Norðurland


Norðurland - 10.05.1979, Blaðsíða 1

Norðurland - 10.05.1979, Blaðsíða 1
NORÐURIAND 4. árgangur Fimmtudagur 10. maí 1979 16. tölublað Á Raufarhöfn: Blómlegt tónlistarlíf Tónlistarskóla Raufarhafnar var slitið þann 6. maí sl. og lauk þar með þriðja stafsári skólans. Stofnandi skólans og jafnframt skólastjóri hans fyrsta veturinn var Margrét Bóasdóttir. Tvo sl. vetur hefur Karl Jónatansson verið skólastjóri hans, en hann lætur nú af störfum. f vetur voru alls 44 nemendur í skólanum en 35 luku prófi. Kennt var á píanó, harmoniku, gítar, blásturshljóðfæri, fiðlu og melodiku. Auk Karls Jónatans- sonar var einn fastur kennari, Stephen Yates og einn stunda- kennari Jóhann Jósefsson frá Ármannslóni. Stephen Yates hefur verið ráðinn skólastjóri næsta vetur. Jóhann mun einnig kenna áfram, en óráðið er í eina kennarastöðu. Tónlistarlíf hefur verið blómlegt í vetur. Auk hinna hefðbundnu nemendatónleika við skólaslit Tónlistarskólans, hafa verið haldnir tvennir tónleikar. Kirkjukórinn og Barnakórinn héldu tónleika sunnudaginn 29. apríl. Einsöngvari með Kirkju- kórnum var Svava Stefáns- dóttir. Þótt tónlistin hafi verið lífleg þá er ekki hægt að segja það sama um tóna vorsins. Jörð er enn alhvít og víða mikil ófærð inn í bænum. Ekki kemur sá dagur að ekki snjói og hita- mælir fer ekki upp fyrir núllið. Sjómenn hafa lítið sem ekkert getað róið síðan ísinn fór vegna ótíðar. Sauðburður er að hefjast og verður að láta allt bera í húsum. Elstu menn muna ekki eftir öðru eins vori og ekkert lát virðist vera á norðan- áttinni. Nú standa yfir vorpróf í grunnskólanum og eru síðustu próf á föstudaginn nk. Nem- endur voru 111 í vetur. Skóla- stjóri er Jón Magnússon. Auk hans voru 6 fastráðnir kennarar og 3 stundakennarar. , Liney. Hjá Leikfélagi Akureyrar er sýningum á Sjálfstæðu fólki að Ijúka. Vegna þess hve margir urðu frá að hverfa á síð- ustu sýningu, hefur verið ákveðið að efna til aukasýningar nk. sunnudag kl. 20.30. Myndin er af Þráni Karlssyni og Kristjönu Jónsdóttur í hlutverkum sínum. Æfingar á næsta verkefni, sem er enskur gamanleikur, standa yfir og er stefnt að frumsýningu 25. maí. Ágóði þjóðarbúsins Framlag Hríseyinga Hrísey, 30/4. - Það er eflaust hægt að færa rök fyrir því, tölfræðilega, að best sé að koma öllum Islendingum fyr ir í einum landsfjórðungi, en litríki slíkrar byggðaþróun- ar yrði fáskrúðugt. En hafa 300 manneskjur úti í eyju efni á að krefjast stórra hluta? Til að sýna fram á að Hrís- eyingar hafí fært eitthvað að mörkum, til að fara fram á smálítið af þjóðarkökunni, verð- ur eftirfarandi birr. Árið 1976 voru fluttar út sjávarafurðir frá Hrísey fyrirum það bil 370 milljónir króna. Árið 1977 var upphæðin komin upp í svo sem 504 milljónir. Sam- kvæmt KEA fregnum frá í febrúar síðastliðinn, tók fisk- vinnslustöð KEA í Hrísey á móti 3280 tonnum af fiski árið 1978, og af því magni fóru 76,6% í frystingu. Verðmæti mmlega 588 milljónir króna. Á þessar tölur vantar útflutningsgjöld. Þessar tölur eru ekki settar hér fram til að slá nein met, heldur til að sýna framá að Hrísey- ingar hafi eitthvað fram að leggja, rétt eins og aðrir lands- menn. Þó ber þess að geta í sambandi við þessar tölur, að Kaupfélag Eyfirðinga á fisk- vinnslustöðina og einnig mestan hluta í togaranum, Snæfelli. Hríseyingar bera þar svo sem ekki neina reisn. En vinnuaflið og aðstaðan er þó allavega fyrir hendi og er þá nokkuð fengið. Einnig er nokkur trillu- og dekk- bátaútgerð hér sem er í_ eigu heimamanna sjálfra. -Guðjón. Soffia á þing Soffía Guðmundsdóttir fulltrúi sósíalista í bæjarstjórn á Akur- eyri situr nú á Alþingi fyrir Al- þýðubandalagið. Soffía, sem hefur oftsinnis setið á þingi áður gegnir nú þingstörfum fyrir Stefán Jónsson sem er í embætt- iserindum í Strassborg á þingi Evrópuráðsins. Þessir fjórir knáu heiðursmenn komu í starfskynningu á Norðurland sl. þriðjudag og Iíta glaðbeittir mót sól og sumri. Piltarnir heita: Björgvin, Hrannar Björn, Gestur og Sigurgeir Heiðar. Þeir eru í 5. bekk í Lundar- skóla. Blindrafelagið - með námskeið Barnaársnefnd Blindrafélags- ins, Hamrahlíð 17, Reyk., hefur hug á að efna til námskeiðs fyrir foreldra sjónskertra og blindra barna. Fyrirhugað er, að nám- skeið þetta standi í um viku, og hefjist 19. júní í sumar. M.a. er ætlunin að veita foreldrum ýmsar hagnýtar upplýsingar, er nauðsynlegar eru til þess að tryggja eðlilegan þroska sjón- skertra og blindra barna. Enn fremur er mjög æskilegt, að foreldrar þessa barnahóps fái tækifæri til þess að koma saman, og til þess að ráðfæra sig við sérhæfða blindrakennara og aðra, er eitthvað kunna að hafa til málanna að leggja. Grunur leikur á, að nokkuð sé um sjónskert og blind börn víðsvegar um landið, sem fara á mis við sjálfsagða þjónustu. Barnaársnefnd Blindrafélags- ins skorar því á alla þá, er áhuga hafa á þátttöku, að tilkynna sig sem fyrst til blindraráðgjafa í síma (91)38488. Slippstöðin: ^ r KOSIÐISTJORNINA Aðalfundur Slippstöðvarinnar hf verður haldinn 19. inaí nk. Bæjarstjóra er falið að fara þar með umboð Akureyrarbæjar. Að tillögu bæjarráðs skal hann tilnefna sem aðalmenn í stjórn fyrirtækisins þá Helga M. Bergs og Lárus Jónsson, en Hákon Hákonarson og Frey Ófeigsson sem varamenn. Ekki voru bæjarstjórnar- menn einhuga um þessa tilnefn- ingu á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag. Fulltrúar sósíalista Helgi Guðmundsson og Kristín Á. Olafsdóttir lýstu þeirri skoð- un sinni að þarna ætti bærinn að nota tækifærið og setja fulltrúa stórs hluta starfsmanna inn sem aðalmann í stjórn. Áttu þau þar við annan varamann- inn, Hákon Hákonarson, er hann formaður Sveinafélags járniðnaðarmanna jafnframt því að vera formaður Alþýðu- sambands Norðurlands. Þegar tillaga bæjarráðs var borin undir atkvæði sat annar fulltrúi Alþýðuflokksins, Þorvaldur Jónsson hjá ásamt Helga, en Kristín greiddi atkvæði á móti. Ásamt 2 fulltrúum Akureyrar bæjar eiga sæti í stjórn Slipp- stöðvarinnar 4 fulltrúar til- nefndir af ríkinu og 1 frá KEA. Hœkkun fargjalda Fargjöld Strætisvagna Akur- eyrar hækka í dag um 25% og eru því: Fyrir fullorðna kr. 150.00 Fyrir börn kr. 35.00 Farmiðakort fullorðinna 34 stk. kr. 4.000.00. Farmiðakort fullorðinna 7 stk. kr. 1.000.00. Farmiðakort barna 30 stk. kr. 500.00. Farmiðakort aldraðra 34 stk. kr. 2.000.00. Þessi hækkun er í samræmi við samning SVA við bæinn um að fargjöld skuli vera þau sömu og hjá Strætisvögnum Reykja- víkur. Af strætisvagnamálumer það annars að frétta að nú er verið að athuga hvar koma skuli fyrir biðskýlum þeim sem byggð verða í sumar. 5 milljón króna fjárveiting til þess verks dugir aðeins til að koma upp 3 til 4 skýlum. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Félagsfundur í kvöld kl. 20.30 í Lárusarhúsi. DAGSKRÁ: 1. Verkalýðsmál - Undirbúningur að stofnun verkalýðs- málaráðs ABA. 2. Tillögur að forvalsreglum. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennum. Stjórnarfundur þriðjudaglnn 15. maí kl. 20.30. SjC Reynt að varpa ljósi á hina dul- arfullu frímúrarareglu. - Sjá bls. 2 og 3 Hinn skeleggi pistill Starra í Garði um pólitík eymdarinnar er á bls. 5 Vorboðinn ljúfi, Tumi skrifar um Tónlistardagana á Akur- eyri. - Sjá baksíðu

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.