Norðurland


Norðurland - 20.04.1977, Síða 1

Norðurland - 20.04.1977, Síða 1
NORÐURLAND Allir á bólakafi í vinnu I Hrlsey 15. tölublað Miðvikudagur 20. apríl 1977 2. árgangur GbEÐIbEGT SUMAR! Svo mikil vinna er í Hrísey þessa dagana, að allur tiltæk- ur vinnukraftur hefur verið tekinn í fiskvinnslu og útskip- un, afgreiðslu- og skrifstofu- fólk, smiðir og fleiri. Var Skaftafellið á mánudag að taka 6700 tonn af freðfiski á Bandaríkjamarkað og í gær kom Selá og tók 1200 poka af beinamjöli, en fyrirliggjandi eru um 1700 pokar. Snæfellið hefur landað 820 tonnum í Hrísey frá áramótum og voru tvær síðustu landanir betri en undanfarið. í lok mars landaði togarinn 150 tonnum og 12. apríl 139 tonn- um. Var sá fiskur mjög góður, 70% í stærsta flokki, og fór allur til vinnslu í frystihúsinu. 45,2> fara í göturnar Fjárhagsáætlun Dalvíkur var samþykkt í þessari viku og eru 45.2% heildar- gjalda áætluð til gatna- og holræsagerðar og er þar stærsta verkefnið slitlag á göturnar. Heildarupphæð áætlaðra gjalda er 159.6 millj. kr. og fara 68 milljónir í gatna- og holræsagerð, þaraf 51 millj. til slitlagsgerðar, sem gert er ráð fyrir að fjár- magna að stórum hluta með lánum. Til trygginga og fé- lagshjálpar fara 13 milljón ir kr. og fræðslumála 11 milljónir. Ákveðið er að hefja bygg ingu leiguíbúða í sumar samkv. lánalögum um leigu byggingar sveitarfélaga og byggja 3 íbúðir. - Óttar „Vorkoman á Dal- vík" um sl. helgi Tveggja daga menningardagskrá Þar sem saltfiskmat hefur komið í veg fyrir landanir netabáta á Litlu-Árkógsströnd og Hauganesi hafa þeir landað í Hrísey síðan í síðustu viku alls 109 tonnum af vænum fiski, sem allur hefur farið í salt. í þessari viku verður byrj að að meta saltfisk í Hrísey, sennilega um 1800 pakka. Tveir hríseyjarbátar eru gerðir út á grásleppu frá Flat- ey, en gæftir hafa verið afar slæmar. Þeir eru þó búnir að fá nokkrar tunnur. Sökum annríkis hefur leik- félagið Krafla ekki getað sýnt að undanförnu. Síðasta sýning heimafyrir var 6. apríl, en sýn ingar á Grenivík og Dalyík eru á döfinni. - Guðjón Skjöld Þorgrímsson úr sínum hópi til viðræðna við forystu- menn RVE, en aðrir nefndar- mgnn eru Jón Snorri Þorleifs- son, Ragna Bergmann, Tryggvi Benediktsson og Pét- ur Sigurðsson, sem reyndar lýsti strax andstöðu sinni gegn viðræðum. Enn er óákveðið hvernig bar áttudagurinn 1. maí fer fram á Akureyri og gat enginn tals- maður verkalýðsfélaganna gef ið neinar upplýsingar um það í gær, enda flestir formann- anna fyrir sunnan. „Vorkoman á Dalvík“ nefnd- ist tveggja daga menningarhá tíð sem Lionsmenn stóðu fyrir um síðustu helgi með dagkrá um bókmenntir og híbýlafræði og myndlistar- og húsgagna- sýningu. Var með þessu framtaki reynt að vekja upp að nýju samkomur með þessu sniði, sem legið hafa niðri um margra ára skeið. Tvöföld Ljósm. Páll A. Pálsson. ... ................ Viðræður fara nú fram milli 1. maí nefndar Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík og Rauðrar verkalýðsein- ingar um samstöðu í kröfu- göngu og útifundi 1. maí. Undanfarin ár hefur RVE haft sérstaka göngu á eftir göngu Fulltrúaráðsins og sér- ■fund við Miðbæjarskólann meðan útifundur verkalýðsfé- laganna hefur staðið á Torg- inu. Hefur RVE notið stuðn- ings stórs hóps fólks á vinstri kantinum, einkum ungu kyn- lóðarinnar. Framað þessu hef ur samstaða ekki tekist og Taunar varla komið til um- ræðu hjá Fulltrúaráðinu, en það sem menn hafa sett fyrir sig á báðar hliðar eru ræðu- menn og kröfur í göngunni. Nú hefur 1. maí nefndin skipað þá Baldur Óskarsson og ánægja var að svo skyldi hitt- ast á, að hinn nýi skuttogari dalvíkinga skyldi koma heim sama dag og vorfagnaðurinn hófst. þótt það drægi að vísu úr aðsókn fyrri daginn. Dagskráin hófst á laugardag með að Inga Birna Jónsdóttir las úr verkum sínum, Ijóð og smásögu, og jafnframt voru þá opnaðar sýningar í íþróttasaln um, í félagsheimilinu Víkur- röst og í barnaskólanum á verkum Alfreðs Flóka, Ein- ars Helgasonar og Guðmundar Ármanns Sigurjónssonar og verslunin Augsýn á Akureyri stóð fyrir glæsilegri húsgagna sýningu. Um kvöldið hélt Pét- ur B. Lúthersson húsgagna- arkitekt fyrirlestur um innrétt ingu og lýsingu. Á sunnudag las Kristján frá Djúpalæk úr verkum sínum, Gísli Jónsson menntaskóla- kennari flutti erindi um bók- menntir og Kristín Guðmunds dóttir híbýlafræðingur um eld húsinnréttingar. - Óttar/vh Leiðir á samgönguleysi Tíðarfar hefur verið með ein dæmum slæmt á Raufarhöfn undanfarinn mánuð og hefur það bitnað illa á ýmsum þátt- um mannlífsins, einkum sam- skiptum við aðra staði. Grásleppuveiðar hófust 20. mars, en hafa gengið fremur illa sökum ógæfta, þótt vel ■hafi aflast þegar gefið hefur, allt uppí 13 tunnur af hrogn- um á bát. Afli þorskanetabáta hefur hinsvegar verið dágóður það sem af er vertíð og mun betri en undanfarin ár. Vilja menn þakka það friðunarsvæðinu út af norðausturlandi. Samgöngur hafa verið með erfiðasta móti sl. mánuð. Flug völlurinn hefur ýmist verið lokaður vegna aurbleytu eða dimmviðris. En flugsamgöng- ur eru raufarhafnarbúum ákaf lega mikilvægar, einkum þó síðan í haust, að Vegagerð rík- isins hófst handa um endur- bætur á vegarkafla á Austur- Sléttu. Tókst ekki betur til en svo með þessar langþráðu úr- bætur í vegamálum, að eigi vegarspotti þessi að vera fær þarf minnst 10 stiga frost og allmikla fannkomu. En það nægir til að gera hinn hluta vegarins ófæran. - Líney Samstaða Fulltrúa- ráðs og Rve 1. maí? ..............- Nýr skuttogari til Dalwíkur - baksíða — Viðtal við Roar Kvam - opna Leikdómur um afmæiissýnínguna " opna — Pistill um Chile - 7. síða

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.