Norðurland - 04.05.1979, Síða 6

Norðurland - 04.05.1979, Síða 6
NORÐURLAND Föstudagur 4. mai 1979 MÁLGAGN SÓSÍALISTA I' NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA GERIST ÁSKRIFENDUR - Síminn er 2-18-75 AUGLÝSIÐ í NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 - Fyrsti fundur nýstofnaös leikhúsráös Leikfélags Akureyrar var haldinn fimmtudag 26. apríl. Ráöiö skipa stjórn Leikfélags Akureyrar formaöur félagsins, Guðmundur Magnússon, sem er jafnframt formaður leikhúsráðs, Þórey Aðalsteinsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir; tveir fulltrúar fastráöins starfsfólks, Svanhildur Jóhannesdóttir og Viðar Eggertsson; leikhússtjóri, Oddur Björnsson og fulltrúi bæjarstjórnar Akureyrar, Valgaröur Baldvinsson. Fundi ráösins situr einnig varaformaður leikfélagsins, Theodór Júliusson. Myndin er af ráðinu. Unnið hefur verið markvisst að stofnun leikhúsráðs og samþykkti aðalfundur Leikfélagsins 2. apríl breytingar á lögum félagsins, er gerðu það mögulegt. Hlutverk leikhúsráðs er að hafa umsjón með allri starfsemi og rekstri ieikhússins. Leikhúsráð tekur allar meiriháttar ákvarðanir er stofnunina varð- ar, svo sem fjárhagsáætlun leikhússins. Það ræður leikhússtjóra og framkvæmdastjóra og annað starfsfólk hússins. Leikhúsráð skal vera ólaunað. Tækifærisvísur á markaðinn Ljóðabók Guðbrands Fyrsta maí sl. kom út ný ljóðabók eftir Guðbrand Sig laugsson. Bókin heitir Tæki- færisvísur og er önnur bók höfundar. Bókakápan er fag- urlega myndskreytt með Ijós myndum af styttu af frjó- semisgyðjunni Díönu og skáldinu á auðnuleysingja- bekk í skemmtigarði í París. Fyrsta bók höfundar, Eitrað- ur orðum, kom út 1977 og er nær uppseld. Guðbrandur er fæddur 1956 (innrásin í Ungó). Hann púlar fyrir daglegu brauði í prentsmiðju á Akureyri, - en hefur farið víða, m.a. til Breið- dals. Hann segist hvorki vera í KA né Þór, - hins vegar félagi í Ungmennafélaginu Hrafnkell Freysgoði. Viðfangsefni höfund ar eru stemmningar úr hvers- dagslífmu, „til þess að fá sem bestan hljóm úr bréfaklemm- um“ segir skáldið. Ljóðmæli úr þessari nýju bók Guðbrands birtust í sumarblaði NORÐURLANDS. Ljóðavin- um er bent á, að „Tækifæris- vísurnar’fást í bókabúðum. itíTLt MÐ ££ /•A1AÍ 'i Sumarmálahret Mývatnssveit 1/5. Á sunnu- dagsmorgun brast hér á með norðan hríð, hvassviðri og 6-7 stiga frosti. Fáir áttu von á svo slæmu sumarmálahretL Til marks um það, átti Ármann bóndi Pétursson í Reynihlíð um áttatíu fjár úti. Þar sem veðrið var mjög hart og ærnar nýlega rúnar, þótti mikið liggja við að ná þeim fljótt í hús. Björgunarsveitin Stefán var kölluð til aðstoðar. Leituðu um 20 manns breiðleit um Reykja- hlíðarheiði. Skyggni var mjög lítið á köflum og varð einn leitarmanna viðskila við félaga sína, en kom fljótlega í leitirnar aftur. Allt féð mun hafa komist í hús. Veðrið hefur staðið slælítið síðan og færð mjög tekin að spillast, bæði innan sveitar og út úr henni. Mjólkurbíll átti í erfiðleikum á leið til húsavíkur um Hólssand í gærkvöldi. Gat bílstjórinn gert vart við sig úr björgunarskýli Slysavarnarfélagsins sem er á þessum slóðum. Þetta skýli var sett upp fyrir tveimur árum að tilhlutan slysavarnardeildarinn- ar í Mývatnssveit og á Húsavík. Ber að þakka það framtak. Þótt Hólssandur sé ekki langur fjall- vegur, er hann fjölfarinn og þar verða veður mjög hörð. Tel ég skýlið mjög til öryggis fyrir Mývetninga og aðra sem um þessa leið ferðast. Mikið er starfað í björgunarsveitinni Stefáni. Unnið er af kappi við að koma á fót vel búinni og öflugri sveit. Hún hefur eignast nýjan bíl, sem nú er u.þ.b. búið að innrétta og útbúa. Félagar í björgunarsveitinni hafa sótt námskeið og farið í æfmgaferðir í vetur. Björgunar- sveitin Stefán og Slysavarnar- deildin Hringur eiga ásamt SVFÍ og starfa í myndarlegu húsnæði sem er m.a. notað sem stjórnun almannavarna þegar umbrotahrinur ganga yfir á Leirhnúkssprungunni. Eins og allir vita liggja að Mývatnssveit víðfeðm öræfí, fjölsótt af ferða- mönnum og mörgum hefur orðið villugjarnt í Odáðahrauni. Er því brýnt að hér sé vel búin og þjálfuð björgunarsveit. Núver- andi formadur Björgunarsveit- arinnar Stefán er Hörður Sigur- bjarnarson. - Sig. Ragnarsson. Agæt afkoma ** í Svarfaðardal Hreppsnefnd Svarfdæla boðaði til sveitarfundar í þinghúsinu á Grund mánudaginn 23. apríl. í reikningum hreppsins, fyrir árið 1978 sem Halldór Jónsson oddviti las og skýrði, kom fram að afkoma hreppsins á árinu var mjög góð. Tekjuafgangur var 11.2 milljónir. Eignir sveitar- sjóðs eru metnar á tæplega 72 milljónirog eru þaðfasteignirað stærstum hluta. Skuldirsjóðsins eru aftur á móti sáralitlar. Félagsheimilissjóður er 6,6 milljónir, framlagður stofnkostn naður í Dvalarheimili aldraðra á Dalvík 6 milljónir og í heilsu- gæslustöðina á Dalvík 1.850 millj. Miklar umræður urðu um byggingu félagsheimilis í stað þinghússins á Grund, sem er orðið gamalt og þreytt. Var greinilegur almennúráhugi á því að gera úrbætur í þessu efni hið fyrsta. Flestir virtust æskja stað- setningar félagsheimilisins á Grund. Er þess að vænta að skipuð verði nefnd af sveitar- félaginu, og þeim 3-4 félögum öðrum sem líklegt þykir að verði byggingaraðilar, til að fjalla um stærð og gerð nýs samkomu- húss. (Heimild: Norðurslóð) Neytendasam- tökin á Akureyri Fundur 5. maí Neytendasamtökin á Akureyri, sem starfað hafa ötullega frá því þau voru stofnuð um miðjan mars, - hafa boðaðtil framhalds- stofnfundar nk. laugardag kl. 4. Neytendasamtökin munu hafaá prjónunum að opna skrifstofu nú næstu daga. Dagskrá fram- haldsstofnfundarins, sem hald- inn verður í Hótel Varðborg (niðri) laugardaginn 5. mai eins og áður sagði, er þessi: 1. Skýrsla formanns um undirbún- ingsstarf stjórnar. 2. Uppkastað lögum samtakanna lagt fram. 3. Félagsgjöld ákveðin. 4. Um- ræður um framtíðarverkefni samtakanna. 1. maí: Opið hús Eins og kemur f ram annars staðar í blaðinu þá varð ekkert úr fyrir- hugaðri dagskrá verkalýðsfélaganna 1. maí sl. Hins vegar var verulega vönduð dagskrá flutt í tilefni dagsins í Lárusarhúsi á þriðjudaginn og tókst hið besta. Milli 80 og 100 manns litu við og nutu góðra veitinga og skemmtunar í Lárusarhúsi. Þar spilaði drn Arason klassisk verk spænskra höfunda við góðar undirtektir. Síðan var flutt dagskrá í tali og tónum undir heitinu „Menning hvunndagsins". Dagskráin var samansett með sögubrotum, Ijóðalestri og söng. Fjallað var um daglegt amstur, vonina blíðu og brugðið á léttan leik. Dag- skráin var unnin upp úr verkum fjölmargra nútímahöfunda og flutt af Aðalsteini Bergdal, Einari Einarssyni, Hjörleifi Hjartar- syni, Kristínu Á. Ólafsdóttur, Svanhildi Jóhannesdótturog Viðari Eggertssyni. Af skjálfta- vaktinni Mývatnssveit 1/5 - Af skjálftavaktinni: Land rís stöðugt og er nú kominn meiri halli á stöðvarhúsið við Kröflu en nokkru sinni áður. Einnig fjölgar skjálftum. Þeir hafa orðið 26 á sólarhring, þeir stærstu eru 2,5 stig á Richter. Jafnframt því að skjálft- um fjölgar eru fleiri þeirra stærri. Sprungur við Leirhnjúk gliðna stöð ugt samfara landrisi á þessum slóðum. Aðalfundur verður haldinn í FÉLAGI ESPERANTISTA á Akur- eyri, „NORDA STELO“ sunnudaginn 6. maí kl. 16.00 í Eiðsvallagötu 18. Áhugamenn eru hvattir til að ganga í félagið. Tónlístar- dagarnir Tónlistarhátíðin á Akureyri var haldin um sl. helgi með miklum glæsibrag. Umsögn Hákons Leifssonar um tón- listarviðburðina verður því miður að biða til næsta blaðs. Passíukórinn, sem átti að halda tónleika sl. þriðjudag syðra, komstekki vegna samgönguerfiðleika. Tónleikunum var frestað til nk. sunnudags. Þeir verða í Háskólabíói 6. maí kl. 2 e.h. Góð gjöf Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hefir borist gjöf að fjárhæð kr. 350.000,00 til minningar um hjónin Jakobínu Halldórsdótturog Hall Sigtrygsson frá Stein- kirkju í Fnjóskadal. Börn hjónanna færðu sjúkrahús- inu þessa gjöf í tilefni þess að eitt hundrað ár eru liðin frá fæðingu foreldra þeirra. F.h. stjórnar Fjórðungs- sjúkrahússins þakka ég þessa höfðinglegu gjöf og óska gefendum alls góðs í framtið. Torfi Guðlaugsson. Finnst ekki rauður 1. maí Veðrið fyrsta maí gerði Akureyringum gramt í geði. Kröfugangan og útifundur á vegum verkalýðsfélaganna féllu niður, - og þótti flestum miður í röðum vinstri manna. Rögnvaldur Rögnvaldsson gerði þessa vísu fyrsta maí í því tilefni: Nú er hljótt um borg og bæ brostinn þekkur strengur. Fólkið rauðan fyrsta maí flnnur ekki lengur. Ferðafélagið Kötlufjall. Gönguferð. Sunnudag 6. maí kl. 10.00 f.h. Þátttaka tilynnist á skrifstofuna kl. 6-7 e.h. laugard. 5. maí. Sími 22720. Vélarbilun Vegna vélarbilunar í prent- smiðju frestaðist útkoma þessa tölublaðs af NORÐ- URLANDI um einn dag. Af sömu ástæöum er letrið ( þessu blaði litiðeitt öðruvisi en vanalega. Við biöjumst velvirðingar á þessu og vonum að blaðið þyki ekki torkennilegra en endranær.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.