Norðurland - 31.05.1979, Síða 7

Norðurland - 31.05.1979, Síða 7
í vertíðarlok Það er svo mikið þakkað í þessu blaði, - að það er næst- um að bera i bakkafullan læk- inn að bæta þar við. En ég get ekki stillt mig um að vera með. Fyrst vil ég þakka sósíalistunum á Akureyri, sem hafa stutt blaðið með ráðum og dáð og opnum huga. Sam- starfsfólkinu Tryggva Jakobs syni og starfsfólki í prent- smiðju þakka ég skemmtilega samvinnu. Fréttariturum blaðsins víða um kjördæmið færi ég og þakklæti mitt. Eg get heldur ekki stillt mig um að nefna sérstaklega þá tvo fréttaritara, sem hafa reynst blaðinu sérdeilis vel í minni tíð, - þau Brynju Grétars- dóttur og Guðjón Björnsson. Þau hafa unnið fyrir blaðið af þeirri alúð, sem yljar manni um hjartarætur við vinnslu hvers tölublaðs. Ég þakka samveruna og óska blaðinu þess, að það megi síðla sumars koma út rauðara, betra og skeleggara vopn í baráttunni. Óskar Guðmundsson, ritstjóri. IÞRÓTTIR Ferskir Þórsarar í mikilli súld og suddaveðri á föstudaginn áttust við Þór og Fylkir í annari deild knattspyrn- unnar, Leikurinn fór fram á Sanavelli. Þrátt fyrir kalsaveðrið mættu leikmenn beggja liða brattir til leiks og börðust til hins ítrasta. Sérstaklega sýndi hinn ungi og efnilegi Guðmundur Skarp- héðinsson klærnar svo um munaði. Allt frá byrjun leiksins velkti hann varnarmönnum Fylkis undir uggum. Ekki var langt liðið á leik þegar hann spyrnti knettinum fram hjá þeim öllum og í netadræsurnar. Fylkismenn voru snöggir að svara fyrir sig. Þar var að verki Hilmar Sighvatsson með ágætt mark. Þórsarar létu að sjálf- sögðu ekki við svo búið standa. Gvendur Skarp skaut sér öðru- sinni á blað eftir ágæta aðstoð - þeytast upp stigatöfluna í 2. deild framlínumannanna. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik. Kuldaleg framkoma leikmanna keyrði magsinnis úr hófi í fyrri hálfleik, - svo kom til pústra og annars ófögnuðar. Svo langt gekk í þessa veruna, að Hilmari í liði Fylkis var vikið af leikvelli eftir að hafa spyrnt í varnar- mann Þórs í stað þess að hitta knöttinn. Þegar dómarinn flaut aði til hálfleiks þustu blautir og slæptir leikmenn í húsaskjól auðsjáanlega fegnir hvíldinni. í seinni hálfleik var fátt sem gladdi augað og fremur sjald- gæft að sjá boltann ganga oftar en tvisvar á milli samherja. Gamla kempan Gunnar Aust- fjörð lék í stöðu bakvarðar og var eins og Berlínarmúr fyrir AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Einar Björnsson kennari og íþróttakappi hefur unnið fyrir blaðið af mikilli fórnfýsi og þolinmæði nú í vetur. Hann hefur ekki látið deigan síga þrátt fyrir mótbyr á stundum. Ritstj. Norðurlands þakkar Einari innilega samvinnuna í vetur, - en Einar heldur til Kaupmannahafnar næsta haust eins og fleiri. Megi honum farnast vel, - eins og hann á skilið. Sjómanna- dagurinn 1979 Þeir sem ætla að taka þátt í kappróðri og öðrum íþrótt- um Sjómannadagsins tilkynni þátttöku til Birgis Krist- jánssonar, Versl. Gránu. PISTILL VIKUNNAR Að eiga skilið - eða þurfa Hver er tilgangur lífsins? - Ekki er nú hægt að búast við merkilegum eða tæmandi svörum þegar svo stórt er spurt. Enda vantar víst mikið uppá að menn geti komið sér saman um sannleikann þann. Ef litið er til stjórnmálasviðsins þar sem helstu hrær- ingar þjóðlífsins ættu að speglast, liggur beinast viðað álykta sem svo að lífið snúist um efnahags- og launa- mál. Alla vantar fleiri verðbólgnar krónur. Atvinnufyrirtæki, hvort sem eru í einka- eða félags- eigu syngja flest með í ramakveinakórnum. „Halli, halli; afleit rekstrarfjárstaða; getum ekki fjárfest nóg" kveður við í söngnum þeim. Og syndaselirnir, launþegarnir, sem ekki ku eiga svo lítinn þátt í vanda vesalings atvinnurekstrarins, virðast einnig vera í sífeildri fjárþörf. Skiptir engu hvort þar eru . á ferð aðstoðandi, hreingerandi eða verðmætabjarg- andi starfskraftar (bannað að segja konur) með laun langt innan við 200 þúsund, ráðherrar, sem metnir eru á milljón á mánuði eða flugmenn, sem eru víst á sveimi í hæstu skýjum launastigans. Auðvitað er fjárþörf þessara launþega mismunándi mikil. Það gefur auga leið að þeir sem komnir eru með annan fótinn upp efsta stigaþrepið þurfa mörg seðlabúnt á móti hverri krónu ÚTBOÐ Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboðum í lagn- ingu dreifikerfis 18. áfanga, sem er stofnæð að miðlunargeymi á efra þrýstisvæði. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveit- unnar, Hafnarstræti 88b, Akureyri, gegn 50 þúsund króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð í fundarsal bæjarráðs, Geilsagötu 9, mánudag 11. júní kl. 11 f.h. HITAVEITA AKUREYRAR. sem fer til þess sem hangir ( neðstu riminni. Gæta verður þess að rugla ekki hlutföllunum þegar brugðist er við verðbólgu og kaupmáttarleysi. Að hringla með niðurröðun í launastigann væri álíka ábyrgðarlaust og að storka náttúrulögmálunum. Samt sem áður er engu líkara en að sumir finni ekki til þessarar ábyrgðar. Eru það, eins og vænta mátti, þeir ómenntuðu og óábyrgu sem híma í neðstu stigaþrepunum en vilja upp, upp. Hinir spretta þá úr spori svo ekki mjókki bilið og af öllu saman verður hinn argasti darraðadans. Ósagt skal látið hversu vel dansendur skemmta sér. En dansinn dillar áhorfend- um. ,,Við deilum og drottnum", hafa þeir sjálfsagt hugsað aðalsmenn og auðkýfingar fyrir alla þegar þeir hentu smáaurum yfir þvögu fátæks lýðs svo þeir mættu skemmta sér yfir blóðugum slagsmálum eymingjanna. Já það er gömul og ný saga að aurar og jafnvel íslenskar álkrónur skipa stóran sess í lífshlaupi manna; Er þá tilgangur lífsins fólginn í söfnun fjármuna eða því sem kaupa má fyrir krónurnar jjýru? Margir verða þá að sætta sig við að lifa tilgangslausu lífi. Þeir áttu ekki annað skilið. En hvernig væri að snúa dæminu við? í stað þess að láta drottnarana raða til borðs eftir því sem hver og einn á skilið, - verði þeir og við spurð hvað við þurfum. E.t.v. breyttist þá vægi hins gullna penings. Sókn eftir menntun, þroska, skilningi, hlýjum samskiptum, samvinnu og sköpun tæki þá e.t.v. meira rúm í lífshlaupi manna. Hver veit? framan mark Þórs. Um miðjan hálfleikinn jöfnuðu Fylkismenn leikinn. Þá var spyrnt háum bolta fyrir mark Þórsara og var þar fyrir Einar nokkur Haf- steinsson í liði Fylkis. Hann varð á undan Eiríki markverði Þórs í knöttinn og stangaði hann yfir marklínuna. Mark þetta má að hluta til skrifast á reikning Eiríks markvarðar sem var sem staður klár í markinu á meðan á þessu stóð. Héldu nú liðin i við hvort annað í deyfðinni og doðanum um nokkurn tíma. Þá tók Gvendur Skarp til sinna ráða enn á ný og skaut undurfögru og ómótstæðilegu skoti í mark vanmátka sunnanmanna. Þar með var staðan orðin 3 mörk gegn 2 Þór í vil. Þannig lauk þessum blautlega leik, svo Þór getur þanið út stolta brjóstið með 4 stig í deildinni. Aðalfundur ABA Framhald af forsíðu. húss voru kjörnir: Jón Haf- steinn Jónsson, Jóhannes Her- mundarson og Haraldur Boga- son. Þá tók nýkjörinn formaður Höskuldur Stefánsson til máls og þakkaði traust sér sýnt og enn fremur þakkaði hann Krist- ínu fráfarandi formanni gott samstarf. Kristín svaraði í sömu mynt. Að lokum var gengið til síðasta liðar dagskrárinnar önnur mál. Heitar og skemmti- legar umræður urðu um tillögur ýmissa þjóðþrifamála. Tvær ályktanir um stjórnmálaástand- ið voru samþykktar og birtast þær annars staðar á síðunni. Tillaga um áskorun á sósíalista, að berjast fyrir því að sósíalisk fræðsla verði tekin upp sem skylda í Alþýðubandalaginu var felld á jöfnum atkvæðum. Þess í stað samþykkti fundurinn til- lögu um hvatningu til sósíalista um að berjast fyrir því að „aukin áhersla verði lögð á virka fræðslu um sósíalisma". Að lokum var samþykkt tillaga fráfarandi stjórnar um árgjald að upphæð kr. 8.000. Leikfélag Akureyrar Skrítinn fugl - ég sjálfur eftir Alan Ayckbourn. Leikstjóri; Jill Brooke Árnason. Föstudag kl. 20.30. Laugardag kl. 20.30. 2. í hvítasunnu kl. 20.30. Aðgöngumiðaslan er opin frá 17-19 og 17- 20.30 sýningardagana. Sími 24073. NORÐURLAND - 7

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.