Norðurland - 17.05.1979, Síða 4

Norðurland - 17.05.1979, Síða 4
Frá Pósti og síma, Akureyri Nýja símaskráin verður afhent frá og með miðviku- deginum 16. maí. Vinsamlegast óskast sótt sem fyrst. STÖÐVARSTJÓRI. /-----------------------------\ TÆKNISKÓLi ÍSLANDS ÁÆTLAR ÞESSAR NÁMSBRAUTIR SKÓLAÁRIÐ 1979-80 í Iðnskólanum á Akureyri Frumgreinadeildir í Iðnskólanum á Akureyri Almennt undirbúningsnám. Lesið er til raungreina- deildarprófs á tveim árum. Áður þarf að vera lokið almennu námi (í tungumálum, stærðfræði, eðlis- fræði og efnafræði) sem fram fer í iðnskólum eða er sambærilegt. Skólaárið 79/80 stendur frá 3. sept. til 31. maí. Umsóknir ber að skrifa á eyðublöð, sem skólinn gef- ur út. Eigi síðar en 10. júní þurfa umsóknir að hafa borist skólanum. Eyðublöð fást póstsend ef þess er óskað. Sími (96)-21663, kl. 15.30-17.30. Starfræksla allra náms- brauta er bundin fyrirvara um þátttöku og húsrými. Iðnsveinar ganga fyrir eftir því sem við á. SKÓLASTJÓRI. ___________________________________________J Iðnskólinn á Akureyri áætlar þessar námsbrautir skólaárið 1979-1980 3. áfangi fyrir samningsbundna iðnnema sem lokið hafa 2. áfanga iðnskóla og u.þ.b. helmingi námstím- ans. Námstími ein önn. 2. áfangi fyrir samningsbundna iðnnema sem lokið hafa grunnskóla- eða gagnfræðaprófi með fullnægj- andi lágmarkskröfum eða 1. áfanga iðnskóla. Náms- tími ein önn. 1. áfangi fyrir nemendur sem ekki hafa fullnægt lág- markskröfum um einkunnir á grunnskóla- eða gagn- fræðaprófi. Námstími ein önn. Undirbúningsdeild fyrir eldri nemendur sem ekki hafa miðskólapróf. Kennt verður síðdegis. Námstími ein önn. Rafsuðudeild fyrir samningsbundna rafsuðumenn. Kennt verður að mestu síðdegis. Grunndeildir verknáms í málmiðnaði, rafiðnaði og tréiðnaði fyrir nemendur sem ekki eru í samnings- bundnu námi hjá meistara. Nemendur þurfa að hafa lokið grunnskóla- eða gagnfræðaprófi með fullnægj- andi lágmarkskröfum eða 1. áfanga iðnskóla. Sá sem hefur lokið eins vetrar námi f verknámsskóla á rétt á 12 mánaða styttingu námstíma hjá meistara. Tækniteiknaraskóli 1. bekkur, bóklegt nám í 8 mán- uði. Kennt verður síðdegis. Meistaraskóli u.þ.b. 25 vikna kennsla. Kennt verður síðdegis. Kennsla miðast við kröfur bygginganefnda um kunnáttu til löggildingar. Haustönn stendur frá septemberbyrjun til 15. janúar. Vorönn stendur frá 15. janúar til maíloka. Starfræksla allra námsbrauta er bundin fyrirvara um þátttöku og húsrými. Umsókn skal skrifa á eyðublað um námsvist í fram- haldsskóla og skila ásamt afriti af prófskírteini. Umsóknum verður veitt móttaka á skrifstofu skólans alla virka daga frá 21. maí til 8. júní klukkan 14.00- 18.00. Skólaslit ó þessu vori verða fimmtudaginn 31. maí kl. 20.30. SKÓLASTJÓRI: STAK STARFSMANNAFÉLAG AKUREYRARBÆJAR heldur aðalfund að Hótel Varðborg mánudaginn 21. maí 1979 kl. 20.30. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Listar til stjórnar og trúnaðarmannaráðs með 10 meðmælendum skulu hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en sunnudaginn 20. maí 1979. Skrifstofa félagsins að Strandgötu 7 verður opin frá 17-19. Frá Hússtjórnarskóla Akureyrar Vetrarstrafið 1979-1980 verður með svipuðum hætti og vant er. Löng og stutt námskeið verða haldin í: • Matreiðslu • Fatasaumi • Vefnaði • Hnýtingum • Postulínsmálun o.fl. Umsóknir þurfa að berast í maí, skriflega eða sím- leiðis. Þeir nemendur sem ekki komust að í vetur þurfa að endurnýja umsóknir sínar. Innritun og upplýsingar í síma 24199 milli kl. 2 og 4. SKÓLASTJÓRI. SPARIÐ PENINGA Sana gosdrykkir Sana öl, eru ódýrari KJORBUÐIR ATLAS- sumarhjólbarðar í flestum stærðum nýkomnir. VÉLADEILD KEA SiMI 21400 - 22997 GÚMMÍVIÐGERÐ KEA SiMI 21400 Myndlistaskólinn Akureyri Vorsýning Sýning á verkum nem- enda verður í húsnæði skólans Gallery Háhól laugardaginn 19. maí kl. 16.00-22.00 og sunnu- daginn 20. maí kl. 15.00-22.00. Nemendur sæki verk sín mánudaginn 21. maí kl. 15.00-18.00. Skólastjóri. Glerárgötu 34 simi:24958 Hvalavemd Framhald af bls. 3. Atkvæðagreiðslan um 10-ára bannið varðandi „commercial whaling" var þá með eftirfar- andi hætti: 24. ársfundur IWC 1972 25. ársfundur IWC 1973 A móti Sat hjá A móti Sat hjá Argentína x x Ástralia x x Kanada x x Danmörk x x Frakkland x x ísland x x Japan x x Mexíkó x x Noregur x x Panama x x Suður-Afrika x x England x x Bandaríkin x x Sovétríkin x x Samtals (14) 4 6 4 8 5 1 Til þess að slíkar tillögur geti náð fram að ganga á árlegum aðalfundi IWC þarf 3/4 meiri- hluta atkvæða með tillögunum, hreinn meirihluti dugar ekki. í bæði skiptin greiddu ís- lensku fulltrúarnir atkvæði á móti 10-ára stöðvun „commer- cial“ hvalveiða Hvernig stendur á þessu hróplega misræmi - svo ekki sé nú talað um siðleysið - í sam- bandi við afstöðu Islands til þessa máls bæði heima og er- lendis? En það er gífurlegur misskiln- ingur að halda að hér sé smá- mál á ferðinni - nema þetta sé hreinlega gert af yfirveguðu ráði án tillits til afleiðinganna. Straumhvörf í málefnum hvalverndar Siðan Ráðstefna Sameinuðu Þjóðanna um hið mannlega um- hverfi var haldin 1972 hafa orðið straumhvörf í málefnum varð- andi hvali, hvalveiðar og hval- vernd á alþjóðlegum vettvangi, en hér á landi hefur hvorki verið skýrt frá gangi mála í samhengi né hafa farið fram um þetta al- mennar umræður innan eða utan alþingis. Þögnin og hin óábyrga afstaða íslensku ríkis- stjórnarinnar og Alþingis Is- lendinga hefur þegar skaðað álit íslands erlendis, þar sem Is- land - þrátt fyrir stuðning sinn við tilmæli nr. 33 - hefur ávallt síðan skipað sér við hlið þeirra sem stundað hafa hvalföng í enn stærra mæli. Þetta sést líka af töflu II í sambandi við atkvæða- greiðsluna á 25. ársfundi IWC árið 1973. Það er þó ljóst að fylgjendum hvalveiðibannsins hefur vaxið fiskur um hrygg frá 1972 til 1973, og svo hefurreyndar verið síðan. A ég hér ekki bara við atkvæðagreiðslu ákveðinna ríkja í Alþjóða Hvalveiðinefnd- inni heldur einnig stefnu þeirra heima fyrir svo og athygli og virkni almennings í hverskon- ar náttúruverndarsamtökum, bæði þeim sem vinna að vernd- un hvala og öðrum sem starfa á breiðari grundvelli. (Meira um hvali í næsta tbl.) 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.