Norðurland


Norðurland - 05.04.1979, Qupperneq 2

Norðurland - 05.04.1979, Qupperneq 2
NORÐURLAND Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Erllngur Slguröarson, Páll Hlöövesson, Katrfn Jónsdóttir, Guörún Aöalstelnsdóttir og Krlstin Á. Ólafsdóttir. Rltstjóri: Óskar Guðmundsson (ábm.). Dreifing og auglýsingar: Tryggvi Jakobsson. Rltstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Elösvallagata 18, simi 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyrl. Offsetprentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins. Riflaraunir Nú virðist séð fyrir endann á því að „ríkisstjórn verka- lýðshreyfingarinnar“ sé að koma sér saman um hver skerðing kaupmáttar launa þurfi að vera til að hún geti setið enn um sinn. Það sem valdið hefur sambúðar- vanda stjórnarflokkanna er hinn leiftrandi ákafi Al- þýðuflokksins í að skerða kaupmátt gildandi kjara- samninga. f haust gerði verkalýðshreyfingin samkomu- lag við ríkisstjórnina sem fól í sért að í staðlaunahækk- ana yrði hrundið í framkvæmd ýmsum félagslegum úrbótum, sem meta mætti til jafns við launahækkanir. í mörgum tilfellum eru slíkir samningar skynsamlegir frá sjónarhóli verkalýðshreyfingarinnar, enda sé hægt að gera ráð fyrir að þeir séu haldnir af báðum aðilum. Verkalýðshreyfingin samþykkti að framlengja kjara- samninga sína óbreytta. Samkomulagið fól í sér, að þrátt fyrir glæpsamlegan vinnutíma og smánarlaun mikils hluta verkafólks, var talið réttlætanlegt að gefa ríkisstjórninni árs vinnufrið, svo henni mætti takast að koma í framkvæmd einhverju af þeim bráðnauðsyn- legu félagslegu úrbótum, sem verkalýðssamtökunum hefur ekki tekist að ná fram í samningum við atvinnu- rekendur fram að þessu. Á þessu stigi skal ekki umtals- verðum getum að því leitt hvort árangurinn verði van- efndirnar einar. Hinu er ómögulegt að leyna, að ekki er ástæða til teljandi bjartsýni þegar allt afl stjórnarliðs- ins hefur í margar vikur farið í slagsmál um kaupmátt þeirra kjarasamninga sem samkomulag var um að skyldu gilda. Ráðherrar og þinglið Alþýðubandalagsins, ásamt ijölda annara félaga í flokknum, hafa orðið að standa í linnulausu stríði til að fá samstarfsflokkana í ríkis- stjórninni til að standa við samkomulagið. Framsókn- arflokkur og Alþýðuflokkur hafa knúið fram vilja sinn að nokkru. í þeirri von að enn mætti vænta nokkurra góðra verka af „ríkisstjórn verkalýðshreyfingarinnar“ hefur Alþýðubandalagið orðið að beygja sig fyrir vilja kaup- ránsflokkanna í ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin situr áfram. Við hana hefur launafólk þúsundum saman bundið miklar vonir og gerir enn. Eins og nú er málum komið er hins vegar óhjákvæmi- legt að vara við. Það er beinlínis skylda hvers sósíalista og félaga í Alþýðubandalaginu að benda á þá hættu að framvegis geti allt afl ríkisstjórnarinnar farið í stór- styrjöld um kjaramálin ekki síður en verið hefur, en enginn tími gefist til almennilegra verka. Það er nefnilega sitt af hverju ógert enn. Það kemur 1. júní. Þá þarf væntanlega að mæta ærnum vanda. Eng- inn hefur enn kveðið upp úr með það hvernig eigi að glíma við áhrif stórfelldrar olíuverðshækkunar sem verður varanleg. Þá er ekki síður vert að leiða hugann að því að vandamál landbúnaðarins kalla á ótal miljarða umfram það sem þegar hefur verið ákveðið. Hverjum ætla kratarnir að greiða þann reikning? Er kannski meiningin að taka erlend lán til að greiða út- flutningsbætur á landbúnaðarvörur? Ríkisstjórnin var mynduð um það verkefni eitt, að kljást við verðbólguna og koma atvinnulífinu í gang. Svo mikils um vert var það talið af hálfu Alþýðubanda- lagsins, að koma ríkisstjórninni á og snúa sér af alefli að bardaganum við verðbólguna að eitt meginmál íslenskra stjórnmála sl. þrjátíu ár, brottför hersins og úrsögn úr NATO var lagt til hliðar, fallist á óbreytt ástand um sinn í því máli. Fari svo að þolrifjaraunir Alþýðubandalagsins undanfarnar vikur séu ekki nema forsmekkurinn að því sem koma skal í stjórnarsam- starfínu, áhugí samstarfsflokkanna beinist áfram að því að láta verkalýðinn bera byrðar þeirrar kreppu sem efnahagsóstjórnin undanfarin ár hefur leitt yfír lands- menn alla, þá er kominn tími til fyrir Alþýðubanda- lagið að kveðja hið virðulega samkvæmi sem heitir ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar. hágé. - MINNING - Vilhjálmur Kristinn Guðjónsson Fæddur 15. maí 1965 - Dáinn 22. mars 1979 Stundum er mannsævi svo full þjáningar og hrjáð sjúkdóm- um og hörmungum að enginn mennskur máttur fær líknað. Þá verður eðlilegust ósk allra óska að dauðinn líkni. Handa þeim sem er nýbyrjaður ævi sína, fullur lífsvilja og heil- brigði, eigum við allt aðrar óskir. í unglingssálinni er sköpun lífsins hvað máttug- ust. Þar opinberar lífið vaxt- arbrodd sinn. Umbrot hugs- ana og tilfinninga unglings, hraðar geðsveiflur, átök við feimni og uppburðarleysi, sókn til kjarks og áræðis birt- ist í ótal myndum og er í senn úthverft og innhverft, blítt og strítt. En allt miðar þetta að einu settu lífsmarki: Að breyta barni í fullorðinn. Úr þessari miklu deiglu vex mannsefnið fram. Allar okkar óskir til handa unglingi beinast að því að mannsefni hans vaxi og skírist og hann verði fullgildur einstaklingur á vettvangi lífs- ins. Því betursem við þekkjum þennan ungling, því vænna sem okkur þykir um hann, þeim mun heitari eru þessar óskir. Kristinn var mikið manns- efni. En óskirnar um hann rættust ekki í því lífi sem við þekkjum. Sorg þeirra sem þótti vænst um hann er mikil. Sorg foreldra og systra, ætt- ingja og vina. Hann lést af slysförum í Hrísey þann 22. mars síðastliðinn. Kynni okk- ar voru stutt. Ég varð skóla- stjóri Grunnskóla Hríseyjar á næstliðnu hausti. Hann var nemandi minn. Nú er sætið hans autt. Við sviplegt fráfall hans og hryggð aðstandenda hans setur okkur hljóð. Lífs- þekking manna spannar ekki þvílíkan atburð. Við erum um- lukin vítahring mannlegrar takmörkunar. Spurningar um líf og dauða þyrpast að okkur og það verður fátt um haldgóð svör. Margir þeir sem eru vel- viljaðir lifinu og viðleitni til þess að skapa fagurt mannlíf setja traust sitt á að kjarni til- verunnar sé vitund, umvefj- andi allt og alla með elsku sinni. Þar sé enginn atburður án raka, án tilgangs. Hvort sem spurningar okk- ar hitta fyrir kjarna tilverunn- ar eða ekki hljótum við að taka mark á mannsævinni. Aðeins þannig verðum við hlutgengir og virkir hver öðr- um. Þótt ævi Kristins yrði stutt lagði hann sjálfan sig að mörkum sem barn og ungl- ingur. Líf hans var ekki til einskis: Hann auðgaði tilfinn- ingar ástvina sinna. í honum áttu skóla- og leikfélagar vísan vin. Unglingssál hans vakti fullorðnum hlýhug. Þótt núsé hann horfinn úr tilveru okkar eigum við enn óskir honum til handa. Við óskum þess að Kristinn sé og verði í umsjá þess er ræður lífi og dauða og öðrum lögmálum sköpunar- verksins og að þær góðu og heilu tilfinningar er bjuggu með honum fylgi honum til þeirrar alveru er fyllir lífið anda sínum. Megi það afl er varðveitir vinarþel meðal manna og elsku til alls er lifir hugga og styrkja fjölskyldu hans. Fyrir mína hönd og konu minnar, kennara og nemenda skólans, færi ég henni djúpar samúðarkveðjur. Birgir Sigurðsson. Af shjálftavahtinni Skjálftavaktin við Kröflu sendi íbúum í Mývatnssveit dreifi- bréf, sem ber yfirskriftina Fréttabréf af skjálftavaktinni: Nú hefur verið vakað yfir Kröfluhreyfingum með viðbún- aði í rúman mánuð og enn má bíða. Það helsta sem er að óttast er, að upp komi eldur hér innan sveitar. Við á skjálftavaktinni teljum, að koma megi aðvörun- um í tæka tíð til sveitarbúa þannig, að ef til eldgoss kemur, á það ekki að koma neinum að óvörum. Mestarlíkurverðurað telja á, að hugsanlegt eldgos verði í námunda við Leirhnjúk en að öðrum kosti á sprungu- kerfinu norðan eða sunnan við Leirhnjúk. Hér innan sveitar liggur þetta sprungukerfi um Hrossadal, Bjarnarflag og suð- ur um Kverkfjall. Því er ekki fyrir að synja að eldur geti kom- ið upp hvar sem er á þessari línu. Litlar breytingar hafa orð- ið á þeim þáttum, sem fylgst er með á skjálftavaktinni, en það eru jarðskjálftar og hallabreyt- ingar lands. Þó má nefna að skjálftum hefur fjölgað til muna á Kröflusvæðinu og endrum og sinnum koma skjálftar sem eru nógu öflugir til að fólk geti orð- ið þeirra vart nærri upptökum þeirra. Líka má greina nokkuð marga litla skjálfta, sem senni- lega eiga upptök sín í Bjarnar- flagi. Þessi aukning skjálfta gefur þó ekkert nýtt til kynna varðandi umbrot á næstunni, en líkist því sem var fyrir hrinuna 27. apríl 1977. Þá og í umbrot- unum þar á undan fjölgaði skjálftum áberandi fyrir hrinu. Vatnið í Grjótagjá hefur heldur kólnað í vetur að því er Hjörtur Tryggvason tjáði mér og nú seinni hluta vetrar hefur vatnið í Stórugjá ekki hitnað. Má því ætla, að áhrif umbrotanna í apríl og september 1977 á jarð- vatni í sveitinni fari nú dvín- andi. „ 2. apríl 1979 Oddur Sigurðsson Árangurinn af barátlunni er ekki lítils virði. En því ætti enginn að reyna að leyna, að róðurinn er þyngri en oftast áður. Og velchtr þar mikluþað stjórnarsatnstarf sem í fyrra hófst - hvað sem annars verður um það sagt. er það ákaflega andstœft þeim sem vilja setja sjálfstœðismál öðrum ofar I bráð og léngd. bví reynir að ýmsu leyti meira á herstöðva- andstœðinga en nokkru sinni fyrr. Það reynir á hugvitssemi þeirra, á kunnáttu þeirra, á þrautseigju þeirra. Þeir þurfa að leiðrétta konipásaskekkjur í því Jölki sem er þeim sammála en hefur i vitund sinni látið sjálfstœðismál víkja tii hliðarfyrir öðrum viðfangs- efnum. áb. Leiðari Þjóðviljans 30. mars. 1979. Kapitalismi nútímans er samsteypukapitalismi (corpo- rate capitalism) og getur ekki þrifist í neinni annarri mynd. Smœrri atvinnurekendur eru tengdir máttarstólpum kerfis- ins of margvislegum böncium til þess að hægt sé að líta á þá sem sjálfstætl þjóðfélagsafl og hugsanlegan bandamann verkalýðshreyfmgarinnar. Þar á oj'an Itafa sósíaldemókrata- Jlokkarnir í vaxandi mœli látið ánetjast samsteypukaþitalis- manum og tekið að sér visst hlutverk innan vébanda hans: að halda faglegri baráttu verkalýðshreyfingarinnar i þeim skorðum, sem nauðsyn- legar eru til þess að hún trujli ekki eðlilegan gang kerftsins, og knýja á hinn bóginn fram þær tilslakanir og kjarabætur, sem nauðsynlegar eru til þess að hún sættisig við þetta hlut- skipti. Pólitiskt samstarf þeirra við kommúnista eða önnur róttæk sósialísk öfl, án þess að breyting verði á nokkrum meginatriðum í stefnu þeirra, kemur þvi enn siður til greina nú en áður. Jóhann Páll Árnason .Þættir úr sögu sósíalismans. Umbœtur, sem hrójla myitdu verulega við valdi og athajnafrelsi einokunarhring- anna. myndu um leið tefla sjálfri tiiveru kapitalismans í tvisýhu, ogþviskapabvltingar- ástand og leiða ti/ stéttaátaka á sliku'sligi sem þvi samsvarar. Og öfugt: umbœtur. sem sneyddar eru öllu sósíalisku inntaki eru ekki voþn gegn cinokunarhringunum né hinu kapitaliska ríkisvaldi, heldur geta í besta falli lagfœrt ytri misfellur á starfsemi þeirra. Jóhann Páll Árnason - Þættir úr sögu sósíalismans. 2 -NORÐURLAND

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.