Norðurland - 10.05.1979, Side 2

Norðurland - 10.05.1979, Side 2
IMORÐURLAIMD Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Erlingur Sigurðarson, Páll Hlöðvesson, Guðrún Aðalsteinsdóttir og Kristín Á. Ólafsdóttir. Ritstjóri: Óskar Guðmundsson (ábm.). Dreifing og auglýsingar: Tryggvi Jakobsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Eiðsvallagata 18, sími 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins. A ðvörunarskot Ríkisstjórnin fékk aðvörunarskot frá ríkisstarfs- mönnum í síðustu viku. Vafalaust hafa fáir átt von á því að samningur forráðamanna BSRB viðríkis- valdið yrði felldur jafn harkalega og raun varð á eða af 7 af hverjum 10 sem atkvæði greiddu. En menn þurfa ekki að láta niðurstöðurnar koma sér á óvart. Ástæðurnar eru margar og misjafnar. Fyrst er til að taka að menn muna enn það aðal- verkefni ríkisstjórnarinnar, sem í upphafí var lof- að, - að standa vörð um kjör hinna lægstlaunuðu. Til þessa skyldi ýmsu ekki ómerkara fórnaðsvo að samstaða tækist. Láglaunamennirnir hafa líka gef- ið sitt eftir og það meira en góðu hófí gegnir, þegar horft er til þess sem jafnframt hefur gerst í launa- málum. Nýverið fengu flugmenn kauphækkun - sumir þeirra svo ríflega að nam góðum launum venjulegs launamanns. Skömmu áður höfðu flugfélögin fengið heimild stjórnvalda til 20% hækkunar far- gjalda. Yfírmenn á farskipum eiga í verkfalli og verk- bann er sett á undirsáta þeirra, sem lægri launin hafa. Farmgjaldahækkun er yfirvofandi. Ekki er langt síðan upp var kveðinn kjaradómur, hátekjumönnum BMH í vil, en snerti ekkert laun hinna lítilsigldari í þeim samtökum. Fáum dettur í hug að þessi dómur þurfí að vera nokkur endanleg sannindi ef vilji væri til að gera við þakið sem burtu fauk með honum. Kjaradómur BHM er pólitískur dómur, kveðinn upp til að hengja hnyðju um háls ríkisstjórninni og hún hefur ekki enn sýnt vilja tii að smeygja henni fram af sér. Hér má rekja upp- hafíð til þeirra er trúðu því að einföldun kjarabar- áttunnar í slagorðinu: „Samningana í gildi“ þýddi að vísitölubætur skyldu mælast í prósentum á þre- föld eða fjórföld dagvinnulaun verkamanns. Kaupmönnum, jafnt heildsölum semsmásölum, var ekki alls fyrir löngu veitt umbun sinna starfa, og svo mætti enn telja um sinn. Jafnhliða þessu hefur svo verðlag hækkað ört upp á síðkastið, ekki síst ýmis opinber þjónusta. Það væri fáránlegt að ætla að afgreiða niður- stöðu atkvæðagreiðslunnar með því að þar hafí aðeins ráðið ríkjum lágkúruleg krónuhy ggja, þegar mannréttindi hafí verið í boði á móti. Þeir sem harðast mæltu með samningum höfðu þó oft á hraðbergi orð í þá veru áður en niðurstaðan var kunn. Hún er því ekki aðeins aðvörunarskot til ríkisstjórnarinnar, heldur og til forráðamanna BSRB sem fóru hamförum í meðmælum sínum með samkomulaginu. Fólk gerir einfaldlega ekki verkallsrétt sinn að verslunarvöru, fyrir laun sem það þegar á með samningum. Samingstímabilið er brátt á enda og þá sækja menn sinn rétt. Eru nokkrar líkur á því að ríkisstjórn sem er hliðholl launþegum verði ekki til viðtals um fullan samn- ings- og verkfallsrétt eftir þrjá mánuði fremur en nú? Fólk horfíð iíka ekki á það þegjandi að hálauna- hópar hirði stórfelldar hækkanir til sín, þegar aðrir eru beðnir að gefa sinn hlut. Hefði verðbótaþak verið komið á á ný og/eða ríkisstjórnin sýnt vilja sinn til að gera tekjuskattinn að raunverulegum tekjujöfnunarskatti hefði máski öðruvísi farið. En afturhaldsöfðin eru of sterk innan ríkis- stjórnarinnar. Nú eru þau farin að klifa á kaup- bindingu. Efnahagsstefna Ólafs Jóhannessonar og hirðar hans er gengin sér til húðar. Það er von að fólk spyrji: „Er þá ekkert til nema gömlu íhaldsúr- ræðin“ - „Er ekkert ráð til nema að lækka kaupið“. Er ekki best að láta íhaldið um að annast framgang sinna stefnumiða og taka undir með Hrafni rauða í Brjánsbardaga: „Ber þú sjálfur fjanda þinn.“ Erl. Sig. Ulfar Þormóðsson: Frímúrarareglan á Akureyri (Brot úr handriti hókar um myrk- viði þeirrar leyndarreglu, sem margir telja váldamestu stofnun í samfélaginu) Frímúrarareglan á Akureyri hefur alla tíð verið geysi öflug og er enn. Reglubræðurnir eru allir áhrifamestu aðiljar í versl- un og viðskiptum innan bæjar- ins sem utan og helstu afsprengi aristókratískra ættboga. Þá má þar telja alla helstu stjórn- málamenn akureyríska, bæði á bæjarmálasviði og landsmála- sviði aðra en sósíalista. Það vekur ef til vill ekki furðu þeirra sem þekkja til hreyfingar- innar að allir helstu framámenn Kaupfélags Eyfirðinga í nútíð og fortíð hafa verið driffjaðrir í starfi hreyfingarinnar þar líkt og forkólfar SÍS í höfuðborgar- stúkunum, og þannig svarnir í fóstbræðralag við verslunar- auðvaldið í landinu, fóstbræðra lag sem tekur út yfir lög og regl- ur og að sjálfsögðu langt út yfir hugsjónir samvinnuhreyfingar- innar. Frímúrarahreyfingin var bú- in að starfa í 12 ár á Islandi áður en stúka var stofnuð á Akur- eyri. 1931 varvígð þarfræðslu- stúka, sem er eins konar for- garður að stofnun raunveru- legrar frímúrarastúku af lægstu gráðu, St. Jóhannesarstúku. Bróðurlegur góðvilji En látum frímúrarana sjálfa segja frá (tilvitnanir innan gæsa- lappa eru úr riti frímúrara Frímúrarareglan á fslandi 25 ára): „Veturinn 1928-’29 voru frí- múrarabræður á Akureyri orðnir 4 að tölu. Voru þeir þessir, taldir í röð eftir vígsluári sínu í st. Eddu: Jón C.F. Arnesen, konsúll, fram kvstj. (1922) Sr. Friðrik J. Rafnar, sóknar- prestur (1923) Otto G. N. Grundtvig, lyfja- fræðingur (1924) og Vilhjálmur Þór, framkvæmda- stjóri. í febrúarmánuði þá um vetur- inn bættist í hópinn sr. Sig- urður Stefánsson, sóknarprest- ur á Möðruvöllum. Þessir bræður komu saman nokkrum sinnum þá um vetur- inn. Ræddu þeir um frímúrara- fræðin og framtíðarhorfur frí- múrarastarfs á Akureyri. Á ár- inu 1930 bættust enn við í hóp frímúrarabræðra þar á staðnum þessir bræður: Jónas Kristjánsson, mjólkur- bússtjóri. Ingimundur Árnason, bókari. Jakob Frímannsson, fulltrúi, og Sveinn Þórðarson, bókhaldari. Auk þessara bræðra voru tveir frímúrarabræður til heim- ilis í næsta héraði, Skagafirði: Sigurður Sigurðsson, sýslu- maður, Sauðárkróki, og sr. Lárus Arnórsson, sóknar- prestur Miklabæ. Samkomum frímúrarabræðra á Akureyri var haldið áfram veturna 1929-’30 og 1930-’31. Á samkomum þessum lásu bræðurnir og ræddu frímúrara- fræðin og málefni reglunnar. Var áhugi bræðranna mikill, og settu þeir sér það takmark, að fá sem fyrst stofnaða fullkomna, starfandi St. Jóhannesar stúku á Akureyri. En stofnun St. Jóh. fræðslustúku töldu þeir fyrsta sporið, sem stíga yrði. Leituðu þeir nú ásjár og meðalgöngu embættismannaráðs st. Eddu í Reykjavík um áhugamál sitt, og fengu hinar bestu undirtektir. Embættismannaráð Eddu rit- aði stúkuráðinu í Kaupmanna- höfn um málið, og br. Ludvig Kaaber (Stórmeistari frím.á ís- landi í þá tíð. - Innsk. - úþ) studdi Akureyrarbræður af drengskap miklum og bróður- legum góðvilja. Að fengnum öllum nauðsynlegum upplýs- ingum ritaði stúkuráðið 1. apríl 1931 embættismannaráði St. Eddu bréf þess efnis, að V.V.S. (Kristján Danakóngur hinn tí- undi, stjórnandi og meistari danskra frímúrara og 8. um- dæmis frímúrarareglunnar, en á þessum árum var íslenska regl- an komin undir náð þeirrar dönsku í einu og öllu og án nokkurs sjálfstæðis né frum- kvæðis. - Innskot - úþ) hefði 26. mars það ár samþykt: að stofna mætti á Akureyri sérstaka St. Jóhannesarfræðslu- stúku, er lúta skyldi st. Eddu í Reykjavík. að fræðslustúkan skuli heita Rún að br. Vilhjálmur Þór verði formaður hennar, og að þessir bræður verði embættismenn hennar: Friðrik Rafnar, Sig- urður Stefánsson, Ingimundur Árnason og Jón C. F. Arpesen. KEA skýtur yfir skjólshúsi Árið 1930 byggði Kaupfélag Eyfirðinga verslunarhús mikið á Akureyri. Samdist svo um milli frímúrarabræðra og kaup- félagsins, að á efstu hæð hússins yrði útbúið húsnæði, er hentað gæti frímúrarastarfinu, og tóku bræðurnir síðan húsrúm þetta á leigu til fimm ára. Var sam- þykkt og leyft af yfirstjórn um- dæmisins, að nota húsrúm þetta til starfseminnar. Fræðslustúkan Rún var vígð 25. júní 1931. „Stofnfélagar fræðslustúk- unnar voru alls 12 að tölu, þeir, sem þegar hafa taldir verið og auk þeirra Oddur C. Thoraren- sen, lyfsali á Akureyri, . . . “ Hugleiðsluherbergið, þar sem frí- múraraefnið er látið vera aleitt, áð- ur en farið er með hann til „stúk- unnar“ til þess að verða tekinn inn á fyrstu gráðu. Þar eð litið er á mann- inn sem almyrkva guðleysingja, á hann að gera sið»sáttmála sinn í myrkraherbergi áður en hann „meðtekur ljósið“. „Næstu dagana, 26., 27. og 28. júní, hélt st. Edda svo 4 fundi í húsakynnum fræðslustúkunn- ar, og gengu í Regluna í þeim fundum 9 ungbræður. Hóf nú fræðslustúkan störf sín með haustinu og starfaði af Qöri og áhuga um veturinn. En bræðrunum á Akureyri var það ljóst, að markið hlyti að vera stofnun fullkominnar St. Jóh. stúku sem fyrst. Var unnið ósleitilega að undirbúningi stúkustofnunarinnar. Nutu bræðurnir á Akureyri þá sem fyrr atbeina og meðalgöngu stúkunnar Eddu. Ritaði embætt- ismannaráð stúkunnar Eddu stúkuráðinu í Kaupmannahöfn um óskir þeirra Akureyrar- bræðra, veitti þeim eindregin Jakob Frímannsson. Valur Arnþórsson, Vilhjálmur Þór. l \ _ -Sí^CiÉi / myl r- r-** m- 11 - 1' \ ~~ -Jk ' WB rgg • ^■■■■ 1 í á Frímúrarar og forstjórar í fímmtíu ár. 2 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.