbyltingarsamtökin NATO. Dagsins mun ekki síð- ur verða minnst vegna þeirra geysihörðu átaka sem áttu sér stað milli fólks sem safnast hafði saman við Alþingishúsið annarsvegar og lögreglu og hvítliðasveita hinsvegar. Þau hafa verið kölluð „mestu inn- anlandsátök" á íslandi frá tímum siðaskiptanna. Nú nýlega kom út bók um þessa atburði. Og þótt margt megi að henni finna er hún þó á ýmsan 'hátt athyglisverð. T.a.m. sýnir hún fram á þau tengsl sem óhjákvæmileg eru á milli lögreglunnar og hinna pólitísku samtaka borgarastétt arinnar. Vinstrisinnar skyldu því strjúka allar tálsýnir af augum sínum varðandi hið borgaralega ríkisvald. Það er meðal annars lærdómur sem við getum dregið af atburðun um 30. mars. Á örlagaríkum augnablikum eins og þá tekst burgeisunum bæði fljótt og vel að hóa saman nógu mörgum smáfasistum til að vinna fyrir sig skítverkin. Það getum við lært af atburðunum 30. mars. Ennfremur ætti að vera ljóst að ofbeldisaðgerðum af hálfu ríkisvaldsins er einungis hægt að svara á skipulegan hátt svo vel sé. Þar dugar ekkert hálf- kák. NATÖ í dag 2/8 ára saga NATO hefur ver ið blóði drifin. Þau rök sem upphaflega var beitt til að rétt læta stofnun þessa hernaðar- bandalags verða fáránlegri og fáránlegri með hverju árinu sem líður. Enginn viti borinn maður trúir því lengur að rússár hafi í hyggju að her- taka Vestur-Evrópu. Mark- mið bandalagsins eru þau sömu og áður. í opinberum skýrslum Bandaríkjastjórnar frá 6. apríl 1976 er haft eftir Kissinger: „Það sem er mesta áhyggjuefnið er ekki utanríkis stefna V-Evrópuríkj anna, held ur innanlandsþróun þeirra. Vöxtur vinstriaflanna grefur undan samskiptum á sviði ör yggis- og varnamála sem bandalagið byggir á“. Maður veit svo sem hvað klukkan slær. Virðingin fyrir lýðræð- inu og sjálfsákvörðunarrétti þjóðanna kom greinilega fram í Grikklandi 1967 og svo í Chile 1973. Þjóðir V-Evrópu vi;ta á hverju þær mega eiga von ef þær ætla að taka sín eigin mál í eigin hendur. NATO myndi ekki skirrast við að grípa fram fyrir hend- urnar á alþýðu þessara landa og þ.á.m. fslands, ef gerðust einhverjir þeir atburðir sem því væri ekki að skapi. Andstaðan gegn bandarísk um her á fslandi og veru lands ins í NATO verður að byggj- ast upp á þessum sjónarmið- um. fslensk alþýða verður að neita því að vera dregin í dilk með þeim sem vilja viðhalda aTðráns- og kúgunarskipulagi auðvaldsins. Öll hörmunga- saga her.námsins ætti að kenna henni þau sannindi að íslensk yfirstétt skipar sér ekki á bekk með fasistum, kynþáttakúgurum og þjóðar- morðingjum til þess að vernda íslensku „þjóðina“. Það eru stéttarhagsmunir hennar sem því valda. Og á sama hátt verð ur alþýðan að þekkja sína hagsmuni og skera upp herör gegn herstöðvum Bandaríkj- anna á íslandi og innlimun landsins í hernaðarbandalagið NATO. Það væri í þágu yfir- gnæfandi meirihluta þjóðar- innar og um leið yfirgnæfandi meirihluta jarðarbúa. Hinn þekkti breski sagnfræðingur Arnold Toynbee, sem ekki verður grunaðuru m róttækar skoðanir, sagði á fyrirlestra- ferð í Bandaríkjunum 1967: „Bandaríkin hafa nú forystu um að hlúa að andbyltingar- sinnuðum hreyfingum til varn ar auðvaldinu víðast hvar í heiminum. . . . Bandaríkin standa nú frammi fyrir því sama og Rómaveldi í eina tíð. Rómverjar situddu alltaf hina ríku gegn hinum fátæku hjá Framhald af bls. 2. ekki feimnismál, né þurfi það að vera í felum, þegar ein- hverjum líður illa og hann á í vandamáli. Ég veit til dæmis um stúlku, sem flutti hingað til Akureyr- ar fyrir alllöngu. Hún átti hér enga aðstandendur og eignað- ist enga vini. Einhverra hluta vegna lokaðist hún svo inni í sínum einmanaleik, að hún að lokum sá ekki önnur ráð en óyndisúrræði. Segið mér ekki að enginn hafi séð hvað henni leið og að hverju stefndi, en bersýnilega fannst engum það koma sér nægilega mikið við til þess að hjálpa henni. Fyrir nökkrum vikum reyndi ég mikið til að koma ungbarni í fóstur hjá góðu fólki í fáeina daga, meðan móðir þess, sömuleiðis vanda- laus hér nyrðra, lá veik. Það reyndist mér ekki vera upp- lífgandi starf. Einn var ein- mitt að fara á Skíði, annar hafði gesti — allir reyndust vera að sinna miklu mikil- vægari hlutum. Geðsjúk móðir, sem átti fyrir ungum börnum að sjá, hvarf svo út úr okkar hefð- bundna raunveruleika, að henni varð um megn bæði að leita sér hjálpar og sömuleiðis að sinna sínum börnum. Þau gengu sjálfala og meira og minna vanhirt um dögum sam an. Ég fullyrði, að þetta vissi heilt hverfi bæjarins og horfði lengi á það gerast, án þess að koma til hjálpar. Ég veit, að þeir einstakling- ar hér í bænum, sem eiga kannske allra bágasta ævi eru fjölda fólks hér aðeins aðhlát- ursefni. þeim erlendu þjóðflokkum sem þeir réðu yfir. Og þar sem þeir fátæku hafa alltaf og allsstaðar verið fleiri en þeir ríku, þá leiddi þessi stefna Rómverja til ójafnaðar, órétt lætis og lítillar hamingju fyr- ir sem flesta. Sú ákvörðun Bandaríkjanna að taka við þessu hlutverki Rómverja hef ur, ef ég hef á réttu að standa, verið gerð að vandlega yfir- lögðu ráði.“ Þeir sem ekki skilja þessi grundvallarsannindi skilja yf- ir höfuð ekki neitt í þróun alþjóðastjórnmála síðustu ára tugi. Þeir skilja ekki af hverju heimsvaldasinnum og þeirra fylgifiskum var hent út úr Kína 1949, af hverju Bandarík in voru dæmd til að tapa stríð inu í V'íetnam, af hverju þau öfl sem Bandaríkin studdu voru dæmd til ósigurs í Laos, Kambodíu, Angóla, Mósam- bique og fleiri ríkjum. Og enn síður skilja þessir menn af hverju „alltaf er verið að berj ast“ út í hinum stóra heimi, skilja ekki, að þjóðir heims eru að berjast gegn „lögreglu heimsins“ fyrir brauði og frelsi. þá Ég veit, að þeir sem eru eitt hvað „öðruvísi" (vangefnir), eiga hér nyrðra í síst minni örðugleikum með að útvega sér atvinnu og húsnæði, held- ur en þeir eiga fyrir sunnan. Einnig þeirra málum vill fólk halda í hæfilegum fjarska frá sér. Og ég gæti talið upp mörg dæmi í tilbót, þar sem Akur- eyringar horfa á erfiðleika, einstæðingsskap og einangrun nágranna sinna jafnathafna- lausir eins og þeir væru heima í stofunni sinni að horfa á sjónvarpsþátt. Og þykist þeir ekki vita til neinna báginda, þar sem þeirra aðstoðar væri þörf, þá anmaðhvort sjá þeir ekki, heyra ekki eða vilja ekki. Þá mundi ég oftar eiga erindi Og af því ég hóf mál mitt á því, að minnaSt á mitt sam- band við kirkjuna, langar mig líka til þess að enda á því. Ég held, að ef kirkjan á verk að vinna þá sé það fólgið í því að hafa áhrif á samskipti fólks, sem hlýtur að búa saman, og fá það til að sjá, að örlög ein- hvers eins eru ekki hans einka mál heldur koma einnig öllum hinum við. Til þess að geta tekist á við það verk í raun, finnst mér að kirkjan verði að stíga ofan af þeim stalli, sem hún er á og gjörast málsvari einhverra annarra og ein- hvers annars en sín sjálfrar. Hún verður að tala minna um ísrael og himnaríki og meira um Akureyri, minna um trú og meira um gjörðir. Ef hún gerði það, finnst mér að ég mundi oftar eiga hingað er- indi en nú er. Sjá ekki heyra ekki.... Aðalfundur Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni verður haldinn sunnudaginn 27. mars nk. kl. 14 að Hótel KEA. Venjuleg aðalfundastörf. Lagabreytingar. Björn Þórhallsson formaður L.Í.V. og Magnús L. Sveinsson varaformaður V.R. mæta á fundinum og ræða kjara- og samningamálin. Stjórnin Skíðaskólinn i Hlíðarfjalli Ný námskeið hefjast í næstu viku kl. 5 — 7 og kl. 8-10. Innritun og upplýsingar í Skíðahótelinu, símar 22930 og 22280 Starfsfólk á gæsluvelli Starfsfólk óskast á gæsluvelli bæjarins frá 15. maí til næsta hausts. Skriflegar umsóknir sendist leikvallanefnd, skrif- stofum Akureyrarbæjar, fyrir 1. apríl. Umsækjendur verða að vera fullra 18 ára og fúsir að sækja 24 tíma kvöldnámskeið áður en starfið hefst. Nánari upplýsingar gefur Einar Hallgrímsson í síma 22894 eftir kl. 18 á daginn. Leikvallanefnd Vináttufélag íslands og Kúbu: Brigada Nordica Arleg vinnuferö til Kúbu á vegum vináttufélaganna á Noröurlöndum veröur aö þessu sinni farin á timabilinu 20. jánf — 20. júif nk. Tólf Islendingar geta fariö þessa ferö.og greiöa þeir far- gjaldiö báftar leiöir sjálfir. Uppihald á Kúbu er frltt. Umsóknir um þátttöku f ferö þessari sendist fyrir 6. aprfl nk. til Vináttufélags tslands og Kúbu, Pósthúlf 318, Reykjavik. Nú er fyrirhuguð 8 daga Irlandsferð 7-14. maí Flogið verður til Dyflinar og ferðast þaðan til hinna fögru héraða f suð-vestur hluta landsins. Dvalið verður í Killarney og Cork, auk Dyflinar. Ferðamönnum verður gefinn kostur á laxveiði og golfiðkun. Verðið er mjög hagstætt eða frá kr. 46.200. og er þá gistikostnaður (með morgunmat) og ferða- lög innifalið. ^ Samvinnuferðir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077 SöluumboS: HÓTEL KEA - SÍMI22200 I? — NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.