Norðurland - 10.05.1979, Side 3

Norðurland - 10.05.1979, Side 3
Ýmsar „táknrænar" athafnir tíðkast meðal frímúrara. Byrjandi verður að fara í þrjár táknrænar ferðir í vígsluathöfn, með bundið fyrir augu og brett upp á hægri buxnaskálm og vinstri skyrtuermi. Neminn „sá Ijósið" í nærveru bræðranna með sveiflandi sverð. meðmæli, sendi þær upplýsing- ar er krafist var, og mæltist til þess, að sem fyrst yrði sent heim til íslands það, sem hin nýja stúka þyrfti á að halda til starfs- ins. Var málinu vel tekið af fyr- irmönnum reglunnar í Kaup- mannahöfn." Ut omnes unum sint „I bréfi til st. Eddu, dags. 15. júlí 1932, tilkynnti svo stúku- ráð, að V.V.S. hafi ll.júlísam- þykkt þá tillögu stúkuráðs, að stofnuð verði á Akureyri starf- andi St. Jóh. stúka, er skuli heita Rún. í bréfi þessu eru öll venjuleg og nauðsynleg fyrir- mæli um stofnun stúkunnar, stofnendur hennar og embættis- menn, vígslu hennar, skjaldar- merki, kjörorð og einkennisliti, svo og um það, hvenær stúkan megi taka til starfa, um undan- þágu frá greiðslum til stórstúk- unnar dönsku,...“ „Geta má þess að kjörorð hinnar nýju stúku skyldi vera: „Ut omnes unum sint.“ (Megi allir vera eitt) Stofnskrá og skipunarbréf stúkunnar voru dagsett 11. júlí 1932. Stofnendur hennar og stofnfélagar voru alls 21 að tölu, ... þeir 12 br.. er áður hafa verið taldir, og auk þeirra þessir 9 br.: Tómas , Björnsson, kaup- maður. Jón Svanbjörn Frímansson, bankafulltrúi. Sigurður Einarsson Hliðar, dýralæknir. Guðjón R. Bernharðsson, gullsmiður. Snorri Guðmundsson, tré- smiður. Ólafur Ágústsson, húsgagna- smíðameistari. Karl Ásgeirsson, símritari. Stefán Thorarensen, úrsmið- ur. Vigfús Sigurgiersson, ljós- myndari. Vígsla St. Jóh. stúkunnar Rúnar fór fram 5. ágúst 1932.“ ' A t Nú er svo, að leyndin yfir starfsemi frímúrara er svo ofboðsleg að tekur Bilder- berg fram. Það er hugsan- legt að eitthvað sé missagt, jafnvel rangt, - í þessari frá- sögn. Sé svo, þá býður blaðið frímúrurum á Akur- eyri pláss til að leiðrétta og segja gerr og ítarlegar frá. Megi leyndarráð burgeis- anna aldrei þrífast. .. •...... ..........- ..... Samheldni og bróðurandi Fyrsti stórmeistari Rúnar var Vilhjálmur Þór, framkvæmda- stjóri, en aðrir embættismenn voru síra Friðrik J. Rafnar, síra Sigurður Stefánsson, síra Lárus á Miklabæ, Svanbjörn Frí- mannsson, síðar Seðlabanka- stjóri mm, Ingimundur Árna- son, bókbindari, Jón Arnesen, konsúll og Jakob Frimannsson, síðar kaupfélagsstjóri KEA og forseti bæjarstjórnar Akureyr- ar. „Stúkan starfaði fyrsta sinn sama dag (5. ágúst), og var þá veitt upptaka í Regluna Bjarna Bjarnasyni, lækni. Bræðurnir á Akureyri höfðu lagt mikið á sig til þess að koma fram þessu áhugamáli sínu, stofnun stúkunnar. Hafði það og kostað þá bræður mikið fé og mikla fyrirhöfn að útvega húsgögn og annað, sem þurfti til þess að húsakynni stúkunnar yrðu sem hentugust og vistleg- ust. Hóf nú stúkan Rún starf sitt með ljöri og framsækni, og bar það hinn besta árangur. Bræðr- unum fjölgaði, og hin mesta samheldni, starfsgleði og bróð- urandi ríkti í félagsskap þeirra. Hafa br. úr Reykjavík, er heim- sótt hafa st. Rún á liðnum ár- um, og þeir eru orðnir margir, jafnan átt hinum bestu viðtök- um að fagna í hópi Rúnar- bræðra, og unað sé þar hið besta í góðum og alúðlegum félagsskap. Árið 1935 fór st. Rún að leita fyrir sér um rýmra og hentugra húsnæði. Vildi þá svo til, að boðið var til sölu samkomuhús, sem Akureyrarbíó hafði byggt nokkrum árum áður. Réðust nú Rúnarbræður í það stórvirki, að kaupa hús þetta, og þurftu til þess að taka allmikið fé að láni. En sýnt þótti, að neðri hæð hússins mundi gefa af sér í leigu nægilegt fé árlega til þess að standa straum af skuldunum. Miklar breytingar þurfti að gera á efri hæð hússins, svo að hús- rúmið þar mætti henta stúk- unni. Var nú gengið að því með dug og dáð að breyta húsinu. Unnu bræðurnir sjálfir að því að brjóta niður gamla veggi og byggja nýja. Jafnframt var unn- ið að þyí ósleitilega, að safna fé meðal bræðranna, svo að skuld- ir þyrftu ekki að aukast vegna breytinga á húsinu. Heppnaðist allt þetta vel. Húsiðvartilbúiðá árshátíð stúkunnar 5. ágúst 1936, sómasamlega búið hús- gögnum og að öðru leyti vistlegt og vel um gengið. Var húsið vígt og tekið til afnota á árshátíðinni 5. ágúst 1936, að viðstöddum mörgum br. úr Reykjavík. Hvíldi bjartur og fagur blær yfir þessari samkomu allri.“ „Stúkan Rún hélt hátíðlegt 10 ára afmæli sitt 5. ágúst 1942. Voru þá félagar hennar orðnir 55 að tölu. Fyrir afmælið hafði St. M. St. Andr. stúkunnar (Stórmeistari stúku heilags Andrésar, en Andrésarstúkur eru æðri stúkum heilags Jó- hanns, og æðri stúkum heilags Andrésar eru síðan Stúarta- stúkur. Að sjálfsögðu keppafrí- múrarar allir sem einn að flutn- ingi milli stiga, en einungis hinir útvöldu ná þó því að komast í æðstu stúkur. Bræður á neðri stigum i reglunni hafa að sjálf- sögðu ekki minnstu hugmynd um hvað þeim æðri bræður að- hafast, og er því ógnarlegur spenningur í mönnum að kom- ast á hin æðri stigin svo þeim auðnist æðri viska, svo og meiri virðing meðbræðra sinna. - Inn- skot -úþ) Helgafells, br. Ólafur Lárusson, greitt fyrir því, að Akureyrarbræðrum var færður að afmælisgjöf réttur til að stofna St. Andr. Fræðslustúku á Akureyri.“ „Við þetta tækifæri kvaddi stúkuna St.M. hennar, br. Vil- hjálmur Þór, með því að hann var þá fluttur frá Akureyri ti! Reykjavíkur. Hafði hann frá upphafi verið framtakssamur leiðtogi frímúrarastarfsins á í félagatali frímúrarareglunnar 1951-52. Nú er einnig starfandi Stúart- stúka á Akureyri. Embættis- menn hennar eru: Steindór Steindórsson, Þórður Gunnars- son, Vernharður Sveinsson, Haukur P. Ólafsson, Pétur Sig- urgeirsson, Guðmundur Jóns- son, Gunnar Þórsson, Ólafur Daníelsson, Alfreð Möller og Ólafur Jónsson. Æðstu embættismenn St. Andr. stúkunnar Huldar eru nú: Arngrímur Bjarnason, sem er stórmeistari hennar, Gestur Ólafsson, Ágúst Ólafsson, Björn Baldursson, Pétur Valdi- marsson, Haraldur Sigurgeirs- son og Baldvin Ringsted. Stórmeistari stúku heilags Jóhannesar, Rúnar, er Ragnar Steinbergsson, hrl., og aðrir æðstu embættismenn þeir Gunnar B. Árnason, Valur Arnþórsson, Sigurður Jóhann- esson, Magnús Jónsson, Gunn- laugur P. Kristinsson og Hall- grímur Skaptason. Við áramót 1978 voru akur- eyrskir og reyndar norðlenskir frímúrarar, því í Akureyrar- stúkunum eru menn víða að af Norðurlandi, 226 talsins. Eins og vikið er að hér að framan hefur frímúrarareglan alla tíð frá því hún skaut rótum á Akureyri verið geysiöflug, og innan hennar vébanda starfað allir helstu broddborgarar bæj- arins. Þar í hafa setið alþingis- mennirnir Friðjón Skarphéð- insson, fyrrv. dómsmálaráð- Leyndin, sem frímúrarar tileinka sér hefur gefið tilefni til margs konar ágiskana um „helgisiði“ þeirra. Þessi teikning af upptöku frímúrara í 33. gráðu gæti verið nærri raunveruleikanum. Akureyri. Tók nú við stjórn stúkunnar br. Friðrik J. Rafn- ar.“ „Félagatala st. Rúnar 1. jan. 1944 var 64.“ „St. Andr. frœðslustúkan Huld. “ „Hún var stofnuð og vígð á Akureyri 4. ágúst 1942. Hafði stofnun hennar áður verið sam- þykkt af Yfirstjórn frímúrara- reglunnar á íslandi. Stofnfélag- ar hennar voru 15 að tölu, allir félagar i St. Andr. stúkunni Helgafelli (Starfandi í Reykja- vik. - Innsk. -úþ). Stórmeistari þeirrar stúku, br. Ólafur Lárus- son prófessor, gat ekki sökum veikindaforfalla, komið sjálfur norður til Akureyrar til þess að vígja fræðslustúkuna. í hans stað kom V. St. M. St. Helga- fells, br. Sigurgeir Sigurðsson biskup, ásamt fleiri embættis- mönnum þeirrar stúku, og vígðu fræðslustúkuna. Var ákveðið að hún skyldi njóta verndar og eftirlits St. Andrésar stúkunnar Helgafells. Fyrstu embættismenn fræðslustúkunn ar voru þessir br.:“ Tómas Björnsson, Sigurður E. Hlíðar, Jakob Frímannsson, Sigurður Stefánsson, Friðrik J. Rafnar, Jónas Kristjánsson, Guðjón Bernharðsson og Bald- vin Ryel. Fullkomin stúka heilags Andrésar Akureyri var „stofn- uð með tilskipun 20. desember 1948. Stofnskráin er dagsett 7. janúar 1949 og skipunarbréfið var gefið út 19. s.m. Stúkan var vígð 30. sept. 1949 og starfaði í fyrsta sinn 1. októbers.á." segir herra, fyrrv. utanríkisráðherra Vilhjálmur Þór, (sem að vísu var ekki alþm.), Magnús Jóns- son, fyrrv. fjármálaráðherra, Jónas Rafnar bankastjóri við Útvegsbankann og núverandi þingmaður Jón G. Sólnes. Þá hafa allir helstu forvígis- Nokkur tákn frímúrarareglunnar. menn KEA gegnt æðstu trún- aðarstöðum í reglunni og nægir þar að nefna Vilhjálm Þór, Jakob Frímannsson og Val Arnþórsson. Þá hafa jafnan set- ið nokkrir frímúrarar í bæjar- stjórn Akureyrar og fleiri norð- lenskum bæjum fyrir borgara- flokkana þrjá, Framsókn, Al- þýðuflokk og Sjálfstæðisflokk. Á tímabili var svo komið á Akureyri að frímúrarar réðu ekki einasta öllum helstu at- vinnufyrirtækjum bæjarins, heldur og bönkum sem þar störfuðu, kirkjum á staðnum og nærsveitis og tollgæslunni, þeir höfðu meirihluta í bæjarstjórn og áttu forseta hennar, bæjar- fógetinn var frímúrari, bæjar- stjórinn, bæjarritarinn og bæj- argjaldkerinn. Þá voru og frí- múrarar sem ungað hafði verið út í Rún og Huld komnir til æðstu metorða í valdastofnun- um syðra. Valdi frímúrara á Akureyri hefur nokkuð hnignað hin allra síðustu ár. Loks má geta þess að Rúnar- félagar á Siglufirði og í Skaga- firði hafa starfandi sérstakar fræðslustúkur innan stiga heilags Jóhannsreglunnar. Skagfirðingastúkan heitir Mæli fell og eru embættismenn þar þessir: Árni Blöndal. Eyþór Ste- fánsson. Sigurður Snorrason, Björn Finnbogi Guðnason, Jón Ragnar Pálsson. Rögnvaldur Gíslason, Gísli Felixsson. Helgi Rafn Traustason og Stefán Pedersen. Á Siglufirði hittast frímúrar- ar í „Bræðrafélagi frímúrara á Siglufirði" og eru þessir helstu embættismenn: Þ. Ragnar Jónsson. Sigurjón Sæmundsson. Skúli Jónsson, Guðmundur Jónasson. Jóhann G. Möller, Kjartan Bjarnason og Sigurður Fanndal. Hér er teiknuð vígsla á frímúrara til hæstu gráðu, ef hann æskir ekki að þrauka til leiðtogastöðu innan reglunnar. NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.