Norðurland


Norðurland - 19.04.1979, Qupperneq 7

Norðurland - 19.04.1979, Qupperneq 7
Félagsmiðstöð í Lundarskóla Nýverið var opnuð á vegum æsku- lýðsráðs, félagsmiðstöð í kjallara • Lundarskóla. Er það liður í þeirri viðleitni að flytja félagsstarf út í hin ýmsu hverfi bæjarins. Fyrir var aðstaða íþrótta- félagsins Þórs í Glerárhverfi og KA norðan við Lundarskólann. I kjallaranum fær KA svo félagsherbergi og Skátar fá annað. Auk þess verður þarna salur sem ætlaður er til almennrar félagsstarfsemi, ss. fyrir opið hús eða námskeiða- hald. Hvað annars verður gert þar veltur mikið á áhuga og vilja íbúanna í Lundahverfínu. Ekki er að efa að mikil þörf er fyrir aðstöðu sem þessa í hverfinu og því veltur á miklu að gott samstarf takist milli þeirra sem starfsemi reka í skólanum og íbúa hverfisins. Heillaóskir til íslensku þjóðkirkjunnar Ég vil óska íslensku þjóðkirkj- unni til hamingju með hennar unga og efnilega áróðursmann, Sigmund Rúnarsson (Norðurland 29.3.1979) Pistill hans „Tæplega trúfrelsi“ er einhver snjallasta skopstæling á áróðri gegn kirkju og kristindómi sem prentast hefur. Þarna eru t.d. samankomnir ýmsir merkingarlausustu fras- arnir gegn kirkjunni sem svo- kallaðir „skynsemistrúarmenn" - andleg afurð kapitalismans í Evrópu- hafa étið hver upp eftir öðrum (eins og ákv. útlendur fugl) síðustu 100-200 árin, (aðal- lega á 19. öldinni) - og auðvitað settir fram - svo sem skopstæl- enda er siður - á mátulega fábjánalegan hátt, til að undir- strika grínið. Sigmundur Rúnarsson er mjög efnilegur og snjall. Helst er að háðfuglar gamla Spegilsins jafnist á við hann, þegar þeir voru upp á sitt besta. Jafnvel Skaði og Feilan í „Notað og Nýtt“ ná honum trauðla. Allter nú þetta gott og blessað. Hitt finnst reyndar tilfyndn- um mönnum merkilegt, að Norðurland - þótt það sé auð- vitað frjálslynt blað - skuli skyndilega gerast áróðursblað fyrir kirkjuna. Ýmislegt kemurí hugann. T.d. að þjóðkirkjan hafði gert samning við Norður- land um vikulega áróðurspistla, og tæki svo að sínu leyti þátt í útgáfukostnaði blaðsins. Væri náttúrulega ekki nema allt gott um það að ségja. Óskandi væri, að sem flestar menningarstofn- anir þjóðarinnar tækju þátt í útgáfukostnaði Norðurlands; því ekki veitir af að styrkja góðan málstað. Gleðilegt sumar. Húsavík 4, apríl 1979 Jóhannes Straumland. Leikfélag Akureyrar Sjálfstætt fólk eftir HALLDÓR LAXNESS Leikgerð og leikstjórn: Baldvin Halldórsson. Sýning sunnudag kl. 20.30. Aðgöngumiðasala opin dag- lega frá 17.00-19.00 og til kl. 20.30 sýningardagana. Sími 24073. L. A. PISTILL VIKUNNAR Kristjans Er heimurinn frelsaður? Er heimurinn frelsaður? Undanfarna daga hafa farið fram mikil hátíðarhöld í tilefni þess að talið er að Kristur hafi frelsað heiminn með því að líða píslardauða á krossi, og síðan rísa upp frá dauðum. Líf eins meiri háttar umbótamanns er að vísu alltaf dýrmætt, en píslardauði eins einasta manns hefði þó naumast verið of stórkostleg fórn, ef hún hefði nægt til að frelsa alla veröldina um aldur og ævi. En brennandi átrúnaður og fróm óskhyggja eru til lítils þegar hvort tveggja er í órafjarlægð frá raunveruleikan- um. Síðan á Krists dögum hafa þúsundir milljóna manna fórnað lífi sínu, með ýmsu móti, f þeim tilgangi að frelsa heiminn, en þrátt fyrir það er hann enn þann dag í dag jafnlangt frá frelsinu og hann var á þeim degi þegar tímatal okkar hófst. Hernaðarveldi og stríðsböl ræður enn ríkjum og hefur að líkindum aldrei verið eins háskalegt jarðneskri tilveru og nú um þessar mundir. Okkar þjóð kemur vitanlega einnig við sögu í þessum efnum. A söguöid og sturlungaöld bjó þjóðin við yfirráð og ofbeldi hernaðarlegra illvirkja, og eftir þá tíð gerðu jafnvel erlendir stríðshundar innrás á íslenskt land með morðum og illvirkjum. Síðan tók smátt og smátt að rofa til og hérlendis tóku að ríkja hættir siðaðra manna, engir báru vopn né beittu þeim til ofbeldis og manndrápa. Að þessu leyti vorum við frelsuð þjóð, sem hefði mátt vera öðrum þjóðum og stórveldum til fyrirmyndar. Trú á hernað og ofbeldi var þjóðinni svo fjarlæg sem mest mátti verða. En aðfaranótt 10. maí, 1940 steig breskur her á land og tók það hernámi, og þar með þjóðina einnig. Þessar aðfarir voru svo rækilega í andstöðu við heilbrigða réttlætiskennd og skynsemi þjóðarinnar, að ekki enn einasti íslendingur mælti með þeim bót. Hér var þó að ræða um tiltölulega velviljaða þjóð, sem stóð í styrjöld við þýska nasistaillþýðið. Forystumenn þjóðar- innar lögðu ríka áherslu á að hernámið mætti alls ekki vara nema aðeins um stundarsakir, og að því yrði aldrei unað til lengdar. Og ekki fannst einn einasti maður, sem vildi taka að sér það hlutverk, sem norskir kvislingar unnu að í Noregi. En fljótlega tók að siga á ógæfuhliðina. Það kom brátt í Ijós að það var hægt að hagnast á hersetunni og hjörtu þeirra, sem áttu buddunnar lífæð innanrifja, tóku að slá ört í takt við stríðsauðvaldið. Valdamenn stærstu stjórnmálaflokkannafóru aðgera sér Ijóst að það gat verið býsna hagkvæmt og þægilegt að gerast feitir þrælar. Þeir fóru smátt og smátt að éta ofan í sig flest það, sem þeir höfðu sagt af heilbrigðum metnaði og sannri þjóðerniskennd. Sá þáttur í stjórnmálasögu þeirra er með afbrigðum ófagur og langdreginn. Og þeir héldu áfram að linast og bogna í háls og hnjáliðum, þar til þeir í vesalmannlegri auðmýkt skriðu að fótum bandarískra hernaðarforingja og báðu þá allramildilegast að hernema fsland, og helst um aldur og ævi. Það þarf vissulega langt að leita til að finna ógæfusamlegri, lágkúrulegri og ómanneskjulegri feril en slóð þeirra stjórnmálamanna, sem leitt hafa núverandi hernám yffir íslenska þjóð, og mun þeirra skömm lengi uppi. Og áhrifin af verknaði þeirra fóru fljótt að koma í Ijós. Það komu fram menn, sem voru fúsir til að njósna um landa sína fyrir erlendan her og veita honum allar þær upplýsingar, sem mættu best koma. Aðrir gengu fyrir hvers manns dyr og báðu menn að panta hersetu. Og aörir hafa gengið rækilega fram í því að halda bandarískum stríðsáróðri og siðferðilegri ómenningu þeirrar þjóðar að okkur íslendingum. Við erum ekki orðin sú þjóð, sem aðrar mættu taka til fyrirmyndar. Við erum ekki frelsuð frá ofbeldi hernaðarins, og að mati annarra þjóða er ísland fyrst og fremst herstöð, sem á að njóta þeirra forréttinda að verða eitt fyrsta skotmarkið í næstu heimsstyrjöld. Þessa dagana vorum við minnt rækilega á þessar staðreyndir, þegar bandaríski varaforsetinn Walter Mondale birtist á sjónvarpsskerminum, státinn og borubrattur eftir „gagnlegar" viðræður við íslenska ráðamenn. Honum til beggja handa stóðu íslenski forsætisráð- herrann og utanríkisráðherrann. Yfir þeim var furðu lítil reisn og það var rétt eins og þeim liði líkt og snáðum, sem staðnir eru að prakkarastriki. Og þeir voru sagnafáir. Það hefði þó ekki farið illa á því aðlforsætisráðherrann hefði rifjað upp ummæli annars ráðherra, sem forðum daga talaði af reisn og sagði, að aldrei kæmi til mála að við islendingar færum að gefa bandaríkjamönnum hluta af okkar landi, til að gera að hluta úrsínu landi. Utanríkisráðherra hefði aftur á móti mátt minna á ummæli flokksbróður síns, sem sagði svo spaklega, að öruggasta ráðið til að vernda frelsi þjóðarinnar, væri að fórna því. Hvers vegna ekki að hælast um vegna þess að því ráði var fyigt? Frá póst og símastöðinni Akureyri Innheimta landssímans hefur verið flutt og verður framvegis á bréfapóststofunni (opin 9-17). Símanotendur eru vinsamlega beðnir að framvísa gíróseðlum, er þeir greiða gjöld sín, þar sem það flýtir mjög fyrir allri afgreiðslu. Reikningum til innheimtu á póst og síma, óskast skil- að á skrifstofuna á 2. hæð, í síðasta lagi á þriðjudögum og verða þeir greiddir næsta föstudag. Skrifstofa pósts og síma á 2. hæð póst og símahúss, Hafnarstræti 102, verður opin 9-16 frá 23. apríl. STÖÐVARSTJÓRI. Félagsfundur Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni heldur almennan félagsfund að Hótel KEA föstudaginn 20. apríl kl. 20.30. FUNDAREFNI: Ný skipan launaflokka. Óskum eftir framboðslistum til stjórnar- og fulltrúa- ráðskjörs. Meðmæli skulu fylgja hverjum lista, minnst 80 fullgildra félagsmanna. Listum sé skilað eigi síðar en kl. 18.00 mánudaginn 23. apríl til skrifstofu félagsins að Brekkugötu 4. STJÓRNIN. Höfum fyrirliggjandi mikið úrval af PHILCO, PHILIPS og HUSQVARNA heimilistækjum NORÐURLAND - 7

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.