Norðurland


Norðurland - 19.04.1979, Blaðsíða 8

Norðurland - 19.04.1979, Blaðsíða 8
NORÐURIAND Fimmtudagur 19. apríl 1979) MÁLGAGN SÓSÍALISTA I NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA GERIST ÁSKRIFENDUR - Síminn er 2-18-75 - AUGLÝSIÐ í NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 - Stefán Jónsson alþingismaður: HÆHÆOGHÓHÓ Það hvarflaði rétt að mér á skírdag hvort nú væri ekki orðið tímabært að gefa ríkisstjórninni okkar nafn. Fram að þessu hefur það verið látið nægja að Alþýðu- bandalagið ætti ráðherra í stjórn en Sjálfstæðisflokkurinn ekki, þá héti hún vinstristjórn. Þó finnst sumum að sérstök pólitísk renta verði að fylgja slíku nafni. Að vandlega athuguðu máli komst ég að þeirri niðurstöðu á föstu- daginn langa, að best sé að nafnið feli ekki í sér neitt sérstakt fyrirheit, og geri ekki heldur tilkall til neinskonar einkunnar í eftirmælum. Og ég fæ nú ekki betur séð, héðan úr þingsætinu, en þess kunni að verða nokkru lengra að bíða en ýmsir hafa ætlað, kviðið flestir en sumir óskað, síðasta misserið, að ríkis- stjórnin sem Lúðvík myndaði fyrir Olaf Jóhannesson snúi upp tánum. Af hálfu Alþýðubandalagsins voru ekki gefin nein fyrirheit um það að ríkisstjórnin sem við mynduðum með Framsóknar- flokknum og Alþýðuflokknum í ágústlok í fyrra mynndi fylgja vinstristefnu umfram það sem okkur tækist að knýja hana til með atbeina verkalýðshreyfmg- arinnar. Okkar eina loforð var gefið í kosningabaráttunni i fyrravor, og hljóðaði upp á það að við myndum beita því afli, sem kjósendur veittu okkur, til þess að reyna að knýja fram þá stefnubreytingu á strjórnarsetr- inu, að efnahagsvandamál þjóð- arinnar yrðu ekki úrtakslaust leyst á kostnað launafólks. Kjós endur veittu okkur verulegt afl í kosningunum. Ég var þeirrar skoðunar að okkur bæri skylda til að beifa því samkvæmt loforðinu. Eg er enn þeirrar skoðunar að þetta hafi verið rétt. Okkur hefur að vísu ekki tekist að sýna samstarfsflokk- um okkar fram á þau sannindi, sem okkur finnst þó blasa við, að það sé ekki kaup framleiðslu- stéttanna, sem orsaki verðbólgu á landi hér. Það sem við köllum verkalaun, það kalla þeir kaup. Þetta hefur ekki valdið mér vonbrigðum. Það mátti vera hverjum manni Ijóst strax í upphafi að ágreiningurinn milli Alþýðubandalagsins annars vegar og Alþýðuflokks og Fram sóknar hins vegar varðar ekki aðeins markmið og leiðir heldur einnig pólitískt innrætí, en um það verður ekki skipt á skömm- um tíma. Samstarfsflokkar okkar hafa ekki reynst hótinu verri en við var að búast, og raunar ekki komið okkur skemmtilega á óvart heldur svo orð sé á gerandi á þessum langa vetri. Ég hef því ekki orðið fyrir vonbrigðum, en ég hef samúð með þeim góðgjörnu bjartsýnis- mönnum sem trúðu því að verkalýðshreyfingin, sem eggj- aði Alþýðubandalagið lögeggj- an á hundadögum í fyrra að mynda nú ríkisstjórn þessa til þess að vernda kjör alþýðunnar, myndi einnig veita okkur braut- argengi, sem nægði til þess að vega upp á móti sameinuðu þingfylgi Alþýðuflokksins og Framsóknar aðbaki ríkisstjórn- arinnar. Ráðherrum Alþýðu- bandalagsins vorkenni ég ekki, ungum mönnum og frískum, þótt þeir verði að halda áfram áflogum í ríkisstjórninni. Þeim var það öllum ljóst þegar við skipuðum þeim á stólana að set- an þar yrði ekki vær, heldur yrði hver einasti dagur þeirra í stjórnarráðinu linnulaus tog- streyta um kaup verkafólksins og kjör. Ekki svo að skilja að ég þykist hafa séð hvað eina fyrir af því sem hent hefur í pólitíkinni í vetur og kom mér þá helst á óvart hversu einarðlega margt af okkar róttækasta fólki í verkalýðshreyfingunni hefur látið uppi þann vilja sinn að Alþýðubandalagið kosti mjög miklu til þess að ríkisstjórnin sitji áfram hvað svo sem mál- efnum líður. Það virðist vera ríkjandi skoðun, að svo slæm geti þessi ríkisstjórn ekki orðið með aðild Alþýðubandalagsins að önnur stjórn sem tæki við af henni, hlyti ekki að verða miklu verri. Vel má þetta hugboð vera rétt því viska fólksins er mikil, og ekki er með öllu fráleitt að ætla að ríkisstjórnin muni reyndar lifa jafn lengi og svo stór hluti þegnanna ann henni þess. En ekki er það með öllu tilhlökkunarefni fyrir Alþýðu- bandalagið að eiga að sitja lengi í ríkisstjórn til þess eins að draga úr kjaraskerðingu í stað þess að rækja það hlutverk, sem því er þó ætlað að ganga í fararbroddi í baráttu fyrir kjarabótum. Það Framhald á bls. 2 Samkór Dalvíkur, sem nú er að Ijúka öðru starfsári sínu, heldur vortónleika í Dalvíkurkirkju föstudaginn 20. apríl kl. 21.00 og í Akureyrarkirkju laugardaginn 21. april kl. 21.00. Stjórnandi er Kári Gestsson. Kórinn hefur í vetur æft Te Deum eftir franska tónskáldið A. Carpentier, en það er verk fyrir blandaðan kór, fimm einsöngvara og hljómsveit, og tekur u.þ.b. hálftíma í flutningi. Einsöngvarar verða Sigrún Gestsdóttir.Ualla Jónasdóttir, Þuríður Baldursdóttir, Gestur Guðmundsson, og Sigurður Demetz Franzson. Undirleik annast kammersveit úr Tónlistarskólanum á Akureyri. A efnisskrá eru einnig lög af styttra taginu eftir ýmsa höfunda, innlenda og erlenda. Píanóundirleikari kórsins verður Thomas Jackman, sem einnig mun leika undir við einsöng Gests Guðmundssonar sérstaklega. Brynja. Hverjir fá hitaveitu? Margir þeirra sem ekki hafa fengið hitaveituvatnið ennþá, velta því sjálfsagt fyrir sér, hvenær að því verði, hvort það verði næsta sumar eða ekki fyrr en sumarið 1980. Meðfylgjandi mynd er ætlað að sýna hvaða bæjarhlutar fá hitaveitu nú í sumar. Hverfin eru Glerárhverfi austan Hörgár brautar, nefndur áfangi 13 hjá hitaveitunni. Eyrin öll austan Glerárgötu, þó ekki hús við Glerárgötu, sunnan Eiðsvalla- götu. Eyrinni er skipt í þrjá áfanga nr. 7, 14 og 15. Einnig verður lagt í iðnaðar- hverfi syðst í Glerárþorpi vestan Hörgárbrautar, áfangi nr. 12 og áfanga nr. 18fránýjummiðhús- geymi niður fyrir Möl og sand. Áætlað er að öllum þessum dreifikerfisáföngum verði lokið fyrir 1. október. Leikhópurinn ásamt leikstjóra. A myndina vantar Jóhönnu Birgisdóttur og Kristlaugu Sigurðardóttur. (Ljósm. Helgi Baldvinsson.) Sjö stelpur Næstkomandi þriðjudag 24. apríl kl. 20.30, frumsýnir Leik- klúbburinn SAGA á Akureyri leikritið SJÖ STELPUR í Sam- komuhúsinu. SJÖ STELPUR er eftir Svíann Erik Thorstens- son, en þýðinguna gerði Sig- mundur Örn Arngrímsson. Leikstjóri er Viðar Eggertsson og gerði hann jafnframt leik- mynd. Leikendur eru flestir á aldrinum 15-17 ára. Með hlut- verk stelpnanna sjö fara: Kolbrún Reynisdóttir (Ása), Guðbjörg Guðmundsdóttir (Barbara), Kristlaug Sigurðar- dóttir (Elsa), Ólafía Askels- dóttir (Guðrún), Jóhanna Birgisdóttir (Gunna), Snjólaug Brjansdóttir (Maja) og Kristín Gunnlaugsdóttir (María Lovísa). . Með hlutverk gæslufólksins fara: Jónsteinp Aðalsteinsson (,,Ágústa“), Ása Guðmunds- dóttir (Nilla), Halldór Björns- son (Svegas) og Sigurþór Heimisson (Sveinn). Aðeins þrjár sýningar eru fyrirhugaðar á SJÖ STELPUM. Frumsýning verður eins og fyrr segir þriðjudaginn 24. apríl, 2. sýning miðvikudaginn 25. apríl og þriðja og síðasta sýning föstudaginn 27. apríl. Hefjast þær allar kl. 20.30. Miðasalan opnar í Samkomuhúsinu á mánudag og verður opin alla vikuna kl. 13-15 og sýningar- daga á sama tíma og þá einnig klukkustund fyrir sýningu. Sími 24073. Píanó- tónleikar Píanóleikararnir ^ Örn Magnússon frá Ólafsfirði og Sólveig Jónsdóttir frá Akureyri leika á tónleikum í Borgarbíói nk. laugardag kl. 15.00 þ. 21. apríl. Þau eru þar með að ljúka efsta stigs prófi frá Tónlistar- skólanum á Akureyri. Þau leika verk eftir höfuðsnill- inga á borð við Bethoven og Bach. Fjör á skíðum Húsavík 18/4. Fyrir pásk- ana var haldið hér skíða- námskeið. Um fimmtíu manns tóku þátt í því nám- skeiði, sen var undir leið- sögn fjögurra kennara. Það sannast því að nógur áhugi er á skíðaíþróttinni, þegar áhuganum er fylgt eftir. Aðstæður voru sérlega skemmtilegar til skíðaiðk- ana um páskana. Hins vegar brugðust skíðagestir hótelsins vegna samgöngu- erfiðleika. Full skráð var á hótelið en fólk komst ekki að sunnan fyrr en á laugar- dag fyrir páska, - og þá aðeins hluti þeirra er ætl- uðu að koma. - Ben/óg Málverka- sýning Húsavík 18/4 Myndbrot, listamenn frá Akureyri^hélt myndlistasýningu hér um páskana. Listamennirnir Aðalsteinn Vestmann,Rajgn ar Lár, Guðmundur Ar- mann og Örn Ingi sýndu um 40 myndir í Safnahús- inu. Aðsóknin var nokkuð góð og 17 myndir seldust. Þessi sýning er töluverður viðburður hér á Húsavík, - en sýningarsalurinn hefur ekki verið notaður síðan í desember. - Ben/óg Opið hús Nk. sunnudag kl. 15.00 verður opið hús á vegum Alþýðubandalagsins á Ak- ureyri. Slíkar samkomur eru haldnar reglulega í Lárusarhúsi til mikils menningarauka meðal bæjarbúa. Þar koma allir sem vilja, ungir og aldnir og drekka kaffi úr kremlar- rauðum bollum ellegar kneyfa kóka kóla látandi í sig ljúffengt meðlæti á milli. Á sunnudaginn mun m.a. Kristín Aðalsteinsdóttir rabba um barnabækur. Sjálfsbjörg Athugið: Sjálfsbjörg Ak- ureyri heldur sumar- skemmtun föstudaginn 20. apríl í Alþýðuhúsinu. Hefst með Bingó kl. 20,30. Skemmtiatriði, veitingar og dans. - Félagar og vinir, mætið öll hress og kát. Sjálfsbjörg. Ferðafélag Akureyrar Skíðaferð um Þorvaldsdal, sunnudaginn 22. apríl kl. 9 fh. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu félagsins frá kl. 6 til 7 á laugardag, sími 22720.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.