Norðurland - 25.10.1979, Síða 2

Norðurland - 25.10.1979, Síða 2
Amtsbóka safnið miðsafn fyrir Eyjafjarðarsýslu Ekkienn heitt vatn í Hrísey Þann 13. október síðastliðinn var haldinn á Amtsbókasafninu á Akureyri fundur bókavarða úr Eyjafjarðarhéraði, að til- hlutan bókafulltrúa ríkisins var amtsbókasafnsins. Voru þar mættir bókaverðir og stjórnar- menn bókasafna frá Ólafsfirði, Dalvík, Hrísey, Skriðuhreppi, Öxnadal og Þelamörk, einnig bókavörður Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri og bóka- verðir Amtsbókasafnsins svo og bókafulltrúi ríkisins Kristín H. Pétursdóttir. Gafst fundarmönnum þarna tækifæri til að ræða við bóka- fulltrúa, greina frá sínum vanda málum og leita ráða og upplýs- inga. Kristín H. Pétursdóttir greindi frá hvert væri hlutverk bókafulltrúa og ræddi tengls hans við almenningsbókasöfnin í landinu. Lagði hún mikla áherslu á gott og náið samband við bókasöfnin og nauðsyn þess að söfnin stæðu ætíð skil á ársskýrslum sínum til bókafull- trúa, því skýrslur þessar eru mikilvægur liður í því að skapa þá heildarmynd af bókasaafns- starfseminni í landinu sem nauðsynleg væri við gerð fram- tíðaráætlana í bókasafnsmál- um. Bókafulltrúi greindi einnig frá þvi að í ráði er að koma af stað námsskeiði í bréfaskóla- formi fyrir bókaverði og kynnti einnig starfsemi Þjónustumið- stöðvar bókasafna sem væntan- lega mun nú taka að sér útgáfu og dreifingu á skráningar- spjöldum, auk þess em hún hefur á boðstólum ýmsar vörur til bókasafna, eða annast út- vegun þeirra. Á síðastliðnu ári gekk í gildi ný reglugerð um almennings- bókasöfn. Samkvæmt henni skal landinu skipt í bókasafns- umdæmi og í hverju umdæmi skal vera eitt miðsafn. Akureyri og Eyjarfjarðarsýsla er eitt umdæmi, með Amtsbókasafnið á Akureyri sem miðsafn. Ólafs- fjörður og Dalvík eru sérstök umdæmi. Hlutverk miðsafna gagnvart öðrum bókasöfnum í umdæm- inu er meðal annars að „veita hreppssöfnum, skólasöfnum og stofnanasöfnum í umdæminu aðstoð og þjónustu og efla samvinnu þeirra“, eins og segir í áðurnefndri reglugerð. Til þessa hefur nokkuð skort á að samband væri á milli hinna einstöku bókasafna i héraðinu og var því, í samráði við bókafulltrúa ríkisins, brugðið á það ráð að boða til þessa fundar. Verður hann væntan- lega til þess að efla samstarf og auka kynni milli bókasafnanna hér um slóðir. Daginn eftir fór bókafulltrúi ásamt tveim bókavörðum Amtsbókasafnsins til Ólafs- fjarðar til skrafs og ráðagerða við forráðamenn bókasafnsins þar og bæjarfulltrúa kaupstað- arins. Bókasafn Ólafsfjarðar hefur um skeið verið í nokkrum öldudal, en heimamenn hafa fullan hug á að ráða þar bót á og reyna að efla safnið og bæta í framtíðinni. voruna BRYNJÓLFUR HALLDÓRSSON skípstjóri á b/v ögra RE 12 fiskaði 4652 tonn árið 1978. Hann segir: Áreiðanlegasta umsögn um troll- net kemur frá íslenskum togveiði- skipstjórum og netagerðar- mönnum. Fáir sjómenn í heim- inum þurfa jafn sterk troll með jafn nákvæmum möskvastærðum sem þeir. 80% neta á íslenskum tog- veiðiskipum eru frá Hampiðjunni. Það er helmingur framleiðslu okkar á því sviði. Hinn helmingurinn fer til kröfuharðra skipstjóra úti í heimi. „Við togum nú á botni sem enginn hefði reynt við fyrir örfáum árum. Það hefði verið óhugsandi án þeirra eiginleika sem trollin frá Hampiðjunni hafa nú í dag. Þau eru þrælsterk og dragast vel, hafa mikið núningsþol." Við bjóðum efni í botn- og flottroll úr snúnu og fléttuðu garni, poka mottur, benslagarn, fiskilínur, blýkaðla og alla aðra kaðla. Stakkholti 4, Reykjavík, sími 28100 Borun eftir heitu vatni í Hrísey hefur enn ekki borið árangur. Eins og áður hefur verið getið um í NORÐURLANDI borar jarðborinn Ýmir eftir heitu vatni í Hrísey. Sú borun hefur þó ekki borið árangur enn þá. í byrjun mánaðrins var lokið holunni, en hann komst niður á 630 m. dýpi. Á botni þeirrar holu mældist hiti 83.6 gráður á celsíus. Nú er borinn kominn niður á 230m. í annari holu, og á því dýpi er hitinn 62 gráður. Heita vatnið í Hrísey var í upphafi 65 gráður en er nú komið nokkuð niður fyrir sex- tíu. Það er muög miður að fá ekki vatn með því háa hitastigi sem þarna hefur fundist, því varla er vatnið þar kaldara en berglögin. Vandræðaástand getur skap- ast í vetur ef ekki rætist úr. Því eins og áður hefur verið getið í NORÐURLANDI mun hita- veitan ekki anna þörfinni í vetur eins og ástandið er nú. Samsýning Myndhópsins Fyrsta samsýning sem Mynd- hópurinn á Akureyri stendur fyrir, síðan hann var formlega stofnaður í janúar sl„ verður haldin í félagsheimilinu Hlíðar- bæ, dagana 17. til 25. nóvember nk. Sú nýbreytni verður upp tekin, að öllu norðlensku mynd- listarfólki er boðið að senda verk til sýningarnefndar Mynd- hópsins, en hún sker úr um það, hvort verk verður tekið til sýningar eða ekki. Engin tak- mörkun er á fjölda innsendra verka, en sýningarnefnd er að sjálfsögðu bundin stærð sýn- ingarsalar. Senda má hverskonar gerðir myndverka, t.a.m. málverk, teikningar, höggmyndir, grafík, vefnað, textil, keramik og ljós- myndir. Verkum skal skila í Hlíðar- bæ, fimmtudaginn 15. nóvem- ber nk. kl. 17-19. Þátttökugjald skal þá greiðast um leið, en það er kr. 5000 fyrir utanfélags- menn, en kr. 7000 fyrir félags- menn. Það er ósk sýningarnefndar Myndhópsins, að sem flestir norðlenskir myndlistarmenn taki þátt í þessari sýningu, en þátttakan mun að sjálfsögðu skera úr um það, hvort fram- hald verður á sýningum sem þessum. Nánari upplýsingar um sýn- inguna gefur sýningarnefndin, en hana skipa Guðmundur Ármann, símar 24895 og 22196, Jón Bjarni, sími 21704 og Ragnar Lár, sími 23688. Sýningarnefndin. Lóreftstuskur Léreftstuskur Léreftstuskur Léreftstuskur Kaupum hreinar lóreftstuskur á hœsta verði | Skjaldborg hf.j Hafnarstræti 67 Sími 24-0-24 2 -NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.