Norðurland - 11.10.1979, Side 5

Norðurland - 11.10.1979, Side 5
)ta á Dalvík segir: ning: Fyrst ðliui ið um vissan dagvinnustunda- fjölda finnst mér einnig bjóða upp á misrétti. Það er hægt að skýra með eftirfarandi dæmi. Segjum að umsækjandi um atvinnu hafi, þegar hann lætur skrá sig, ekki nógan tímafjölda til bótaréttar. Takist ekki að útvega honum atvinnu álít ég að hann ætti að fá dagana sem hann er á skrá, metna sem dagvinnustundir til viðbótar þeim tímaQölda sem hann hafði, svo hann öðlist bótarétt uns atvinna fæst. Þannig er útilokað að fólk standi enda- laust óbætt ef um ríkjandi atvinnuleysi er að ræða. Líka má deila um réttmæti þess, að sá sem hefur færri dagvinnu- stundir skuli fá lægri bætur en sá sem hefur fleiri dagv. st. Ástæðan fyrir hálfs dags vinnu er oft sú að t.d. kona með mörg börn getur ekki unnið allan daginn þó svo hún gjarnan vildi og þyrfti. Einnig gæti undan- farandi atvinnuleysi legið að baki. - í fyrsta lagi er ég því algjörlega mótfallinn að fæð- ingarorlof skuli vera greitt úr þessum sjóði, sagði Árni. - Ragnhildur Helgadóttir sem var einn aðalhöfundur þessa frumvarps vann þar mjög í anda Sjálfstæðisflokksins og stefnu hans í verkalýðs- og jafnréttis- málum, þegar hún kom því í gegn að fæðingarorlof kvenna innan A.S.Í. skyldi greitt úr sjóði sem verkafólk hafði eign- ast sér til tryggingar gegn atvinnuleysi eftir langvarandi baráttu og nokkrar fórnir. Þegar kona sækir um fæðingar- orlof er ekkert spurt um tekjur, en dagvinnustundamörkin þau sömu og til atvinnuleysisbóta. Þar getur aftur verið um sama misrétti að ræða og við töluðum um áðan, þ.e.a.s. kona sem e.t.v. vegna heimilisástæðna getur bara unnið hálfan dag fær helmingi lægra orlof en heils dags kona og sú sem kemst alls ekki út í vinnu stendur bótalaus. Barnabætur Ég vil gera aðra athugasemd við greinina sem birtist um daginn. Þar segir:,,.rangt að ekki skuli vera tekið tillit til fjölda barna á framfæri, þegar fólk sækir um atvinnuleysis- bætur....Barnlaus kona getur t.d. fengið bæturef maki hennar fer ekki yfir tekjumarkið." Vissulega má deila um þetta, en þó finnst mér verða að athuga að barnafólk fær barna- bætur frá alm. tryggingum, hvort sem atvinnuleysi er eða ekki. Ragnhildur Helgadóttir og fæðingarorlof Út frá þessum umræðum barst talið að fæðingarorlofi kvenna sem eru félagar innan A.S.f. Eins og kunnugt er greiðist það úr Atvinnuleysis- tryggingasjóði, og reglugerð þar um er mjög sniðin eftir lögum um atvinnuleysistryggingar. Tryggingamálin undir sama hatt Þegar farið er að hugleiða öll þessi tryggingamál rekst maður víða á misfellur, sem of langt mál væri að rekja nánar hér. Hins vegar vil ég koma þeirri skoðun minni á framfæri að alla lífeyrissjóði á að sameina í einn og setja undir alm. trygginar, fæðingarorlofið á að flytja þangað líka og greið’íst öllum konum jafnt án skilyrða, bæði til sjávar og sveita. Hugsanlega væri til bóta að^setja sjúkrasam- lögin inn í alm. tryggingar. Á þennan hátt mundi fjármagn til tryggingagreiðslna aukast og jafnast öllum í hag, rekstur verða hagkvæmari, auk þess sem auðveldara yrði fyrir al- menning að afla sér upplýsinga og neyta réttar síns. Við þökkum Árna fyrir spjall ið og vonum að það verði fólki hvati til að kynna sér og hugleiða þessi mál nánar. Sólveig H. og Brynja. um verkalýðshreyfingarinnar fyrr á árum. N Á DALVÍK Á leiðinni til Galdrakarlsins. Ljónið (Theódór Júlíusson), Pjáturkarlinn (Viðar Eggertsson), Fuglahræðan (Þrá- inn Karlsson) og Dorótea (Sólveig Halidórsdóttir). Undirritaður leit inn á æfingu Leikfélags Akureyrar s.l. laug- ardag - ásamt syni sínum ellefu ára. Verið var að æfa Galdra- karlinn í Oz, og mátti ekki á milli sjá hvor okkar skemmti sér betur. Galdrakarlinn í Oz er upp- haflega skáldsaga sem kom út fyrir nokkrum tugum ára. Höf- undur er L. Frank Baum. Sagan var kvikmynduð með sönglög- um eftir Harold Arlen. Sum þessara laga eru vel þekkt t.d. „Over the rainbow“. John Harryson leikstýrði myndinni og í henni lék m.a. Judy Garland þá sextán ára gömul. Á íjölum Leikhússins sjáum við leikritið í búningi Harry- sons. Hulda Valtýsdóttir snéri stykkinu á íslensku og Kristján frá Djúpalæk ljóðunum. Leikstjóri hér á Akureyri er Gestur E. Jónasson. Ragnar Lár gerði leikmynd. Með helstu hlutverk fara: Sólveig Halldórsdóttir, Þráinn Karlsson, Theódór Júlíusson og Viðar Eggertsson. Þau fara með hlutverk Dóróteu, Fuglahræð unnar, Ljónsins og Pjátur- karlsins. Auk þeirra kemur fram Vonda nornin leikin af Sigurveigu Jónsdóttur, Góða nornin leikin af Svanhildi Jó- hannesdóttur, Sunna Borg leik- ur Maríu vinnukonu og Bjarni Steingrímsson kemur fram í gervi Galdrakarlsins. Leikararnir fara með mörg hlutverk hver og svo eru leik- brúður til að lífga upp á stemn- inguna. En það gera líka svo sannarlega þremenningarnir Karl Jónatansson, Ingimar Ey- dal og Hannes Arason en þeir sjá um hljóðfæraleikinn. Þess má geta að Sólveig Hall- dórsdóttir starfar í Reykjavík en kom hingað norður til að Talið frá vinstri: Dorótea (Sólveig Halldórsdóttir), Hinrik frændi (Bjarni Steingrímsson) og „Vonda nornin" (Sigurveig Jónsdóttir). NORÐURLAND - 5 leika í Galdrakarlinum auk þess sem hún leikstýrir „Gísl“ á Dal- vík. Galdrakarlinn í Oz er fyrsta frumsýning L.A. á leikárinu og er það við hæfi að byrja á barna- Wkriti' L.H.J. Gestur E. Jónasson, leikstjóri. Fyrsta frumsýning vetrarins hjá Leikféhagi Akureyrar: Galdrakarlinn 1 Oz frumsýndur á laugardaginn

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.