Norðurland - 08.03.1979, Side 3

Norðurland - 08.03.1979, Side 3
Loftur Meldal verkamaður skrifar: Vandamál bœnda Ég er fæddur og uppalinn í sveit og frá því ég man eftir mér, þá hafa bændur alltaf átt við vandamál að stríða. Fyrst var það tíðarfar bæði sumar og vetur. Það valt mikið á því að vorið væri gott, svo spretta kæmi fljótt vegna sauðburðar og heyskapar yfir sumarið. Á*umrin mátti ekki verða of votviðrasamt, svo heyskapur gengi stórslysalaust. Svo mátti veturinn ekki verða of snjó- samur svo hægt væri að beita kindum og hrossum sem mest. Það gat farið illa ef veturinn var Loftur Meldal verkamaður. harður, því treyst var á það, að hrossin björguðu sér á beit. Á hörðum vetrum urðu margir heylausir. Sem betur fer áttu margir næg hey, þeir sem áttu góðar engjar svo það varð ekki fellir nema í miklum harðindum. Þá var heldur ekki keyptur útlendur fóðurbætir eins og nú. Þó man ég eftir að það var keypt töluvert af rúgmjöli heima hjá mér seinni part vetrar 1919 til að spara hey, því hrossin gátu ekki bjargað sér vegna harðinda. Síðast en ekki síst voru það markaðsmálin. Af landbúnaðar afurðum var ekki flutt út nema saltkjöt, gærur og ull. Valt á miklu að fengist sæmilegt verð fyrir landbúnaðarvörurnar. Út- flutningsbætur voru þá ekki borgaðar á afurðirnar eins og nú. Reyndu menn að lifa af sínum eigin afurðum sem mest. Heima hjá mér var búið til slátur í mörg olíuföt, blóðmör, lifrapylsa, lundarbaggi, pressuð svið, sulta af kindafótum. Loks er að geta hrútspunga, sem pabbi verkaði, þá komu þeir með skinni heim og var mikill matur úr þeim og góður, þegar þeir voru orðnir súrir. Sem betur fór höfðum við góðan kjallara, svo slátrið geymdist vel. Auðvitað þurfti að kaupa mjölmat, kaffi og sykur. Um tíma hafði pabbi myllu sem gekk fyrir vatnsafli og malaði korn fyrir heimilið og fleiri. FUNDUR UM VERKMENNTUN Stjórnir Félags málmiðnaðar- fyrirtækja á Akureyri og Sveina félags járniðnaðarmanna á Akureyri hafa boðað til fundar laugardaginn 10. mars, kl. 13.30 að Hótel KEA þar sem fjallað verður um stöðu verkmennta í málmiðnaði á Akureyri. Töluverð umræða hefur undanfarið farið fram um nauð- syn þess að efla verkmenntun á Ákureyri og oft verið bent á að iðnaðarbærinn Akureyri hafi dregist verulega afturúr í þess- um efnum. Með tilliti til þess annarsvegai> að iðnaðinum á Akureyri er lífsnauðsyn að gert verði stórátak í eflingu verk- Lundirnir: Vantar 3-4 herbergja íbúð til leigu í Lundun- um. Mæðgin í heimili. Upplýsingar í símum 23788 eða 21875. ■._______________________. legra mennta í bænum.og hins- vegar áð bæjaryfirvöíd munu væntanlega innan tíðar móta sefnu sína í framtíðaruppbygg- ingu framhaldsskóla á Akureyr\, telja fundarboðendur að tíma- bært og raunar nauðsynlegt sé að efna til þessa fundar. Fundurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á framtíð verklegra mennta á Akureyri. Framsögumenn á fundinum verða Guðmundur Tuliníus yfirverkfræðingur Slippstöðvar innar, sem fjallar um þörfina á átaki í verkmenntun á Akureyri með sérstöku tilliti til málmiðn- aðarins og Helgi M. Bergs bæjarstjóri, sem ræðirum bygg- ingamál Iðnskólans. Fundinn setur Ingólfur Sverrisson formaður félags málmiðnaðarfyrirtækja ogfund arstjóri verðu Hákon Hákonar- son formaður Sveinafélags járn iðnaðarmanna. öllum alþingismönnum kjör- dæmisins verður boðið sérstak- lega á fundinn svo og bæjar- stjórn Akureyrar, fulltrúum frá Menntamálaráðuneytinu, Land- smbandi iðnaðarmann og fleiri aðilum. en í heilum skrokkum. Því miður verða allflestir að kaupa þessar afurðir í smásölu. Alltof fáir eiga frystikistu til að geyma í kjöt og fleira, sem hægt væri að kaupa á hagstæðu verði. Bændur hafa fengið meiri aðstoð fyrir erfiði sitt, en þegar ég var að alast upp, -og er það vel. Fyrst var það ræktunar- styrkur, svo bændur gætu sléttað tún sín. Hafa nú flestir bændur stór og góð tún, sem þurfa mikinn tilbúinn áburð, sem eðlilega leggst á afurðirnar. Svo fann einhver upp á að bændum skildi tryggt sama kaup og verkamönnum og iðnaðarmönnum í borg og kauptúnum og leggst það auðvitað á afurðirnar. Það fannst mörgum verkamönnum og iðnaðarmönnum óréttlátt, þar sem þeir þurftu mikið fyrir því að hafa, að fá leiðrétt kaup sitt, -oft margra vikna verkfall, sem kostaði þá mikið og var þröng í búi hjá mörgum. En bændur fengu það átakalaust. Nú stendur til að kjötvörur og mjólkurafurðir hækki á næst- unni, -og líst mér hálfílla á það, - ekki eykst innanlandssalan við það. Það hefur komið til tals að leggja ,,sexmannanefnd“ niður og bændur semdu sjálfir við ríkisstjórn hverjusinni. Líst mér vel á það, því ég hcf alltaf haft vantrú á „sexmannanefndinni". Ég ætla ekki að koma með neinar ráðleggingar í þessu vandamáli, -mér finnst að bændur sjálfir eigi að reyna að finna lausn á því. 1. mars 1979. Loftur Meldal, Akureyri. mjólkurafurðum, að allt er að fyllast vegna „verðbólgu“ og sölutregðu. Verkalýður í borg og bæjum hefur ekki efni á að kaupa þessar góðu afurðir vegna dýrtíðar og sparar að kaupa þær þó þeir vildu gjarnan kaupa meira. Kemur það til af því að kjötsalar leggja svo mik- ið á kjötið, þegar búið er að búta niður og pakka því í fínar umbúðir, að kílóið er orðið mörg hundruð kr. dýrara í eldhúsi. Slátrið var eldað í hlóðar- eldhúsi heima. Þá var búið að hengja mikið af kindakjöti, hrossakjöti og fleira góðgæti upp í rjáfrið, svo hægt væri að nota reykinn meðan slátrið var matbúi^. Nú er öldin önnur, -nú er framleitt svo mikið af kjöti og „ítilefni 75 áraafmœlis“ Leiðréttingar Blaðinu hafa borist leiðrétt- ingar á grein Glúms Hólm- geirssonar: „í tilefni 75 ára af- mælis," sem birtist í 6. tölu- blaði. Virðast margir árar og púkar hafa brenglað greinina. Við biðjum Glúnt og lesendur velvirðingar á því. Málsgreinin. sem hefst svo: „Að loknum kosningum fjall- aði alþingi um stjórnarskrár- frumvarpið, en lauk ekki af- greiðslu ..." falli brott alveg niður að næstu greinarskilum. sem byrja: Við þessar kosningar 1903 o.s.frv. í stað þess á að vera: „Þetta nýkjörna þing kom svo saman 26. júní, svo sem boðað var og samþykkti stjórn- arskrárfrumvarpið, en nú var kollhríðin eftir. Það þurfti að rjúfa þing og efna til nýrra al- þingiskosninga næsta ár, en það nýkjörna alþingi síðan að taka frúmvarpið til lokaafgreiðslu." Næst er villa í setningunni þar sem segir: „ . .. og Framsóknar- flokkur, en þar voru gömlu Valtýingarnir skipulagðir." Skipulagðir á ekki að vera þarna. Þá vantar orðið ekki þar sem segir: „og sárinda að hafa komið sínu frumvarpi í höfn“, á auðvitað að vera ekki í höfn. Síðan hefur bannsettur púkinn barnað illvirki sín með því að fara ranglega með vísu þannig að þráin kcmur í stað sólin í vísukorni í lok greinarinnar. Rétt er vísan því þannig: Rennur yfir Reykjadal rauða frelsis sólin Heilög þegar halda skal Heimastjórnar jólin. c.ÖV'3 verslunar og skrifstofu- húsnæði k í verslunarmiðstöð fk v/Sunnuhlíð í Glerárhverfi Bk Verslunar og skrifstofueiningar af ýmsum stærðum. f í Kaupangi v/Mýrarveg Verslunareiningar af ýmsum stærðum. Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að skapa sér sjálfstæðan atvinnurekstur í eigin húsnæði. Allar upplýsingar veitir 5MARI HF BYGGINGAVERKTAKAR NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.