Norðurland


Norðurland - 10.05.1979, Qupperneq 5

Norðurland - 10.05.1979, Qupperneq 5
IÞRÓTTIR Snjallir snáðar Um helgina átti sér stað úrslita- keppni yngri flokka í fslands- mótinu íhandknattleik. Úrslitin í yngsta aldursflokki karla eða 5. fl. fóru fram hér á Akureyri. f mótinu sjálfu var liðunum skipt niður í 3 riðla þ.e. tvo fyrir sunnan og einn fyrir Norður- land. Sigurvegarar í riðlunum voru Breiðablik úr Kópavogi, Ármenningar frá Rvík og Þór frá Akureyri. í þessum yngsta aldursflokki er oftast hvað mestur áhuginn og þar ræður leikgleðin ríkjum. Þórsdrengirnir komu skemmti- lega á óvart og skutu andstæð- ingum sínum algjörlega ref fyrir rass. Þeir léku báða sína leiki á laugardaginn og keppnisandinn hjá strákunum var með ein- dæmum góður. Fyrst gjörsigr- uðu þeir Breiðabliksmenn 13-6 og höfðu þar með tryggt sér úr- sjitaleikinn. Hann var gegn Ármanni og var þá spennan í algleymingi. Mikið var í húfi og stóðu allir drengirnir sig með sóma. Leikar fóru þannig að Þór sigraði með 8 mörkum gegn 7. Þar með var tryggður fyrsti íslandsmeistara- titill sem lið frá Akureyri hlýtur í handknattleik. Samúel Jóhannsson hinn þekkti íþróttamaður hefur séð um þjálfun þessa liðs í vetur og lýsir þessi árangur best starfi hans. Að sögn Samúels hafa strákarnir allir sem einn sýnt mikinn áhuga og ágæt ástund- un hefur gert þeim kleift að ná þessu marki. Til gamans má geta þess að markahlutfall liðs- ins í íslandsmótinu er 63 mörk gegn 34. Markahæstir drengj- anna í úrslitunum voru þeir Gunnar Gunnarsson með tíu mörk og Jónas Ottósson. Fyrir utan þessa miklu vegsemd eru Þórsarar einnig Akureyrar- meistarar í þessum aldurflokki. Valdi boltann Moli, Siguróli Kristjánsson, er fyr- irliði hinna sigursælu Þórsara. Hann hefur staðið í eldlínunni um nokkurra ára skeið þrátt fyrir ungan aldur. Blaðamaður NORÐUR- LANDS tók að máli fyrirliða hinna nýbökuðu Islandsmeist- ara Þórs í handknattleik. Sveinninn ungi sem er tólf ára að aldri heitir Siguróli (MOLI) Kristjánsson. Hann er úr Þorp- inu sem er helsta vígi íþrótta- félagsins Þórs a.m.k. meðal unga fólksins. Hvenœr byrjaðir þú að œfa íþróttir? Ég var 9 ára þ.e. árið '15 en það var í fótbolta undir leiðsögn Þrastar Guðjónssonar. Ég byrj- aði í handboltanum árið eftir hjá Samma en hann hefur þjálf- að mig öll árin. Þó að handbolti sé æðislega skemmtilegur þá er fótboltinn enn skemmtilegri. Hvers vegna valdir þú bolta- íþróttir frekar en aðrar íþrótta- greinar? Flestir félaganna voru í bolt- anum hjá Þór og ég slóst í hóp- inn. Auk þess er lagt meira upp úr boltaíþróttum en öðrum íþróttagreinum hjá Þór. Ég var á leikjanámskeiði árin '15 og’76 og fékk þá töluverðan áhuga fyrir frjálsum. En KA er alveg með frjálsar íþróttir hér á Akur- eyri en ég er í Þór. Hvað œfið þið oft í viku og hvernig gengur dœmigerð hand- boltaæfing fyrir sig? PISTILL VIKUNNAR Pólitík eymdarinnar Eru nú helvítis kommarnir að taka völdin og sósíalera allt heila klabbið? Fimm ára áætlun í landbúnaðarmál- um rétt eins og í Rússlandi. Ekki nema það þó. Þarf nokkur að verða hissa, - eins og allir ættu að vita að það er vinstri stjórn í landinu. Fari maður að athuga hvað fimm ára áætlun Steingríms landbúnaðarráðherra hefur að geyma í landbúnaðarmálum, að hverju hún stefnir, - verður mörgum huarhægra. Rauða hættan stendur ekki í gættinni, - svo voðalegt er það nú ekki. Fimm ára áætlanir Rússanna fyrr og síðar hafa víst ævinlega miðast við aukningu, framþróun, eflingu þess þáttar, sem áætlunin tók til, hvort sem það varðaði landbúnað eða aðra þætti þjóðarbúskapsins. Árangurinn skyldi svo verða undirstaða bættra kjara fólksins í landinu. Fimm ára áætlun Steingríms, sem hann telur í anda stefnumörkunar vinstri stjórnarinnar, miðar að sam- drætti í landbúnaði, sem nema á 15%-20% á áætlunartímabilinu. Hér eru ólíku saman að jafna eins og allir sjá. Fimm ára áætlanir þeirra í Austurvegi í landbúnaði miðuðu að aukningu landbúnaðarframleiðslu og eflingu þeirrar atvinnugreinar. Á ýmsu valt hversu þær áætlanir stæðust, sem vonlegt var. Einn bandamann áttu þeir þó sem dugði þeim oft vel. Það varárgæska, hagstætt tíðarfar. Áætlun Steingríms miðar að samdrætti í landbúnaði eins og fyrr segir. rýrnun landbúnaðar í þjóðarbúskapnum, þrengingar fyrir þá sem enn starfa að landbúnaði svo og allra hinna sem víðs vegar i þorpum og bæjum landsins byggja afkomu sína á úrvinnslu landbúnaðarafurða og ýmissi þjónustu við landbúnað. Það má vel vera að þeim samdráttar- mönnum verði vel ágengt í sínu starfi, áætlun þeirra fái staðist og ef til vill vel það. Þeir eiga líka sinn bandamann. Þegar ég sit hér 1. maí og lít út um gluggann, sé ég að sá bandamaður er þegar kominn á vettvang og bíður samdráttarmönnum þjónustu sína. Úti fyrir glugganum iðar hríðin svo ekki sér í næsta hús. Ef til vill boðar það kalin tún og aukinn tilkostnað, minni heyfeng, rýrari afrekstur og niðurskurð búfjár á komandi hausti. En nú á tímum þýðir það ekki horfelli, svo sem títt var hér áður, - og hefði raunarjjetað tekið ómakið af þeim samdráttarpostulum. Nei, svo sannarlega felst Rauða hættan ekki í þessari fimm ára áætlun, guði sé lof. Þetta er bara Pólitík Eymdarinnar, eins og vera ber. Allt frá fyrstu dögum íslandsbyggðar og til þessa dags hef ur það verið höfuð keppikefli að f ramleiða sem mest að landbúnaðarafurðum. Fyrr á tíð jafngilti það kapphlaup baráttunni um líf eða dauða þjóðarinnar. Það hljóta því að liggja einhver óyggjandi röktil þessað stefna nú í þveröfuga átt. Þau rök felast í einni setningu eða þessari: „Það er ekki hægt að selja íslenskar landbúnaðarvörur á erlendum markaði." Búið. Hvaða rök eru svo fyrir þessari fullyrðingu? Efalaust er rétt frá skýrt hvernig þessi markaðsmál standa í dag. Hins vegar er þess að engu getið hvernig þau gætu staðið, ef meiru hefði verið til markaðsleitar kostað og betur að unnið. Þess vegna er fullyrðingin sem ein liggur til grundvallar samdráttaráætluninni út í hött, haldlaus rök, einskis virði. Síst skal úr því dregið, að fyrir löngu er þörf stefnumörkunar í landbúnaði. Sú stefnumörkun verður að taka mið af landkostum. Sú athugun mundi leiða í Ijós, að á islandi væri hægt að framleiða í landbúnaði vissar tegundir matvæla, sem nægðu fleiri milljónum manna. Iðnaðarhráefni í stórum stíl til útflutnings eins og nú er komið á daginn, allt kjarnafóður sem á þarf að halda utan þess sem fengist frá sjávarútvegi, allar þær kartöflur sem þjóðin þarf á að halda í hverju meðal árferði, einnig annað grænmeti, allt það timbur sem þjóðin þarf að nota þegar tímar líða, - og er þó engan veginn allt talið. Sú stefnumörkun yrði að hafa það að leiðarljósi að halda landinu í byggð og stuðla að því að þeim fjölgaði til muna í framtíðinni, er bygggðu afkomu sína á landbúnaði. Af þessu leiðir að stefna verður að því að gera landbúnaðinn að útflutningsatvinnuvegi jöfnum höndum. Þá þarf að marka skýra stefnu varðandi rekstarform landbúnaðar. Ákveða hæfilega stærð einstaklingsbúsins og vinna að því að smábændurnir nái því marki. Vinna að því að stórbúin séu öll rekin á félagslegum grundvelli þ.e. í sameign og samvinnu fleiri en eins bónda. Stjórna þarf framleiðslunni með tilliti til þess hvar á landinu hver búgrein henti best, svo nokkuð sé nefnt af því sem miða þarf að í slíkri stefnumótun, en auðvitað er margt ótalið. Sú stefnumörkun sem hér hefur verið lauslega lýst, hefði auðvitað í för með sér að skipa yrði landbúnaðinum annan og þýðingarmeiri sess í þjóðarbúskapnum en verið hefur nú um sinn, - að ekki sé talað um ef pólitík eymdarinnar, sem birtist í fimmára áætlun samdráttarmannanna nær fram að ganga. Að endingu vil ég vekja athygli þeirra fjölmörgu þéttbýlisbúa sem vinna við úrvinnslu landbúnaðarvara og ýmiss konar þjónustu við landbúnað, á því, að samdráttur í landbúnaði er einnig samdráttur í atvinnu þeirra og afkomu. Það væri míkil gæfa ef samstaða tækist með þessu fólki og þeim bændum, sem ekki vilja fríviljugir leggjast á höggstokk samdráttarpostulanna, um að hrinda af höndum sér þessum ósköpum. Megi pólitík eymdarinnar aldrei þrífast. STARRI i GARÐI Ég er tvisvar í handbolta en einu sinni í fótbolta og körfu- bolta á veturna. Nú er fótbolt- inn að byrja og þá æfum við þrisvar eða fjórum sinnum í viku. Við byrjum yfirleitt hand- boltaæfingarnar með smá upp- hitun svo er skotið á mark- mennina og gerðar ýmsar knatt- æfingar og alltaf spilað í restina. Hvað œtlarðu að vera lengi í boltanum? Alveg örugglega eins lengi og ég get. Ég ætla að reyna að komast í atvinnumennskuna en til þess þarf ég auðvitað að leggja mikið á mig. Nú fer að styttast í það að ég verð að gera upp á milli þessara íþrótta- greina ég hef hugsað mér að velja fótboltann þó að það sé mjög erfitt að gera upp á milli þessara greina. Eitthvað að lokum? Ég vona að Þórsarar eignist sem flest l. deildarlið og standi sig vel í framtíðinni. E. B. Leikfélag Akureyrar Sjálfstætt fólk eftir HALLDÓR LAXNESS Aukasýning sunnudag kl. 20.30. Allra síðasta sinn. Aðgöngumiðasala opin dag- lega frá 17.00-19.00 og til kl. 20.30 sýningardagana. Sími24073. Helgi Ólafsson Skákþrautin Einhver óskiljanleg vitleysa slæddist inní síðustu þraut Norðurlands, vitleysa sem höf- undur pistilsins vill helst af öllu ekki meðtaka sem sína eigin (þó óneitanlega eigi hann þar nokk- uð erfitt um vik). Til að koma í veg fyrir allan misskilning þá á svarti kóngurinn að vera á Ein- ar fimm en ekki á Einar sex eins og einn glöggur lesandi Norð- urlands benti á. Að öðru leyti heldur þrautin sér. Verður lausn hennar birt í næsta blaði. Þraut vikunnar er á þessa ieið: Hvítur leikur og heldur jöfnu. Sjöfn fékk lóð Efnaverksmiðjan Sjöfn hefur fengið lóð til að byggja á iðnaðarhús. Er lóðin 3.5-3.6 hektara stór og markast af Hörgárbraut og lóðum við Frostagötu, Austursíðu og Síðubraut. NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.