Norðurland - 11.10.1979, Síða 3

Norðurland - 11.10.1979, Síða 3
NORÐURLAND spyr verkalýðsleiðtoga um viðhorfin eftir stjórnarslit það hvernig hefur tekist til. Ég hef barist fyrir þessari stjórn frá upphafi og var ákveðinn í að gera það svo lengi sem kostur væri og hef gert kröfur til þess að þeir pólitísku armar sem þar hafa verið sterkastir, ynnu svipað og við höfum reynt að gera í verkalýðshreyfingunni. Það hafa til dæmis aldrei verið nein bræðravíg hjá okkur í Verkamannasambandinu, við höfum þar staðið dyggilega saman um þann málstað sem við teljum bestan fyrir okkar fólk og til þess sama höfum við ætlast af hinum pólitísku flokk- um. En það hafa verið ákveðnir aðilar í báðum flokkunum sem hafa ekki viljað þess konar samstarf. Ég vona að við berum gæfu til þess að standa saman á því þingi Verkamannasam- bandsins sem hér fer fram um helgina. Nógersundrunginþótt þar tvístrist ekki hópurinn líka. Varðandi þá samninga sem framundan eru þá er ljóst að við mjög ramman reip verður að draga ef engin raunveruleg stjórn verður við lýði i landinu. Kolbeinn Friðbjarnarson, for- maður Vöku á Sigluflrði. - Ég harma mjög hvernig komið er, mér sýnist það liggja fyrir að þessi stjórn sé öll og þá býst ég við að eftirleikurinn verði kosningar, ég geri nú reyndar ekki ráð fyrir miklum sveiflum í þeim kosningum. Ég tel þessa spá Vísis um að Sjálfstæðisflokkurinn fái hrein- an meirihluta í næstu kosning- um algerafásinnu. Ég hefhvergi orðið var við neitt sem gæti gefið bendingar í þá átt. En hitt ■ er annað að eftir kosningar sýnist sá kosturinn liggja bein- ast við að mynduð verði aftur- haldsstjórn, þar sem Sjálfstæð- isflokkurinn verði ráðandi afl. Og þegar ég hugsa til viðreisn- aráranna milli 1960 og 70 þá og síðan til samstjótnar íhalds og framsóknar á árunum 1974 til 1977 þá hryllir mig við þeirri hugsun. Út frá sjónarhóli allra venjulegra launamanna þá eru þetta ill tíðindi,- Ég er ekki í neinum vafa um að þessi stjórn var besti kostur sem hugsanlegur var við þær aðstæður sem voru þegar hún var mynduð. Ég er sannfærður um að hefði verið mynduð stjórn þar sem sjálfstæðisflokk- urinn hefði haft töglin og hagldirnar þá hefði kaupgjalds- vísitalan verið numin úr sam- bandi og það þýðir að þetta ár sem rikisstjórnin hefur setið hefðum við mátt búast við miklu minni kaupmætti en við þó höfum haft. Og það er nú þannig með alla hluti að við verðum að skoða þá í ljósi þess sem verið hefði ef þeir hefðu ekki verið til staðar. Og ég held því fram að ef við berum þessa ríkisstjórn saman við það sem við hefðum haft ef hún hefði ekki verið mynduð og ef við berum hana saman við það sem við munum fá eftir næstu kosningar þá muni sagan dæma hana sem góða stjórn, hversu óánægðir sem við höfum annars verið með hana. Svo er annað í þessu máli öllu sem ég hef ekki enn drepið á og er ekki betra og það er það að trú fólks á vinstra samstarf hlýtur að bíða mikla hnekki við það sem hefur skeð. Við sjáum ekki bara fram á afturhalds- Mestu skiptir að launafólk standi saman í verkalýðshreyfingunni Þingrof, stjórnarkreppa, minnihlutastjórn sem hrófað verð- ur upp til að skrölta fram yfir kosningar. Þetta eru þeir valkostir sem fólk stendur frammi fyrir þessa dagana. Undir þessum kringumstæðum heldur Verkamannasambandið þing sitt nú um helgina og mótar stefnu sína í komandi átök- um um kjaramál, og launafólk horfir fram að aðstæður við samningagerð í vetur verða erfiðari en oftast fyrr. NORÐ- URLAND leitaði til nokkurra verkalýðsleiðtoga á Norður- landi og innti þá eftir hvernig þeir mætu þá stöðu sem skap- ast hefði og hvernig þeim segði hugur um framhaldið. Svör þeirra fara hér eftir á síðunni. - Það er nú fátt um þessa uppákomu að segja. Það er auð- vitað afleitt að þessir flokkar skuli ekki með góðu móti getað komið sér saman og haldið áfram að glíma við þau vanda- mál sem vissulega er við að etja. Svo ég geri langa sögu stutta þá er ég þeirrar skoðunar að ekki sé önnur stjórnarsamsetning vænlegri en sú sem verið hefur undanfarið ár til að takast á við vandann með hagsmuni launa- fólks í landinu að leiðarljósi. Ég hef því enga ástæðu til að halda að betri tíð taki við í þeim efnum. Ástæðan fyrir því hvernig komið er að mínu áliti sú að menn neita að horfast í augu við það hvernig komið er í þjóðfé- laginu. Ég held að í þessum stjórnarslitum núna felist ein- faldlega misreikningur á hinni pólitísku stöðu. Ég tel alls ekki að það sé fullreynt hvort sam- staða sé möguleg með stjórnar- flokkunum um þær aðgerðir sem þurfa að eiga sér stað því að mér virðist af ýmsu að augu Alþýðuflokks og Alþýðubanda lags hafi verið að opnast fyrir því hver hinn raunverulegi vandi væri og taldi því ástæðu til bjartsýni um að þessi stjórn sæti eitthvað áfram. Nú ég vil svo bara bæta því við að ef til kosninga kemur þá hvet ég launafólk til að fara varlega í að trúa kosningaloforðum og fag- urgala þessara svokölluðu A- flokka og láta þá teyma sig á asnaeyrunum eins og átt hefur sér stað meira og minna undan- farið ár. Þorsteinn Hallsson formaður verkalýðsfélagsins á Raufar- höfn. - Ég vil nú ekki tjá mig mikið um þetta að svo stöddu, maður hefur varla getað fylgst með því sem hefur verið að gerast, við hér á Raufarhöfn erum ekki einu sinni búnir að fá þriðju- dagsblöðin í hendurnar. Ég get þó sagt það að mér virðist útlitið heldur dökkt og ég held að ekki sé hægt að búast við bjartari tímum framundan. Helgi Bjarnason formaður verkalýðsfélags Húsavíkur. - Það er nú dauft í manni hljóðið um þessarmundir. Þessi stjórn fékk alltof stuttan tíma til að gera það sem þurfti að gera. Eitt ár er of stutt, það þurfti að láta reyna miklu betur á það hvort hún væri þess megnuð að koma fram markmiðum sínum. Svo er þetta auðvitað alveg afleitur tími til að fara út í kosningar. Ég held að það hljóti að vera einhver annarleg öfl sem standa á bak við þetta. Enda sagði Geir í sjónvarpinu að prívatviðræður hefðu farið fram bak við tjöldin þótt hann vildi ekki fara nánar út í þá sálma. Eftirmælin um þessa stjórn? Hún hefur nú ekki gert stórar rósir en þegar fyrrverandi stjórn fór frá þá var allur frystiiðnaðurinn í landinu lam- aður nema í tveim eða þrem frystihúsum og menn skyldu nú gæta þess að gleyma því ekki. Jón Helgason formaður Ein ingar. Auglýsið í NORÐURLANDI Ég undirritaður óska eftir að gerast áskrifandi að NORÐURLANDI: Nafn: ___________________________________________ Póstnúmer: tímabil í íslenskum stjórnmál- um heldur sjáum við líka fram á að það getur orðið erfitt að koma saman á næstu árum stjórn sem hinir svokölluðu vinstri flokkar eiga aðild að. Það að henda völdunum í hendurnar á íhaldinu eins og krataþingmennirnir hafa nú gert og brjóta þannig niður það traust sem hægt er að bera til vinstra samstarfs, það er alvar- legri hlutur en menn eru al- mennt farnir að gera sér grein fyrir. Hákon Hákonarson, formaður Alþýðusambands Norðurlands. - Ég var einn af þeim sem var ekki sáttur við aðdragandann að þessu. Ég taldi að það væri betra að barist væri innan í vítahringnum heldur en utan hans. Jafnframt verð ég að segja að ég er auðvitað ekki sáttur við MÁLGAGN SÓSÍALISTA I NORÐURLANDS- KJÖRDÆMI EYSTRA Fréttir af urlandi. Norð- Hressileg póli- tísk umræða. Skrif um listir og menningarmál. Skákþáttur Helga Ólafssonar. Krossgátan. íþróttir. Norðurland er 8 síður og kemur út vikulega. Áskriftargjald inn- heimtist tvisvar á ári. Áskriftargjald fyrir hálft áriö er kr. 3.500 Sími 21875 Eiðsvallagata 18 Pósthólf 492 Akureyri NORÐURLAND Vantar blaðbera í Lundahverfi. Hafið samband við afgreiðsluna Eiðsvallagötu 18, sími 21875. SÖLUBÖRN NORÐURLAND óskar eftir börnum tii að selja blaðið á föstudögum. NORÐURLAND ....................... NORÐURLAIMD Það sem við tekur verður aldrei nema verra NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.