Norðurland


Norðurland - 20.04.1977, Page 7

Norðurland - 20.04.1977, Page 7
DAGBOk VlkUNNAR • Um helgina Akureyrarkirkja: Skátamessa sum'ardaginn fyrsta kl. 11 fh. Messa sunnudag kl. 2 eh. - BS. Messað í Grímsey 24. þm. (1. sunnudag í sumri) kl. 2 eh. Sálmar 476, 96, 478, 481 og 518. - P.S. Samkoma votta Jehóva að Þingvallastræti 14, 2. hæð, sunnudaginn 24. apríl kl. 16.00. Fyrirlestur: Góðar fréttir úr bestu átt. Allir velkomnir. Síðdegisskemmtun fyrir aldr- aða í Sjálfstæðishúsinu nk. sunnudag kl. 3. — Félagsmála- stofnun Akureyrar. • Gjafir til FSA Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak ureyri hafa borist eftirtaldar gjafir: Til minningar um Sum arrósu Sigurbjörnsdóttur frá Sigríði Guðmundsdóttur kr. 1000. Gjöf frá Ragnhildi Jóns dóttur, Elliheimili Ak., kr. 10.000. Til minningar um Helga Jakobsson, Ytra-Gili, frá börnum Eiríks Helgasonar fró Dvergsstöðum kr. 10.000. Gjöf frá Oddnýju Jónsdóttur kr. 5.000. Til barnadeildar í minningu Júlíu Stefánsdóttur frá afa og ömmu, Þuríði Jóns- dóttur og Magnúsi Júlíussyni, Sunnuhvoli, kr. 10.000. Til minningar um Gunnar Bald- vinsson Ólafsfirði, frá Krist- jáni Rögnvaldssyni kr. 5.000, frá Finni Björnssyni kr. 1.000, frá Vigfúsínu og Gunnlaugi Vigfússyni kr. 5.000. Gjöf frá Guðfinnu Jónsd. kr. 11.800. Frá Eyfirðingafélaginu í Rvík til barnadeildar kr. 250.000. Til minningar um hjónin Jako bínu Guðbjartsdóttur og Jón Almar Edvaldsson frá börn- um þeirra kr 100.000. Gjöf frá öskudagsliði kr. 1.300. Áheit frá K.G.G. kr. 1.000. Til barna deildar frá Margréti og Guð- finnu kr. 1.000. Frá þakklát- um vini kr. 40.000. Gjöf frá Guðrúnu Á., Guðlaugu, Heiðu, Hafdísi og Karen til barna- deildar kr. 12.700. - Með þakk læti og bestu óskum til gef- enda. - Torfi Guðlaugsson. • Ferðalög Ferðafélag Akureyrar: Göngu ferð á Hólafjall kl. 13 sunnu- daginn 24. apríl. Ekið að Þor- móðsstöðum og gengið þaðan. Þátttaka tilkynnist í sima 23692 laugardag kl. 19—21. • Fundir Félag verslunar og skrifstofu- fólks: Almennur félagsfundur á skrifstofu félagsins, Brekku götu 4, 28. apríl kl. 18.15. — Fundarefni: 1) Lagabreyting- ar. 2) Heimild til verkfallsboð unar. — Stjómin. • Alltaf uppselt á Bugsy Malone Síðan Borgarbíó fór að sýna myndina Bugsy Malone í síð- ustu viku hefur alltaf verið PISTILL VIKUISINAR: • • Oreigar allra landa •••• Fyrir þremur og hálfu ári snerist fasistísk herforingja- klíka í umboði burgeisanna í Chile gegn löglega kjörinni stiórn Allendes forseta, steypti henni af stóli og endur- reisti þar í Iandi alræði auðvaldsins, — að sjálfsögðu með stuðningi frelsisenglanna í Hvíta húsinu eins og fyrri daginn. I kjölfar gagnbyltingarinnar hófst alda pólitískra morða og hryðjuverka sem ekki áttu sér neína hliðstæðu á síðari tímum. I Morgunblaðinu talaði einhver um „sigur lýð- ræðisins“. Og auðvitað var þetta sigur „lýðræðisins“ í sama skiln- ingi og auðvaldið leggur í það orð. Þar kveinka menn sér ekki við því að tala um „frjálsan útvarpsrekstur" þött í landi heyrnleysingja sé, „prentfre)si“ þar sem enginn kann að lesa eða „fundafrelsi“ handa hlekkjaþrælum, enda allt saman skrásett vörumerki. Við hin látum ekki gabbast: auðvitað táknar „frjáls út- varpsrekstur“ á máli burgeisanna ekki annað en frelsi handa auðkýfingum til að reka áróður í krafti peninga- valds. Það er því nauðsynlegt að skoða hugtök eins og frelsi ogj Iýðræði í því samhengi sem þau koma fyrir í, einungis þannig getum við áttað okkur á raunverulegu innihaldi þeirra. Lítum nú á blessað lýðræðið í Chile. V-þýska tímaritið „Stern“ birti fyrir nokkru grein um ástandið í þessu Iandi og afleiðingar gagnbyltingar burgeisanna. Þar segir frá Chicago drengnum Milton Friedman sem herforingja- stjórnin fékk til fulltingis sér við stjórn efnahagsmála. Ætla mætti að þessi Nóbelsverðlaunahafi og talsmaður svæsnustu auðvaldshyggju sem um getur hefði fengið þarna hin ákjósanlegustu starfsskilyrði, þar sem engin verkalýðshreyfing er hinum „frjálsu einstaklingum“ fjöt- ur um fót I Chile. Jú, aðferðirnar voru ekki dónalegar: þau fyrirtæki sem Allendestjórnin hafði þjóðnýtt voru aftur fengin „dugandi einstaklingum“ í hendur, miklum fjölda manna var sagt upp störfum og kaupið hjá hinum Iækkað gífurlega. Eða eins og einn stjórnmálamaður orðaði það: Grindhoruðum sjúldingnum sem Iapti dauðann úr skel var ráðlagt nýtt mataræði: eta ekki neitt. Takmarkið var náttúrulega þar eins og hér að koma í veg fyrir bannsetta verðbólgjuna. Og árangurinn af hinu hávísindalega Iæknisráði Chicagó-drengsins fræga lét ekki á sér standa: verðbólgan minnkaði úr 340,7% á árinu 1975 í um það bil 170-180% á árinu 1976! Framleiðslan minnkaði um 25%, brúttó þjóðarframleiðsla minnkaði um 14,7% sem var algjört heimsmet. Atvinnuleysið í verkamannahverfunum er nú um 63 %! Og þar fyrir utan hefur ein milljón manna flúið land og þar á meðal flestir menntamenn landsins. Það er því vel við hæfi að „vísindamaður“ á borð við Milton Friedman hljóti Nóbelsverðlaunin; annar eins af- reksmaður er sjálfsagt ekki á hverju strái í hinum „frjálsa heimi“. Þótt þessar tölur séu hrikalegar, sega þær í rauninni fátt um líðan fólksins í Chile, umskiptin frá fyrri tíð og það óbætanlega tjón sem orðið hefur nú þegar. Hvern- ig er t. d. hægt að bæta fyrir þær heilaskemmdir sem börn hafa orðið fyrir vegna vannæringar? Prestur einn í Chile sag)ði við blaðamann „Stem“, að hann teldi að ríkisstjórnin ætlaði sér hreinlega að gera heila kynslóð að Iíkamlegum og andlegum krypplingum, ganga þannig frá henni að fólk hefði eftir það ekki áhuga á að skipta sér af pólitík. Þetta er auðvaldið nakið og grímulaust. í Chile sést best til hvaða ráða auðvaldið er reiðubúið að grípa ef svipta á það forréttindaaðstöðu og arðránsmöguleikum sínum. Dæmið frá Chile sýnir okkur einfaldlega einn hlut: hvernig auðvaldið hagar sér ef það fær að leika lausum hala og verkalýðshreyfingin er niðurbrotin, kúguð og kraftlaus. Þetta ætti að vera verkalýð heimsins hvatning til alþjóðlegrar samstöðu og markvissari baráttu. Orð Marx og Engels eiga við enn í dag og aldrei eins og nú: „öreigar allra landa sameinist!“ — þá Jodie Foster, sem leikur söng- konuna Talullah í Bugsy Malone. uppselt og er það ekki síst yngsta kynslóðin, jafnaldrar leikaranna í þessari mynd og þaðanaf yngri, sem stendur í biðröð eftir miðum. En nú fer hver að verða síðastur. Mynd- in verður sýnd áfram í kvöld og á morgun, sumardaginn fyrsta, en síðan verður senni- lega skipt um, þótt enn sé ekki fullákveðið 'hvaða mynd tekur við. Af myndum sem væntan legar eru á næstunni má nefna „Ef ég væri ríkur“, ítalsk- bandaríska hasarmynd, „Piaf“ um ævi frönsku söngkonunnar Edith Piaf, „Syndin er lævís og . . .“ ítölsk, um ástir í mein um, og „Kona prestsins", bandarísk gamanmynd með Sophiu Loren í aðalhlutverki. Sendum viðskiptamönnum okkar og landsmönnum öllum bestu óskir um GLEÐILEGT SUMAR Slippstöðin hf. Akureyri Sendum viðskiptamönnum okkar og landsmönnum öllum bestu óskir um GLEÐILEGT SUMAR Kaupfélag Svalbarðseyrar NORÐURLAND — 7

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.