Norðurland


Norðurland - 20.04.1977, Síða 8

Norðurland - 20.04.1977, Síða 8
NORÐURLAND Miðvikudagur 20. aprQ 1977 MÁLGAGN SÓSÍALISTA í NORÐUBLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA Aðstaða fyrir þroskaheft börn í Lundarleikskóla í fyrirhuguðum leikskóla við Lundahverfi er gert róð fyrir aðstöðu fyrir þroskaheft börn með öðrum og hafa í þessu skyni verið gerðar endurbœt- ur á staðlaðri teikningu menntamálaráðuneytisins, þ.á. m. breytingar sem auðvelda umferð hjólastóla og sérstakt kennslurými. Alls á leikskól- inn að rúma 80 böm, 40 fyrir og 40 eftir hádegi og var leik- skólabygging valin fremur dag heimili vegna gifurlegrar þarf ar sem fljótar yrði ráðin ein- hver bót á með því móti. Nú hafa foreldrasamtök barna með sérþarfir óskað eft- ir því við bæjarráð, að helm- ingur leikskólans verði byggð ur með það fyrir augum, að þroskaheftir hafi þar algeran forgang og hefur bæjarráð beint viðræðum til félagsmála ráðs. Börn meðlima Foreldrasam- takanna eru alls níu sam- kvæmt upplýsingum þeirra í jan. 1977 og veitir Akureyrar- bær þeim þegar nokkra þjón- ustu: Fimm þeirra eru á leik- skólum bæjarins í rýmum, sem ætluð eru þroskaheftum, Framhald á bls. 6. Það óhapp varð í gær við syðri TorfunefSbryggju, þegar verið var að skipa upp gleri úr Grundarfossi, að krani sem not aður var valt á hliðina og þvert yfir skipið. Þetta skeði með þeim hætti, að þegar kraninn gat ekki ljrft glerinu — 16 tonnum að þyngd — í fyrstu atrennu voru kranar skipsins látnir aðstoða en þeg ar þeim sleppti þoldi bílkran- inn ekki yfirvigtina, þótt hann sé skráður lyfta 30 tonn Dalvíkingar fagna á bryggjunni. Björgúlfur EA 312 kominn til Dalvíkur um. Allt glerið maskbrotnaði, en ekki var fullmetið tjón á skipi og krana í gærkvöld þeg ar NORÐURLAND ræddi við lögregluna. Sem betur fer hlaust ekki slys á mönnum. Myndina tók Ljósmynda- stofa Páls. Vikukaupið 17420 kr. Meinleg prentvilla varð í frétt í síðasta blaði um vinnutíma og kaup frystihúskvenna hjá ÚA. Var þar sagt, að dagvinnu kaupið væri kr. 7.420 á viku, en átti að vera 17.420 kr. Ekki er kaupið nú of mikið þótt prentvillupúkinn felli ekki tíu þúsund framanaf og eru les- endur — verkakonur og -aðrir, — beðnir afsökunar á þessu óhappi. Skipstjóri Björgúlfs, Sigurður Haraldsson. Fagnandi dalvíkingar þyrpt- ust á laugardaginn niður á bryggju með fána og karlakór í broddi fylkingar til að taka á móti nýjum skuttogara, Björgúlfi EA-312, sem Slipp- stöðin á Akureyri smíðaði. Var togaranum gefið nafn um morguninn á Akureyri, en síð an sigldi hann norður og tóku sér far með honum margir dal víkingar og fleiri gestir. Guðrún Þorleifsdóttir eigin- kfona Björgvins Jónssonar for- stjóra Útgerðarfélags Dalvík- inga skírði togarann á hefð- bundinn hátt uppúr kampa- víni við Akureyrarhöfn kl. 11 á laugardag og síðan var siglt norður í fögru veðri og þágu gestir veitingar um borð. Gekk ferðin vel að öðru leyti en því, að Ijósakerfi fór úr sambgndi um stund, en var fljótlega kippt í lag. Skipstjóri Björg- úlfs er Sigurður Haraldsson og fyrsti vélstjóri Sveinn Rík- harðsson. Togarinn er 430 lestir að stærð og ganghraði 13.2 sjó- mílur. Mesta lengd er 49.87 m og breidd 9.50. Skrokkurinn var smíðaður hjá Flekkefjord verksmiðjunni í Noregi skv. sérstökum samningi hennar og Slippstöðvarinnar, sem smíð- aði skipið að öðru leyti. Rúm- mál lesta er 439 rúmm. og er þar pláss fyrir 4000 90 lítra fiskikassa. Aðalvél er af gerð inni Wichman 2100 hestafla, tengd skiptiskrúfuútbúnaði, og hjálparvélar MWM 12 strokka fjórgengisvélar. Vindukerfi er af gerðinni Brusselle, togvind ur eru splittvindur, sjóeimari er af Atlasgerð og ísvél frá Finsam FIP og afkastar 10 tonnum af ís ásólarhring. Skip ið er búið öllum nýjustu sigl- ingar og fiskleitartækjum frá Simrad og Decca, Sailor tal- stöð og miðunarstöð og veður- kortamóttakara af Taiyo gerð. Afhending á brúarvæng Togarinn var formlega af- hentur Útgerðarfélagi Dalvík- inga í heimahöfn og héldu ræð ur á brúarvæng við það tæki- færi Gunnar Ragnars forstj. Slippstöðvarinnar, Björgvin Framhald á bls. 6. Alþýðubandal. Félagsfundur verður haldinn í Alþýðuhúsinu sunnudaginn 24. apríl kl. 4 sd. Aðalumræðu- efni: 1) 1. maí. 2) Húsnæðis- mál flokksins. Hiorðsaga Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður byrjað að sýna kvikmyndina Morðsögu eftir Reyni Oddsson í Nýja bíói á Akureyri. Myndin hefur verið sýnd við mikla aðsókn vikum saman í Reykjavík að undanförnu. Hún verður sýnd sýnd í Nýja bíói kl. 9 og 11 sd. næstu daga. Björgúlfur siglir úr Akureyrarhöfn. (Ljósm. Norðurmynd.) Einni manneskju eytt í svita og svelti Ein manneskja eða jafn- gildi hennar hefur horfið í svita og svelti á Húsavík að undanfömu. Er það Vigtar klúbburinn sem þetta afrek hefur unnið, en það er um 35 manna hópur, þaraf einn karl, hitt konur, sem ákvað að fara sameiginlega í megrun. Hittast félagarnir vikulega, vigta sig og fara í sund og gufubað og eitt kvöld hefur héraðslæknir- inn komið og rabbað um mataræði og fleira í þessu sambandi. Að sögn eins klúbbfélag- ans, Guðmundu Þórhalls- dóttur er mikill stuðningur að standa saman í þessu stríði, auk þess sem margir fagna tækifærinu að fara í sund í ró og næði á tíma sem vinnandi fólk getur notað, þe. eftir kl. 9 á kvöld in. Sameiginlega höfðu fé- lagarnir tapað 63 kílóum eða jafngildi manneskju á fjórum vikum fyrir páska, en — bætti hún við, um páskana var mikið um ferm ingarveislur og aðrar freist ingar og mun eitthvað hafa unnist upp um þá hátíð. En því verður miskunnarlaust eytt á ný! Áfram með smjörið! Það kom nýlega fram í frétt um Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, að nýtt landsmet var sett í fjósinu í Hlíðskógum í Bárðardal og var það kýrin Rauðsokka, sem mjólkaði mest kúa á einu ári sem um getur, 8.363 kíló. Að sögn Jóns Aðalsteins Hermannssonar bónda í Hlíðskógum getur slíkt að- eins gerst þegar sérstaklega tendur á einsog nú, þe. að kýrin beri fyrstu daga árs- ins, því í útreikningum er almanaksárið lagt til grund vallar. En svohljóðandi heillaskeyti barst methaf- anum fyrir nokkru: „Kýrin Rauðsokka, Hlíð- skógum Bárðardal. Þér hefur orðið betur ágengt í baráttunni en okk ur. Áfram með smjörið! Ársfjórðungsfundur rauð- sokka 3. apríl.“ Slitiö til Kim Þegar Menntaskólinn á Ak ureyri fékk 1 síðustu viku bókagjöf frá N-Kóru barst talið á kennarastofunni eðlilega að ástkærum for- ingjanum þar eystra, ICim II Sung og þegar nánar var að gáð hittist svo á, að hann átti einmitt afmæli þennan dag og varð 65 ára.Varð þarna til eftirfarandi slitra og var send í afmæliskorti: Kim er okkur kær II Sung Kóre stjórnar norður u. Aug hann dregur a í pung, Amrí fór í stríð við ku.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.