Norðurland


Norðurland - 19.04.1978, Blaðsíða 4

Norðurland - 19.04.1978, Blaðsíða 4
NORÐURLAND Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Böðvar Guðmundsson. Helgi Guðmundsson, Soffia Guð- mundsdóttir, Þórir Steingrfmsson og Þóra Þorsteinsdóttir. Ritstjóri: Þröstur Haraldsson (ábm.). Dreifing og auglýsingar: Kristín Ólafsdóttir. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:| Eiðsvallagata 18, sfmi 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisróði Alþýðubandalagsins. Hvar eru konurnar? Framboðslistar til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri hafa nú allir fimm verið lagðir fram. Þ.að er eftirtektar- vert, að kosningabaráttan fer sérlega hægt og rólega af stað að þessu sinni þrátt fyrir þær aðstæður, að á þessu vori eru ekki einar, heldur tvennar kosningar í sjónmáli. Þetta kynni að bera vitni dvínandi áhuga fólks um póli- tískt starf, og að einhverju leyti rofin tengsl við þá, sem eiga að hafa forystu og ráða þeim ráðum, er skipta máli um hag alls almennings. Þetta er vissulega neikvæð þróun, en hér eiga nýaf- staðin prófkjör e.t.v. sinn hlut að máli. Sú spurning hlýtur að vakna, hvort áhugi fólks beinist fyrst og fremst að einstaklingum, hverjir séu til þess kvaádir að vera í framboðum og fara með forystu, en það láti sig minna varða sjálf málefnin, sem tekizt er á um og stjórn- málabaráttan beinlínis snýst um. Með þessu tölublaði Norðurlands byrjar Alþýðu- bandalagið á Akureyri að birta stefnuyfirlýsingu sína í tilefni af bæjarstjórnarkosningum. Verða hinir ýmsu málaflokkar teknir fyrir hver af öðrum í næstu blöðum. Að stefnuyfirlýsingu Alþýðubandalagsins hafa unnið bæjarmálaráð og stjórn flokksdeildarinnar hér ásamt öðrum flokksmönnum. Að þessu sinni er fjallað um jafnréttis og félagsmál. Það er vel við hæfi að minna á það hvar jafnrétti kynjanna er komið í íslenzku þjóðfé- lagi, þegar litið er á framboðslista flokkanna um allt land nú á þessu mikla kosningavori. Það er líkast því sem konur fyrirfinnist varla á voru landi. Þó eru fram- boðslistar og svið stjórnmálanna yfirleitt aðeins eitt dæmi af mörgum þar sem augljóst kynferðismisrétti blasir við, en svið valdsins og stjórnmálalegra áhrifa er að vísu sá bannhelgi reitur innan karlmannasamfélags- ins þar sem konum reynist örðugast að ávinna sér þegn- rétt. Að afliðnu alþjóðlegu kvennaári að ógleymdum margfrægum aðgerðum íslenzkra kvenna 24. okt. 1975, er þær efndu til verkfalls um allt land tókst með órofa samstöðu að stöðva hjól atvinnulífsins og þar með sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns úti í þjóðfélaginu, hefði mátt ætla, að fleira myndi á eftir fylgja og hafin yrði ný, árangursrík sókn í jafnréttisátt. Þetta hefur ekki gengið eftir því miður, en þar fyrir er engin ástæða til þess að leggja árar í bát. Jafnréttisbarátta verður ekki unnin í einu vetfangi svo árangur sjáist, og áfram skal haldið. Innan Alþýðubandalagsins hefur verið að jafnréttis- málum unnið í víðtækari mæli en segja má um aðra stjórnmálaflokka, og þar er um þau fjallað af vaxandi vitund um félagslegt mikilvægi þess, að konur nái jafnstöðu á við karla á öllum sviðum þjóðfélagsins. Þar tala sínu máli framboðslistar flokksins og skipan í trún- aðarstöður innan hans. Á næstliðnu kjörtímabili fór Alþýðubandalagið með forystu í Félagsmálaráði Akureyrar. Það er mála sann- ast, að í auðvaldsþjóðfélagi eins og hinu íslenzka eiga sjónarmið samneyzlu og félagshyggju ekki upp á pall- borðið. Alþýðubandalagið telur, að þeir þættir, sem áhræra félagslega þjónustu margskonar og samneyzlu, séu eitt áhrifaríkasta tækið tiltekjujöfnunarjogtil þess að skapa ólíkum hópum innan þjóðfélagsins sem jafnasta aðstöðu. Skipan húsnæðismála er aðeins eitt dæmi af mörgum um það hvernig brýn þörf, sem í sjálfu sér er félagsleg, er gerð að vettvangi fyrir einkaframtak og einkagróða. Fólk neyðist til þess að leysa vanda sinn með sínum einkaúrræðum, en ekki er beitt sameigin- legu, félagslegu átaki, þar sem hafnað er gróðasjónar- miðum einstaklinga. Sama er að segja um marghátt- aða félagslega þjónustu aðra. Nægir þar að minna á aðbúnað yngstu og elztu borgaranna, en míkið verk er óunnið þar til þeim málum er sómasamlega borgið. Alþýðubandalagið væntir þess, að kjósendur vegi það og meti fordómalaust hvernig unnið er, hvert stefn- ir og hvaða stjórnmálaflokki þeir treysta best til þess að standa svo að málum, að sjónarmið jöfnuðar og félagslegs öryggis sitji í fyrirrúmi. TÓNLISTARDAGA /----------------------- 250 manns koma fran mennustu tónlistarháí haldin hefur verið á A K Frá Tónlistardögum í maí í fyrra - Passíukórinn flytur Messías með undirleik mönnum úr Sinfóníuhljómsveit íslands. Eins og frá var greint í síðasta tölublaði NORÐURLANDS verður efnt til annarra „Tón- listardaga í maí“ hér á Akur- eyri dagana 12.-14. maí. Að þessari tónlistarhátíð standa Passíukórinn á Akureyri, Tón- listarfélag Akureyrar og Lúðra- sveit Akureyrar. Þetta er í annað sinn sem slíkir tónljstardagar eru haldn- ir hér á Akureyri, þeir fyrstu voru í fyrra og tókust framar björtustu vonum að því er Jón Hlöðver Áskelsson skólastjóri Tónlistarskólans sagði á blaða- mannafundi sem skipuleggjend ur tónlistardaganna héldu á laugardaginn var. Jón sagði að heildarkostnaður við hátíðina í fyrra hefði numið 2.275.000 krónum og hefðu styrkir ríkis og bæjar numið 350 þúsund krónum. Samt sem áður varð tapið ekki nema uþb. 270 þús- und krónur. Allssóttuum 1.700 manns þá þrjá tónleika sem upp á var boðið í fyrra. Fastur liður Aðstandendur tónlistardag- anna voru að vonum ánægðir með þennan árangur og sögðu að hann væri þeim hvatning til að halda þessu áfram og festa tónlistardagana í sessi sem árlegan viðburð í tónlistarlífi Norðurlands. Er draumurinn að þetta verði mikil hátíð sem standi í allt að því viku. Þeir sögðust hafa áhuga á að þessi hátíð væri ekki einungis fyrir Akureyringa heldur allt Norður land. I fyrra kváðust þeir hafa sent miða í sölu til Húsavíkur, Dalvíkur, Ólafsfjarðar og viðar og væri ætlunin að gera meira af því núna. Kostnaðaráætlun fyrir tón- listardagana er að þessu sinni tæplega 3,3 miljónir króna. Vitað er að ríki og bær munu hækka styrki sína verulega frá því í fyrra en samt sem áður byggist afkoma hátíðarinnar á góðri þátttöku almennings. í kostnaðaráætlun er gert ráð fyrir að 1,7 miljónir króna komi inn fyrir aðgangseyri. Hátíð sem þessi er mikið fyrir tæki sem ma. má ráða af því að alls verða tónlistarflytjendur ekki færri en 250 talsins. I beirri tölu eru félagar í kórum bæjar- ins, lúðrasveitinni, úr Tónlist- arskólanum og liðsmenn Sin- fóníuhljómsveitar íslands sem kemur í heimsókn. Verður hátíð in mikið álag fyrir tónlistarfólk því sumt af því þarf að koma fram fjögur kvöld í röð. Dagskráin Dagskrá Tónlistardaga í maí verður í grófum dráttum á þessa leið: Föstudaginn 12. maí leikur Sinfóníuhljómsveit íslands tón- verk eftir Béla Bartok, Ottorino Respighi ofl. Stjórnandi verð- ur Páll P. Pálsson og einleik- ari á lágfiðlu Unnur Svein- HUNANGSILF Höfundur: Shelagh Delaney Þýðandi: Ásgeir Hjartarson Leikmynd: Hallmundur Kristinsson Búningar: Freygerður Magnúsdóttir Leikstjóri: Jill Brooke Árnason Leikendur: Kristín Á. Ólafsdóttir Sigurveig Jónsdóttir Þórir Steingrímsson Aðalsteinn Bergdal Gestur E. Jónasson Leikendum, leikstjóra og öðr- um aðstandendum sýningar Leikfélags Akureyrar á Hunangsilmi var forkunnar opinberra aðila í því skyni að rétta við hag þess. Ætla má, ekki síst eftir svo ágæta sýn- ingu, að leikhúsgestum á Akur eyri þætti skarð fyrir skildi og myndu sakna veigamikils þátt ar í menningarlífi bæjarins, ef leikfélag Akureyrar sæi sig tilneytt að draga saman seglin. Höfundur Hunangsilms, Shelagh Delaney á næsta sérstæðan ritferil. Hún setti saman þetta verk aðeins 18ára að aldri, og rúmlega tvítug var hún orðin vel þekkt sem rit- höfundur. Árið 1960 samdi hún annað leikrit, Ljónið er ástfangið, en síðan hefur hún mest fengist við að semja smásögur og greinar auk fjölda kvikmyndahandrita. Hunangsilmur var frum- mæðgurnar Jo og Helen búa saman í stormasömu sambýli, og með þeim eru litlir kær- leikar. Móðirin Helen er nokk uð laus í rásinni, þykir sopinn góður og hirðir lítt um uppeldi og aðhlynningu dótturinnar. Hún giftist og skilur dóttur- ina Jo eina eftir, en hún fellur í fang blökkumanns, sem gerir henni barn. Síðan hverfur hann á braut og er úr sögunni. Vinur Jo flytur til hennar, tekur hana í sína umsjá og gerir engar kröfur til hennar sem konu. Hann er ekki í hefðbundnum stíl á sviði ásta- málanna. Þessi blíðskaparsam búð fær þó skjótan endi, því að móðirin kemur blaðskell- andi og uppástendur að sinna um dóttur sína á erfiðum Soffía Guðmundsdóttir skrifar leikdóm vel tekið á frumsýningu s.l. föstudagskvöld. Þessi sýning er tvímælalaust ein sú vand- aðasta, sem sést hefur hér á sviðinu um langt skeið. Slíkur áfangi er fagnaðarefni öllum velunnurum Leikfélags Akur- eyrar, en það hefur hin siðari ár eða allt frá haustinu 1973 verið að festast í sessi sem atvinnuleikhús. Sem kunnugt er berst félagið í bökkum fjárhagslega, þótt gert hafi verið nokkurt átak af hálfu sýndur árið 1958 í Leik- smiðju Joan Littlewood, fékk ágætar viðtökur og var á næstu árum sýnt viða um heim. Hunangsilmur er um margt sérkennilegt verk, og enginn vafi, að það vinnur á við frekari kynningu. Það er heldur dapurlegt, ef á heild- ina er litið, en jafnframt er ósvikin og nokkuð hrikaleg fyndni einatt nálæg, oft þegar áhorfandinn á hennar síst von. Aðalpersónur leiksins, tímum, en sannleikurinn er sá, að hjónaband hennar fór út um þúfur. Það virðist þó ekki koma henni neitt sérstaklega á óvart. í leikslok stendur Jo ein og yfirgefin, vaggar brúðu og fer með dálítið ljóð, sem hún og vinur hennar höfðu gamn- að sér að hafa yfir, tveir ungl- ingar, sem urðu fullorðin fyrir tímann. Þessi leikur er einkenni- leg blanda af gamni og alvöru. Þarna lifa persónurnar ílokuð 4 -NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.