Norðurland - 20.09.1979, Side 8

Norðurland - 20.09.1979, Side 8
NORÐURLAND Fimmtudagur 20. sept. 1979 MÁLGAGN SÓSÍALISTA í NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA GERIST ,ÁSKRIFENDUR - Súninn er 2-18-75 AUGLYSIÐ í NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 - Vandrceðaástand víða um Norðurland Stórfelld fækkun búfjár virðist nú óumflýjanleg Sumarið hefur orðið bændum í Norður-Þingeyjarsýslu þungt í skauti. Ekki er annað sýnna en að þar verði um stórfelldan niðurskurð á búfé að ræða í haust. Blaðið hafði samband við bændurna Pétur Þorsteinsson á Daðastöðum í Núpasveit og Jóhannes Sigfússon á Gunnars- stöðum í Þistilfirði. Þeir sögðu að til undantekningar heyrði ef bændur væru búnir að ná meiru en helmingi inn af heyfeng sínum, algengt væri að einungis þriðjungur væri kominn í hús. Verkun mun vera sæmileg víðast hvar á þeim heyjum sem náðst hafa en spretta var undir meðallagi. Tíðarfar nú er með þeim hætti að bændur eru uggandi um að ekki muni takast að ná öllu meiri heyjum í hús í haust og stefnir þá í algert neyðarástand hjá fjölmörgum. Heykaup verða erfið, hey er í háu verði og óvíða á landinu munu bændur vera aflögufærir. Ekki bætir úr skák fyrir norður sýslungum að vestan Jökulsár á Fjöllum og austan Jökulsár á Dal gætir riðuveiki í fé og því ekki um heykaup að ræða þaðan. Forða gæslumenn vinna nú að könnun á heyfeng og þess er að vænta að bændur í sýslunni komi saman á næstunni, ræði ástandið og geri tillögur um aðgerðir. Stórfelldur niður- skurður mundi koma sér einkar illa fyrir bændur á þessu svæði því bú eru þar yfirleitt lítil. Fyrstu göngur eru nú víða afstaðnar, fé er rýrt og víða verður mikil fækkun í haust. Bændur vestan Vaðlaheiðar eru ekki eins illa staddir ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Starfið framundan Félagsfundur veröur í Alþýðubandalagsfálagi Akureyrar laugardaginn 22. september kl. 15.00 í Lárusarhúsi. DAGSKRA: 1. Kjör fulltrúa á kjördæmisþing. 2. Kjör fulltrúa á flokksráðsfund. 3. Stefán Jónsson, alþm., ræðir stjórnmálaviðhorfið. 4. önnur mál. Bæjarmálaráð Fundur verður í Bæjarmálaráði Alþýðubandalagsins á mánudagskvöld 24. september kl. 20.30. Mætum vel. Hafa ekki efni á að kaupa hey Að þessu sinni munu bændur á norðurlandi vera verr undir veturinn búnir en verið hefur um langt skeið. Verst mun ástandið vera í Norður -Þingeyjarsýslu, svo og í Bárðardal, Tjörnesi og Köldukinn. NORÐURLAND náði tali af nokkrum mönnum og spurðist fyrir um horfurnar og fara svör þeirra hér á eftir. Vestan Vaðlaheiðar eru bændur ekki eins illa staddir og kollegar þeirra fyrir austan. Hjörtur Þórarinsson á Tjörn í Svarfaðar- dal sagði að ein þurrkvika myndi gera að verkum að bændur í dalnum mundu ná heyjum eins og í meðalári en enn væri allmikið úti bæði slegið og óslegið. Þó yrðu bændur hey- minni í veturen venjulega vegna þess að fyrningar voru engar í vor. Eitthvað hafa Svarfdæl- ingar keypt af heyi innan úr Eyjafirði en óhjákvæmilega verður um' fækkun á bústofni að ræða í haust. Þetta hefur verið eitt allra leiðinlegasta sumar sem komið hefur lengi sagði Hjörtur. Ævar Hjartarson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyja- fjarðar sagði Norðurlandi að víða um hérað væri eitthvað úti af heyjum. Ástandið yrði að teljast sæmilegt í miðhéraðinu þ.e. Öngulsstaða-Hrafnagils-og Glæsibæjarhreppum en verra annars staðar. Næstu dagar skera úr um hvort ástandið verður þolanlegt eða afleitt í héraðinu í heild. Einhver hey- sala mun hafa áttsér stað innan úr firði, en Fákur kauprir árlega hey þaðan. Ævar taldi gangverð á heyi 60-70 krónur hvert kg. Ljóst er að ekki verður um mikla kartöflusprettu að ræða, líklega láta margir við það sitja að taka upp í útsæði. „Við neitum nú ennþá að trúa öðru en að við náum heyjunum á endanum en útlitið er óneitan- lega dökkt,“ sagði Jón Aðal- steinn á Hlíðskógum í Bárðar- dal þegar við simuðum til hans í síðustu viku. „Það er mikið af heyjum úti ennþá, viða allt að helmingur, og sums staðar er eitthvað óslegið. Það sem náðst hefur af heyjum er gott og sprettan náði meðallagi á end- anum. Núna er alhvítt niður í byggð og maður er farinn að byggð og maður er farinn að óttast að fé geti fennt. Þar að auki búast menn nú ekki $íð vænu fé eftir svona sumar. Svona hret er reyndar ekkert óalgengt um þetta leyti árs en þegar það kemur í kjölfarið á jafn slæmu sumri og verið hefur nú þá er auðvitað hætt við að neyðarástand skapist. Menn hafa ekki efni á að kaupa hey og þrautalendingin verður að skera niður.“ Styðjum Norðurland Eitt verð ég að segja þér nefnist hljómplata sem Sam- tök herstöðvaandstæðinga hafa nýverið sent á markað. Á henni flytur hópur tón- listarmanna, sem kalla sig Heimavarnarliðið texta sem beinast gegn herstöðvum á íslandi og veru landins í NATO. Tónlistin á plötunni var annars flutt á baráttu- samkomu herstöðvaandstæð inga í Háskólabíói 30. mars s.l. er NATOaðildin fyllti 30 ár illu heilli. Kaup á þessari plötu er stuðningur við bar- áttu samtakanna fyrir tak- marki sínu. Sjúkravöllur við Ólafsfjörð Framkvæmdir standa nú yfir við flugvallargerð á Ólafsfirði, og er stefnt að því að þar verði tilbúinn sjúkraflugvöllur fyrir vet- urinn. Hægt hefur verið að lenda á Ólafsfirði út úr neyð en aðstaðan hefur verið mjög slæm. Ekki ergert ráð fyrir áætlunarflugi til Ólafs fjarðar á næstunni. Sex ára flugvalla- ácetlun Þriðjudagskvöldið 4. sept. var haldinn á Akureyri fundur þar sem fulltrúar frá flugmálastjórn kynntu nýja áætlun varðandi uppbygg- ingu fliigvalla á Norður- landi. Áætlunin er gerð til sex ára eða 1979-1985 og nær til þeirra flugvalla sem nýttir eru til áætlunarflugs í dag. Gert er ráð fyrir að tveim milljörðum miðað við verðlag í júní s.l. verði varið á ári hverju til viðbóta og viðgerða á flugvöllum svo og til öryggisútbúnaðar við vellina. Viðstaddir á fund- inum voru nokkrir þing- menn úr norðlensku kjör- dæmunum, starfsmenn flug málastjórnar á Norður- landi, starfsmenn flugfé- laga og áhugamenn um flug mál. Sigurður Aðalsteins- son hjá Flugfélagi Norður- lands sagði í samtali við blaðið að það hefði vakið furðu sína að enginn bæjar- fulltrúi frá Akureyri var staddur á fundinum né held ur bæjarstjórinn. Hafa þessi mál þó mikla þýðingu einmitt fyrir Akureyri, sagði hann. Raufarhafnar- búar agndofa Sumarið mun lengi í minn- um haft hér á Raufarhöfn vegna kaldrar og vætu- samrar veðráttu og gæfta- leysis. Sólardagar voru varla fleiri en tíu og þau skipti áreiðanlega teljandi á fingrum annarrar handar þegar hitinn skreið yfir tíu stig. Eftir lélega grásleppu- veiði s.l. vor hafa smábáta- eigendur beðið í allt sumar eftir að þorskveiðin glædd- ist, en þá fáu daga sem hef- ur verið sjóveður hefur varla fengist bein úrsjó. Nú vonast menn eftir góðri loðnuveiði. Þrátt fyrir gæftaleysið hefur þó verið næg vinna í frystihúsinu í sumaren tog- arinn Rauðinúpur hefur aflað ágætlega. - Líney.

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.