Norðurland - 04.10.1979, Side 4

Norðurland - 04.10.1979, Side 4
NORÐURLAND NORÐLENSKT VIKUBLAÐ Ritnefnd: Böövar Guömundsson, Erlingur Siguröarson, Helgi Guömundsson, Sofffa Guömundsdótfir, Tryggvi Jakobsson Ritstjóri: Jón Guöni Kristjánsson (ábm.). Framkvæmdastjóri: Loftur H. Jónsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Eiösvallagötu 18, simi 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar. Gefiö út af kjördæmisráði Alþýöubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Enn talar Göbbels Sú var tíðin að gustaði frá stóli menntamálaráðherra. Það var í þann mund sem Gylfi sat á tróni. Síðan tók við atkvæðalaus friðaröld Magnúsar Torfa, - enn eru menn að reyna að finna út hvort hann gerði yfirleitt nokkuð sem ráðherra. Allir muna Vilhjálm á Brekku, hann gerði sér lítið fyrir og setti nafna sinn þrístökkvarann í stöðu skólastjóra fjölbrautaskólans nýja á Egils- stöðum, - mikill er kraftur nafns og ættar. Reyndar má það með ólíkindum heita að ráðherra • niðgangi reglugerðir, þó er það nú svo að eitt er næst- um því öruggt, að kratar, framsóknarmenn og íhalds- menn láta flokkslega hagsmuni, ætt og kunningsskap ávallt ganga fyrir um stöðuveitingar, - ekki hvað síst ef grunur er um að róttækni sæki á móti. Það að vera rót- tækur jafngildir sem sagt því að vera annars flokks manneskja. Sú var tíðin að þeir sóttu saman um skóla- stjórastöðu unglingaskólans í Reykholti Vilhjálmur Einarsson og Jón Böðvarsson, sem nú er reyndar skóla- stjóri fjölbrautaskólans í Keflavík. Jón var yfirlýstur kommi, herstöðvaandstæðingur, - Gylfi var mennta- málaráðherra. Þá var Vilhjálmur Einarsson valinn til starfsins, - Jón Böðvarsson var að vísu með háskóla- próf og allt, meira að segja reynslu, en Vilhjálmur hafði þrístökkið og ekki róttæka stjórnmálaskoðun. IUar tungur sögðu að Gylfi hefði réttlætt embættisveitinguna án þess að roðna, - enda ekki gjarn á að sýna blygðun maðurinn sá, - með því, „að það væri að vísu ákvæði um það ef tveir sæktu um sömu kennarastöðuna og annar hefði háskólapróf en hinn ekki, - en“ - bætti svo Gylfi við: „Það eru engin ákvæði til í reglugerð um menntun skólastjóra.“ 1978 kom svo reglugerð sem kveður á um menntun þeirra sem sækja um stöðu skóla- stjóra. Ekki virtist efni hennar velkjast fyrir brjóstinu á Vilhjálmi Hjálmarssyni þegar hann veitti nafna sínum Egilsstaðalén. Nú má ekki skilja þessi orð svo að Vilhjálmur Einarsson sé einhver samnefnari fyrir ómögulegar stöðuveitingar, síður en svo. Hann hefur verið farsæll maður í starfl og staðist í hvívetna þær kröfur sem gerðar verða til góðs stjórnanda skólastarfs. Hins vegar er von að mörgum detti hann í hug nú þegar svo fárlegt níð er kveðið um núverandi menntamálaráð- herra í íhaldspressunni. Og það skrýtna við öll þau ill- mæli sem Moggi hefur um Ragnar Arnalds er sú stað- reynd, að ástæðan fyrir reiði Mogga virðist vera sú að ráðherra hefur í hvívetna haldið sig við reglugerðar- ákvæði. Hið spillta sjónarmið Gylfa og Vilhjálms á Brekku er með öðrum orðum ekki fyrir hendi varðandi skólastjórastöðuna í Grindavík. Von er að íhaldspress- unni mislíki. Og ekki nóg með það að Mogga og Vísi svíði það að Hjálmar Árnason skuli hafa bæði reynslu og tilskylda menntun, - hann er líka kommi, bölvaður. Sem sagt hann er annars flokks manneskja, eitthvað líkt og stjórn V orsters í Suður-Afríku heldur fram um svert- ingja. Það hét ckki gerræðisleg valdbeiting á síðum Mogga þegar Gylfi veitti Vilhjálmi Reykholt og snið- gekk Jón Böðvarsson. Þá var viðreisnarstjórn og kalda- stríðshetjurnar Bjarni Ben og Gylfí tvíeinir á stóli. Þá var loflegt að sniðganga venjur og reglugerðir af því að þannig var hægt að útiloka róttækan mann frá enibætti. Sé hins vegar reglugerðarákvæði haldin og róttækum manni veitt staðan sökum verðleika þá emjar Moggi. Sá sem ekki skynjar skyldleikann við málflutning nasista á dögum Þriðja ríkisins hlýtur að hafa næsta stóran bjálka í auganu. - B.G. Sumarvinna og shemr Það var í maflok sem Norðurland fór í sumarfrí, en komið af stað aftur og spyr ævinlega frétta úr Hrísey. Það ber vitanlega fyrst að nefna að blaðið er boðið velkomið til leiks á ný, og raunar, „það hefur verið spurt eftir því.“ En hvað fréttir úr Hrísey varðar dettur manni auðvitað fyrst í hug að það sé alls ekkert að frétta, enda eru litlar fréttir sagðar góðar fréttir. En það fer eins og þegar kunnugir hittast. Þeir tjá hver öðrum að þeir segi ekki nokkurn skapaðan hlut - en eru svo óstöðvandi. Sumarið er búið að úthella sínu besta yfir okkur. Samt eru Hreíseyingar verulega lítið sólbrenndir, og þeir fáu sem skruppu í sólina suður á Spáni eru farnir að fölna á ný. En þrátt fyrir kalt sumar voru mönnum gefin ýmis tækifæri. Þá verður fyrst að leita fanga hjá Fiskvinnslustöð K.E.A. þar hefur vantað vinnuafl í allt sumar og þar af leiðandi mikil vinna hjá þeim sem hafa á annað borð verið starfandi. En nú kann að rætast úr þessum málum. Fengið hefur verið leyfi fyrir 12 erlendum konum sem von er á nú á næstunni. Ætla má að það verði til nokkurrar til- breytningar fyrir karlkynsvinnu aflið á staðnum. Hins vegar eru störf kvenna mun fábreyttari, þannig að það verður að teljast hið mesta svindl að þeim skuli ekki ætlaður nokkur skammtur af rómantík líka. En að góðu gamni slepptu áorkaði þetta of iitla vinnuafl þó nokkru, eða sem hér segir á tímabilinu júlí- ágúst: Freðfiskur 16.963 kassar Saltfiskur 60 tonn unninn Skreið 43 tonn þurrkuð Fiskimjöl 95 tonn í framhaldi af þessu má geta að Snæfellið, sem fiskað hefur vel á árinu var ekki gert út til veiða í ágúst. Hvað beinamjölsverk- smiðjuna áhrærir, þá fer senn að ljúka uppsetningu á tækjum sem sjóða feit bein. All mikið hefur verið flutt af feitum beinum í Krossanes en með tilkomu þessara nýju tækja verður hægt að vinna öll bein hér heima. Úr frystihúsinu í Hrísey Úr Hríseyjarhöfn. Snæfellið er lengst til vinstri. Aflabrögð Sem fyrr segir hefur Snæfell aflað vel á þessu ári. Einn bátur er gerður út á dragnót og afli er tregur. Tveir bátar gera út á net og afli sömuleiðis tregur hjá þeim. Margar trillur eru gerðar úr með handfæri og hafa þær fiskað lélega í sumar. Þær hafa aðallega sótt út í fjarðarmynnið t.d. í svonefndan Gjögrahrygg. Er það tveggja tíma keyrsla og þar yfir. Þykir sumum færa- mönnum blóðugt að sjá síðan stóra báta skara með dragnætur heima við Hrísey og einnig að þurfa að flýja færamiðin vegna ágangs netabáta.'Einstaka færa manni fókst að hressa allvel uppá sumarafkonuna með línu- útgerð sem gafst vel fyrri hluta sumars. Myndir og texti: Guðjón 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.