Norðurland


Norðurland - 31.05.1979, Blaðsíða 5

Norðurland - 31.05.1979, Blaðsíða 5
Að ári liðnu frá sveitarstjómarkosningum Akureyri: Starfið að bæj armálefnum Eiits og kunnugt er myndar Alþýðubandalagið á Akureyri meirihluta í bæjarstjórn ásamt Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum. Bæjarfulltrúar fyrir ABA eru Soffía Guðmundsdóttir og Helgi Guðmundsson. Um árs skeið hefur verið starfandi á vegum ABA bæjarmálaráð sem er opið öllum félugum. Bæjarmálaráð kemur saman fyrir bæjarstjórnarfundi og fjallar um mál sem eru á dagskrá bæjarstjórnar. Flest mál sem tekin eru fyrir í Bæjarráði og af Bæjarstjórn Akureyrar hafa áður verið til umfjöllunar í nefndum bæjarins. Þannig hafa flest mál farið í gegnum nefndir bæjarins og bæjarmálaráð ABA áður en þau koma fyrir almenningssjónir sem ákvarðanir eða ályktanir frá Bæjarstjórn. ABA áfulltrúa í um 30nefndum á vegum bæjarins. Sl. vetur hefur verið gerð grein fyrir í NORÐURLANDI störfum og stefnumótun Félagsmálaráðs, þar sem Soffía Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi er formaður og framhaldsskóla- nefndarþar sem Kristín A. Olafsdóttir hefur starfaðfyrirABA. Helgi Guðmundsson bæjarfulltrúi er formaður byggingar- nefndar og í Skipulagsnefnd fyrir ABA. Til að forvitnast um starfið leituðum við til formanns Bæjarmálaráðs ABA og nokkurra fulltrúa í nefndum: Skýrar línur Hilmir Helgason vinnuvé/astjóri hefur veriðformaður bœjarmála- ráðsins það ár, sem það hefur Hilmir Helgason. starfað. Við spyrjum Hilmi fyrst hvernig ráðið hafi starfað? Ráðið hefur gert lítið annað en fara yfír dagskrá bæjar- stjórnar hverju sinni, - og hefur það reynst ærið verkefni og tímafreict. Stefnumótun hefur ekki verið sem skildi í bæjar- málaráði ABA og þarf að vera gjörbreyting þar á. Hvernig getur bœjarmálaráðið orðið stefnumarkandi? Fyrir síðustu kosningar unn- um við upp stefnuyfirlýsingu í hinum ýmsu málum. Nú þyrftum við að reyna að fylgja henni ítarlegar eftir í nefndum bæjarins. Það yrði þá verkefni bæiarmálaráðs að sjá til þess að svo yrði. En er bœjarmálaráðið þá ekki komið í tímahrak? Það liggur í augum uppi að til að sinna verkefnum sínum þarf bæjarmálaráðið meiri tíma og við verðum að fjölga fundum. Hafa komið upp efasemdir um það hvort núverandi starfshœttir í bæjarmálum séu besta leið að því marki sem Alþýðubandalagið stefnir að? Nei, það held ég ekki. Ég held að flestir geri sér grein fyrir því að núv. starf sé best fallið fyrir þá 2 bæjarfulltrúa af sem við höfum af 11 til að ná málum fram. Má benda á að við vorum eini flokkurinn, sem buðum upp á þetta samstarf fyrir kosningar. Hins vegar liggur ekki ljóst fyrir hvert er raunverulegt valdasvið bæjarmálaráðs gagnvart fulltrú- um í nefndum og bæjarstjórn. Það þarf að skýra línur í þeim efnum áður en lengra er haldið. lenda hins vegar í skugganum, - sennilega vegna þess hve fáir þeir eru og akureyskt landslag illa undir hjólhestinn hannað. Framkvæmdir fyrir 4 milljarða Brynjar Ingi Skaptason verk- fræðingur er fulltrúi Alþýðu- banda/agsins í stjórn Hitaveitu Akureyrar. Hafa ekki verið miklar framkvœmdir síðan þú komst nærri fyrirtækinu? Jú, það er óhætt að segja það. Hitaveitan er að framkvæma fjögurra ára áætlun sem hafíst Stöðvun framkvæmda við höfn- ina Hi/mir er einnig í hafnarstjórn fyrir ABA. Hver hafa verið aðalmálin í hafnarstjórn þetta misserið? Aðalmál hjá okkur hafa verið almenn afgreiðsla til hafnar- stjórnar og framkvæmdaáætl- un. Aætlunin hljóðar upp á 175 millj. fyrir árið 1979. Bæjar- stjórn samþykkti hana en auk þess var hún til umfjöllunar hjá Hafnarmálastjóra. Það bar svo við að hún var skorin niður, þannig að þaðan var hún komin niður í 25 milljónir króna. Þessum niðurskurði vísaði Hafnarstjórn Akureyrar á bug og ítrekaði fyrri áætlun sína. Var ákveðið að visa málinu til fjármálaráðuneytisins og er nú beðið umsagnar þaðan. Astand- ið er því þannig nú, að engar nýframkvæmdir eru á vegum hafnarstjórnar og hún skuldum vafin. Ljóst er að Hafnarmáþa- stjóri hefur alltof mikil völd. Ég tel það tímabært fyrir Akur- eyrarhöfn að reyna að brjótast undan því ofurvaldi. Gangandi vegfarendur í sókn Gísli Ólafsson símvirki er í Umferðanefnd fyrir ABA. Hvað Brynjar Ingi Skaptason. var handa við 1977. Lagning dreifikerfis um bæinn á að ljúka næsta sumar. Bygging dæli- stöðvar er að verða tilbúin þessa dagana. Annar tveggja miðl- unartanka er tilbúin en hann er staðsettur sunnan elliheimilis- ins. Hinn tankurinn verður byggður í sumar ofan við birgðageymslu Vegargerðar- innar í Glérárdal. Húsnœðismál Hita- og Vatns- veitunnar hefur mjög borið á góma síðustu mánuðina. Hvernig standa þau mál nú hjá ykkur? Það er á framkvæmdaáætlun hitaveitunnar fyrir næsta ár, að byggja lager og verkstæðis- húsnæði á sameiginlegri lóð Hita- og Vatnsveitunnar. Akveðið er að hafa að hluta til sameiginlegt húsnæði veitanna ef guð lofar. Eitthvað að lokum? Framkvæmdir hitaveitunnar eru svo umfangsmiklar að líkja má við allar aðrarframkvæmdir á vegum bæjarins. Fram- kvæmdaáætlun hitaveitunnar á þessu ári nemur álíka hárri upphæð (um 4 milljarða) og íjárhagsáætlun Akureyrar- bæjar. Þá er rétt í lokin að upplýsa fólk um það, að vatns- öflun gekk hægar og var kostnaðarmeiri en reiknað hafði verið með. En síðasta árið hefur gengið betur, - við rétt höngum í þörfinni. Þá er verið að vinna að því að Hitaveitan fá vatnsrétt- indi á svæðinu þar sem hugsan- lega er heitt vatn að finna. Hagsýslustjóri sinni verkefnum í atvinnumálum Páll Hlöðversson er formaður Atvinnumálanefndar bæjarins og situr í nefndinni fyrir ABA. Við spyrjum Pál fyrst hvert sé starfssvið Atvinnumálanefndar? Það er að standa vörð um trygga atvinnu í bænum og hafa áhrif á atvinnuþróun til þess að komast hjá áföllum. Hún skal leggja ríka áherslu á að finna Páll Hlöðversson. nýjar leiðir á atvinnumálum sem stuðla að eðlilegri atvinnu- þróun byggðarlagsins. Að hverju vinnur nefndin núna og er eitthvað framundan? Nú stendur yfir á vegum Byggðadeildar Framkvæmda- stofpunar ríkisins gerð iðn- þróunaráætlunar fyrir Norður- land í samstarfi við Iðntækni- stofnun Islands og Fjórðungs- samband Norðlendinga. Einnig fer fram könnun á stöðu og horfum í viðskipta og þjónustu- starfsemi á Norðurlandi. At- vinnumálanefnd Akureyrar mun veita Fjórðungssamband- inu aðstoð við þessa könnun. Atvinnumálanefndir undanfar- inna ára hafa starfað fremur lítið vegna góðs atvinnuástands; sem vonandi helst áfram. I samstarfsyfirlýsingu meirihlut- ans í bæjarstjórn 1978 var undirstrikuð þörfin á skipu- lagðri atvinnuþróun. Þar er gert ráð fyrir að ráðinn verði hag- sýslustjóri að bænum, - hann gegndi jafnframt störfum fyrir atvinnumálanefndina, þegar hann verður ráðinn. Hljómsveitartónleikar um hvítasunnuna Gísli Ólafsson. hefur verið tekið fyrir í nefndinni síðan þú hófst störf í henni? - Það hefur t.d. verið rætt um börn í umferðinni í tengslum við barnaárið margnefnda. En mestur tími hefur farið í um- fjöllun umferðamála á grund- velli tillagna að miðbæjarskipu- lagi bæjarins. Nýtur bíllinn forréttinda í um- ferðinni á Akureyri fram yfir hjólandi og gangandi vegfar- endur? Hingað til hefur svo verið. En mér virðist ætla að verða breyting þar á. T.d. finnst mér í nýja skipulaginu vera tekið mun meira tillit til gangandi vegfar- enda en áður. Hjólreiðamenn Komið hefur verið á fót áhuga- mannahljómsveit, sem hefur það markmið að leiðarljósi að gefa hljóðfæraleikurum úr öll- um landshlutum kost á því að koma saman til samleiks þar sem æfð sé undir leiðsögn vanra stjórnenda efnisskrá, sem síðan flytjist opinberlega eftir því sem færi gefst. Það vakir einkum fyr- ir þeim, sem að þessu fram- taki standa, að örva tónlistar- starfsemi áhugamanna og gefa sem flestum úr þeirra hópi kost á því að iðka hljómsveitarleik. Hér er eins og nærri má geta um algera sjálfboðavinnu að ræða jafnt af hálfu atvinnu- sem áhugamanna, og deila þátttak- endur í þessu starfi með sér að jöfnu fjárhagslegri ábyrgð af tónleikahaldi og öðrum kostn- aði, sem þessu er samfara. Nú um hvítasunnuna stendur til að efna til tónleika á Dalvík og á Akureyri, en viku síðar verður leikið í Mosfellssveit og í Háskólabíó í Reykjavík. Hér er um að ræða frumraun þessa hóps, og eru samstarfsaðilar að þessu sinni aðeins tveir, þ.e. Sin- fóníuhljómsveit Reykjaívikur og Hljómsveit Tónlistarskólans á Akureyri, en takist vel til, verður á næsta ári leitað eftir þátttöku víðar að af landinu. A efnisskrá fyrirhugaðra tón- leika nú að þessu sinni eru verk allt frá fyrri hluta 18. aldar og fram til okkar daga. Er óhætt að segja, að hún er einkar fjöl- breytileg, og hefur verið hugað vel að hvoru tveggja, áheyri- legum verkum og vinsælum, og einnig gætt vöndunar í vali við- fangsefna. Fluttir verða forleik- ir eftir A. Sullivan, W. A. Mozart, einleiksverk með hljóm sveit eftir C. D. von Dittersdorf, W. A. Mozart og G. Verdi, verk fyrir blandaða hljómsveit eftir P. M. Davies (frumflutningur á Islandi), G. Rossini í útsetningu B. Britten, J. Sibelius, J. Strauss G. Fr. Hándel og verk fyrir strengjahljómsveit eftir E. Grieg og E. Elgar. Einsöngvar- ar verða Olöf Harðardóttir sópran og Garðar Cortes tenór, en einleikarar á hljóðfæri Gareth Mollison á horn, Brian Carlile á lágfiðlu og Richard Korn á kontrabassa. Stjórn- endur hljómsveitarinnar eru Brian Carlile og Michael Clarke. Tónleikarnir hér á Ak- ureyri verða í íþróttahúsi Gler- árskóla 4. júní, á annan í hvíta- sunnu, og hefjast kl. fimm síð- degis. Aðalfundur Trésmiðafélags Akureyrar: Ályktun um kjaramál Síðastliðinn vetur samþykktu allflest verkalýðsfélög að framiengja gildandi kjara- samninga. Með því að draga til baka áður samþykkta uppsögn samninga varð Trésmíða- félagið aðili að þeirri launa- málastefnu sem Alþýðusam- bandið hafði markað og byggð var á samkomulagi við ríkisstjórnina um að ef ekki yrðu grunnkaupshækkanir á árinu héldist kaupmáttur launa óskertur. Jafnframt því var fallið frá vísitölu hækkun- um í desember sl. í stað þeirra skyldu sett ýmis lög um réttarbætur til handa launa- fólki. Nokkur þessara laga hafa verið samþykkt þegar og önnur munu í lokaafgreiðslu í þinginu. Nú hefur það hins vegar gerst, að á sama tíma sem samkomulagið um óskertan kaupmátt launa hefur verið brotið með nýlegri lagasetn- ingu, þá eiga sér stað átök á vinnumarkaðnum sem snú- ast um miklar launahækk- anir. Jafnframt hafa opin- berir starfsmenn. fellt sam- komulag um aukinn verk- fallsrétt í. stað 3% launa- hækkunar. Munu þeir því fá launahækkun frá 1. apríl sl. þá hefur þakinu á verðlags- bótum verið lyft, þannig að hærra launaðir hópar hafa fengið kauphækkanir, sem í sumum tilvikum eru rneiri en dagvinnukaup ýmissa aðila innan ASÍ. Við þessi skilyrði er því ekki nema eðlilegt að verka- lýðshreyfingin endurmeti stöðuna í kjaramálum og knýi á um breytingar á kjarasamningum nú þegar. NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.