Norðurland


Norðurland - 19.04.1978, Blaðsíða 3

Norðurland - 19.04.1978, Blaðsíða 3
Stefnuyfirlýsing Alþýðubandalagsins á Akureýn í bæjarmálurn - L hluti FÉLAGSMÁL Á síðasta kjörtímabili hefur formlegur vinstri meirihluti farið með forystu innan bæjarstjórnar Akureyrar. Það kom í hlut Al- þýðubandalagsins að veita Félagsmálaráði forstöðu. Á umræddu tímabili hafa áfangar náðst, þótt enn sé langt í land að koma þeim þáttum bæjarmála, sem áhræra samfélagslega þjón- ustu og samneyzlu í viðunandi horf. Starfsemi Félagsmálastofn- unar Akureyrar hefur eflzt en ljóst er, að þörf er átaks í því skyni að bæta þar um öll starfsskilyrði. Þar kemur til nauðsyn á að fjölga starfsliði og á auknu húsrými, en þetta stendur hvort- tveggja til bóta og liggja fyrir samþykktir þar um. Starfssvið Félagsmálastofn- unar tekur til eftirtalinna meginþátta: barnaverndar, starfrækslu dagvistunarstofn- ana, félagsstarfs aldraðra, fjárhagsaðstoðar, heimilis- þjónustu, húsnæðismála, fé- lagslegrar ráðgjafar og leið- beiningarstarfs. Að auki hefur Félagsmálastofnun gengizt fyrir margháttaðri fræðslu- starfsemi í formi námsskeiða og ráðstefnuhalds. Þá hefur Félagsmálastofnun náið sam- starf við Æskulýðsráð Akur- eyrar um ýmsa þætti, er varða æskulýðsmálastarfsemi hér í bænum. Samneyzla og jöfnuður: Fé- lagsmálastofnun fjallar um þau mál, er snerta almenna samfélagslega þjónustu við borgarana í öllum aldurs- flokkum. Alþýðubandalagið lítur svo á, að samneyzla sé mikilvægur þáttur og tæki til þess að skapa jöfnuð meðal þegna þjóðfélagsins. Þar með sé unnt að koma við mikils- verðri tekjujöfnun og deaga megi úr margháttuðum að- stöðumun. Alþýðubandalagið bendir á nokkur atriði, er máli skipta, þegar félagslegur jöfnuður og samneyzla eru til umræðu. Þjóðfélag okkar hefur breytzt með mjög skjótum hætti úr aldagömlu bændasamfélagi í vélvætt iðnaðarþjóðfélag með tilheyrandi vexti bæja og þétt- býlissvæða. Þar með koma margskonar nýjar þarfir til sögunnar. Samþjappaður at- vinnurekstur í þéttbýli leiðiraf sér umhverfisvandamál, sem leysa þarf, heimilisrekstur breytist að marki og knýr á um vélvæðingu þar að lútandi. Farartæki til almenningsnota verða að koma til vegna vaxandi fjarlægða milli heim- ilis og vinnustaðar, og ótal margar félagslegar þarfir koma til að auki til þess að vega á móti þeim breytingum, er orðið hafa á atvinnu og lifn- aðarháttum fólksins. Húsnæðismál verða aðkall- andi félagslegt vandamál til úrlausnar. Það er einkenn- andi, að í auðvaldsþjóðfélagi eins og hinu íslenzka eru ein- legar þarfir, sem eru félagsleg samstaða og félagslegar úr- lausnir hinna fjölmörgu brýnu verkefna. Málefni yngstu borgaranna: í seinni tíð hefur athygli Akur- eyringa mjög beinzt að dag- vistunarmálum, hvernigaðúr- lausn þeirra er staðið sem stendur og hvernig bezt megi koma þeim í sómasamlegt horf. Þetta er ærinn áfangi, þegar haft er í huga áralangt áhugaleysi bæjarbúa um þau mál, og gildir það jafnt um hinn almenna borgara sem bæjaryfirvöld. tekin, að þroskaheft börn skyldu tekin inn á leikskóla bæjarins. Hefur sú stefna verið mörkuð, að þroskaheftir njóti til jafns við aðra þjónustu og fyrirgreiðslu í þessum efnum. Sem stendur er unnið að byggingu leikskóla í Lundar- hverfi, sem að forfallalausu tekur til starfa snemma næsta árs fyrir samtals 80 börn. Fé- lagsmálaráð hefur tekið upp samvinnu við dagmæður á Akureyri og eru vistgjöld hjá þeim fyrir börn einstæðra for- eldra greidd niður. Leikskóla- eða dagheimilisdvöl réttur hvers barns Nokkuð hefur áunnist Alþýðubandalagið lítur svo á, að markmið dagvistunarstofn ana sé að efla persónulegan, vitsmunalegan og félagslegan staklingar til þess neyddir að leysa þessi vandamál og fjöl- mörg önnur með einkaneyzlu, sínum einkaúrræðum, sem að sínu leyti draga úr félagslegri samkennd, en bera allan svip af einstaklingsbundinni fjölda neyzlu. Það ber allt að sama brunni, að vel er séð fyrir þeim þörf- um manna, sem einkaauð- magnið getur hagnazt á með síaukinni einstaklingshyggju og auknu framboði á markaðs vöru, enda er ekkert til þss sparað að skapa sí og æ nýjar þarfir, gerviþarfir. Um leið þoka í vitund fólks raunveru- Á síðasta kjörtímabili hafa engin risaskref verið stigin, en tekizt hefur að koma þessum málaflokki á dagskrá, og nokkuð hefur áunnizt. Skóla- dagheimili tók til starfa í til- raunaskyni síðla árs 1975 að Oddeyrargötu 32. Þessi starf- semi þótti gefa svo góða raun, að seint á árinu 1976 festi Ak- ureyrarbær kaup á húsinu Brekkugötu 8, • og þar tók skóladagheimili svo til starfa í ársbyrjun 1977. Félagsmála- stofnun hefur gengizt fyrir ráðstefnu, sem fjallaði um þjónustu við þroskahefta, en á árinu 1975 var sú ákvörðun þroska barnanna, vera for- eldrum til aðstoðar við upp- eldið, skapa jafnræði með börnunum og stuðla að því, að þau standi sem jafnast að vígi, þegar að skólagöngu þeirra kemur. Alþýðubandalagið tel- ur það sjálfsögð réttindi allra barna að eiga kost á leikskóla eða dagheimilisdvöl a.m.k. hluta af forskólaaldri og að líta beri á slíkar stofnanir sem nauðsynlegan og ómissandi hluta af skólakerfinu, og að hraða beri öllum framkvæmd- um til uppbyggingar dagvist- arstofnana, ekki sízt í nýjum hverfum. Sveigjanleiki og fjölbreytni í upp- byggingu dagvist- arrýmis Félagsmálaráð Akureyrar hef- ur lagt fram tillögur um fram- kvæmdir í þessum efnum á næstu árum og hefur bent á, að fleiri möguleikar koma til greina en nýbyggingar. Það mætti hugsa sér, að íbúðir í íjölbýlishúsum verði teknar til slíkra nota, og þyrftu þessir kostir engan veginn að útiloka hvor annan, heldur yrði um að ræða ákjósanlegan sveigjan- leika og fjölbreytni um lausn þessa vanda. Alþýðubandalagið er þeirr- ar skoðunar, að bæjaryfirvöld um beri að hafa forystu um framkvæmdir, eiga frum- kvæði að lausn dagvistunar- mála og móta framtíðarstefnu þar að lútandi, en leita jafn- framt eftir samvinnu um þau mál við alla þá aðila, sem þar kæmu hugsanlega til greina. Málefni aldraðra: Á dvalar- heimilum fyrir aldraða eru nú langir biðlistar, og er það í sjálfu sér óviðunandi ástand. Þeir, sem telja það henta bezt að dveljast á vistheimili fyrir aldraða, ættu að eiga fullan rétt á því eftir langan vinnu- dag. Jafnframt vill Alþýðu- bandalagið benda á það, að slík dvöl er ekki endilega far- sælasta leiðin í öllum tilvikum, væru aðrir valkostir til. Það væri einatt nærtækara að gera öldruðum það kleift með marg háttaðri aðstoð að búa sem allra lengst á eigin heimili. Á síðustu árum hefur nokkuð verið efld ýmis þjónusta við aldraða í heimahúsum svo sem heimilisþjónusta og heima- hjúkrun. Félagsstarf aldraðra hefur einnig aukizt svo og ráðgjafarþjónusta. Félags- málastofnun hefur haft sam- vinnu við félagasamtök í bæn- um, og er nú unnið að könnun á högum aldraðra hér í bæ með það að markmiði að fara megi nærri um hverra aðgerða væri helzt þörf í því skyni að rjúfa mætti félagslega einangr- un, sem margir aldraðir búa við, koma þeim til aðstoðar á ýmsan hátt og bæta hag þeirra. JAFNRETTISMÁL Hin síðari ár hefur umræða um jafnréttismál mjög færzt í • aukana. Ný framsækin kvennahreyfing hefur komið fram á sjónarsviðið og unnið að jafnréttismálum á fjöl- mörgum sviðum. Alþjóðlegu kvennaári 1975fylgditöluverð vakning, víðtæk umræða átti sér stað svo og margháttaðar aðgerðir. íslenzkar konur vöktu heimsathygli, er þær efndu til verkfalls á degi Sam- einuðu þjóðanna 24. okt. það ár. Síðan hefur þessari vakn- ingu ekki verið fylgt eftir svo sem hefði mátt vænta. Staða kvenna í atvinnulífinu hefur ekki breytzt til batnaðar, að séð verði, karlmannaþjóðfé- lagið er enn i fullu veldi. Stjórnmálaþátt- taka kvenna viðurkennd Nú á þessu ári bera fram- boðslistar stjórnmálaflokk- anna um allt land því órækt vitni, að þátttaka kvenna á opinberum vettvangi fer ekki vaxandi nema síður sé. Próf- kjörin reyndust konumsérlega óhagstæð og leiddu þá stað- reynd í ljós, að almenningurer enn ekki farinn að líta á stjórn- málaþátttöku kvenna sem sjálfsagðan hlut, og það virð- ist vera örðugt fyrir konur að hasla sér völl innan stjórnmála flokkanna. Þarna kemur fjöl- margt til, en Alþýðubandalag- ið bendir á örfá atriði. Sömu atvinnu- menntunar- möguleikar og Konur njóta ekki atvinnu- öryggis, og atvinnuleysi þeirra fylgir ekki sami pólitíski óró- inn og atvinnuleysi karla. Það er að vissu leyti falið. Þær eru að stærstum hluta í lægstu launaflokkunum, og þeim reynist sérlega erfitt að ná for- frömun í starfi, þótt hæfar séu. Þær eru einatt íhlaupavinnu- afl og varalið á vinnumarkaði, sem gripið er til, þegar við ligg- ur, en síðan sent heim, þegar henta þykir. Þær eru ekki við- urkenndar sem fullgildir þjóð- félagsþegnar og fyrirvinnur. Þær hafa fullar skyldur, en einatt takmörkuð réttindi. Stúlkur hafa ekki sömu mögu- leika og piltar til skólagöngu og mennta, og það hindrar þær síðar í störfum úti í þjóð- félaginu. Nauðsyn ber til að endurskoða námsefni í skól- um með tilliti til jafnréttis- sjónarmiða, og breytinga á hefðbundinni verkaskiptingu. Þá er ótalið, sem vegur þungt, að lögum um launajafnrétti er hvergi nærri framfylgt, held- ur farið í kringum þau með hinum og þessum starfsheitum eftir því hver á í hlut, og svo með því að útiloka konur beinlínis frá ýmsum störfum og þá helzt ábyrgðar- og forystustörfum, hinum betur launuðu. Yfirborganir eru lítt þekkt fyrirbæri, þegar starfs- maðurinn er kona. næst í jafnréttisbaráttunni án víðtæks stuðnings og atbeina verkalýðshreyfingarinnar. Jafnréttismál á dagskrá Aíþýðu- bandalagsins Samtenging verkalýðs- og jafnréttisbaráttu Það hefur ekki tekist að koma málefnum jafnréttisbaráttu nægilega á dagskrá innan hinna ýmsu samtaka launa- fólks að verkalýðshreyfing- unni meðtalinni, en árangurs- rík verkalýðsbarátta verður ekki háð án virkrar þátttöku kvenna fremur en árangur Alþýðubandalagið hefur leit- azt við að taka mið af jafn- réttissjónarmiðum við skipan framboðslista og til annarra trúnaðarstarfa innan sinna vébanda, en flokksmenn gera sér vel ljóst, að enn er löng leið framundan unz jafnstaða kvenna og karla hefur náðst. Flokksmenn Alþýðubanda- lagsins starfa fjölmargir ötul- lega að framgangi jafnréttis- mála. Þau eru á dagskrá innan flokksins og um þau fjallað af fullri alvöru. NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.