Norðurland - 17.05.1979, Síða 3

Norðurland - 17.05.1979, Síða 3
Ole Lindquist: # , Hvalavemd í brenmdepli Sumarið 1972 var haldin fyrsta allsherjar ráðstefna um um- hverfisverndarmál á vegum Sameinuðu Þjóðanna, eftir u.þ.b. fimm ára undirbúning. I henni tóku þátt 113 ríki, en ekki sáu þau sér öll fært að starfa jafnt að öllum málefnum ráðstefnunnar. Á þessari Ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um hið mannlega umhverfi var gerð alhliða úttekt á helstu og mest aðkallandi vandamálum í samskiptum manns og náttúru. Þar var m.a. einnig Qallað ítarlega um hvali almennt séð, gildi þeirra fyrir vistkerfi jarðar og skortinn á vísindalegum hvalarannsóknum, sem leiðir til mikillar óvissu um raunverulega stærð hvala- stofna, og loks um mögulega hóflega nýtingu hvala í fæðu- búskap heimsins einhverntímann í framtíðinni. Á Ráðstefnu Sameinuðu Þjóð- anna um hið mannlega umhverfí voru samþykkt mörg tilmæli til ríkisstjórna heimsins. Tilmæli nr. 33 varða hvali, hvalarann- sóknir og hvalföng og hljóða í lauslegri þýðingu á þessa leið: Það eru tilmæli til ríkisstjórn- anna að þær samþykki að efla Alþjóðlegu Hvalveiðinefndina, að auka alþjóðlega rannsóknar- starfsemi, og - sem bráðnauð- synlegt mál - krefjast að gerður verði alþjóðlegur sáttmáli um 10 ára frestun hvalveiða annarra en þeirra sem eru þáttur í sjálfs- nægtarbúskap. Þessi sáttmáli á að vera undir umsjón Alþjóða Hvalveiðinefndarinnar og taka til allra hlutaðeigandi ríkis- stjórna. Síðasta grein tilmælanna dró að sér mikla athygli eins og vænta mátti. Það voru fyrst og fremst Bandaríkin, knúin til þess af öflugum umhverfis- verndarsamtökum, sem lögðu sig öll fram um að vera fulltrúi alhliða verndunar hvalanna, en hugmyndin fékk stuðning mjög margra ríkja. Það voru í raun og veru ein- ungis Japan með Brasilíu og Suður-Afríku í dragtogi, sem snerust gegn tilmælunum og töldu engar vísindalegar ástæð- ur liggja fyrir, sem rökstuddu 10 ára allsherjar bannið á „comm- ercial whaling“. En eins og áður sagði hlutu tilmælin almennt mjög góðar undirtektir og voru fyrst af- greidd frá nefnd með 51 at- kvæði gegn 2 (Japan, Suður- Afríka) en 12 sátu hjá. Síðan voru tilmælin rædd og borin undir atkvæði á allsherjarfundi ráðstefnunnar og þar samþykkt samhljóða með 53 atkvæðum. Enginn var sem sagt á móti en 12 sátu hjá. Ráðstefna Sameinuðu Þjóð- anna um hið mannlega umhverfí, sem varla er hægt að líta á öðru vísi en fulltrúa eða rödd alls mannkyns, hafði mótað fyrstu nauðsynlegu aðgerðirnar í mál- efnum þeim, sem varða sam- skipti okkar mannanna við hvalina, þessar glæsilegu skepn- ur heimshafanna. ísland greiddi tilmælunum atkvæði sitt og er með öðrum orðum upp frá því - allavega siðferðilega - bundið af annars- vegar eigin afstöðu og atkvæða- greiðslu og hinsvegar tilmælun- um, sem viljayfirlýsingu af hálfu alls mannkyns. ísland studdi tilmæli þessi um 10-ára bann við því sem á ensku kallast „commercial whaling", þ.e.a.s. veiðar sem fyrst og fremst miða að sölu hvalafurða út fyrir veiðistaðinn eða aðrar hvalveiðar en þær, sem eru þátt- ur í sjálfsþurftarbúskap, aðal- lega frumbyggja („aboriginal whaling"). Rúmleg túlkun þessara til- mæla mundi þýða að allar hval- veiðar íslendinga sem miða að öflun hvalkjöts til hefðbund- innar neyslu hér innanlands mættu halda áfram, en allar aðrar hvalveiðar yrðu lágðar af. Ég vil taka það fram, að þettaer rúmleg túlkun þessara tilmæla, þrengri túlkun er möguleg, og mundi í raun og veru fela í sér stöðvun hverskonar hvalveiða hér við land. íslenski fulltrúinn á um- hverfismálaráðstefnu Samein- uðu Þjóðanna hefur haft fyrir- mæli frá ríkisstjórninni hér heima og báðum aðilum - ís- lenska fulltrúanum og ríkis- stjórninni - hefur verið ljóst að hverju var gengið með því að greiða þessum tilmælum at- kvæði sitt! Þetta var árið 1972. Ári seinna og 1974 staðfesti og ítrekaði stjórn Umhverfisvernd- aráætlunar Sameinuðu Þjóðanna (United Nations Environment Programme, UNEP, - framhald Stokkhólms-Táðstefnunnar) á fundi sínum í Genf tilmælin um 10-ára stöðvun „commercial", þ.e. meiriháttar hvalveiða. Maður skyldi halda, að ís- lendingar hefðu upp úr þessu gert nauðsynlegar ráðstafanir til að stöðva alveg - e.t.v. á nokkr- um árum - allar meiriháttar hvalveiðar hér við land þannig að einungis hefðu verið leyfðar hvalveiðar sem miðast við kjöt- neyslu Islendinga sjálfra. Eftir að ísland hafði stutt til- mæli nr. 33 frá umhverfismála- ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna, skyldi maður einnig halda að þeir mundu fylgja tilmælunum eftir á alþjóðlegum vettvangi, svo sem í Alþjóða Hvalveiði- nefndinni (IWC), og styðja ávallt hvalfriðunartillögur og þá helst 10-ára bannið við allri „commercial whaling". Hvorugt þetta hefur þó gerst - þvert á móti. Ef skoðaðar eru tölur yfir föng langreyða, sandreyða og búrhvala frá þessum tíma - og það eru einmitt fyrst og fremst þessar veiðar, sem núna draga að sér athygli, jafnvel á alþjóð- legum vettvangi - kemur eftir- farandi í ljós: TAFLA I. Arleg meðalfdng Langreyðar Sandreyðar Búrhvalir 1967-72 235 89 90 1973-78 242 72 86 1977-78 190_______73 125 Hér sjást með öðrum orðum éngin merki þess að stefnubreyting hafí átt sér stað. Langreyðar og sandreyðar eru verðmætari söluvarningur en búrhvalir og veiðitölur á langreyðum og sandreyðum annarsvegar og búrhvölum hins vegar gefa einnig skýrt til kynna, að fyrst og fremst er sóst eftir að ná í þessar stóru reyðar, en þegar - að öllum líkindum af völdum ofveiða - ekki er hægt að taka „nóg“ af þeim er svo að segja „fyllt upp“ með búrhvöl- um. Þetta stefnir að sjálfsögðu einnig búrhvölunum í hættu. Það sést með öðrum orðum af þessum meiriháttar veiðum á langreyðum, sandreyðum og búrhvölum, að íslensk stjórn- völd og Alþingi íslendinga hafa ekki á nokkurn hátt hlustað á rödd mannkynsins eins og hún hljómaði einróma í tilmælum nr. 33 frá Ráðstefnu Samein- uðu Þjóðanna um hið mannlega umhverfi. Að þessum meiriháttar hval- veiðum íslendinga stendur fyr- irtækið Hvalur h.f. Forstjóri og einn eigandi þess er Kristján Loftsson, sem einnig lengi hef- ur verið aðalráðgjafi íslensku ríkisstjórnarinnar í hvalveiði- og hvalverndunarmálum, og sem slíkur hefur hann setið marga fundi Alþjóða Hval- veiðinefndarinnar. En hvernig hefur íslenska ríkisstjómin staðið að því á al- þjóðlegum vettvangi að afla fylgis við tilmæli nr. 33 frá um- hverfísmálaráðstefnu Samein- uðu Þjóðanna um „ . . . sem bráðnauðsynlegt mál . . .“ að koma á alþjóðlegum sáttmála um 10-ára frestun allra meiri- háttar hvalveiða, þ.e. hvalföng fyrst og fremst með sölu fyrir augum („commercial whal- ing“)? Jú, fulltrúar Islands (íslensku ríkisstjórnarinnar og Álþingis íslendinga) hafa a.m.k. tvisvar sinnum greitt atkvæði á móti því sem fulltrúar íslands studdu á umhverfísmálaráðstefnu Sam- einuðu Þjóðanna! Hver var og hver er þá í raun og veru stefna íslensku ríkis- stjórnarinnar og Alþingis Is- lendinga viðvíkjandi þessu máli? Og hvaða skoðanir hefur almenningur í þessu landi á þessu máli? 24. ársfundur Alþjóðlegu Hvalveiðinefndarinnar, IWC, var haldinn tveim vikum eftir að Ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um hið mannlega umhverfi lauk. Tilmæli nr. 33 voru flutt á þessum IWC-fundi afaðalritara Stokkhólms-ráðstefnunnar fyr- ir hönd h'inna 113 þátttöku- ríkja. Tilmæli nr. 33 voru einnig lögð fram fyrir næsta, þ.e. 25. ársfund Alþjóða Hvaíveiði- nefndarinnar. r— AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Lausar kennarastöður Kennara vantar að grunnskólum Akureyrar. Meðal kennslugreina eru danska, stærðfræði, líffræði, enska og tónmennt. Umsóknarfrestur er til 20. máí. SKÓLANEFND AKUREYRAR. Umsóknir um dvöl á dagvistarstofnunum Akureyrar Umsóknir um dvöl á dagvistarstofnunum óskast endurnýjaðar hjá forstöðumönnum heimilanna nú fyrir 1. júní n.k. Þær umsóknir sem ekki verða endur- nýjaðar falla þar með úr gildi. Einnig er auglýst eftir umsóknum um dvöl á leikskólanum við Hlíðarlund. Umsóknareyðublöð fást á Félagsmálastofnun, Geisla- götu 5, milli kl. 10 og 12. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Sumardvöl aldraðra Sem og undanfarin sumur gengst Félagsmálastofnun Akureyrar fyrir sumardvöl aldraðra að Löngumýri í Skagafirði. Að þessu sinni er um tværferðir að ræða 7.-18. ágúst og 3.-14. september. Umsækjendur eru beðnir að snúa sér til Félagsmála- stofnunar Akureyrar, sími 25880 - 25881. Framhald á bls. 4. Frá Barnaskóla Akureyrar Sýning á vinnu nemenda verður í skólanum sunnu- daginn 20. maí. Opið frá kl. 2-6. Innritun 6 ára barna Innritun 6 ára barna (fædd 1973), sem ætlað er að sækja forskólanám á næsta skólaári, fer fram í barna- skólum bæjarins miðvikudaginn 23. maí n.k. kl. 10-12 f.h. og 2-3 e.h. Innrita má með símtali við viðkomandi skóla: Oddeyrarskólann í síma 22886. Barnaskóla Akureyrar í síma 24172. Lundarskóla í símum 24560 og 24802. Glerárskóla í símum 22253 og 21395. í stórum dráttum er gert ráð fyrir að skólasvæðin, á komandi skólaári, verði óbreytt miðað við núverandi skólaár, en í undantekningartilfellum munu skólarnir hafa samband við viðkomandi foreldra. SKÓLANEFND AKUREYRAR. Garðyrkjufræðsla Eftirtalda daga verða haldin garðyrkjunámskeið fyrir almenning í Lundarskóla. Fimmtudaginn 17. maíkl. 20.30. Óli Valur Hansson. Ræktun í heimilisgróðurhúsum. Kennt verður ræktun í gróðurhúsum, bygging gróðurhúsa, jarðvegsnotkun, rekstur og plöntuval. Þriðjudaginn 22. maí kl. 20.30. Axel Magnússon, Hólmfríður Sigurðardóttir, Árni Steinar Jóhannsson. Jarðvegur, áburður og rekstur lóðarinnar. Plöntu- notkun, - tré og fjölær blóm. Þriðjudaginn 29. maí kl. 20.30. Ólafur B Guðmunds- son. Steinhæðir og steinhæðarplöntur. Halldór Sverrisson. Fyrirlestur um plöntusjúkdóma. Öllum heimil þátttaka meðan húsrúm leyfir. Þátttökugjald kr. 500. GARÐYRKJUSTJÓRI. NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.