Norðurland - 11.10.1979, Page 8

Norðurland - 11.10.1979, Page 8
NORÐURIAND Fimmtudagur 11. október 1979 MÁLGAGN SÓSÍALISTA í NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA GERIST ,ÁSKRIFENDUR - Síminn er 2-18-75 - AUGLYSIÐ í NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 - Alvarleg rykmengun í Kísiliðjunni Vorið 1978 voru gerðar mjög umfangsmiklar ryk- og meng- unarmælingar í Kísiliðjunni að tilhlutan Heilbrigðiseftirlits rík- isins og með aðstoð sænsku vinnuverndarstofnunarinnar. Það er löngu vitað að hluti af brenndum kísilgúr er mjög hættulegur, eða sá hluti sem ummyndast í brennslunni í kristallaða kísilsýru. Af henni stafar sjúkdómurinn Silicosis eða steinlunga eins og það er kallað á íslensku. Á mánudag- inn kynnti forstöðumaður heil- brigðiseftirlitsins Hrafn S. Frið- riksson ásamt Eyjólfi Sæmunds svni deildarverkfræðingi og Ólafi Ólafssyni landlækni nið- urstöðurnar og voru þær ógn- vekjandi svo ekki sé meira sagt. Mengunin er þó misjöí’n eftir stöðum í verksmiðjunni. Orð- rétt segir í skýrslunni: „Sam- kvæmt niðurstöðum þeirra mæl inga sem gerðar voru er ryk- mengun við ýmis störf í verk- smiðjunni og í útskipun kísil- gúrs yfir hættumörkum. Gildir þetta fyrir flest störf í þurr- vinnsludeild verksmiðjunnar, viðhaldsstörf og hreingerningar störf. Ennfremur er mengun á flestum vinnustöðum við út- skipun kísilgúrs yfir hættu- mörkum. Hæst mældist meng- un í útskipun í lest eða fjórtán til fimmtánföld hættumörk og í sekkjun u.þ.b. tíföld hættu- mörk.“ Hér er um að ræða mjög al- varlegt mál og er ljóst að gera þarf umfangsmiklar breytingar á framleiðslurás verksmiðjunn- ar. Sjúkdómurinn Silicosis er þekktur atvinnusjúkdómur meðal þeirra sem vinna við framleiðslu kísilgúrs og er hann ólæknandi. Sá hluti ryksinssem veldur sjúkdómnum er fyrr- nefnd kristölluð kísilsýra og er Niðurstöðurnar kynntar starfsrnönnum Kísiliðjunnar. fimmtíu sinnum hættulegra en óbrennt kísilryk. Mengun á vinnustaðnum í heild mældist ekki meiri en gerist og gengur á hliðstæðum vinnustöðum en þessi eini þáttur hefur greini- lega farið gersamlega úr bönd- unum. Úttekt Heilbrigðiseftirlitsins á Kísiliðjunni er fyrsta heildar- úttektin sem það gerir á íslensk- um vinnustað og er mjög vel til hennar vandað. Þetta vekur vonir okkar um að gerðar verði þær lagfæringar sem þarf til að gera ástandið viðunandi og að hliðstæðar athuganir verði gerð ar á fleiri vinnustöðum. Aðgerðir til úr- bóta eru í undirbúningi ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Starfið framundan Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 18. október kl. 20.30 í Eiðsvallagötu 18. DAGSKRÁ: 1. Málefni Norðurlands. 2. Kynntar tillögur um forvalsreglur til framboðs. í Kísiliðjunni eru þegar komn- ar af stað ákveðnar framkvæmd ir sem miða að því að koma ryk- menguninni niður fyrir hættu- mörk. Á haustfundinum 8. nóvember verða lagðar fram tillögur um gagngerar breyting- ar á pökkunaraðstöðunni svo og á aðstöðu í vöruskemmunni en þar eru allir vinnustaðir yfir hættumörkum. Söluaðila okk- ar eða aðalskrifstofunni í París hefur verið tilkynnt að enginn kísilgúr verði sendur úr landi án þess að hann sé plastklæddur. Það ætti að koma í veg fyrir mengun í skipunum. Loks eru fyrirhugaðar ýmsar smærri framkvæmdir sem miða að úr- bótum á hinum ýmsu vinnu- stöðum. SRR Slippstöðin: 3. Önnur mál. Félagarl Mætið vell Stjórnin. Kjördæmisþing Alþýðubandalagsins f Norðurlandskjördæmi eystra verflur haldið í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, Akureyri, laugardag og sunnu- dag 20. og 21. október n.k. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Forvalsmál. 3. Atvinnu- og verkalýðsmál. 4. Ötgáfumál. 5. önnur mál. Þingið sett klukkan 14 á laugardag. Stjórnin. Togarasala til Kanada? Sendinefnd frá Slippstöðinni h.f. er nýkomin úr ferð til Kandada þar sem rætt var um hugsanlega sölu á togara til þarlendra. Um er að ræða eitt af stærstu útgerðarfyrirtækjum Kanada og rekur það frystihús í stórum stil auk um 40 togara. Slippstöðin hefur nú gert fyrir- tækinu ákveðið tilboð sem er í athugun vestra. í tilboðinu er gert ráð fyrir togara sem yrði mjög í líkingu við Sigurbjörgina á Olafsfirði sem Slippstöðin afhenti í vetur sem leið. „Boltinn er hjá Kanada- mönnum núna,“ sagði Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvar- innar í samtali við NORÐUR- LAND. - Það er í rauninni ekkert um þetta að segja annað, við bíðum bara eftir svari frá þeim, og höfum gert það sem að okkur snýr.“ Gunnar sagði að þetta mál hafi verið á döfinni síðan í vor. Þetta kanadíska fyrirtæki hefur nokkur viðskipti við íslendinga, m.a. kaupa þeir öll sín troll frá Hampiðjunni í Reykjavík. Menn frá því hafa verið hér á ferðinni í sumar m.a. fóru 2 skipstjórar út með Sigur- björginni til að kynna sér skipið og búnað þess. Síðar komu 2 forstjórar til viðræðna og síðast fóru menn frá Slippstöðinni vestur til frekari viðræðna. En nú hefur tilboðið verið lagt fram og málið er ennþá opið þótt of snemmt sé að segja hverjar lyktir kunna að verða. I STYÐJUM NORÐURLAND | Snubbótt þing- setning Þingsetningar var beðið með nokkurri óþreyju að þessu sinni og væntu menn mikilvægra frétta af stjórn- arslitum og jafnvel var búist við því að forseti íslands gæfi einhverja yfir- lýsingu um fyrirætlanir sínar varðandi áframhaid- andi setu í forsetastóli. Svo varð þó ekki og var þing- setningin nánast form án innihalds. Þingmenn fengu guðsblessun í byrjun, síðan var gengið í þinghús og forseti las forsetabréf um samkomudag alþingis. Hann sleppti því í þetta sinn að ávarpa þingheim með nokkrum vel völdum orðum eins og hans hefur jafnan verið siður við þetta tækifæri. Sennilega álítur hann þann söfnuð sem þarna var samankominn Íítt móttækilegan fyrir alvöruorð og áminningar um ábyrgð og skyldur. Að húrrahrópum loknum tvíst raðist hópurinn og var óðara komin fram þings- ályktunartillaga þess efnis að þingið ályktaði aðsenda bæri sig heim. Efiia- hagslegt afrek í nýlegu tölublaði Helgar- póstsins er rætt við nokkra sagnfræðinga og þeir beðn- ir að gefa gengnum ríkis- stjórnum einkunnir. Meðal fræðimanna er Vilmundur Gylfason og gefur hann viðreisnarstjórninni hæstu einkunn eða 9 sem er ágætiseinkunn svo að grip- ið sé til skólamáls. Segir Vilmundur m.a.: „Aðgerð- irnarsem gripiðvartil 1967 -1968 eftir að fiskistofn- arnir hrundu voru efna- hagslegt afrek.“ Þessi ár sem Vilmundur talar um í tilvitnuninni ættu að vera mörgum í fersku minni. Atvinnuleysi var þá meira í landinu en verið hafði siðan um 1950. Aðgerðirnar sem Vilmund- ur talar um sem afrek fólust alls ekki í því að berjast gegn atvinnuleysinu. Frá 1967-1970 stóð yfir mesti landflótti í sögu lýðveldis- ins. Það er kannske út af fyrir sig afrek að hrekja úr landi fjölda dugandi fólks sumir hefðu kannske álitið að aðgerðir í efnahags- málum hefðu átt að miða að því að tryggja atvinnu handa öllum vinnufúsum höndum. Á árunum sem Vilmund- ur vitnar í voru uppgangs- tímar úti í Skandinavíu. Danmörk og Svíþjóð tóku fegins hendi við þessu vinnuafli sem flykktist til þeirra. Nú horfa málin öðruvísi við og bæði lönd- in reyna að stöðva inn- flutning frá öðrum lönd- um. Atvinnuleysi hér á íslandi verður ekki lengur leyst úti í Skandinavíu en þess þyngri gæti slagurinn orðið við það á heima- velli þegar viðreisn hefur tekið sér bólfestu hér á nýjan leik.

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.