Norðurland - 20.09.1979, Síða 1

Norðurland - 20.09.1979, Síða 1
 Minna v: Við breytum skipulaginu A nýafstöðnu Fjórðungsþingi Norðlendinga var m.a. samþykkt ályktun um hvernig staðið skuli að framkvæmd friðunaraðgerða á þorskstofninum, þannig að sem minnstum sveiflum valdi á störf- um landverkafólks. Kristján As- geirsson á Húsavík sem var framsögumaður sjávarútvegs- nefndar sagði í samtali við Norð - urland að meining flutnings- manna væri sú að ef fara ætti eftir tillögum Hafrannsóknarstofnun - arinnar varðandi hámarksafla á þorski yfir árið yrði að standa þannig að málum að veiðar og vinnsla dreifðust yflr árið allt í stað þess að stöðva veiðar síð- ustu mánuði ársins eins og nú blasti við ef tillögum Hafrann- sóknarstofnunar ætti að fram- fylgja. í ár reiknar stofnunin með 280-290 þús. tonna hámarksafla og því marki verður fljótlega náð. „Núverandi ástand hefur marga ókosti í för með sér,“ sagði Kristján. „Meðan keppst er við að fiska upp í kvótann anna vinnslustöðvarnar ekki því að vinna hráefnið eins og þær hefðu annars möguleika á, afleiðingin verður sú að fyrsta flokks hráefni fær annars flokks Nýr ritstjóri Nýr framkv.stjóri Jón Guðni Kristjánsson. Loftur H. Jónsson. Eins og kemur fram annars staðar á síðunni, taka nú nýir starfs - kraftar við á blaðinu. Óskar Guðmundsson fýrrum ritstjóri er sigldur til náms í Kaupmannahöfn en við starfí hans hefur tekið Jón Guðni Kristjánsson frá Sigtúnum í Eyjaflrði sem áður var kennari í Reykjavík og endur fyrir löngu var blaðamaður á Tím- anum undir járnhæl Kristins Finnbogasonar. NORÐURLAND býður hann velkominn til starfa. Nú hefur Tryggvi Jakobsson sem séð hefur um fjármálahlið útgáfunnar einnig látið af störfum við blaðið og gerst kennari við Hrafnagilsskóla. Við starfi hans er tekinn Loftur H. Jóns- son bankastarfsmaður í Reykjavík. Loftur er þaulkunnugur í völundarhúsi bókhaldstækninnar og hefur ákveðið að nýta þá þekkingu sína : þágu hinnar sósíalistísku baráttu í Norður- landskjördæmi eystra. Við vonum að honum vegni vel í starfi og að víxlum NORÐURLANDS fækki undir hans stjórn en inni- stæður aukist. Tryggva Jakobssyni árnum við heilla í nýju starfl og þökkum honum vel unnin störf. vinnslu m.ö.o. verðmæti afurð- anna verður alls ekki það sem gæði hráefnisins gefur tilefni til. Það er ekkert fjarlægt að hugsa sér að með betri skipulagningu veiðanna geti útflutningsverð- mæti 290 þúsund tonna orðið jafnmikið og 320 þúsund tonna við núverandi ástand. Auk þess vill verkafólk í fískvinnslu gjarna fá að líta upp úr vinnunni yfir sumarmánuðina eins og aðrir en eins og að málum er staðið nú er óhóflegt vinnuálag á þessu fólki.“ I ályktun sjávarútvegsnefnd- ar er bent á eftirfarandi atriði sem beri að hafa í huga ef tryggja skuli næga friðun, stöð- uga atvinnu og sem mest út- flutningsverðmæti: L byrjun árs liggi fyrir friðun- aiaðgerðir sem miðist við að veiðin dreifist á alla aflamánuði áirsins. Tryggðir verði hagsmunir ein stakra staða með fiskmiðlun. Með tilfærslu milli greina í sjávarútvegi verði hvatt til auk- innar sóknar í vannýtta fiski- stofna og um leið tryggð sala þeirra afurða. Frá útgáfustjóm L NORÐURLAND heilsar ykk- ur lesendur komið úr sumar- leyfi sínu sem varð í lengra lagi að þessu sinni. Má þar til nefna ritstjóraleysi fyrst og nú síðast þegar fara átti af stað dundi yfir verkbann á Grafíska sveina- félagið sem stöðvaði alla prent- vinnu við blaðið. En nú hefur á hvoru tveggja verið ráðin bót, samningar tekist í kjaradeil- unni og nýr ritstjóri, Jón Guðni Kristjánsson, ráðinn og er hann kynntur hér annars staðar á síðunni. Blaðið mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrir sumarleyfi og vitja kaupenda sinna vikulega sem áður og nú a.m.k. 8 síður í hvert skipti. Það er fyrst og fremst kjördæmis- blað og mun því einkum leggja rækt við fréttir af Norðuriandi eystra sem áður, þótt e.t.v. verði víðar seilst til fanga. Þá hefur blaðið aldrei farið dult með pólitíska afstöðu sína og er það von okkar að sósíalistar ræði þar áfram málefni sín af fyllstu ábyrgð og hreinskiini. Til þess stendur það opið. Enn er þess að geta að leitast mun við að gera blaðið virkara í umræðu þeirra mála sem efst eru á baugi hverju sinni, ekki síst í byggðum kjördæmisins. Eru lesendur hvattir til að vera óragir að senda því greinar, aðeins bent á að sökum tak- markaðs rúms verður að stilla lengd þeirra mjög i hóf. Ný ritnefnd hefur verið skip- uð til að starfa með ritsjóra. í henni er að vísu enginn sem ekki hefur áður komið nokkuð við sögu blaðsins og því lesendum kunnir. Ritnefndina skipa: Böðvar Guðmundsson, Erling- ur Sigurðarson, Helgi Guð- mundsson, Soffía Guðmunds- dóttir og Tryggvi Jakobsson. Blaðið hefur frá upphafi verið i sókn og á þessu ári hafa því bætst um 100 nýir áskrif- endur. Engu að síður er fram- tíð þess undir því komin að áskrifendum fjölgi enn veru- lega. Til að svo verði stendur nú yfir stórsöfnun nýrra áskrifta. Er í því sambandi heitið á alla velunnara blaðsins að leggja sitt af mörkum og færa því einn nýjan áskrifanda hver. Auk þess er blaði þessu dreift í hvert hús í þéttbýlisstöðum í kjördæminu til kynningar og verður mönn- um í kjölfarið boðin áskrift að því. Því er ekki að leyna að rekst- ur blaðsins hefur verið fjár- hagslega erfiður. Það á ekki í önnur hús að venda en til les- 1 enda sinna sem hafa líf þess í höndum sér. Því hefur nú verið ráðist í fjársöfnun meðal þeirra og eru menn beðnir að bregðast vel við er til þeirra verður leitað. Stuðningsfé má leggja inn á reikning blaðsins í Lands- bankanum á Akureyri nr. 24620 eða senda það beint til blaðsins í pósthólf 492. Utgáfustjórn veit um góðan hug margra. Hann er henni hvatning til dáða að efla blaðið og gera það stærra og betra. Vinstri hreyfing á Islandi yrði fátækari ef ekki væri NORÐ- URLAND. Útgáfustjórn. Atvinnuástandið á Dalvík blaðsíðu 5. Pistilinn skrifar Jón Ingimarsson. Gerist áskrifendu r að Norðuriandi

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.