Norðurland


Norðurland - 20.04.1977, Síða 4

Norðurland - 20.04.1977, Síða 4
NORÐURIAND Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Böðvar Guðmundsson, Helgi Guðmundsson, Soffía Guð- mundsdóttir, Þórir Steingrfmsson, Þröstur Asmundsson. Ritstjóri: Vilborg Harðardóttir (fibm.) Dreifing og auglýsingar: Kristín Á. ólafsdóttir. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýslngar: Eiðsvallagata 18, simi 21875 Preirtun: Prentsmiðja Björas jónssonar Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins Búist til átaka á vordögum Sumardagurinn fyrsti hefur um langan aldur verið einn helzti hátiðisdagur Islendinga og þarf það engan að undra, þðtt sumri sé fagnað innilega í svo harðbýlu og köldu landi sem Isiand er. Sá vetur, sem nú er liðinn var óvenjú mildur, en sumri heilsa landsmenn nú við þær aðstæður, að stór átök og afdrifarík eru framundan í kjaramálum launþega. Varla þarf á það að minna hve hrikalegar kjara- skerðingar hafa orðið í tíð þeirrar afturhaldsstjðrnar, sem nú situr, og hefur hver stórárásin á Iífsafkomu launa- fólks rekið aðra. Þar hefur verið skammt stórra högga á milli. Verkalýðshreyfingin býst nú til baráttu og stefna hennar er skýr og afdráttarlaus. I samræmi við ályktanir síðasta Alþýðusambandsþings um launajöfnun og kjara- bætur til handa þeim lægst launuðu er megináherzlan Iögð á kröfuna um hækkun lágmarkslauna í 100 þúsund kr. á mánuði miðað við framfærslukostnað í nóv. s. 1. og komi fullar verðbætur á þau laun. Eins og verðlag er nú, yrðu þetta um 110 þús. kr. á mán. Þeir sem hærri hafa laun eiga samkvæmt kröfum samninganefndar ASf að fá kauphækkun nú og síðar vísitölubætur, en sömu krðnu- tölu og þeir lægst launuðu. Engum getur blandazt hugur um, að kjörum láglauna- fólks er nú þannig háttað, að stórbætt laun þess verða að ganga fyrir öðru. Ekki geta það heldur heitið nein veisluhöld. þótt hagur þess vænkist ögn og Iaunin næðu að þokast upp fyrir 100 þús. kr. á mán. Varla þættust forkólfar Vinnuveitendasambandsins eða til að mynda athafnamennirnir svokölluðu ofhaldnir af þeirri upphæð sér til lífsuppeldis. Svo sem vænta mátti hefur Morgunblaðið talið öll tor- merki á áðurnefndum launahækkunum og haft í hót- unum um alkunnan eftirteik, sem er sá að velta launa- hækkunum beina leið yfir í verðlagið og skerða lífskjör- in enn á ný. Þetta hefur um langt skeið verið andsvar auðstéttarinnar við baráttu verkalýðshreyfingarinnar, og mætti sú staðreynd vera verkafólki, er nú býst til átaka nokkurt umhugsunarefni. Ekki þarf að búast við því, að kjarabætur verði fúslega í té látnar, heldur verður ef að vanda lætur brugðizt við af venjulegri þvermóðsku og væntanlega ekki horft í herkostnað. órofa samstaða verkafólks um allt land er það afl, sem eitt getur fært árangur, og það mál munu fulltrúar auðstéttarinnar skilja, er sezt verður að samn- ingum. Samninganefnd ASI hefur skorað á öll verkalýðs- félög á landinu að afla sér verkfallsheimilda fyrir 1. maí, og það skiptir öllu, að þau hlýði því kalli og enginn sker- ist úr Ieik. Kröfum verkalýðshreyfngarinnar er að vanda mætt með venjulegu tali um, að atvinnuvegirnir þoli ekki kaup- hækkanir, og víst er um það, að enginn minnist þess, að afturhaldið hafi nokkru sinni talið það fært að bæta hag verkafólks. Kjarabætur hafa ævinlega verð harðsóttar og árangur í þeirri baráttu farið eftir styrk og samtakamætti verkafólksins sjálfs. Þess vséri aftur hollt að minnast nú á þessum vordög- um, að eina varanlega og raunhæfa kjarabðtin er sú að svipta ríkisstjóm auðstéttann því valdi, sem hún beitir gegn alþýðu landsins af eins mikilli óbilgirni og hún þorir hverju sinni og telur fært. Verkalýðshreyfingin hefur oft sýnt af sér langlundar- geð og verið seinþreytt til stórátaka, en nú að þessu sinni kynni mælirinn að verða fullur. — S. G. Hlífar 1. sumardag í tilefni af 70 ára afmæli kven félagsins Hlífar hinn 4. febrú- ar sl., vil ég fyrir hönd Bama deildar F.S.A. færa því hug- heilar þakkarkveðjur. Kvenfélagið hefur ávallt starfað að mannúðar- og líkn- armálum. Það rak Barnaheim- ilið Pálmholt frá 1950—1952, en þá tók bærinn við því. Frá 1973 hefur Kvenfélagið stutt Barnadeild F.S.A. með veglegum, árlegum gjöfum, bæði tækjaútbúnaði og Íeik- föngum. Fyrst gaf það hita- kassa með súrefnismæli, og Ijósalampa til meðferðar á gulu hjá ungabörnum. Síðan hefur það gefið barnavöggur, sem hægt er að hafa upphit- aðar fyrir nýfædd börn, blóð- þrýstingsmæli, sem er sérlega næmur og notaður á ungabörn, sem áður var mjög erfitt að mæla blóðþrýsting hjá, vökva dælu, sem stjómar þvi að vökvi í æð fari á réttum hraða. Einnig rafmagnssog til að sjúga slím eða annað úr vitum barna, svo og tækjaútbúnað til að geta gefið súrefni við þrýstingi niður í lungu barna með erfiða öndun, og rafmagns sog, sem er mjög nákvæmt. Á þessu ári höfum við fengið upp lífgunarborð, sem búið mun verða fullkomnum tækjum. Þá má bæta því við, að fé- lagið hefur gefið Rannsóknar- stofunni smásjá af vönduðustu gerð. Árlegur fjáröflunardagur Hlífar er sumardagurinn fyrsti og hafa bæjarbúar jafn an sýnt starfsemi félagsins verðskuldaðan áhuga með þvi að fjölmenna á basarinn og kaffisöluna í Sjálfstæðishús- inu og kaupa merki félagsins. Að endingu óska ég félag- inu allra heilla og þakka því í nafni Fjórðungssjúkrahúss- ins og barnanna, er notið hafa góðs af stónhug félagskvenna. Baldur Jónsson, yfirlæknir. Fyrstu vor- tónleikar Tónlistar- skólans Tímabil vortónleika Tónlistar- skólans á Akureyri er nú að hefjast. Að þessu sinni verða alls haldnir sjö tónleikar, og fara þeir fyrstu fram í Borgar bíói næstkomandi laugardag kl. 15, þ.e. 23. aprQ. Níu söngnemendur Sdgurð- ar Demetz flytja lög eftir inn- lenda og erlenda höfunda, eins og Kaldalóns, Pál ísólfsson, Mozart, Schumann, Brahms, Leon Cavallo, Tchaikovsky. Nemendurnir sem koma fram eru: Aðalsteinn Bergdal, Bjarni Jónasson, Guðrún Krist jánsdóttir, Gunnfríður Hreið- arsdóttir, Helga Alfreðsdóttir, Framhald á bls. 6. Hinn 6.—8. maí nk. verða tón listardagar á Akureyri. Það er Tónlistarfélagið og Passíukór- inn á Akureyri sem standa að tónleikahaldinu. Efnisskráin er mjög fjölbreytt, til dæmis leikur Erling Blöndal Bengts- son sellókonsert Dvoraks með Sinfóníuhljómsveit íslands og einnig verða sérstakir ein- söngvaratónleikar þar sem Rut Magnússon, Halldór Vil- helmsson, Sigurður Björnsson og Sieglinde Kahman syngja við undirleik Guðrúnar Krist- insdóttur og Ólafs Vignis Al- bertssonar. Það sem ef til vill vekur þó mesta eftirvæntingu heima- manna er flutningur á óratorí unni Messías eftir Hándel. Það Kvam hefur stjórnað kórnum frá upphafi og lagt mikið og gott starf að mörkum. Passíu- kórinn hefur aldrei fyrr lagt í flutning á svo viðamikki verki sem Messíasi og í tilefni þess ræddi NORÐURLAND við stjórnanda hans. Við spurðum fyrst hvenær Passíukórinn hefði verið stofnaður. Ég kom hingað haustið 1971, — sagði Roar, — og þá var stofnaður 16 manna kór sem nefndist Kirkjutónlistarsveit- in. Hún kom fram á tvennum tónleikum, fyrst fyrir jól 1971 og svo um vorið 1972 en þá fluttum við tvær sálmakantöt ur eftir Buxtehude. Upp úr því varð svo Passíukórinn til og árið eftir fluttum við Jó- KREFST Mll segir Roar Kvam stjórnandi Pas: er Passíukórinn á Akureyri sem syngur undir stjórn Roars Kvam. Félagar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands annast und irleik en einsöngvarar verða Rut Magnússon, Halldór Vil- helmsson, Sigurður Björnsson, Sigrún Gestsdóttir og Michael Clarke. Passíukórinn á Akureyri hefur nú starfað með miklum myndarbrag í nokkur ár og dylst engum að þar er mikils árangurs að vænta. Roar hannesarpassíima eftir Scar- latti. Megin viðfangsefni kórsins hafa ávallt verið stærri kirkjutónverk, bæði fyrir kór, hljómsveit og einsöngvara, þeas. kantötur og óratoríur en við höfum einnig flutt verald- lega tónlist. Að mestu leyti er um tónlist frá barokktímanum að ræða en einnig höfum við flutt tónlist frá klassískum tíma. Þetta er að nokkru sjálf gert, þar sem barokktónlist er Oratorían l\l< mesta verk H Georg Friedrich Hándel fædd- ist í Halle í Þýskalandi árið 1685. Hann þótti snemma hafa mikla tónlistarhæfileika og var settur til tónlistarnáms. Átján ára varð hann fiðluleik ari í óperuhljómsveitinni í Ilamborg en fór nokkru síðar til Ítalíu og starfaði þar um hríð. Árið 1710 kom Hándel í fyrsta sinn til Englands en þar átti hann síðar eftir að vinna mörg sín mestu verk og ensk- ur þegn varð hann árið 1721. Á Englandi samdi Hándel fjöl margar óperur með ítölsku sniði en sneri sér síðan að óratoríum. í óratoríum Hándels þótti gæta mjög áhrifa frá hinni ítalskættuðu óperu, meðal ann ars hélt hann fast í skiptingu verksins í þrjá þætti, en það form á uppruna sinn að rekja til hinnar grísku harmleikja. Óratoríur mimu hins vegar upp runnar í Róm um 1600 og voru upphaflega kristilegar tónsmíðar fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit, fluttar á sviði með leiktjöldum, húning um og leikrænni tjáningu, Árið 1741 samdi Hándel óra toríuna Messías, en hún er frægasta verk hans og talin meðal mestu stórmerkja tón- bókmenntanna. Það er undar- lega algengt að stórbrotin lista verk verði til á skömmum tíma og svo er með Messías. Hándel mun hafa hafið verkið hinn 22. ágúst og lokið því að fúllu hinn 14. septemher. Þann ig hefur hann samið þetta um- fangsmikla verk á aðeins 24 dögum. Tildrög þess að Messías var saminn munu ekki síst vera þau að Hándel hafði verið boð ið að koma í tónleikaferð til Dyflinar á írlandi til þess að flytja þar ýmis verk. írar tóku verkinu geysilega vel. Tónlist ardómarar blaða notuðu sín hástemmdustu lýsingarorð um glæsileika og fullkomnun verksins og kváðust þó ekki geta lýst því í orðum svo vel væri. Þessi frumflutningur var því í einu og öllu stórsigur fyr ir Hándel Messías er fyrsta óratorian 4 — NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.