Norðurland


Norðurland - 11.10.1979, Blaðsíða 1

Norðurland - 11.10.1979, Blaðsíða 1
NORÐURIAND . argangur Talið að Ólafur biðjist lausnar í dag Minnihlutastjórn með stuðningi krata ----------——. .: í fæðingu? • Alþýðubandalag og Framsókn- arflokkur leggjast gegnþingrofi • Ákvörðun A Iþýðuflokksins gerir nýja viðreisnarstjórn nánast eina valkostinn eftir kosningar. • Kjarasamningar verða gerðir við mjög erfið skilyrði. • Kosningar verða líklega þann 16. desember. „Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga.“ Bæði framsóknar og alþýðu- sjálfstæðismenn lögðu í gær bandalagsmenn hafa lagst gegn eftir þingsetningu fram þings- þingrofi og kosningum, en ályktunartillögu þess efnis. Nú er ei til Bessa- staða leiðin löng • Stjórnar Sjálfstœðisflokkurinn með bráðabirgðalögum fram yfir áramót? Flokkarnir eru sammála um að þingrof nú hefði í för með sér afyrirsjáanlegar afleiðingar þegar tillit er tekið til þess að kjarasamningar A.S.I. og B.S.R.B. eru lausir um áramót auk þess sem fjárlög og láns- fjáráætlun mega illa dragast langt fram á næsta ár. Beri því að láta reyna á hvorki ekki sé unnt að mynda stjórn sem hefði á bak við sig þingmeirihluta nú þegar Ólafía hefur gengið fyrir ætternisstapann. Þá er það einnig sanngirniskrafa að Alþýðuflokkurinn láti í fullri alvöru reyna á það hvort þeir geti fengið stuðning við þær tillögur sem þeir segjast hafa barist fyrir án árangurs í fyrrverandi stjórnarsamstarfi, ástandið í landinu krefst þess að þeir sem yfir bjargráðum búa setji ekki Ijós sitt undir mæliker. Bíða menn nú spenntir eftir að fá að vita hvort fyrsta bjargráð- ið verður að afnema þau rómuðu Ólafslög sem þeir vildu leggja undir þjóðaratkvæði sl. vetur. Ljóst er að margvís- leg lagasetning bíður þingsins því bráðabirgðalög sem sett voru í sumarfríi þingsins falla úr gildi er þing kemur saman. Kemur því í hlut þeirra sem við taka að leggja ný lög fyrir alþingi eða setja ný bráðabirgða lög verði þingrof ofan á eftir að Geir hefur tekið við tónsprot- anum. Aðferð Alþýðuflokksins við. að slíta stjórnarsamstarfmu og koma þar með boltanum til íhaldsins hefur verið með þeim ólíkindum að menn velta fyrir sér hvort þingmönnum krat- anna sé sjálfrátt eða hvort Geir sé fjölkunnugur og hafi magnað þeim seið. Þanniggátuþeirekki útskýrt fyrir samráðherrum sínum né öðrum hvað í ákvörð- un þeirra fælist hvort þeir ættu að sitja í stjórninni fram yfir kosningar eða ekki ef til þing- rofs kæmi af hálfu Olafs Jóhannessonar, en það er eins og allir vita mikið hagræði í því fyrir stjórnmálamenn að gera sér grein fyrir því hverju sinni hvort þeir eru í stjórn eða ekki. Þing Verkamannasambandsins verður á Akureyri um helgina Ákvörðun Alþýðuflokksins um að segja sig úr ríkisstjórninni getur ekki orðið til annars en að færa Sjálfstæðisflokknum völd- in á silfurfati. Vart er hægt að hugsa sér úrslit kosninga á annan veg en þann að tveir möguleikar verði til myndunar meirihlutastjórnar, þ.e. ný við- reisnarstjórn eða samstjórn þeirra þriggja flokka sem setið hafa að völdunum undanfarið ár. Sá möguleiki er naumast fyrir hendi eftir það sem nú hefur hent. Að margra áliti var Sjálf- stæðisflokknum ljóst að Alþýðuflokkurinn hyggði á stjórnarslit áður en til úrslita dró þótt samstarfsaðilar fengju fregnirnar fyrst í gegnum sjón- varpið. Þótt kratar og sjálf- stæðismenn hafi látið eftir sér hafa að litlu skipti þótt fjárlög yrðu ekki afgreidd fyrr enn á þorranum þá eru fíestir svo sanngjarnir að ætla það þeir séu ekki svo skyni skropnir að meina það i alvöru. Þegar þetta er skrifað er það einnig talið að Alþýðuflokkurinn muni hafa samstarf við sjálfstæðismenn um kjör þingforseta. Níunda þing Verkamannasam- bands Islands verður haldið á Akureyri nú um hetgina og hefst á Hótel KEA á föstudagskvöld. Auk venjulegra þingstarfa verða kjaramálin höfuðvið- fangsefni ráðstefnunnar. Eins og flestum mun kunnugt eru kjarasamningar aðildarfélag- anna lausir um áramót og er þess að vænta að stefna verði mótuð fyrir komandi kjara- samninga á þinginu. Þórir Daníelsson fram- kvæmdastjóri Verkamannasam bandsins sagði í samtali við NORÐURLAND að það óvissuástand sem nú ríkir í íslenskum stjómmálum muni óhjákvæmilega hafa einhver áhrif á störf þingsins og stefnu- mótun en taldi þó ástæðulaust að ætla að hin nýju viðhorf í pólitíkinni komi til með að valda miklum ágreiningi. „Frá upphafi sambandsins höfum við borið gæfu til að komast hjá flokkspólitískum deilum innan þess, “ sagði Þórir. Alls eiga 46 verkalýðsfélög með samtals 22 þúsund félags- mönnum aðild að Verkamanna sambandi íslands. Verkalýðsleiðtogar Kjördœmisþing Leiðari L.A. frumsýnir á Norðurlandi A Iþýðubandalagsins Helga Galdrakarlinn um stjórnarslitin. á Norðurlandi eystra Guðmundssonar. í Oz. Bls. 3. Bls. 7 Bls. 4 Bls. 5 Gerist áskrifendur að Norðuriandi

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.