Norðurland


Norðurland - 05.04.1979, Blaðsíða 1

Norðurland - 05.04.1979, Blaðsíða 1
NORÐURIAND 4. árgangur Fimmtudaginn 5. apríl 1979 12. tölublað Vandrœðaástand á Raufarhöfn Slœmar samgöngur Raufarhöfn 2/4. Samgöngu- málin eru okkar aðal höfuð- verkur um þessar mundir. Að vísu hefur sæmilega gengið að halda uppi flugsamgöngum en vegna hafíss hefur sjóleiðin lok- ast alveg fyrir Sléttu og Langa- nes. Togarinn Rauðinúpur land- aði afíanum á Húsavíksíðast og varð að aka þeim afla hingað á bíium. Vinnu við þann afla lýkur nú í vikunni og er þá yfirvofandi atvinnuleysi í frysti- húsinu ef ekki rætist úr með ísinn. Þeir bátar sem hafa verið á þorskveiðum hafa tekið upp net sín. Megnið af grásleppu- netunum liggja undir ís og hafa ekki náðst. Samgöngu- leysi á landi er búið að vera mjög bagalegt undanfarinn mánuð. Ýtt er einu sinni í viku, - á mánudögum. Þá leggja flutn- ingabílar héðan af stað til Reykjavíkur og koma aftur á fimmtudegi. Hafa þeir þá þurft að biða á Kópaskeri til næsta mánúdags, eftir því að 20 km. langur kafli frá Blikalóni og hingað, verði ruddur á mánu- degi. Hins vegar hefur á þessum tíma verið fært allt frá Blikalóni suður til Reykjavíkur. Hingað kom mjólk þriðju- daginn 27. mars og var síðasti söludagur stimplaður 2. apríl, þ.e. stimpluð sex daga fram í tímann. Þætti fólki gaman hér að heyra hljóðið í Reykvíking- um , ef þeim væri boðið upp á slíkta þjónustu. Næsta mjólkur- sending kemur á morgun 3. apríl. Annars hefur mjólk verið með skársta móti í vetur. Við höfum mátt búa við mjólk sem hefur verið send hingað súr og skemmd undanfarna vetur. Allar nauðsynjavörur koma hingað með bílum, þess vegna ættu stjórnvöld að gera strax viðeigandi ráðstafir til að halda samgönguleið á landi opinni. Mörgum finnst kaldhæðnislegt að sjá hér standa snjóruðnings- tæki að mestu ónotað utan einn dag í viku, meðan á sama tíma er mjólkurlaust, brauðlaust og skortur á ýmsum öðrum nauð- varningi. Hjá saumastofunni Útskálum eru mörg verkefni framundan, en slæmar sam- göngur gera þeirra starfsemi mjög erfitt um vik. Allt hráefnið Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumiðlunarskrifstofu Ak- ureyrarbæjar voru 52 skráðir atvinnulausir á Akureyri þann 30. mars. Það eru 27 konur og 25 karlar (27 verkakonur, 13 vörubílstjórar, 9 verkamenn, 2 trésmiðir, 1 skrifstofumaður). Atvinnuleysisdagar í mars voru 1012, en voru 782 í sama mánuði í fyrra. Ekki gefa þessar tölur þó rétta mynd af hinu raunverulega ástandi. Svo sem alræmt er, þá misstu um 90 manns, aðallega konur atvinnu sína í Niðursuðuverksmiðu K. Jónssonar um miðjan febrúar. Af þessum 90 létu ekki nema 65 skrá sig á Vinnumiðlunarskrif- og fullunnar vörur eru fluttar með bílum. Þar vinna nú um 12 manns. Líney Þórshöfn: Veiða tófuna í stað grásleppu Þórshöfn 3/4. A sunnudaginn lauk hannyrðanámskeiði, sem Ingibjörg Asgeirsdóttir frá Dal- vík stjórnaði. Leikfélagið hefur unnið sleitulaust amk. á meðan ísinn bannar aðra björg, að því að æfa Svefnlausa brúðgum- ann. Frumsýning verður á fimmtu dagskvöldið. Leikstjóri er Sig- urbjörg Árnadóttir. Fjörðurinn er alveg fullur af ís og engar sigl- ingar því um hann. Þar á ofan er sjaldan rutt og lengi ófært á landi. Atvinnuástandið er öm- urlegt núna, fólk hefur fundið sér sitthvað til dundurs, í leik- félaginu, á hannyrðanámskeið- inu og sumir grásleppukarlar eru farnir að stunda tófuveiðar í ótíðinni. Það er gott sleðafæri og tófubanar hafa fengið tölu- vert- Arnþór/óg Þessi litlu kríli eiga eftir að verða kjúklingar á veislu- borðum landsmanna einn góðan veðurdag. Um leið og við óskum lesendum þægi- legra páska, særum við allar góðar, rauðar vættir til fylgis við sumarið og betri tíð. Þetta tölublað er það síðasta af NORÐURLANDI fyrir páska. Næsti útgáfudagur er fyrirhueaður 18. apríl. Efni þarf að berast fyrir 11. aprfl. NORÐURLAND minnir ennfremur á útistandandi Gíróseðla og áskrifendaher- ferðina, sem gengur vel. Vorið kemur að hugga, stendur á einum stað, - megi blaðið hitta lesendur sína heila fyrir. 52 atvinnulausir stofunni. Sannleikurinn ersáað næstum því önnur hver gift kona hefur ekki bótarétt vegna þess að eiginmaðurinn hafði hærri tekjur sl. 12 mánuði en miðað er við í gömlum lögum um atvinnuleysitryggingar. 14 af 60 konum sem létu skrá sig í febrúar fengu af fyrrgreindum ástæðum engar atvinnuleysis- bætur. Það þjónar því engum tilgangi fyrir margt fólk að láta skrá sig á atvinnuleysisskrá, — og til lengdar er því ekki hægt að fylgjast með raunverulegu atvinnuleysi. 35 þeirra sem skráðir voru í feb. atvinnulausir fengu vinnu aftur hjá K. Jóns- syni fyrir mán.mót feb.-mars. Hitaveitan: „Bormenn íslands U Borinn NarFi, sem verið hefur á Laugalandi og festist svo oft auk annara erfiðleika að undan- förnu, fór á þriðjudaginn til Blönduóss að bora þar eina holu fyrir hitaveituna þar. Holunni á Laugalandi tókst að bjarga með þrautseigju og allri þeirri bortækni ,sem „bor- menn íslands“ ráða yfir . Er nú búið að ganga þannig frá hol- unni til dælingar með stálfóðr- ingum að hún er orðin best unna hola Hitaveitunar hingað til. Verið er að lofdæla holuna til að hreinsa.hana og virðist hún geta gefið ca. 70-80 sek- úndulítra. Hver heildarvatns- aukningin af Laugalandssvæð- inu verður, kemur ekki endan- lega í ljós fyrr en vinnsludæla verður sett í hana einhverntíma með vorinu. Byrjað var að dæla úr fyrstu holunni á Ytri-Tjörnum sl. föstudag, - og hefur verið dælt úr henni 50-60 sekúndulítrum síðan. Ekki verður borunum hætt þótt Narfi yfirgefi okkur í bili, -jarðborinn Glaumur, sem nú er að bora við Hrafnagil, hefur boranir fyrir Hitaveitu Akureyrar strax og hann losn- ar, en áætlað er að það verði fyr- ir páska. Tekur hann þá til við nýja holu að Ytri-Tjörnum sem er þriðja holan þar. Útboð í fyrsta dreifikerfis- áfanga sumarsins verður opnað á morgun, en alls verða boðnir út sex dreifikerfisáfangar auk annarra áfanga dreifikerfis í Öngulsstaðahreppi núna í vor og sumar. b.I.S. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Fundur hjá Bæjarmálaráði ABA nk. mánudagskvöld kl. 20.30. Fundurinn er í Lárusarhúsi. Félagar eru hvattir til að mæta. íjí Verðlagskönnun Neyt- endasamtakanna á páska eggjum á bls. 3. Sagt frá starfsemi íþrótta Baráttufundir um þrjátíu félagsins Eikar. ára þjóðarsmánina á Bls. 5. baksíðu. V

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.