Norðurland - 17.05.1979, Síða 2

Norðurland - 17.05.1979, Síða 2
NORÐURLAND Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Erlingur Siguröarson, Páll Hiöövesson, Guörún Aöalsteinsdóttir og Kristín Á. Ólafsdóttir. Ritstjóri: Óskar Guömundsson (ábm.). Dreifing og auglýsingar: Tryggvi Jakobsson. Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Eiösvallagata 18, siml 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiöja Björns Uónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins. Lágmarks- laun Hámarks- laun Stjórnvöld og allur almenningur standa nú frammi fyrir verulega breyttri stöðu í launamálum eftir þær hræringar sem orðið hafa frá áramótum. Dómur Kjaradóms vegna vísitöluþaks BHM, flugmannasamningarnir og far- mannaverkfallið eru þar mest áberandi. Að BSRB félagar höfnuðu 3% niðurfeliingu kemur tæpast til með að valda kollsteypu í efnahagslífínu en undarlegt má það heita, ef ekki hefur verið gert ráð fyrir í fjárlögum íslenska ríkis- ins, að standa við giidandi samninga. Ríkisstjórnin var stofnuð til að standa vörð um kaupmátt launanna. Það hlutverk hefur ekki verið rækt nægilega vel þrátt fyrir baráttu Alþýðubandalagsins til verndar framfærslulaun- um. Kratar og Framsókn kunna það ráð eitt við verðbólgu, að skerða kaupmáttinn og allt frá myndun stjórnarinnar hefur verið tekist á um þróun hans. Sósíalistar hljóta að gera þá kröfu - að flokkur okkar, Alþýðubandalagið, herði enn baráttuna fyrir verndun kaupmáttar og fyrir auknum réttindum láglaunafólks. Kjör hinna lægstlaunuðu mega ekki undir neinum kring- umstæðum verða kauplækkunarstefnu íhaldsins að bráð. Kaupmáttur láglauna þarf að aukast og með opinskáum vinnubrögðum af hálfu Alþýðubandalagsins, ætti það að takast. Hver þróun verður í þeim kjaradeilum, sem yfír standa er óráðið, en vert er að vekja athygli á, að mögu- leikar starfsstétta til að knýja á um kröfur sínar eru veru- lega mismunandi. Þannig geta flugmenn þolað t.d. að vera i verkfalli annað hvert ár og búa þó við betri efnalegan kost en venjuleg verkamannafjölskylda. Láglaunafólkið, sem rétt hefur fyrir nauðþurftum, getur ekki staðið í löng- um verkföllum til þess að leggja áherslu á réttlátar kröfur sínar, án þess að hætta afkomu fjölskyldunnar um langa hríð. Afborgunarkjör og auglýsingaflóð kapitalismans hafa séð til þess. Menn verða að taka afstöðu til þess hvort helgi samningsréttar er ekki í hættu þegar fámennir betur launaðir hópar í þjóðfélaginu, nota góða aðstöðu til að leggja áhersiu á kröfur sínar og hrifsa til sín kauphækk- anir er nema hærri upphæðum á mánuði en nemur öllum launum verkafólks. Það hefur enginn haldið því fram að flugmenn og aðrir slíkir eigi ekki að hafa góð laun, en meðan til er fólk sem hefur ekki nema í sig telst það varla vansalaust fyrir heilar starfsstéttir að heimta flmmföld laun þeirra lægstu eða meir. í framhaldi af þessu er rétt að vekja athygli á þingsályktunartillögu, sem Stefán Jóns- son og fleiri þingmenn Alþýðubandalagsins endurfluttu á þessu þingi. Tillagan gerir ráð fyrir að sett verði lög um að lægstu laun yrðu minnst helmingur hæstu launa. Það gæti verið viðeigandi að afgreiða þessa tillögu á siðustu dögum þingsins með tilliti til ástandsins í launamáium. Nokkrir íhalds og framsóknarmenn hafa þegar lýst sig andvíga lagasetningu um lágmarkslaun af þessu tagi og eitthvað eru kratar daufír. Láglaunafólkið mun taka eftir hverjir verða með og hverjir á móti. Það er kominn tími til þess að taka afstöðu tii þess hvað megi skoðast réttlátur launa- munur, en þó er mesta vandamálið þeir sem skammta sér launin sjálfír framhjá skattalögunum. Innflutningsauð- valdið og braskaralýðurinn sem fjármagnar áróðursvélar íhaldsins hefur aldrei greitt til samfélagsþarfa í hlutfalli við umsvif. Þjóðin býður eftir að verðalagsyfírvöld nái til þeirra miljarða sem stolið hefur verið frá neytendum í gegnum innflutningsverslunina. Viðskiptaráðherra mun hljóta fulltingi launafólks til viðeigandi ráðstafana í þeim efnum. Ben. Miljónir hvala f margar miljónir ára lifðu lyndi hvala þýðir einnig að Rök hvalverndarmanna milli 90 og 100 tegundir hvala, höfrunga, hnýsa og fleiri af þeirri spendýraætt, sem fræði- menn kalla cetacea óáreittar í viðáttu og djúpi heimshafanna. Fram að u.þ.b. árinu 1600 töldu stóru skíðis- og tannhvalirnir einir sér að öllum líkindum fleiri miljónir einstaklinga. Síðan hefur verið gengið á hvern stofninn á fætur öðrum eftir því sem hin oft tillits- og takmarkalausa beiting tækn- innar á hverjum tíma hefur gert kleift. Hvalastofnar sem áður hafa talið tugi eða jafnvel hundruð þúsunda einstaklinga telja nú aðeins nokkur hundruð eða - ef „ver hefur farið - e.t.v. nokkur þúsund dýra. Oft er ekki einu sinni hægt að segja til um það. Hvalir eru flökkudýr, þeir- halda sig í kringum hvarf- baugana og að nokkru leyti miðbaug þegar er vetur á norður- og suðurhvelum jarð- ar. Þar eignast þeir kálfa sína og ala þá á móðurmjólk um tima. Þegar sumrar á norður- eða suðurslóðum fara þeir þangað í fæðuleit. Þeir eru taldir vera mjög greindir, hafa flókið merkja- kerfi til tjáskipta og mjög þró- aða félagsskipun; margir skíð- ishvalir lifa t.d. einnig alla ævi í einkvæni. En þó skömm sé fráað segja vitum við lítið sem ekícert um þessi dýr annað en hvernig er hægt að drepa þau. Stjórnun hvalveiða mjög vandasöm Vegna þess að þeir eru flökkudýr eru stofnstærðar- áætlanir mjög erfiðar. Félags- jafnvel fáir hvalir sem eftir kynnu að vera af stórum stofni halda hópinn, svo „þéttleiki“ félagshópa og stofnar breytist ekki mikið. Á hinn bóginn dragast heildarútbreiðslu- svaeði þeirrá saman, þegar þannig stendur á. Hvalföng út af fyrir sig segir því ekkert um stærð og viðgang stofnanna. Um heildarathafnasvæði hvalastofna er lítið vitað og reyndar ekki með því fylgst. Lækkandi meðalaldur eða kynþroskaaldur veiddra dýra er þó ótvírætt merki ofveiðar. Hitt er það að föng úr félags- hópum hvalastofna, sem eru í lágmarki, geta valdið það mikilli röskun í félagshópnum að hann getur ekki lifað af þó svo að við teljum hópinn sem eftir er „nægilega stóran“. Það er einungis best að gera sér grein fyrir því hreint og beint, að hvalvisindamenn vita ekki mikið um hvar þessi hættu- mörk liggja. Það er m.a. af þessum ástæðum, að IUCN, (Aiþjóðasamband fyrir vernd- un náttúru og náttúruauð- linda), en það eru heildar- samtök margra vísindafélaga, kröfðust í sept. 1975 endur- skoðunar á nýrri stjórnunar- stefnu Alþjóða-Hvalveiði- nefndarinnar (IWC). En sú stefna felur m.a. í sér að not- færa sér hina auknu viðkomu sem einkennir hvalastofna í mikilli lægð. Ákafir hvalveiði- menn innan IWC halda þvi fram að þessi aukna viðkoma muni auðveldlega geta endur- reist stofnana, eða þá að þessa „umfram“-viðkomu megi veiða - meira að segja „ ... án nokkurrar hættu fyrir stofn- inn . . . “(!) Við þetta hafa hvalvernd- unarmenn eftirfarandi að at- huga. Hvalstofn, sem er í mikilli lægð er mjög viðkvæmur fyrir hverskonar áföllum; vikom- an er undir öHtini kringum- stæðum hæg; stofn, sem einu sinni er kominn i lægð mun varla geta endurheimt fyrri sess sinn í vistkerfinu þrátt fyrir hina auknu viðkomu, þar sem önnur dýr munu hafa yfir- tekið þann sess, jjæ. hafa fjölgað sér og á þann hátt tekið fæðuna frá hvölunum. Eðli hvalanna Hin nýja stjórnunarstefna IWC tekur þá ekki heldur minnsta tillit til eðlis hvalanna. Þegar föng úr stofnum og fé- lagshópum þeirra eru tiltölu- lega mikil leiðir það óhjá- kvæmilega til þess að félags- skipunin hjá hvölunum rask- ast - svo maður tali nú ekki um þessa skipulögðu ofveiði, sem nýja stjórnarstefnan m.a. felur i sér. - Afleiðingin verður að hvölunum er haldið í stöðugu spennu- eða stressástandi, en slíkt er yfirleitt ekki talið sæm- andi að bjóða öðrum dýrum, sem jafnan eru langtum minna félagslynd og greind en hvalirnir. Veiðiaðferðirnar Hér skal láta veiðiaðferðirnar óumræddar að öðru leyti en því að benda á að hvalverndar- menn almennt halda því fram, að þær standist ekki lágmarks- kröfur dýraverndunarsjónar- miða í hinum iðnvædda heimi. Þökkum hlýhug og að- stoð á erfiðum stundum vegna andláts og jarðar- farar VILHJÁLMS KRISTINS GUÐJÓNSSONAR, Hrísey. Valdís Kristinsdóttir. Guðjón Björnsson og dætur. ABA Félagsfundur Sl. fimmtudag hélt Alþýðubanda- lagið á Akureyri félagsfund um fyrirhugaða stofnun verkalýðs- málaráðs ABA. Auk þess voru forvalsreglur á dagskrá Fprmaður félagsins Kristín Á. Ólafsdóttir setti fundinn og skipaði Braga Skarphéðinsson fundarstjóra, og fórst honum það vel. Hilmir Helgason flutti framsögu um verkalýðs- málaráðið. Hann rakti þátt verkalýðspólitíkur í starfi fé- lagsins á undanförnum árum og sagði frá starfi undirbúnings- nefndar síðustu vikur. Líflegar umræður urðu um verkalýðsmál og ráðið á fundinum. Samþ. var tillaga.um lög fyrir verkalýðs- málaráð, sem verður lögð fyrir aðalfund félagsins 29. maí nk. Síðan voru forvalsreglur teknar til umræðu. Fyrir fund- inum lágu tillögur frá Sunn- lendingafjórðungi um slíkar reglur og leist fundarmönnum allvel á þær. Samþ. var áskorun til framkvæmdastjórnar um að hraða gerð tillagnanna um forvalsreglur og freista þess að koma á samræmdum reglum um landið. Bragi sleit tundinum með skörulegri ræðu nokkru fyrir miðnætti. Skrifstofustarf Skrifstofustarf á bæjarskrifstofunum er laust til umsóknar. Vélritunarkunnátta er áskilin. Upplýsingar um starfið veitir undirritaður í síma 21000. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 23. maí n.k. Akureyri, 14. maí 1979. Bæjarritari. Frá Tónlistarskólanum á Akureyri ( ráði er að kennt verði á harmoniku næsta vetur, ef næg þátttaka fæst. Skólagjald fyrir 8 mánaða nám verður 75.000 kr., þ.e. 2 kennslustundir á harmoniku og 1 í tónfræði á viku. Tekið verður við umsóknum næstu daga. Sjá auglýs- ingu annars staðar í blaðinu. SKÓLASTJÓRI. Frá Tónlistarskólanum á Akureyri Innritun fyrir næsta vetur fer fram ( skólanum mánu- daginn 21. maí til föstudagsins 25. maí kl. 14-18 (nema uppstigningardag). Kennt verður í eftirfarandi greinum: Forskóli fyrir 4-9 ára börn. Strokhljóðfæri frá 5 ára. Blokkflauta, tréblásturshljóðfæri, málmblásturshljóð- færi og ásláttarhljóðfæri, gítar, píanó, orgel, harmonika, söngur. Vegna þrengsla, þá verður aö takmarka nemenda- fjölda, sem er gert eftir dagsetningu umsókna, það gildir einnig um nemendur er áður hafa stundað nám við skólann. SKÓLASTJÓRI. 2 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.