Norðurland


Norðurland - 29.03.1979, Blaðsíða 4

Norðurland - 29.03.1979, Blaðsíða 4
Niðursaxneski sönghringurinn frá Hannover. Vandaður hór á ferð Einn af þekktustu blönduðum kórum í Þýskalandi - Der Nie- der-sáchschische Singkreis frá Hannover - syngur á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Akureyrarkirkju sunnudaginn 1. apríl, og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Tónlistarfélagið vill með þess um tónleikum koma á móts við hinn mikla kóráhuga bæjarbúa, en féJagið hefur ekki áður geng- ist fyrir slíkum tónleikum. Efn- isskráin í Akureyrarkirkju er hin fjölbreyttasta, þar eru verk frá „gullaldarskeiði" evrópskra madrigala, einnig verk eftir Brahms, Hindemith, Distler, Kodaly, og slóvakísk þjóðlög í úrvinnslu Béla Bartók. Stjórnandi kórsins - Willy Trader - er einn af stofnendum samtaka evrópskra æskukóra, og hefur kór hans verið leiðandi á kóramótum samtakanna - Evrópa Cantat. Kórinn hefur ferðast til flestra landa í Evrópu, einnig til Bandaríkjanna og Afríku. Hann hefur hlotið verðlaun í kórkeppni á írlandi, Ítalíu og í Ungverjalandi. Auk fjölmargra hljómplata hefur hann sungið í föstum útvarpsdagskrám Norð- urþýska útvatpsins. Verkefna- skrá kórsins spannar yfir tónlist frá 16. öld og til okkar tíma, auk þjóðlaga frá ýmsum löndum. Willy Trader hefur haldið kórnámskeið víða um lönd, og eitt slíkt fer fram í Menntaskól- anum við Hamrahlíð, á meðan kórinn dvelur þar. Á Akureyri fer forsala fram í Bókabúðinni Huld og við inn- ganginn 1 klst. fyrir tónleika. Aðgöngumiðaverð er kr. 2.000 fyrir fullorna, en 1500 kr. fyrir skólafólk undir 20 ára aldri. Djarflega teflt í skólaskák Lokið er keppni grunnskólanna á Akureyri, um titilinn Skóla- skákmeistari Akureyrar 1979. Þátttakendur voru alls 313, þar af 269 í 1.-6. bekk og 44 í 7.-9. bekk. Úrslit í einstökum skólum urðu eftirfarandi: Gagn/ræðaskóli, 7.-9. bekkur: 1. Smári Ólafsson 8 v. 2. Pálmi Pálsson 6.5 v. 3. 5. Jakob Kristjánsson 6 v. 3.-5. Bogi Eymundsson 6 v. 3.-5. Stcfán Ólafsson 6 v. Þátttakcndur voru 12. Oddeyrarskóli, 7.-9. bekkur: 1. Pálmi Pétursson 7 v. 2. Hörður Guðmundsson 5 v. 3. Guðmundur Geirsson 5 v. Þátttakendur voru 25. 1.-6. bekkur: 1. Einar. Eiríksson 7 v. 2. Páll Gíslason 6 v. 3. Rúnar Svan Vöggsson 5.5 v. Þátttakendur voru 56. Glerárskóli, 7.-9. bekkur: 1. Ragnar Ragnarsson 5.5. v. 2. Níels Ragnarsson 5 v. 3. Arnar Pétursson 4 v. Þátttakendur voru 7. 1.-6. bekkur: 1. Eymundur Eymundsson 7.5 v. 2. Siguróli Kristjánsson 6.5 v. 3. Mikael Traustason 6.5 v. Þátttakendur voru 26. Lundarskóli, 1.-6. bekkur: 1. Jónas Þór Guðmundsson 6 v. 2. Arnljótúr Davíðsson 5.5 v. 3. Geir Svanbergsson 4.5 v. Þálttakendur voru 97. Uarnaskóli Akureyrar, 1.-6. bekkur: 1. Jón Ríkharð Kristjánsson 5 v. 2. Eiríkur Jóhannsson 4 v. 3. Fjölnir Freyr Guðmundsson 2 v. Þátttakendur voru 90. Skákmeistarar skólanna Efstu mcnn skólanna kepptu til úrslita og varð röðin þessi: 1.-6. bekkur: 1. Einar Eiríksson 2.5 v. 2. Jón Kristjánsson 2 v. 3. Eymundur Eymundsson I v. 4. Jónas Þór Guðmundsson 0.5 v. 7.-9. bekkur: 1. Pálmi Pétursson 3.5 v.. 2. Ragnar Ragnarsson 1.5 v. 3. Smári Ólafsson 0 v. Almenningsíþróttir í sóhn Eitt sinn stóð til að haldið yrði íþróttalandsmót UMFÍ á Dal- Mynd- hópurinn á Sœluvihu Myndhópurinn á Akureyri stendur fyrir myndverka- sýningu á Sæluviku Skag- firðinga á Sauðárkróki. Ellefu listamenn sýna alls 53 verk í Safnahúsinu og er sýningin opin virka dagaa kl. 20-22, en laugardag og sunnudag kl. 14-22. Henni lýkur á sunnudagskvöldið nk. Þeir sem sýna eru Alice Sigurðsson, Aðalsteinn Vestmann, Ásgrímur Ágústsson, Benharð Stein- grímsson, Bryndís Kon- drup, Gréta Berg, Guð- mundur Ármann, Iðunn Ágústsdóttir, Lýður Sig- urðsson, Ragnar Lár og Sigurður Aðalsteinsson. vík 1980. Þetta hefði þýtt mikil íjárútlát fyrir Dalvíkurbæ en eftir hefði aðeins staðið varan- legur grasvöllur í eigu bæjarins. Vegna þess hve margt annað er á döfinni í bæjarframkvæmd- um og það ekki allt ódýrt, beittu fulltrúar Alþbl. í bæjarstjórn sér fyrir því í sumar, að hætt yrði við að halda landsmótið hér að sinni en fengið leyfi fjárveit- inganefndar Alþingis til að nota þar til ætlaða fjármuni til upp- byggingar annarra íþrótta- mannvirkja, s.s. stærri sund- laugar, endurbóta og stækkun- ar á íþróttahúsinu o.fl. All stór hluti fjárveitingarinnar hafði reyndar verið notaður í skíða- lyftuna. Á fjárhagsáætlun ríkisins fyr- ir 1979 eru kr. 100.000 til stækkunar búningsherbergja við íþróttahúsið, og 1.5 milljón kr. í skíðalyftuna. Þótt upp- hæðin til búningsaðstöðunnar sé lág, má binda vonir við að hún hækki á næstu árum ef haf- ist verður handa við fram- kvæmdir á þessu ári. Brynja. Þeir Pálmi Pétursson og Ein- ar Eiríksson eru því Skólaskák- meistarar Akureyrar 1979, hvor í sínum flokki. Miðbæjar- shipulagið Skipulagsnefnd mun afgreiða tillögur um deiliski pulag mið- bæjar Akureyrar á fundi sínum nk. föstudag. í stærstu dráttum rnunu nefndarmenn vera einhuga í afstöðu til skipulagsins. Fyrsti bæjarstjórnarfundur í apríl tek- ur tillögurnar til meðferðar. Skipulag miðbæjarins verður aðalefni félagsfundar ABA næstkomandi þriðjudagskvöld. Verhfall? Kjaranefnd Akureyrarbæjar hefur lagt fram tilboð í kaup- deilunni við röntgentækna. Þar er lögð til hækkun um 2 launaflokka sem gildi tvö ár aftur í tímann. Röntgentæknar hafa ekki svarað þessu tilboði. Náist ekki samkomulag fyrir 1. apríl nk. leggja röntgentæknar niður störf aðfaranótt þess dags. Mývatnssveit: Vélsleðakeppni f flokki vélsleða yfir 35 hö. sigraði Tómas Eyþórsson á Polaris. I 2. sæti varð Hörður Sigurbjarnar- son á Yamaha og Jósep Sigurðsson varð þriðji á Skyrule. í flokki sleða undir 35 hö. sigraði Ingvar Grétarsson. 2. varð Hinrik Árni Búason og 3. varð Haraldur Búason, allir á Polaris. Ein kona var meðal keppenda, Helga Sigurbjörnsdóttir, og náði hún mjög góðum árangri. 30 starfsmenn voru við keppn- ina, allir úr björgunarsveitinni Stefáni og íþróttafélaginu Eilífi. Áhorfendur voru um 200 og skemmtu þeir sér konunglega. Stefnt er að því að slík vélsleða- keppni verði árlegur viðburður í Mývatnssveit. Aðalfundur LEIKFÉLAGS AKUREYRAR Fyrri hluti verður haldinn mánudaginn 2. apríl kl. 20.30. í Sam- komuhúsi bæjarins. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Önnur mál. STJÓRN LEIKFÉLAGS AKUREYRAR. Sl. laugardag fór fram keppni í vélsleðaakstri í Mývatnssveit. Fór keppnin fram á svonefnd- um Krossdal við Reynihlíð og voru það björgunarsveitin Ste- fán og íþróttafélagið Eilífur, sem stóðu fyrir keppninni. Mjög gott veður var þegar keppnin fór fram, hægviðri, heiðskýrt og 10 stiga frost. 17 keppendur mættu til leiks, frá Jökuldal, Húsavík, Reykjadal og Akureyri auk heimamanna. Lengd brautarinnar var 2.4 km. og 20 hlið voru í brautinni. Auk þess urðu keppendur að leysa tvær þrautir, stöðvunarþraut og hring- akstursþraut. Keppt var í tveim stærðarflokkum vélsleða og farin tvöföld umferð. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Skrifstofustarf Laust er til umsóknar skrifstofustarf á bæjarskrif- stofunum. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið verslunar- eða samvinnuskólaprófi. Upplýsingar um starfið veitir undirritaður í síma 21000. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 6. apríl næstkomandi. Akureyri, 22. mars 1979. BÆJARRITARI. „_____ PÁSKAEGG Af mörgum stærðum og gerðum. Mjög mikið úrval, KJORBUÐIR 4 -NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.