Norðurland


Norðurland - 31.05.1979, Blaðsíða 1

Norðurland - 31.05.1979, Blaðsíða 1
NORÐURLAND 4. árgangur _Fimmtudagur 31. maí 1979_19, tölublað Aðalafundur ABA: Heitar umræður Alþýðubandalagið á Akureyri hélt aðalfund sinn sl. þriðjudags- kvöld. Fráfarandi _ formaður félagsins, Kristín A. Olafs- dóttir setti fundinn, fundarstjóri var Óttar Einarsson og fundar- ritari Jóhannes Jósefsson. Kristín Á. Ólafsdóttir flutti síðan skýrslu fráfarandi stjórn- ar. Þar kom fram ma. að 32 stjórnarfundir voru haldnir á starfsárinu, 7 félagsfundir og einn almennur fundur. Félags- málanámskeið var haldið sl. haust á vegum stjórnarinnar með góðum árangri. Þrjár nefndir störfuðu á vegum stjórn arinnar; undirbúningsnefnd að stofnun verkalýðsmálaráðs, nefndir vegna opins húss og árshátíðarnefnd. Árshátíðin var haldin 3. febrúar með glæsibrag; Þá gaf stjórnin út fréttabréf til félaga á starfsárinu. Þá fjallaði Kristín almennt um stjórnmála- ástandið og gat um skort á gagnrýnni umræðu um störf og stefnu flokksins og nauðsyn á fræðslu um sósíalismann á vegum Alþýðubandalagsins. Jón Hafsteinn Jónsson flutti skýrslu hússtjórnar. Miklum tíma og fyrirhöfn auk fjársafna hefur verið fórnað í að stand- setja fundarsal í Lárusarhúsi. Enn eru miklar framkvæmdir eftir á vegum hússtjórnarinnar, sem þola litla bið. Þ.á.m. er lagning hitaveitu og endurbæt- ur á raflögnum hússins. Hilmir Helgason formaður bæjarmála- ráðs skýrði frá störfum ráðsins þann tíma sem það hefur starfað og verkefnum framundan (sjá viðtal við Hilmi inni í blaðinu). Bæjarmálaráð hefur haldið 26 fundi á starfsárinu. Þá las Höskuldur Stefánsson reikn- inga félagsins, sem voru endur- skoðaðir án athugasemda og samþykktir á fundinum. Var nú gert kaffíhlé á fundinum og nutu fundarmenn veitinga í boði fráfarandi stjórnar. Eftir hléð var gengið til dagskrár undir röggsamri stjórn Óttars aftur. Samþykktar voru tillögur undirbúningsnefndar verkalýðsmálaráðs ABA um lög fyrir ráðið. Þá var samþykkt lagabreyting um stjórnarkjör. Þá talaði Steinar Þorsteins- son fyrir uppstillinganefnd og lagði fram tillögur hennar sem Hluti fundarmanna á aðalfundinum. Nóg komið qf tilslökunum Aðalfundur ABA lýsir yfir stuðningi við tillögur þær um efnahagsráðstafanir, sem ráð herrar Alþýðubandalagsins hafa lagt fram í ríkisstjórn- inni. Fundurinn telur að stjórnarsamstarfíð hafi vald- ið vonbrigðum og að nóg sé komið af tilslökunum og mála miðlunum. Það er skoðun fundarins að nái þessar tillög- ur Alþýðubandalagsins ekki fram að ganga, sé mælirinn orðinn fullur og beri því að slíta stjórnarsamstarfinu án tafar. Sumarleyfi Norðurlands Óskar hættir Með þessu blaði lætur Óskar Guðmundsson af rit- stjórn NORÐURLANDS, sem hann hefur haft á hendi frá áramótum. Óskar flyst nú brott frá Akureyri, fyrst til Reykjavikur og þaðan á vit framandi þjóða. Utgáfustjórn NORÐURLANDS þakkar honum samstarfið og óskar honum velfarnaðar á komandi árum. Ekki hefur enn verið ráð- inn ritstjóri í Óskars stað. Undanfarin sumur hefur ver- ið gert nokkurra vikna hlé á útgáfu blaðsins vegna sum- arleyfa og svo verður enn gert. Er þetta því síðasta blaðið að sinni. Útgáfustjórn vinnur nú að því að fá nýjan ritstjóra og mun ganga frá þeim málum í sumarleyfinu, þannig að á útáliðnu sumri geti blaðið haldið áfram göngu sinni á ný með nýjum manni við stýrið. Jafnframt því sem útgáfu- stjórn mun fá blaðinu nýjan ritstjóra verður í sumarleyf- inu unnið kappsamlega að því að styrkja blaðið fjár- hagslega í sessi. Þar þarf einnig að koma til ykkar hlutur, lesendur góðir. Þessa dagana er verið að innheimta áskriftargjöld fyrri hluta yfir standandi ára. Menn eru beðnir að greiða fljótt og vel gjöld sin hvort sem að dyrum berja innheimtumenn, eða þeir fá senda gíróseðla. Minnist þess að blaðið á ekki til annarra en ykkar að sækja, og dragið það því ekki of lengi á krónunum. Stór áskrifenda- söfnun En útgáfustjórn hyggur á fleira en innheimtu áskriftar- gjalda. í vændum er stór- felld áskriftaherferð, fyrst og fremst hér í kjördæminu. Á þeim dögum sem liðnir eru af þessu ári er ekki fjarri að blaðinu hafi bæst einn nýr áskrifandi á dag. En betur má ef duga skal. Takmark okkarer lOOOnýiráskrifend- ur á árinu. Því mun útgáfu- hléið verða ósleitilega notað í því skyni að það mark náist, og þar kemur aftur til ykkar hlutur. Bjóðið því kunningj- um ykkar og vinnufélögum að gerast áskrifendur, fá a.m.k. tilraunaáskrift og til- kynnið blaðinu um nöfn þeirra. Takmark okkar er að inn- heimta útistandandi skuldir í júní og nota þann mánuð og hinn næsta til að safna nýjum áskrifendum að þessu ágæta blaði, sem svo heiisar ykkur aftur vígreift fyrir haustið. Tryggvi Jakobsson mun á næstu vikum hafa stjórn þessara mála á hendi, og eru menn hvattir til að hafa sam- band við hann á skrifstofu NORÐURLANDS, meðpen inga sína, nýja áskrifendur og fleira sem þeir kunna að hafa að færa blaðinu eða þurfa að létta af hjarta sínu. Útgáfustjórn. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi Hinn nýkjörni formaður, Höskuldur Stefánsson. voru samþykktar án breytinga. Formaður var kjörinn Hösk- uldur Stefánsson. Aðrir í stjórn og varastjórn voru kjörnir: Brynjar Ingi Skaptason, Gísli Ólafsson, Páll Hlöðversson, Haddur Júlíusson, Tryggvi Jakobsson, Katrín Jónsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Helgi Haraldsson og Geirlaug Sigur- jónsdóttir. Endurskoðendur voru kjörnir Jóhannes Jósefs; son og Friðrik Kristjánsson. í Fulltrúaráði voru kjörnir eftir- taldir félagar: Helgi Guðmunds son, Soffía Guðmundsdóttir, Steinar Þorsteinsson, Hólm- fríður Guðmundsdóttir, Óttar Einarsson, Guðrún Aðalsteins- dóttir, Bragi Skarphéðinsson, Geir ívarsson, Geirlaug Sigur- jónsdóttir og Torfi Sigtryggs- son. Varamenn: Ragnheiður Pálsdóttir, Magnús Ásmunds- son, Jón Hafsteinn Jónsson, Sigtryggur Jónsson og Harald- ur Bogason. í hússtjórn Lárusar Framhald á bls. 7 Aðrar leiðir í baráttunni Aðalfundur ABA haldinn 29. maí 1979 ítrekar ályktun fé- lagsfundar frá í vetur um sam- tvinnun ísl. auðvaldsins og amerískrar hersetu. Telur fundurinn, að það sé ekki sósíaliskum markmiðum til framdráttar að taka þátt í borgaralegum ríkisstjórnum, sem stíga ekkert skref í þá átt að Iosa landið við ameríska herinn og þjóðina úr Nató. Aðildin að Nató og hersetan eru þjóðinni til auðmýkingar og auðvelda alþjóðlegu auð- valdi samruna við íslenskt. Því telur aðalfundurinn að fram- vegis beri að sinna öðrum leiðum en þingræðisleiðinni einni í sósíaliskri baráttu Alþýðubandalagsins. Raufarhöfn og Þórshöfn: Næg verkefni - fyrir 2 tannlœkna í 5 ár Raufarhöfn 29/5. Ennþá er íshrafl inni á höfninni; - en ístíðinni er vonandi að Ijúka. Bryggjur, sem reyndar eru gaml- ar og fúnar, eru farnar að gefa sig undan ísnum. Bátar hafa orðið fyrir mjög miklu veiðafæratjóni héðan, - sérstaklega grásleppu- bátar. Hins vegar eru grásleppu- kallar enn bjartsýnir á veiði, því grásleppan er ekkert farin að hrygna ennþá. Bændurínágrenn- inu er farnir að miðla heyjum. Lionsfélagið gaf hingað tann- læknatæki fyrir rúmu ári. Þau hafa staðið hérna ónotuð síðan. Tannlæknanemar buðust til að koma hingað, - en fengu ekki leyfi frá Tannlæknafélaginu. Þá var auglýst erlendis eftir dönsk- Frá Dalvik Við óskum NORÐUR- LANDI gleðilegs sumars og góðrar hvíldar og vonum að það fari af stað aftur af endurnýjuðum lífsanda í haust. Ritstjórann, Óskar Guðmundsson og starfsfólk blaðsins, þau Kristínu Á. Ólafsdóttur og Tryggva Jakobsson, sem öll eru að hætta störfum kveðjum við með sárum trega og þökkum hressilegt samstarf. Stefán Björnsson, Rúnar Lund, Sólveig Brynja Grétarsd. Dalvík. s___________________________^ um tannlæknum og sýndu þeir áhuga. Þá tóku þeir við sér hjá tannlæknafélaginu og gátu sent hingað mann í 6 vikur. Það dugir hins vegar skammt, því hér á Raufarhöfn og Þórshöfn eru verkefni fyrir tvo tannlækna í fimm ár. Það er skringilegt að læknanemar séu sendir út á land eins og ekkert sé, - meðan að tannlæknanemar fá ekki að spreyta sig á jafn ærnum verkefnum og bíða i tanngörð- um sveitamanna. Líney. f---------------------------\ Kristín kvödd Útgáfustjórn sér nú á bak einum þriðjungi sínum, þar eð Kristín Ólafsdóttir er nú á förum úr bænum og stefnir úr landi. Saga hennar og saga blaðsins hafa verið meira en lítið tengdar allt frá upphafi þess, og ýmis önnur mál einnig ekki síst ijárhagsmálin. Kristín hef- ur eins og menn vita löngum séð um rekstur og dreifingu blaðsins, og oft hefur bið hennar orðið löng eftir kaup- inu sínu, og fleiri ósvífni hefur afkvæmið sýnt henni, en Kristín umborið. Það er því með eftirsjá að blaðið sér á bak Kristínu, en það og að- standendur þess aðrir þakka samstarfið og óska henni alls hins besta í framtíðinni. Útgáfustjórn. ^■■—■■■■....... ■■■■■■ ■ ■'» » ------------------------------------------------------- —..... ' ^ Guðjón Björnsson í Hrísey segir frá spennandi ferð umhverfís eyna á bls. 3 Leikdómur Oddu Margrétar um nýjasta verk LA - Skrítna fuglinn á bls. 4 Viðtöl við nokkra fulltrúa ABA í bæjarnefndum Akureyrar eru á bls. 5

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.