Norðurland - 05.04.1979, Page 3

Norðurland - 05.04.1979, Page 3
Könnun neytendasamtakanna: páshaegg Neytendasamtökin fóru vel af stað með þessa forvitnilegu verð- könnun á páskaeggjum þ. 29. mars sl. Þar kemur í ljós að sumar verslanir fara ekki eftir gildandi álagningarreglum. Há- marksálagning á sælgæti er 39.7% auk 20% söluskatts. Er engu líkara en sumir kaupmenn haldi að álagning sé frjáls á þessari vöru. Svo vekur hitt at- hygli, að lægstu búðirnar eru langt frá hámarksálagningu. Því ber að fagna að verslunin skuli ekki notfæra sér heimilaða álagningu, - og er vonandi merki þess, að kveinstöfum og kvörtunum þeirra linni. Sam- kvæmt upplýsingum Verðlags- skrifstofunnar, þá er kært til verðalagsdóms, ef kaupmenn fara ekki eftir ábendingum verð lagsskrifstofunnar. Gallinn við þennan dóm er að mál taka afar langan tíma að komast þar í gegn og viðurlög við brotum eru nánast hlægileg. Geta ber þess að aðeins Víkingsegg voru merkt, hvað þyngd snerti, en eggin frá Nóa voru vegin á búðarvigt. Kanínur voru einnig ómerktar, en ekki var hægt að greina stærðarmun á nr. 8 og 9'A. Egg frá Freyju sáust á markaðnum, en þau voru sjaldgæfari og númerum á þeim bar svo illa saman, að ráðlegt taldist að taka þau ekki með. í verði á eggjum Hafnarbúðarinnar er 10% afsláttur, sem þau eru seld með. Varðkönnun á p^gkaegg.jum gerft 29. mara 1979« Tej. Þjnfd Nr. Amaro Brckka Brynja F.*ja HafnarbúAin KEA (fnafvbrud.) |Kaupféla| Verkamanna KjörbúA Bjarna aNevti Hbr(árbr. Nðl 20 it 0 120 115 125 120 125 135 50 K 1 260 290 295 270 290 2 90 295 330 75 K 2 390 470 435 440 405 440 440 460 490 150 k 3 770 870 855 860 795 860 860 90 5 970 270 m 4 1385 1550 1550 1560 1435 1550 1550 1635 330 K 1800 2015 2015 1865 2015 2125 .... 6IO K 6 3200 36 50 3680 3410 3680 3680 388 5 3930 VÍklnirur 115 k 6oo 670 620 680 670 710 230 k 13 50 1510 1400 1520 1500 1595 1680 305 * *-*—**■ 178 5 1995 1850 2050 1990 2105 4°5 K 2415 2700 2 500 2690 28 50 3140 3750 4190 4220 4190 442 5 Kanínuri ók. 8Aií 360 420 4io 400 4 720 8 50 810 800 8 JO Xtaúkkul.100 g 330 330 330 330 32 5 330 330 350 330 ýmsar tmg. Bœjarstjóm Akureyrar: I tilefni bamaárs Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar 27. mars 1979, sem helg- aður var máiefnum barna í byggðarlaginu í tilefni af al- þjóðaári barnsins að tilmælum framkvæmdanefndar alþjóða- árs barnsins 1979 samkvæmt ákvörðun Sameinuðu þjóð- anna, ályktar bæjarstjórn Ak- ureyrar eftirfarandi: Þeim nefndum, sem starfa á vegum bæjarins og að beiðni forseta bæjarstjórnar Akureyr- ar unnu að greinagerðum og til- lögum varðandi málefni barna í byggðarlaginu eru færðar þakk- ir fyrir vel unnin störf og þarfar ábendingar. Bæjarstjórn Akur- eyrar lítur svo á að greinargerð- irnar beri það með sér að að- búnaður barna sé góður þegar á heildina er litið, en engu að síð- l ur megi margt betur fara. Er þar bæði um að ræða verkefni, sem ÁRÉTTINGAR Sigurður Haraldsson skipstjóri á Björgúlfí bað mig að koma nokkrum leiðréttingum og út- skýringum á framfæri varðandi grein þá er ég skrifaði í Norður- land 22. mars sl. og bar yfir- skriftina LÉLEG VINNUAÐ- STAÐA: VINNUDEILA Á DALVÍK. Fjallaði grein sú um vinnustöðvun löndunarmanna hér vegna þess að skipstjóri lét fjarlægja hlera undan kassa- stæðum í lest. Fannst Sigurði mega lesa úr greininni að vegið væri að sér, þ.e. að hann hefði eingöngu hugsað um að koma meiri afla í skipið án tillits til vinnuaðstöðu löndunarmanna. Vill hann því að eftirfarandi komi fram: Að þessi vinnudeila sé í raun ekki annað en suðupunktur í nokkurra ára þvargi sem staðið hefur milli Útgerðarfélags Dal- víkinga og Frystihúss Ú.K.E.D. annars vegar og löndunar- manna hins vegar varðandi flokkun fiskjarins við löndun. Löndunarmenn hafa neitað að framkvæma hana þótt í samn- ingum standi skýrt að svo skuli gert. Meðan hlerarnir voru í lest var fiskinum landað óflokk- uðum og skilað þannig til frysti- hússins. Þetta hafði verið ein ástæðan fyrir því að hann lét taka hlerana burt, ásamt með hinu að koma meiri fiski í kassa en þurfa ekki að setja í stíur. Þar af leiðandi sé ómaklega sagt í grein minni að vinnuhagræð- ingu hafi verið kippt í burtu FYRIRVARALAUST. Málið sé eldra en svo. Auk þess orki tvímælis að tala um að vinnu- hagræðingu hafi verið kippt í burtu þar sem sú hagræðing sem hér um ræðir nýttist ekki nema á kostnað flokkunarinn- ar. Varðandi niðurlagsorð greinarinnar, þ.e. að traðka þurfi í kössunum við umstöflun í lest, segir Sigurður að slíkt sé algjör óþarfi. Hægt sé að um- stafla stæðunum án þess að fiskurinn hljóti á nokkurn hátt verri meðferð. Sá sem traðki í kössunum geri það ekki vegna vinnuaðstöðunnar heldur hins þá heldur að hann hugsi ekki út í það að hann sé að vinna við matvæli. Að lokum vildi Sigurður geta þess að hann gerði sér ljóst að ,,hleraleysið“ þýddi meiri og erfiðari vinnu fyrir löndunar- menn. Hins vegar kvaðst hann álíta að laun fyrir löndunar- vinnu miðuðust við það, þar sem í samningum væri skýrt ákvæði um flokkun fiskjarins við löndun. Nauðsyn hennar væri mikil þegar um fleiri en eitt skip væri að ræða sem lönduðu til sama frystihús. Hlerarnir hefðu upphaflega verið sam- þykktir meðan Björgvin var eini togarinn sem landaði til húss- ins, því þá var engin hætta á ruglingi þó svo fiskinum væri landað óflokkuðum. Sigurður taldi að ég hefði átt að afla mér betri upplýsinga um þetta mál áður en ég skrifaði umrædda grein. Vist skal það viðurkennt og fúslega. Hins vegar vil ég taka fram að aðal- tilgangur minn með skrifum þessum var sá að vekja athygli á því hve samningum er ábóta- vant varðandi vinnuaðstöðu launafólks, þó e.t.v. hafi éeekki skotið beint í mark í þessu tilfelli. - Brynja. sum megi laga á skömmum tíma, en önnur eru langtíma- verkefni, sem ekki verða leyst nema í áföngum. Vegna þeirra nefndarálita, sem liggja fyrir fundinum og í tilefni af alþjóðaári barnsins bendir bæjarstjórnin sérstak- lega á eftirfarandi atriði: 1. Hagur og velferð barna er mjög bundinn gengi foreldra og er heimilið að jafnaði eðlilegasti og besti staðurinn til uppeldis Tónleikar n.h. helgi Um næstu helgi verður efnt til tvennra tónleika til styrktar fyr- ir Minningarsjóð Þorgerðar Eiríksdóttur. Fyrri tónleikarn- ir fara fram í Borgarbíói laugar- daginn 7. aprfl kl. 17. Þar leika 10 nemendur úr tónlistarskól- anum á píanó og strokhljóð- færi, verk eftir: Bach, Haydn, Kuchler, Nielsen, Bartók og Chopin. Á síðari tónleikunum í Akur- eyrarkirkju sunnudaginn 8. apríl kl. 20.30 leika kennarar og nemendur við skólann: Brand- enburgarkonsert nr. 4 eftir J. S. Bach, Kantötu eftir Telemann, Tríó eftir Abel og sálmaforleiki eftir Bach. Einnig verða fluttar aríur og söngvar eftir Bach, Scarlatti og Mozart. Þrívegis hefur styrkur verið veittur úr sjóðnum, eins og lög sjóðsins mæla fyrir um, til nem- enda frá Tónlistarskólanum á Akureyri er stunda framhalds- nám í tónlist. Umsóknartími vegna væntan legrar styrkveitingar í vor renn- ur út 1. maí, og þurfa meðmæli og einkunnir frá viðkomandi skóla að fylgja umsókninni. Á laugardags- og sunnudags- tónleikunum verður frjálsum framlögum veitt móttaka í stað ákveðins aðgangseyris. NORÐURLAND MALGAGN SÓSlALISTA I NORÐURLANDS- 1 KJÖRDÆMI EYSTRA Fróttir af Norð- urlandi. Hressileg póli- tísk umrœöa. Skrif um listir og menningarmál. Skákþraut Helga ólafssonar. skólahverfum. Jafnframt þarf að bæta aðstöðu til félagsstarfa innan skólanna og aðstöðu til náms utan kennslustunda. 4. Auka þarf verulega við dagvistunarstofnanir um leið og vinna þarf að því að foreldfár hafi tóm og aðstöðu til að vera með börnum sínum. 5. Við mótun skipulags sé ávalt höfð hliðsjón af marg- háttuðum þörfum barna til úti- vistar, leikja og annarra íþrótta- iðkana, félagsstarfsemi og um- ferðaröryggis. 6. Komið verði á fót á árinu barnabókasýningu og kynningu á lesefni barna í Amtsbókasafn- inu. 7. Bæjarstjórn Akureyrar lít- ur á það sem sérstakt verkefni sitt í tilefni barnaársins 1979 að stuðla að bættum hag þeirra barna, sem búa við líkamlega eða andlega fötlun og efla þjón- ustu þeim til handa. ........ AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR ÚTB0D Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboðum í lagningu dreifikerfis í norðurhluta Oddeyrar (7.áfangi) Út- boðsgögn verð afhent á skrifstofu vorri að Hafnar- stræti 88b, frá og með miðvikudegi 4. apríl gegn 50.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð í fundarsal bæjarráðs í Geislagötu 9, þriðjudaginn 17. apríl 1979 kl. 11 f.h. Hitaveita Akureyrar barnanna. Húsnæðismál fjöl- skyldna er því mjög veigamikill þáttur í góðum aðbúnaði barna og þarf að stuðla að hagkvæm- um úrlausnum á því sviði. 2. Öryggi barna í umferð verði bætt og í því skyni verði m.a. unnið að aukinni umferð- arkennslu í skólum bæjarins og að koma á starfrækslu umferð- arleikvella. 3. Auka þarf húsnæði skól- anna, bæði almennar kennslu- stofur og sérkennslustofur, svo öll kennsla geti farið fram í NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.