Norðurland - 19.04.1979, Page 1

Norðurland - 19.04.1979, Page 1
NORÐURLAND Fréttabréf UR BARÐARDAL Nú er að líða óvenjulegur vetur hér í Bárðardal, frostharður en með afbrigðum snjóléttur, enda mátti sjá fé á beit í janúar og febrúar á sumum jörðum. Síðan um mánaðamót febrúar mars, hefur sauðfé ekki verið beitt, enda staðið yfir rúningur. Munu nú allir bændur hér vera búnir að rýja. Viljum við halda fram að með jjessu búskaparlagi séum við að gera góða hluti, framleiða gott hráefni, útvega öðrum vinnu og þjóðfélaginu gjaldeyri. Hins vegar þyrftum við að fá helmingi meiri ull af hverri kind, en við fáum nú. Því markmiði ætti að vera hægt að ná með kynbótum. Til jafnaðar fékk ég ekki nema 1,4 kg. af kind, en hér var líka um skógdregið fé að ræða, og svo skiljum við eftir ull aftan á hverri kind, henni til skjóls (júgrinu) í vor og sumarhretum, sem hér eru árviss upp úr mánaðarmótum maí, júní. Ein- hverjum mun þykja ljótt að sjá ærnar svona hálfrúnar, en í okkar augum er alrúin ær heldur ljót sjón. Með þessari aðferð vonumst við líka til að framleiða ennþá betri ull, þar sem ætíð er slakasta ullin skilin eftir á ánni. Þessi miklu frost sem hér hafa verið í vetur á snjólausa jörð, hafa víða orsakað vatnsskort, og eða frost komist að vatns- leiðslum í jörð. Þurfa því tveir bændur að aka vatni í fjárhús, en ekki langan veg. Hrósa menn nú happi að þurfa ekki lengurað vatnskæla mjólk. Sumir spá illa fyrir um sprettu næsta sumar, vegna jarðklaka. Sjálfur er ég mjög svartsýnn á afleiðingar- nar t.d. voru alls engin svella- lög, sem ætíð hafa skipt mestu. Og hvað sem öllu líður með offramleiðslu, þá viljum við ætíð fá góða sprettu og mikið hey. Fátt er ömulegra en að slá og TONUSTARHA TIÐIN Að venju verður efnt til tónlistar- hátíðar hér á Akureyri nú í vor. Að þessu sinni hefjast Tónlistar- dagar á Akureyri, sunnudaginn 29. apríl. A hátíðinni verða þrennir hljómleikar og alls munu koma fram um 130 manns á þeim. Að sögn forráðamanna Tónlistar- daganna verður efnisval með svipuðu sniði og verið hefur, en þó með heldur léttari blæ. Sinfóníuhljómsveit Islands ríður á vaðið með tónleikum í Iþróttaskemmunni að kvöldi 27. apríl kl. 8.30. Verkefni hljómsveitarinnar eru : Handel - Concerto grosso op 6 nr. 1 Mozart - Exultate jubilate Mahler - Sinfónía nr. 4. Stjórnandi hljómsveitarinnar að þessu sinni er hollendingur- inn Hubert Soudant. Hann er ekki með öllu ókunnur hér, því hann stjórnaði hljómsveitinni á Tónlistardögum 1977. Soudat er ungur maður, fæddur árið 1946, en hefur eigi að síður stjórnað frægum hljómsveitum og unnið til ýmissa verðlauna. Einsöngvari á þessum tón- leikum er Siegelinde Kahmann óperusöngkona, sem er öllum tónlistarunnendum hér að góðu kunn. Laugardaginn 28. apríl verða hljómleikar í Akureyrarkirkju kl. 5. Þar koma fram listakon- urnar Manuela Wiesler flautu- leikari og Helga Ingólfsdóttir semballeikari. Efnisskrá: Joh. J. Quantz: Sónata í e-moll Egil Hovald: Cantus I Atli Heimir Sveinsson: Frum- skógár Joh. Seb. Bach: Sónata í e-moll Leifur Þórarinsson: Sumarmál (1978) Áke Hermanson: Flauto del Sole G. Fr. Handel: Sonata íe-moll. Þær Manuela og Helga fluttu þessa efnisskrá á tónleikum í Kaupmannahöfn í nóvember 1978. Luku gagnrýnendur í Danmörku miklu lofsorði á verkefnavali og frábæra túlkun þeirra. Tónlistardögunum lýkur í Iþróttaskemunni sunnudaginn 29. apríl með flutningi á Árstíð- unum eftir Joseph Haydn. Árstíðirnar eru oratoríum fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit. Passíukórinn á Akureyri hefur æft þetta mikla verk á liðnum vetri. Það er frábrugðið fyrri Gleðilegt sumar 4. árgangur .Fimmtudagur 19. apríl 1979' 13. tölublað. Ljósm.: Sig. Rúnar. heyja léleg tún. Á þessum snjóletta vetri höfum við góðar samgöngur, vegir færir öllum bílum. Félagslíf hefur því verið auðveldara en oft áður, en er því miður ekki nógu líflegt. Á það skal þó bent að hér er ekki á aðra að treysta í þeim efnum en bændafólkið, er hefur jafnan mikið að gera við búskapinn. Mest skortir okkur félagslíf er aukið gæti á menntun okkar. Þorrablót héldum við hér í Þorrabyrjun. Á það komu rúm- lega 200 manns, eða um 30 fleiri en allir íbúar sveitarinnar. Auk þess miðaðist þátttaka við ferm- ingaraldur, þannig að um það bil helmingur gesta var utan- sveitarfólk. Aðeins skorti þátt- töku af tveimur heimilum í sveitinni. Þorrablótið var á vegum ungmennafélagsins. Sér- stðk nefnd sá um skemmtiatriði og voru þau heimatilbúin og flutt af nefndarfólki. Þorramat komu menn með í trogum heimanað frá sér. Skemmta menn sér vel við svona tækifæri, þar sem jöfnum höndum er sinnt munni og maga. Og ákaflega þykir okkur ánægju- legt hvað þéttbýlisfólk sækir að okkur á stórhátíðum sem þess- ari. Enda er gott fyrir báða aðila að blanda geði. Vonandi ræður ekki tilviljun hvort stjórnin heldur velli, og ógjörningur að spá þar um. Eg bendi þó á að óvenjulegt er að ágreiningsmál milli stjórnar- flokka séu rædd opinberlega,en ólíklegt er það nú eða að halda öllum misklíðarmálum leynd- um og gera svo hrossakaup í laumi til að hanga við völd út eitthvert ákveðið tímabil. Jón Aðalsteinn, Hlíðsskógum. Heilrceði í hersetuátrúnaði að halda fast um punginn (( verkefnum kórsins, að því leyti, að það er ekki kirkjulegt. Eins og nafnið gefur til kynna, fjallar það um árstíðirnar fjórar, hefst á lofgjörð um vaknandi líf á vori og rekur síðan söguna með miklum blæbrigðum. 60 manns syngja nú í Passíukórnum og hafa aldrei verið fleiri. Einsöng- varar eru þrír, þau Ólöf K. Harðardóttir sópran, Jón Þorsteinsson tenór og Halldór Vilhelmsson bassi. 36. hljóð- færaleikarar úr Sinfóníuhljóm- sveit íslands aðstoða við flutn- inginn. Stjórnandi er Roar Kvam, en hann hefur stjórnað Passíukórnum frá stofnun hans 1972. í tilefni sumarkomunnar fer vel á því að birta hér upphaf texta árstíðanna, í þýðingu Þórarins Björnssonar. Kom milda vor, þú himinblíða, kom, úr svalri vetrargröf þú seiðir lífið fram. Nú finnum við þess anganblæ, nú vaknar jörð og loftið hlær. En fagnið, konur, ei svo fljótt, í þokuhjúpi læðist aftur oft hinn grimmi vetur að. og nístir stráin ung með kaldri, stirðri hönd. Kom milda vor....... » Herstöðvaandstæðingar á Dal- vík og í Svarfaðardal héldu samkomu gegn her í landi laugardaginn 7. apríl sl. í Berg- þórshvoli. Setningarávarp flutti Óttarr Proppé, en hann rakti einnig nokkur helstu ^ atriði úr sögu hersetunnar á Islandi og kynnti síðan kvikmyndina 30. mars. Valdimar Bragason flutti ávarp og minnti m.a. á þörf þess að menn héldu stöðugt vöku sinni í baráttunni gegn hervaldi nær og fjær, en létu ekki teyma sig sofandi til þátttöku í blóð- ugu valda- og vígbúnaðarkapp- hlaupi stórveldanna undir yfir- skini friðar og frelsis. Benti hann á ýmislegt úr sögu Nato í heiminum sem sannaði þá flærð. Birgir Sigurðsson skáld kom frá Hrísey og las úr ljóðum sínum í anda baráttunnar og var honum ákaft fagnað. Kristján E. Hjartarson söng andófssöngva við eigin gítar- undirleik, bæði sóló og í sam- spili við sönghóp sem benti á kátbroslegu hliðar átrúnaðarins á hersetuna. Einkar stór varð innlifunin er karlar úr hópnum sungu Heilræðavísur Þórarins Eldjárns og Kristins Einarsson- ar með tilþrifum og fullvissuðu gesti um vörnina í því „að halda fast um punginn“. Sigríður Hafstað las ljóð Guðmundar Böðvarssonar, Landið þitt, og bað menn í inngangsorðum að minnast þeirra áhrifa er hernaður hefði á líf barna í veröldinni. Því til frekari áherslu söng Kristján undurblíðan vöggusöng eftir Katjönu Leifsd. og Þórarin Hjartarson. Samkomunni lauk með því að Guðlaugur Arason rithöfundur las frumsamda skáldsögu, Síld- arhreistur. Guðlaugur lagði leið sína allt frá höfuðborginni til að vera með okkur á þessari samkomu, en eins og kunnugt er hafði hann þá nýlega lesið úr verkum sínum á skáldavöku hjá herstöðvaandstæðingum í Reykjavík. Brynja. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ 0PIÐ HÚS í Eiðsvallagötu 18, Lárusarhúsi, sunnudaginn 22. apríl kl. 15.00. - Sjá nánar á öðrum staö í blaðinu. BÆJARMÁLARÁÐ ABA Fundur í Lárusarhúsi mánudaginn 23. apríl kl. 20,30. ATH.: Allir félagar A8A eiga rétt á setu í ráðinu. STJÚRNARFUNDUR ABA í Lárusarhúsi þriðjudaginn 24. apríl kl. 20,30. Tryggvi skólameistari Gíslason reisir aftaníossum amerískrar hersetu níðstöng á bls. 4 og 5. % Akureyrsku ungskáldin Jón Lax- dal Halldórsson og Guðbrand- ur Siglaugsson spretta úr spori skáldfáksins á bls. 3. ^ Stefán alþingismaður Jónson gefur ríkisstjórninni nýtt nafn á baksíðu.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.