Norðurland


Norðurland - 20.09.1979, Blaðsíða 6

Norðurland - 20.09.1979, Blaðsíða 6
VERKALÝÐSFÉLAGIÐ EINING: Fulltrúakjör Auglýst er eftir framboðslistum vegna kjörs fulltrúa félagsins á 9. þing Verkamannasambands íslandsog 16. þing Alþýðusambands Norðurlands. Framboðslisti til þings Verkamannasambandsins skal skipaður 14 félagsmönnum og jafnmörgum til vara, framboðslisti til þings AN 28 fulltrúum og jafn- mörgum til vara. Þá skulu fylgja hverjum lista með- mæli 100 fullgildra félagsmanna. Framboðslistum skal skila á skrifstofu félagsins í Skipagötu 12 á Akureyri eigi síðar en kl. 12 á hádegi mánudaginn 24. september nk. Allsherjaratkvæðagreiðsla verður auglýst síðar, komi fram fleiri en einn listi vegna fulltrúakjörs til hvors þings. Akureyri, 17. september 1979. Verkalýðsfélagiö Eining. Skrifstofustarf Lífeyrissjóðurinn Sameining óskareftirstarfsmanni. Umsóknir sendist sjóðnum fyrir 10. okt. nk. ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Allar upplýsingar gefur Jón Helgason, forstöðumað- ur sjóðsins, Skipagötu 12, sími 21739. Lífeyrissjóöurinn Sameining. mm-----rr*rs------ AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Tilkynning til hundaeigenda á Akureyri Hér með er eigendum og eða umráðamönnum óskráðra hunda á Akureyri fyrirskipað að láta skrá þá á skrifstofu heilbrigðisfulltrúa fyrir 1. október 1979. Eftlr þann tíma verða óskráðirhundarfjarlægðirhvar sem til þeirra næst. Jafnframt er öllum hundaeigendum bent á að óheimilt er að láta hunda ganga lausa á almanna- færi og varðar það leyfissviftingu. Heilbrigðisfulltrúinn Akureyri. n P Lopa- peysur Tökum á móti heilum lopapeysum. Óskum eftir Ijósgráum, hvítum og mórauðum peysum. Hækkað verð. Iðnaðardeild SÍS □ HBS á u AKUREYRARBÆR AUQLÝSIR ... ■ ■ ■■ :.:.:.. Framkvæmda- gleði á Raufarhöfn Starfsmaður óskast að skóladagheimilinu Brekkukoti sem fyrst. Starfið felst m.a. í umsjón með smíðum og föndri og þurfa umsækjendur helst að hafa bíl til umráða. Umsókn- um sé skilað á Félagsmálastofnun, Geislagötu 5, fyrir 20. þ.m. Nánari upplýsingar fást í síma 25880 og 25881 milli kl. 10 og 12. ........—-- AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Meindýraeyðing Meindýraeyðir Akureyrarbæjar hefur fengið nýtt símanúmer. Viðtalstími verður framvegis á þriðjudögum og föstu- dögum frá kl. 10-12 í síma 25602. Garftyrkjustjóri. ............. .... .. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR ——— ....i ..... ...■■■ Kartöflugeymsla Þeir aðilar sem hafa hólf í Geymslu bæjarins, eru beðnir að greiða leigu fyrir þau fyrir 1. október, á skrifstofu bæjargjaldkera. Að öðrum kosti verða hólfin leigð öðrum. Garðyrkjustjóri. Lífeyrissjóður trésmiða Sjóðsfélagar, sem hyggjast sækja um fasteignaveðs- lán haustið 1979, þurfa að skila umsóknum á tíma- bilinu 1. til 15. október. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrif- stofu sjóðsins, Ráðhústorgi 3. Stjórn Lífeyrissjóðs trésmiða. Hafin er slátursala hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar. Sendum I bœinn, minnst 10 slðtur. flutníngsgjald er 1000 kr. Síminn er 21338. Þó að Raufarhafnarbúar hafí ■taðið agndofa gagnvart tíðar- farinu í sumar hafa þeir þó ekki síður staðið agndofa gagnvart ölium þeim framkvæmdum sem staðið hafa yfír á vegum hrepps- ins í sumar. I alit sumar hafa ekið hér um göturnar hersingar þunga vinnuvéia af ölium tegundum. Þær framkvæmdir sem þorpsbúar bíða nú í mestri ofvæni eftir að ljúki er lagning nýrrar vatns- leiðslu frá lindum rétt fyrir sunnan bæinn, en eins og kunnugt er höfum við búið við ónýtt drykkjarvatn í marga mánuði. Framkvæmdum miðar vel áfram og var verið að steypa uppistöðu- lón við lindirnar og byggja dælu- stöð í þorpinu. Ætlunin er að Ijúka verkinu fyrir 15. októberog þá fáum við milli 40 og 50 sekúndulitra af vatni sem er helmingi meira en við notum nú. , Meiningin var að olíubera Asgötu og helming Aðalbrautar í sumar og er búið að undirbúa göturnar fyrir slitlagið. Litlar líkur eru nú til þess að takist að ljúka verkinu þar sem'hiti má ekki vera lægri en fimm gráður og veður þarf að vera þurrt meðan olíumölin er lögð. Ellefu íbúða fjölbýlishús er í smíðum á vegum hreppsins og stefnt að því að það verði fokhelt fyrir áramót. Þá hefur verið slegið upp fyrir síðasta áfanga íþróttahússins og verður byrjað að steypa einhvern næstu daga. Ekki má það minna vera en fólk lyfti sér upp eftir barning sumarsins enda hefur þegar ver- ið kjörin skemmtinefnd fyrir árshátíð Alþýðubandalagsins. Meiningin er að hún fari fram um miðjan október. - Líney. ---------------—-----\ Efiðar göngur Blm. hringdi í Tjörn í Svarfaðardal til að frétta af göngum og réttum þar í sveit um sl. helgi. Hjörleifur Hjart arson sagði að elstu menn myndu ekki annað eins veður í göngum. - Skyggni var bókstaflega ekkert, þó held ég að heimtur hafi verið sæmilegar, sagði Hjörleifur. - Fé var flest gengið niður, þó gekk hálf illa að koma_því í réttina á Krosshóli, óttaleg fýla bæði í fé og hestum fyrir veðrið. Dráttur gekk nokkuð vel á sunnudaginn þrátt fyrir leið- indaveður. Menn voru hress- ir, héldu uppi söng og létu pelann ganga. Dilkar eru mjög smáir hér sem annars staðar. - Brynja. Göngum frestað Hjá Rafni Arnbjörnssyni fengust þær upplýsingar að búið hefði verið að fresta göngum á Dalvík um viku, þ.e. til 22. sept., en ákveðið var i skyndi að ganga sl. laugardag þar sem veðuryar mjög slæmt. Sagði Rafn að fremur fátt fé hefði komið að réttinni, þó mætti ætla að eitthvað hefði verið komið niður til bæja fyrir göngur. Gangnamenn fundu á með tveimur nýfæddum lömbum á.Böggvisstaðadal, giskað er á að lömbin séu um viku gömul. í heild sagði Rafn að göngur og réttir hefðu gengið vel þrátt fyrir slæmt veður. - Stefán. V - J 6 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.