Norðurland - 04.05.1979, Page 4

Norðurland - 04.05.1979, Page 4
AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Forstöðumaður óskast að leikskólanum við Hlíðarlund. Leikskólinn mun taka til starfa 1. ágúst n.k. Umsækj- andi þarf þó að geta hafið störf fyrr. Einriig er óskað eftir fóstrum til starfa við dagvistarstofnanir Akur- eyrarbæjar sem fyrst. Upplýsingar veittar í síma 96-25880 og 25881 kl. 10-12. Umsóknarfrestur er til 20. maí n.k. Framkvæmdastjóri Staða framkvæmdastjóra við leikhúsið á Akureyri er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. júní. Upplýsingar í síma 24073 og 22668. LEIKFÉLAG AKUREYRAR. Félagsmálastofnun Akureyrar. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR ÚTBOÐ Hitaveita Akureyraróskareftirtilboðum íeftirfarandi: 1. í lagningu dreifikerfis á syðrihluta Oddeyrar (15. áfangi). 2. í byggingu fimm þúsund rúmmetra miðlunar- geymis við Súluveg. Verkið er boðið út í eftirfarandi 3 hlutum: A. Jarðvinnu og undirstöðu. B. Stálsmíði. C. Einangrun og klæðning. Heimilt er að bjóða í hvern hluta sérstaklega, eða verkið í heild. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitunnar að Hafnarstræti 88b gegn 50.000 kr. skilatryggingu fyrir hvort verk. Tilboðin verða opnuð í fundarsal Bæjarráðs að Geislagötu 9 þann 11. maí n.k. kl. 10.00 í 15. áfanga dreifikerfisins og kl. 11.00 í miðlunargeymi. HITAVEITA AKUREYRAR. Þtnir peninpar erumeira vuóií KJÖRNARHVÐ^ Stóraukið vöruval Nýjar vörur daglega HRÍSALUNDI 5 4 - NORÐURLAND ! STAK [ Starfsmanna- ; j félag i I Akureyrarbæjar I hvetur félagsmenn sína til þáttöku í atkvæðagreiðslunni í Oddeyrarskólanum 3. og 4. maí n.k. (kl. 14-19 báða dagana). | B i STJÓRNIN. Atkvæðagreiðsla um samkomulag BSRB og fjármála- ráðherra frá 23. mars 1979 fer fram dagana 3. og 4. maí 1979. Kjörstaður á Akureyri er Oddeyrarskólinn (gengið inn í horninu að norðan og vestan) og verður hann oþinn kl. 14-19 báða dagana. Athygli er vakin á reglum um kosningarétt í lögum BSRB. Kjörnefnd. Ræða Svavars Framhald af bls. 3. vinnst aldrei að fullu, ævinlega verður ný verk að vinna og þess vegna er maðurinn maður. Barátt- una verður að heyja á öllum víg- stövum í senn og ekkert má eftir liggja, enginn má undan víkjast í baráttu verkalýösins í auðvaldsþjóö- félagi, baráttu gegn valdi ráöandi stéttar. Þó við kunnqm að vinna nokkuð á í kosningum eða kjara- samningum, breytistekki samstund- is grundvallareðli okkar samfélags. Þær breytingar sem við stefnum að taka langan tíma og verða aðeins unnar með látlausu starfi. Þess vegna erum við jafnan undir það búin að víkja úr ríkisstjórnum eða öðrum slíkum valdastólum, því líf okkar er ekki stéttasamvinna, heldur stéttabarátta. Því aðeins varðveitum við baráttutæki okkar, aö viö beitum þeim á réttum augnabiikum, en látum þau ekki slævast af vegtyllum valdsins, né heldur misnotum þau með því að bregða þeim fyrir okkur í ótíma, þá geta jaau eins hæft þann sem síst skyldi, það er samherja okkar jafnvel eins og andstæðinginn sjálfan. Vopnið á að nota til þess að höggva í sundur fjötra arðráns og hersetu; stundum kunna þessir fjötrar að sýnast fallnir, en það er misskilningur. Sá fjötur sem gerður er úr dyn kattarins og hráka fuglsins reyrist um líf okkar engu síðuren sá sem sést beru auga. Félagar. Hér á Akureyri er einskonar vagga hinnar róttæku stéttabaráttu á ls- landi. Fyrir fimmtíu árum voru fundir í verkalýðsfélaginu hér annan hvern sunnudag og fundirnir voru þvi aðeins löglegir og ályktunarfærir að tveir þriöju fundarmanna mættu. Allir fundirnir voru löglegir, - þó haldnir á messutíma sagði mér Einar Olgeirsson í fyrradag kímileitur. Einar Olgeirsson er tvímælalaust einn stærsti leiðtogi íslenskrarverka lýöshreyfingar á þessari öld og i þessum bæ hlaut hann 33%atkvæöa í kosningunum 1934 í nafni Komm- únistaflokks Islands, mitt í kreppu og ofsóknum gegn róttækum stuön- ingsmönnum verkalýéðshreyfingar- innar. Hér var háö fyrir 49 árum Krossanesverkfalliö mikla gegn erlendu auðvaldi og umboðsmönn- um þess. Hér áttu sér stað einhver sögulegustu átök kreppuáranna undir forystu Kommúnistaflokks (s- lands. Á löngum ferli hefur miðað nokkuð á leið. Enn er þó mikið verk að vinna og langt í land og í þessum bæ með svo rismikla sögu verka- lýðshreyfingar á að vera gott að starfa. Félagar, Fram til baráttu fyrir þjóöfélagi réttlætis og frelsis. Fram til baráttu fyrir sjálfstæðu fslandi gegn hersetu og hernaðarbandalögum. Fram til baráttu og sigurs. Fram til sósíal- ismans. (Millifyrirsagnir eru blaösins.) Leiðrétting í frásögn af Verkalýðsfélagi, Dalvíkur í síðasta tölublaði var mishermt að kaup karla hafi verið árið 1934 ein kr. og tíu aurar, - það var aðeins ein króna. Þá var Kristján Jóhannesson ranglega sagður Jóhannsson í myndatexta og Pétur Balvins- son ranglega sagður Valdimars- son í myndatexta. Leikfélag Akureyrar Sjálfstætt fólk eftir HALLDÓR LAXNESS Sýning fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sýning sunnudagskvöld kl. 20.30. Síðustu sýningar. Aðgöngumiðasala opin dag- lega frá 17.00-19.00 og til kl. 20.30 sýningardagana. Sími 24073. Vantar íbúð Vantar um 4 herbergja íbúð til leigu á Akureyri frá miðj- um júní. Upplýsingar í síma 24024 á vinnutíma. Ragnar Einarsson.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.